Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Haukar - Grindavík 56:59
Iþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði,
oddaleikur í undanúrslitum íslandsmóts
karla, þriðjudaginn 4. apríl 2000.
Gangur leiksins: 3:1, 10:5, 13:9, 18:11,
20:20, 28:21, 28:23, 30:33, 40:39, 40:50,
53:52,54:56,56:59.
Stig Hauka: Sigfús Gizurarson 14, Jón
Amar Ingvarsson 13, Stais Boseman 10,
Marel Guðlaugsson 10, Guðmundur Braga-
son 6, Ingvar Guðjónsson 3,
Stig Grindavlkur: Brenton Birmingham
16, Pétur Guðmundsson 11, Alexander Er-
molinskij 10, Bergur Hinriksson 10, Dagur
Þórisson 6, Sævar Garðarsson 3, Bjami
Magnússon 2, Guðlaugur Eyjólfsson 1.
Dómarar: Jón Bender og Kristinn Alberts-
son.
Áorfendur: um 800.
Njarðvík-KR 55:78
Iþróttahúsið í Njarðvík.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 7:7, 7:18, 20:28,
24:37.36:50,44:60,46:70,55:78.
Stig UMFN: Riley Inge 18, Logi Gunnars-
son 12, Teitur Örlygsson 8, Friðrik Stef-
ánsson 6, Páli Kristinsson 6, Hermann
Hauksson 5.
Stig KR: Keith Vassel 24, Jesper Sörensen
10, Jónatan Bow 10, Ólafur Jón Ormsson 9,
Jón A. Stefánsson 8, Amar Kárason 5, Jak-
ob Sigurðsson 5, Steinar Kaldal 3, Guð-
mundur Magnússon 2, Ingvaldur Haf-
steinsson 2.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Ai-
bertsson.
Áhorfendur: Um: 600.
Brotið blað
ÞAÐ hefur verið brotið í úrslitakeppninni í
körfuknattleik síðan hún var tekin upp í
efstu deild karla keppnistímabilið 1983-
1984. Grindavík og KR leika nú ti! úrslita,
en þetta er í fyrsta skipti sem annað liðið úr
Reykjanesbæ, Njarðvík eða Keflavík, taka
ekki þátt í úrslitarimmunni um meistara-
titilinn. Njarðvík hefur unnið í úrslita-
keppninni átta sinnum, Keflavík fimm sinn-
um og KR, Haukar og Grindavík einu smni.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
8-Iiða úrslit, fyrri leikir:
Madrid, Spáni:
Real Madrid - Manch. Utd..........0:0
77.000.
Oporto, Portúgal:
Porto - Bayem MUnchen.............1:1
Jardel 46 - Sergio 80. - 30.000.
England
1. deild:
Port Vale - Charlton...............2:2
WBA- Ipswich.......................1:1
2. deild:
Bristol Rovers - Reading...........0:1
Cambridge - Bury...................3:0
Gillingham - Cardiff..........Frestað.
Oldham - Stoke.....................0:1
■ Thomeskoraðimarkiðá23. mín. Bjami
Guðjónsson, Brynjar Bjöm Gunnarsson og
Amar Gunnlaugsson léku með Stoke. Am-
ar fór af leikvelli á 72. mín. og Bjami á 90.
mín. Hann fékk að sjá gula spjaldið á 68.
mín.
■ Bjarki Gunnlaugsson lék með Preston,
en fór af velli á 74. mín.
Staða efstu liða:
Preston . 40 24 10 6 66:33 82
Wigan .39 20 15 4 64:30 75
Bristol Rov .40 22 9 9 63:37 75
Millwall .40 20 12 8 62:40 72
Bumley .39 19 13 7 54:36 70
Gillingham .38 20 8 10 62:41 68
Stoke .40 18 13 9 59:40 67
Notts Co .40 18 10 12 56:44 64
3. deild:
Carlisle - Cheltenham .1:1
Skotland
Rangers - Dundee United........3:0
Albertz 62, Dodds 66, Wallaee 72.
■ Sigurður Jónsson lék með Dundee Utd.
Danmörk
H erfölge - Viborg.............3:2
■ Herfolge náði með sigrinum 7 stiga for-
ystu í úrvalsdeildinni.
Evrópukeppni kvenna
1. riðill:
Holland - Spánn.................1:2
■ Frakkland er með 5 stig, Svíþjóð 4,
Spánn 4 og Holland 2 stig.
Deildabikarinn
ÍA sigraði Fjölni, 4:0, á mánudagskvöld en
ekki öfugt eins og misritaðist í blaðinu í
gær. Staðan í D-riðli er þannig:
LA................3 3 0 0 16:3 9
Stjaman...........3 2 0 1 12:4 6
Skallagrímur........3 2 0 1 7:10 6
Fjölnir.............3 1 0 2 6:8 3
Selfoss.............3 1 0 2 8:14 3
KÍB ...............3 0 0 3 2:12 0
í KVÖLP
HANDKNATTLEIKUR
2. deild karla:
Smárinn: Breiðablik - Selfoss.20
unni frá okkur
EINAR Einarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið hefði átt í mikl-
um erfiðleikum í leik sínum á heimavelli Hauka en hann kvaðst þess
viss fyrir leikinn að botninum væri náð í leik þess. „En leikmenn
náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og þeim fannst sem að Hauka-
draugurinn lægi enn á bakinu á þeim. En við ræddum saman i hálf-
leik og ég benti mönnum á að f rammistaða í fyrri leikjum skipti
engu máli. Þeir væru að leika fyrir framan kjöraðstæður og fullu
húsi áhorfenda. Ég bað menn að gefa sig allan í leikinn því ef þeir
gerðu það ekki væri mótið búið. En það býr mikill styrkur í þessu liði
og menn vilja greinilega spila lengur.“
Einar sagði að það hefði skipt
sköpum að liðinu tókst að stilla
miðið í þriggja stiga skotum í síðari
hálfleik. „Ég neita
því ekki að leikur
Qyia okkar byggist á
Þorsteinsson skyttum og við not-
færum okkar þennan
styrk til hins ýtrasta. Við náðum
ekki að vinna nægilega vel saman og
menn voru greinilega hræddir að
gera mistök en við ýttum þessari
grýlu frá okkur og tókum af skarið
og það skilaði sigri. Haukar töluðu
um það að þeir hefðu leikið vöm eins
og hún gerðist best í einum leikjanna
en ég held að vömin hjá okkur hafi
ekkert verið verri í þessum leik.“
Brenton Birmingham hefur átt
erfitt uppdráttar. Telur þú að það
muni há liðinu í úrslitaleikjunum ?
„Stais Boseman, leikmaður
Hauka, hélt Brenton Birmingham í
skefjum í leiknum og greinilegt að
þar væri sterkur varnarmaður á
ferð. Boseman fékk verðlaun fyrir
vamarleik í Bandaríkjunum og virð-
ist því eitthvað kunna fyrir sér. Þá
kann Brenton illa við sig í þessu húsi
- hann hefur viðurkennt það. En
hann tók af skarið í síðari hálfleik og
skoraði mikilvæg stig. Það er ekkert
vandamál þó að leikmenn lendi í
lægð í þessum úrslitaleikjum. Bren-
ton var í lægð í þessum leikjum og
við vitum að hann getur gert miklu
betur. Við eigum vonandi eftir að sjá
hann í fluggírnum í þeim leikjum
sem eftir eru.“
Einar sagði mikilvægt að fá
heimaleikjarétt í úrslitaleikjunum
við KR. „Við emm að vísu ekki með
eins breiðan hóp og KR en við emm
tilbúnir og ætlum að hafa gaman af
þessum leikjum. Það er möguleiki á
að verða tvöfaldir meistarar og við
ætlum að reyna að ná þeim áfanga.
Ég hef ekki trú á að leikmenn séu
saddir miðað við þá stemmningu sem
var í okkar liði eftir leikinn."
Skotin rötuðu
loks niður
Pétur Guðmundsson, fyrirliði
Grindavíkur, sagði að liðinu hefði
tekist ætlunarverk sitt að leika góð-
an varnarleik í leikjunum við Hauka.
„Vömin var góð en við áttum í vand-
ræðum með sóknarleikinn framan af
en svo kom loks kafli í leiknum í
kvöld sem færði liðinu góða forystu.
Það má eiginlega segja að allir leik-
menn liðsins hafi tekið af skarið og
við beygðum Hauka á þessum kafla.“
Pétur sagði að Haukar hefðu lagt
ofuráherslu á að stöðva Brenton
Birmingham og það hefði gefið öðr-
um leikmönnum lausan tauminn,
sem þeir hefðu reyndar ekki nýtt sér
íyrr en í síðari hálfleik. „Við settum
skotin loks niður og sýndum að við
erum betri en þeir í dag. Mér lýst vel
á að mæta KR í úrslitum. Bæði lið
eru með góða breidd og leika sterka
vörn. Það lið sem hungrar meira í tit-
ilinn mun bera sigur úr býtum.“
Sóknarleikurinn brást
ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka,
var vitanlega dapur í bragði er liðið
var úr leik í undanúrslitum íslands-l
mótsins. Hann sagði að sóknarleikur
síns liðs hafi brugðist síðari hálfleik
og það hafi skipt sköpum í leiknum.
Þið hélduð Grindvíkingum í skefj-
um í fyrri hálfleik og þeir náðu að-
eins að skora úr einu þriggja stiga
skoti en settu sjö niður í síðari hálf-
leik. Telur þú að það hafi skipt ein-
hverju máli í leiknum ?
„Þeir unnu okkur ekkert með því
að hitta úr þriggja stiga skotum.
Þeir skoruðu ekki mörg stig gegn
okkur og það hefði átt að nægja okk-
ur áfram. En það er sóknarleikurinn
hjá okkur sem fer forgörðum. Við
gerðum ekki eins og við ætluðum
okkur. Við ætluðum að sækja að
körfunni en þeir náðu að ýta okkur
út og við þurftum þar af leiðandi að
taka léleg skot þegar við vorum ekki
í jafnvægi. Ég held að við höfum ekki
skorað stig í sex til sjö mínútur í síð-
ari hálfleik en á meðan náðu þeir for-
ystu og það tók okkur tíma að brúa
bilið. Við komust aftur yfir en þá
fékk Marel Guðlaugsson sína fimmtu
villu sem mér finnst óskiljanlegt og
tel að sá gjörningur hafi átt stóran
þátt í að Haukar töpuðu leiknum. En
við töpuðum leiknum fyrst og fremst
á lélegri sókn í seinni hálfleik."
Þið voruð sjö stigum yfír í síðari
hálfleik. Hvað lagðir þú áherslu á í
hálfleik?
„Ég lagði áherslu á að liðið léki
áfram sömu vömina og það hafði
gert fyrr í leiknum, spila fast gegn
þeim og leika skynsaman sóknarleik
með því að ná góðum skotum og
sækja villur á þá. En það gerðum við
ekki og það kostaði okkur sigurinn."
ívar sagði það vitanlega súrt að
falla úr leik, en það sviði sennilega
meira að falla á flautukörfu. „Við
teljum að liðið hefði átt að vinna leik-
inn í kvöld, en við klúðruðum leikn-
um eins og átti sér stað í fjórða leikn-
um í Grindavík. Þetta em jöfn lið en
við eram að súpa seyðið að því að
misnota okkar tækifæri."
GRINDVÍKINGAR unnu ævintýranlegan sigur, 59:56, á Haukum í
oddaleik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik
karla í gærkvöld. Brenton Birmingham tryggði liðinu sigur með
tveggja stiga körfu á síðustu sekúndum leiksins, eða um leið og
flautan gall. Haukar leiddu leikinn lengst af en vanmáttur þeirra í
sókn og góð nýting Grindvíkinga í þriggja stiga skotum sneri
leiknum Grindvíkingum í vil. Grindvíkingar brostu í kampinn en
Haukar sátu eftir með sárt ennið því öðru sinni í vetur urðu þeir
undir gegn Grindvíkingum á síðustu sekúndunum.
Síðustu mínútumar í leiknum vora
hlaðnar spennu. Grindvíkingar
höfðu misst niður 10 stiga forskot,
50:40, sem þeir náðu
Gfslj er sjö mínútur vora
Þorsteinsson eftir af leiknum, en
skrifar Haukar náðu sér á
strik á ný og tókst að
komast yfir, 53:52, er tæpar þrjár
mínútur vora eftir af leiknum. Liðin
skiptust á að ná forystu en Jón Amar
Ingvarsson jafnaði leikinn, 56:56,
þegar 15 sekúndur vora eftir. Grind-
víkingar tóku sér nægan tíma þegar
þeir héldu í sókn þrátt fyrir að sek-
úndumar tifuðu. En þegar tíminn var
við það að renna út fékk Pétur Guð-
mundsson, fyrirliði Grindavíkur,
knöttinn og kom honum á Brenton
Birmingham, sem var einn undir
körfunni og skoraði er leiktíminn
rann út. Fólk vissi varla hvort karfan
væri gild en er Grindvíkingar hófu að
fagna var Haukum Ijóst að þeir væra
úr leik - öðra sinni sem liðið féll úr
leik í undanúrslitum gegn Grindvík-
ingum í vetur. í fyrra skiptið tókst
Grindavík að vinna Hauka í undan-
úrslitum bikarkeppninnar með sigur-
körfu á síðustu sekúndunum. Þá
höfðu Haukar leitt allan tíma. Heima-
menn reyndu að malda í móinn en allt
kom fyrir ekki og úrslitin stóðu
óhögguð. Birmingham fékk aukin
heldur eitt vítakast er brotið var á
honum í skotinu. Hann brást ekki og
skoraði úr því. Annars fór lítið fyrir
Birmingham í leiknum en hann tók
við sér í þeim síðari og setti niður
þrjár þriggja stiga körfur. Alexander
Ermolinskij var liðinu jafnframt mik-
ilvægur og skoraði tvær þriggja stiga
körfur. Pétur fyrirliði var sterkur
eins og Bergur Hinriksson.
Jón Amar Ingvarsson var með
bestu mönnum í liði Hauka sem og
Sigfús Gizurarson. Þá var Stais Bose-
mann sterkur í vöm og hafði vakandi
auga með Brenton Birmingham. En
það sem gerði út af við leik liðsins var
slakur sóknarleikur í síðari hálfleik.
A sama tíma léku Grindvíkingar á als
oddi og settu niður sjö þriggja stiga
körfur, en hafði aðeins tekist að skora
úr einni í fyrri hálfleik. Með samskon-
ar leik og það sýndi í síðari hálfleik
verður Grindavík með illviðráðanlegt
lið í úrslitum.
Urslitakeppnin
körfuknattleik 2000
Fimmti leikurinn í undanúrslitunum,
leikinn i Hafnarfírði 4. aprít 2000
HAUKAR GRINDAVÍK
56 Skoruð stig 59
13/18 Vítahittni 5/11
7/2o 3ja stiga skot 8/22
11/35 2ja stiga skot 15/35
20 Varnarfráköst 21
20 Sóknarfráköst 9
8 Bolta náð 10
14 Bolta tapað 14
9 Stoðsendingar 10
19 Villur 19
Haukar
supu
seyðið
ílokin
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 C 3
ÍÞRÓTTIR
Krístján
mætir
Williams
KRISTJÁN Helgason mætir Mark
J. Williams í 32 manna úrslitum
skoska meistaramótsins í snóker í
Aberdeen í kvöld eins og búist var
við. Williams, efsti maður heimslist-
ans, vann auðveldan sigur á John
Lardner í gær, 5:1.
Stephen Lee, sem mætir Kristjáni
í 32 manna úrslitum heimsmeistara-
mótsins í Sheffield eftir tvær vikur,
hætti keppni á mótinu í gær og gaf
leik sinn við Nick Dyson. Lee, sem
er fjórði á heimslistanum, á við bak-
meiðsli að stríða og ákvað að hvíla
sig fyrir heimsmeistaramótið.
Tveir fyrrum heimsmeistarar era
þegar fallnir úr keppni í Aberdeen.
Steve Davis (15) steinlá fyrir Dave
Harold (14), 5:0, og John Parrott
tapaði fyrir Ali Carter, 5:3. Stephen
Hendry (2), meistarinn frá í fyrra,
vann hins vegar auðveldan sigur á
Lee Walker, 5:0, Ken Doherty (6)
vann Ian McCulloch, 5:2, og Ronnie
O’Sullivan (5) sigraði Dave Finbow,
5:4.
Keppni í 32 manna úrslitum er
þegar hafin og Matthew Stevens (7),
Anthony Hamilton (13), Peter
Ebdon (11) og Mark King (19) era
komnir í 16 manna úrslit. Tölurnar í
svigum gefa til kynna stöðu viðkom-
andi á heimslistanum en þar er
Kristján Helgason í 104. sæti.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Brenton Birmingham var hetja Grindvíkinga þegar hann setti „flautukörfu“ og tryggði Grindvíkingum sigur
á Haukum á elleftu stundu. Hér fagnar hann ásamt Pétri Guðmundssyni fyriHiða og Bjama Magnússyni.
Amar áfram
hjá Stoke
STOKE City hefur fram-
lengt lánssanming sinn við
Leicester vegna Arnars
Gunnlaugssonar og hann
verður því hjá félaginu út
tímabilið. Arnar hefur verið
hjá Stoke sfðan 3. mars en
lánssamningar eru aðeins
gerðir til eins mánaðar í
senn. Amar hefúr spilað níu
leiki með Stoke, sjö þeirra í
2. deildinni og tvo í bikar-
keppni neðri deildarlið-
anna, og félagið er taplaust
á þeim tíma.
Pétur og
Finnur
færeyskir
meistarar
PÉTUR Magnússon og Finnur Hans-
son urðu um helgina færeyskir meist-
arar í handknattleik með liði sínu,
Neistanum. Þeir báru sigurorð af
Vestmanna á útivelli í hreinum úrslita-
leik í lokaumferð deildarinnar, 27:22,
og komu þau úrslit nokkuð á óvart því
lið Vestmanna þótti mun sigurstrang-
legra í eigin troðfullri íþróttahöll.
Þetta er fyrsti meistaratitiil Þórshafn-
arfélagsins Neistans í 22 ár.
Pétur lék stórt hlutverk í sigri
Neistans en hann varði mark liðsins
með glæsibrag. Dagblaðið Sosialurín
segir að frammistaða Péturs hafi gert
útslagið í viðureign liðanna - hann
„stóð ein sannan branddyst," eins og
það er orðað í umsögninni um Ieikinn.
Haft er eftir Pétri að hann hefði ekki
ætiað að sjá á bak þriðja bikarnum á
einu ári en í fyrra missti hann af titlin-
um sem ieikmaður Kyndils á síðustu
stundu og í vetur tapaði Neistinn bik-
arúrslitaleiknum í Færeyjum. Finnur,
sem er sonur Hans Guðmundssonar,
fyrrverandi landsliðsmanns úr FH,
skoraði 2 mörk í úrslitaleiknum en
hann hefur verið drjúgur með liðinu f
vetur.
Óvænt, en sann-
gjamt hjá
KR-ingum
„ÉG er alveg himinlifandi. Þetta var frábær leikur hjá okkur. Keit
Vassel átti afbragðsleik og dreif hina með sértil sigurs,“ sagði
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði slegið
Njarðvíkinga frekar óvænt út úr úrslitakeppninni í hreinum úr-
slitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld. Lokatölur leiksins
urðu 55:78 en í hálfleik var staðan 24:37.
Þar með er ljóst að það verða KR-
ingar og Grindvíkingar sem
leika til úrslita um íslandsmeistara-
titilinn en þessi lið
léku einnig til úrslita
Btöndal ‘ bikarkeppninni þar
skrifar sem Grindvfldngar
höfðu betur. Leikur-
inn var þó í jafnvægi fyrstu mínút-
urnar en í stöðunni 7:7 tók hann
óvænta stefnu. Þá settu KR-ingar 14
stig í röð og breyttu stöðunni í 18:7.
Þá fyrst ákvað Friðrik Rúnarsson,
þjálfari Njarðvfltínga, að taka leikhlé
til að endurskipuleggja leik sinna
manna. En þá var skaðinn þegar
skeður og sjálfstraust Njarðvíkinga
fokið út í veður og vind. Ekki gekk
betur hjá þeim í síðari hálfleik og þar
virtist nánast alveg sama hvað Njarð-
vfldngar reyndu. Fæst gekk upp og
það er langt síðan þeir hafa fengið
slíka útreið á heimavelli sínum.
Leikur KR-inga var miklu mark-
vissari og þeir virtust vita allan tím-
ann hvað þeir ætluðu sér. Keith Vass-
el var í miklum ham. Hann lék
heimamenn oft grátt og var öðram
fremur á bak við sigur vesturbæjar-
liðsins.
„Mínir menn misstu allt sjálfs-
traust í fyrri hálfleik og við fundum
aldrei taktinn aftur. Þetta var ekki
okkar dagur og ég óska bara KR-ing-
um til hamingju með sigurinn," sagði
Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarð-
víkinga.
Besti maður Njarðvíkur var Riley
Urslitakeppnin
í körfuknattleik 2000
Fimmti leikurinn i undanúrslitunum,
leikinn i Njarðvik 4. aprii 2000
NJARÐVÍK KR
55 Skoruð stig 78
19/20 Vítahittni 17/20
6/25 3ja stiga skot 7/26
13/37 2jastigaskot 18/36
30 Vamarfráköst 33
11 Sóknarfráköst 16
15 Bolta náð 12
14 Bolta tapað 18
12 Stoðsendingar 6
18 Villur 18
Igne en aðrir náðu sér aldrei á sti
Hjá KR átti Keith Vassel stjömul
eins og áður sagði. Steinar Kaldal:
góðan leik í vörninni, en hann ft
það hlutverk að gæta Teits Örly
sonar og gerði það prýðisvel. Jói
Stefánsson, Ólafur Jón Ormss
Jesper Sörensen og Jónatan B
vora einnig góðir.
■ ALEXANDER Ermolinskij, leik-
maður Grindavíkur, lék ekki marg-
ar mínútur með félagi sínu gegn
Haukum í gærkvöld en honum
tókst engu að síður að skora 10 stig,
þar af tvær þriggja stiga körfur.
■ MAREL Guðlaugsson fékk sína
fimmtu villu hjá Haukum undir lok-
in gegn Grindavík. Hann gerði 10
stig í leiknum._
■ GRINDAVÍKvann Hauka einnig
með sigurkörfu á síðustu sekúndun-
um í undanúrslitum bikarkeppninn-
ar fyrr í vetur. Grindavík fór í úrslit
og vann KR í úrslitaleik.
■ TOMMY Haas missir af undanúr-
slitaleik Þýskaiands og Ástralíu í
Davis Cup-keppninni í tennis vegna
meiðsla á mjöðm. Þjóðveijar verða
því án tveggja bestu manna sinna í
einliðaleik, hans og Nicolas Kiefer.
Búist er við að Rainer Schuettler og
David Prinosil taki stöður þeirra.
■ MARTINA Hingis sigraði Linds-
ay Davenport 6-3 og 6-2 í úrslitum á
tennismóti í Miami um helgina. Sú
síðamefnda er þó enn í efsta sæti
heimslistans en Hingis hefur nú~
sigrað á 28 mótum og batt enda á
sigurgöngu Davenport sem hafði
sigrað í 21 leik í röð, þar á meðal
fimm síðustu leiki sína við Hingis.
■ SVISSNESKA stúlkan virðist
vera á mikilli siglingu þessa dagana
því hún lagði Monicu Seles 6-0 og
6-0 í undanúrslitum og tapaði ekki
lotu í mótinu.
■ KEMN Campbell leikur ekki
meira með Everton í ensku knatt-
spymunni á þessu tímabili. Hann
gekkst í vikunni undir aðgerð á hné.
■ BENNY Lennartsson, þjálfari ís-
lendingaliðsins Viking Stavanger í
norsku knattspymunni, sætir nú
mikilli gagnrýni eftir að einn leik-
manna liðsins sagði að þjálfarinn
hefði beðið sig um að vera „valtari á
fótunum" í vítateig andstæðing-
anna._
■ BJORN Beríand, sem leikur við
hlið Ríkharðs Daðasonar í framlínu
Viking, sagði við Rogalands Avis að
Lennartsson hefði hvatt sig til að
láta sig detta, frekar en að reyna að
standa á fótunum og halda áfram
eftir návígi í vítateignum.
■ REIDAR Bjömestad, formaður
dómaranefndar norska knatt-
spymusambandsins, sagði við
Nettavisen í gær að hann tryði varla
að þjálfarinn hefði sagt þetta. En
væri það rétt, væri um hreina
móðgun við íþróttina að ræða og
virðingarleysi gagnvart mótherjum
og áhorfendum.
■ RTVALDO, knattspymumaður
ársins í Evrópu og heiminum 1999,
sagði í gær að hann myndi fara til
Ítalíu ef hann á annað borð yfirgæfi
Barcelona. Rivaldo, sem er í Lond-
on að búa sig undir slaginn við
Chelsea í meistaradeild Evrópu í
kvöld ásamt félögum sínum, sló með
þessu á fregnir um að hann væri
jafnvel á leið til Manchester United.
■ PATRICK Kluivert, félagi Riv-
aldos í framlínu Barcelona, sagðist
hins vegar hafa mikinn áhuga á að
spila með liði frá London og reyna
sig í ensku úrvalsdeildinni. Tvö
Lundúnalið, Arsenal og Totten-
ham, hafa sýnt áhuga á Hollend-
ingnum, ásamt Manchester United.
■ GERARD Houllier, knattspymu-
stjóri Liverpool, segir að Robbie
Fowler gæti komið Englandi að
góðum notum í úrslitakeppni EM í
Hollandi og Belgíu í sumar. Houll-
ier segir að Fowler, sem hefur verið
frá keppni í tvo mánuði vegna
meiðsla, sé búinn að fá það góða
hvfld frá knattspymunni að hann
myndi verða mjög frískur í júní,7
öfugt við aðra leikmenn sem hefðu
nýlokið löngu og erfiðu tímabili.
■ STAN CoIIymore hjá Leicester
lækkar væntanlega í launum um 3,6
milljónir króna vegna fótbrotsins
um síðustu helgi. Collymore er með
tæplega 2,4 milljónir króna í laun á
viku en þau lækka um 600 þúsund
krónurþegarhannerekkiíliðinu. '