Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 4
Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, í slaginn með lið sitt
Njótum virðingar á
alþjóðavettvangi
ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik leikur tvo leiki í riðlakeppni
Evrópumótsins, gegn Makedóníumönnum á miðvikudag og Portú-
gölum á laugardag. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari landsliðsins,
segir að þrátt fyrir að fyrstu leikir liðsins hafi tapast sé liðið á réttri
leið og njóti meiri virðingar á alþjóðavettvangi.
Eftir
Gísla
Þorsteinsson
Islenska liðið mætir Makedóníu-
mönnum á miðvikudag ytra og
Portúgölum í Laugardalshöll á laug-
ardag. Liðið hefur
þegar tapað fyrir
Belgum, Slóvenum
og Ukraínumönnum
og segir Friðrik Ingi
að leikimir framundan verði liðinu
erfiðir, eins og allir leikir sem það
spilar. „En þrátt fyrir að liðið hafi
tapað fyrstu þremur leikjunum er
ljóst að það er á réttri leið, að minnsta
kosti njótum við meiri virðingar á al-
þjóðavettvangi en áður. Við stefndum
1-eyndar að því að ná þriðja neðsta
sætinu í riðlinum og það er ekkert út-
séð um að við náum því markmiði. Við
verðum að vinna Portúgala hér heima
og úti og ef úrslit verða okkur hliðholl
er þessi möguleiki vel fyrir hendi. En
það sem skiptir máli er að bæta leik
liðsins og leiksMpulag og koma á
ákveðnum áherslum sem ég tel að
sMpti máli. Við tökum einn leik fyrir í
einu og ég er ánægður svo lengi sem
liðið er í framþróun og sýnir jafn-
vægi, þrátt fyrir að það tapi. Við verð-
um einfaldlega að sætta okkur við þá
staðreynd að við erum langt á eftir
þjóðum eins og Makedóníu, Slóvemu
og Úkraínu. Þessar þjóðir hafa yfir
að ráða leikmönnum sem keppa í
NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Ég
ætlast ekM til að við náum þessum
þjóðum á einu ári. Það er stöðugleik-
inn sem sMptir öllu máli. Ég hef feng-
ið skamman tíma til þess að undirbúa
liðið en hef ákveðna framtíðarsýn. Ég
vona að fyrst verði vart við breyting-
ar hjá liðinu eftir Norðurlandamótið,
sem fer fram hér á landi í sumar. Það
verður hins vegar að koma í ljós hvort
það gengur eftir.“
Fimm tapleikir í
röð gegn Portúgölum
Friðrik Ingi segir að eitt af því sem
sMptir máli til að leika agaðri leik sé
að spila lengri sóknir og koma boltan-
um meira á stærri leikmenn liðsins í
,stað þess að nota þriggja stiga skytt-
ur liðsins um of. „Við getum ekM
treyst of miMð á skyttumar enda hef-
ur það ekM sMlað liðum árangri þeg-
ar upp hefur verið staðið. Þær þjóðir
sem eru bestar í körfúboltanum nýta
stærri leikmenn og þriggja stiga
skyttur jöfnum höndum og það sMlar
árangri. Auðvitað vantar okkur
sterkari og stæiri leikmenn í saman-
burði við aðrar þjóðir, en það er hægt
gera áherslubreytingar með því að
koma boltanum inn í teig, sem gefur
leikmönnum fyrir utan meira svig-
rúm.“
Islenska liðið leikur gegn Portú-
gölum í Laugardalshöll 26. febrúar,
en Islendingar hafa unnið Portúgala
5 sinnum, síðast árið 1982. Síðan hafa
þjóðimar leiMð fimm leiM og Islend-
ingar tapað þeim öllum. Engu að síð-
ur telur Friðrik Ingi að íslenska liðið
eigi góða möguleika gegn Portúgöl-
um á heimavelli. Hann telur mögu-
leikana gegn Makedóníumönnum
ytra minni og segir leiMnn gríðarlega
erfitt verkefni. „Það er ljóst að ekM
verður teMð á okkur með neinum
silMhönskum og mér skilst, sam-
kvæmt upplýsingum sem ég hef aflað
mér, að þeir gætu reynt að gera okk-
ur erfitt fyrir er við komum á staðinn.
En við erum vanir ýmsum uppákom-
um og ætlum ekki að láta okkur
bregða við neitt."
Morgunblaðið/Kristinn
Helgi Jónas Guðfinnsson, sem leikur með RB Antwerpen í Bei-
gíu, leikur með íslenska landsliðinu á ný eftir hlé. Hann sækir
hér að leikmönnum Eistlands í landsleik.
Valdi þijá nýliða
FRIÐRIK Ingi Rúnarsson,
landsliðsþjálfari karla í körfu-
knattleik, valdi þrjá nýliða fyrir
landsleiM gegn Makedóníumönn-
um og Portúgal í riðlakeppni
Evrópukeppninnar. Þeir ei*u:
Hlynur Bæringsson, Svavar Birg-
isson og Ægir Jónsson. Þá hefur
Teitur Orlygsson gefið kost á sér
á ný í landsliðið. Helgi Jónas Guð-
fínnsson og Birgir Örn Birgisson
eru einnig með eftir hlé. Liðið er
skipað eftirtöldum leikmönnum:
Helgi Jónas Guðfinnsson,
Antwerpen
Herbert Arnarson, Groningen
Falur Harðarson, Honka
Guðmundur Bragason, Haukar
Teitur Örlygsson, Njarðvík
Friðrik Stefánsson, Njarðvík
Fannar Ólafsson, Keflavík
Hjörtur Harðarson, Keflavík
Páll Axel Vilbergsson, Fleron
Birgir Örn Birgisson, Stuttgart
Ægir Jónsson, IA
Svavar Birgisson, UMFT
Ólafur Jón Ormsson, KR
Hennann Hauksson, Njarðvík
Hlynur Bæringsson,
Skallagrímur.
Dormagen sýnir Patreki áhuga
Patrekur Jóhannesson, leikmað-
ur Essen, kveðst eiga von á til-
boði frá íslendingaliðinu Dormagen
um helgina. Patrekur sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að forráða-
menn Essen hefðu einnig áhuga á
að halda sér en hann kvaðst ætla að
*skoða tilboðið frá Dormagen er það
bærist. Hann sagði að Hameln og
Nettelstedt hefðu sýnt áhuga á sér
en kvaðst ekki hafa heyrt nýlega
frá félögunum. Patrekur hefur leik-
ið fjórar leiktíðir með Essen í
Þýskalandi. Hjá Dormagen leika
Róbert Sighvatsson, Daði Hafþórs-
son og Héðinn Gilsson, en sennilegt
þykir ða hvorki Héðinn né Daði
verði áfram í herbúðum liðsins, en
samningar þeirra renna út í vor.
Guðmundur Þ. Guðmundsson,
þjálfari Dormagen, sagði í gær að
hann vissi ekki til þess að mál Pat-
reks væri svo langt komið að tilboð
yrði lagt fram um helgina. Ef af
yrði reiknað Guðmundur ekki að til-
boð yrði gert fyrr en í næsta mán-
uði þegar stað félagsins skýrðist, en
það er í þriðja neðsta sæti 1. deild-
ar. „Það er eingin launung á að Pat-
rekur er einn þeirra manna sem við
höfum rætt við,“ sagði Guðmundur.
„Hvað við gerum í leikmannamál-
um fyrir næstu leiktíð ræðst hins
vegar af því hvort við höldum sæti
okkar í 1. deild eða ekki og það er
alls ekki hlaupið að því eins mál
standa nú. Ljóst er að ef við föllum
þá höfum við ekki úr sama fjár-
magni að spila til kaupa á nýjum
leikmönnum og ef við náum að
halda sæti okkar.
Framundan eru tveir afar mikil-
vægir leiMr sem við verðum að
vinna, gegn Schutterwald á laugar-
daginn og á móti Frankfurt í næstu
viku. Að þeim leikjum loknum skýr-
ist staða okkar nokkuð. Um leið
skýrist hvaða stefna verður tekin
varðandi nýja leikmenn." Guð-
mundur sagði að félagið væri að
skoða leikmannamarkaðinn fyrir
næsta vetur. Meðal annars er verið
að leita fyrir sér um markvörð því
Andreas Thiel, aðalmarkvörður
liðsins, er að ákveðinn í að leggja
skóna á hilluna í vor.
FOLK
■ ÁRNI Gautur Arason verður í
marki Rosenborg í kvöld þegar lið-
ið mætir Brondby á La Manga.
Þetta er lokaleikur norsku meist-
aranna fyrir átöMn í meistara-
deildinni, en Rosenborg mætir
Dynamo Kiev þann 29. febrúar.
■ AUÐUN Helgason, landsliðs-
bakvörður, virðist vera annar
sterkasti leikmaður Viking Stav-
anger. í styrkleikaprófi leikmanna
liðsins í gær lyfti Auðun 107 kíló-
um í bekkpressu, og náði með því
öðrum besta árangrinum í leik-
mannahópnum.
■ COLIN Hendry gæti verið á leið
til Heiðars Helgusonar og félaga í
Watford. Félagið hefur átt í við-
ræðum við Hendry, sem er 34 ára,
og hefur gefið í skyn að hann muni
fara frá Glasgow Rangers, en
hann lék áður með Blackbum.
■ ROBBIE Slater, fyrrverandi
leikmaður Blackburn og West
Ham, segir að eiturlyfjaneysla sé
útbreitt vandamál hjá leikmönnum
í ensku úrvalsdeildinni. Slater seg-
ir að hann hafi orðið var við neyslu
kókaíns í nokkrum mæli á þeim
tíma sem hann lék í deildinni. For-
ráðamenn Blackburn og West
Ham hafa vísað ummælum Slater á
bug.
■ BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, hefur lýst
yfir áhuga á að fá til sín miðju-
manninum Giampiero Miani frá
Parma. Hann er 28 ára og var áður
hjá Vicenza, AC Milan og Bologna.
■ PAUL Gascoigne, leikmaður
Middlesbrough, er sagður hafa
haldið frá Bretlandi til Bandarflvj-
anna á miðvikudag. Hann er ekki
sagður hafa þolað þá athygli sem
hann fékk í kjölfar þess að hann
handleggsbrotnaði í leik eftir að
hafa reynt að brjóta á andstæðingi
sínum. Gascoigne er einnig undir
miklum þrýstingi innan félagsins
og talið er að hann fái frjálsa sölu
áður en langt um líður, þrátt fyrir
að hann ljúki samningi sínum ekki
fyrr en eftir ár.
■ ÍTALSKA liðið Juventus er sagt
tilbúið til að bjóða 960 milljónir ísl.
króna í Joe Cole, 18 ára leikmann
West Ham. ítalska liðið hefur
fylgst með leikmanninum að und-
anförnu, en Harry Redknapp,
knattspyrnustjóri West Ham, er
ekki sagður áfjáður í að selja Cole.
■ DWIGHT Yorke kemur til með
að leika með Manchester United
gegn Leeds eftir allt saman. Um
tíma leit út fyrir að hann tæM ekki
þátt í leiknum vegna anna með
landsIiðiTrinidad og Tobago í Am-
eríkukeppninni. Eftir miMnn
þrýsting frá Manchester United
hefur verið ákveðið að Yorke fljúgi
í 13 Mukkustundir frá Los Angeles
til Englands til að vera með félagi
sínu í leiknum miMlvæga.
■ STRAX eftir leikinn á sunnudag-
inn flýgur Yorke til baka til móts
við samherja sína í landsliðinu.
■ ANDREI Tikhonov, fyrirliði
Spartak frá Moskvu vill gjarnan
komast frá Rússlandi vegna mik-
illa glæpa í landinu. Á dögunum
var bifreið Tikhonov rænt í
Moskvu á meðan eiginkona hans
ppnaði hlið sem varð á vegi hennar.
í bílnum var 18 mánaða gamalt
barn þeirra hjóna. Þjófurinn tók
barnið út úr bflnum og brunaði síð-
an í burtu án þess að kona Tikhon-
ov fengi rönd við reist.
■ ALEXEI Smertin, leikmaður
Lokomotiv Moskva og knatt-
spyrnumaður ársins 1999 í Rúss-
landi er undir smásjánni hjá Man-
chester United og fleiri félögum í
Evrópu. Alex Ferguson ætlar að
fýlgjast með miðvallarleikmannin-
um í vináttulandsleik Rússa og
ísraelsmanna í Haifa í næstu viku.