Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.2000, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2000 C 3 _* IÞROTTIR Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson i Andreassen, Andrea Atiadóttir, gbjörn Óskarsson þjálfara: Ingi- lannesdóttir. og jum Vissi að myndi snúast okkur i hag iiÉg man ekki hvað ég sagði, mig minnir að ég reyndi að segja þeim að við værum ekki að spila eins og eðilegt væri - yrðum að laga vörn- ma,“ sagði Sigbjörn Óskarsson, þjálfari IBV, eftir leikinn. „Við fór- um að spila eðlilega vörn og unnum boltann sem skiiaði okkur hraða- upphlaupum Það skilaði okkur fjór- um mörkum á mínútu og þá snerist leikurinn okkur í hag en ég var reyndar viss um að hann myndi snúast fyn- eða síðar. Það var auð- vitað taugaveiklun og stundum eins og boltinn væri sjóðandi heitur hjá báðum liðum, sem er eðlilegt þegar mikið er í húfí og mikil pressa fyrir fullu húsi húsi stuðningsmanna.“ Þjálfarinn sagðist aldrei hafa verið vafa um að liðið færi langt í mótinu, jafnvel alla leið. „Við tók- urn þetta í þremur leikjum eins og ég bjóst við. Ég sagði að við hefðum lið til að fara alla leið ef allir yrðu heilir og legðu eitthvað á sig og það gerðu þær. Svo er á bak við okkur frábært fólk sem starfar í kringum þetta því rekstur á svona liði með ullar þessar ferðir og fjóra útlend- inga er viðamikill, svo segja má að þetta fólk eigi líka titilinn skilið. Það hefur líka verið mikið um- stang í Eyjum útaf leiknum. Þú ferð ekki út í búð án þess að sé klappað á bakið á þér og lagt til málanna, svo að maðui- er hvergi óhultur. Þótt þetta sé gott getur það líka truflað rétt fyrir leik því sálfræðin spilar svo mikið inn í svona leikjum." + Meistaralið ÍBV í handknattleik kvenna Leikm. Nr. Staða Aldur Leikið með ÍBV Með öðrum liðum Árangur og titlar Vigdís Sigurðardóttir 12 Markmaður 24 ára Uppalin í ÍBV Haukar (1995-99) íslandsmeistari 1996 og 1997 og bikarm. 1998 Luckrecya Bokan 1 Markmaður 24 ára Frá 1998 Zagreb í Króatíu Komst tvisvar í úrslit í Króatíu Ingibjörg Jónsdóttir 6 Lína (Fyrirl.) 31 árs Uppalin í ÍBV Stjarnan (1992-93) í bikarúrslitum með ÍBV árið 1994 Anna Rós Hallgrímsdóttir 17 Lína 18 ára Uppalin í ÍBV Mette Einarssen 2 Miðja 21 árs Frá 1999 Larvik Handball klub í Noregi . Noregsmeistari með liði 19 ára og yngri Hind Hannesdóttir 10 Miðja 18 ára Uppalin í ÍBV Unglingalandslið (18 ára og yngri, 16 ára og y.) Amela Hegic 8 Vinstri skytta 26 ára Frá 1998 Split í Króatíu Andrea Atladóttir 15 Hægriskytta 31 árs Uppalin í ÍBV Víkingur ("90-92), Haukar ("96-97) Islandsmeistari 1992 og 1997 og leikið í landsl. Anita Andreassen 7 Hægra Horn 27 ára Frá 1999 Larvik Handball klub (1994-98) Noregsmeistari '95, '96, '98 og bikarm. '96, '98 Bjarný Þorvarðardóttir 4 Hægra horn 16 ára Uppalin IÍBV Guðbjörg Guðmannsdóttir 13 Hægrahorn 19 ára Uppalin í ÍBV Unglingalandslið (18 ára og yngri, 16 ára og y.) Eyrún Sigurjónsdóttir 9 Vinstra horn 18 ára Uppalin f ÍBV Keflavíkurstúlkur standa vel að vígi KR-stúlkur tóku á móti Keflavík í gærkvöldi í þriðja úrslitaleik lið- anna um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Eftir jafnan og spennandi Bþmason leik voru það gestim- skrífar ir sem fóru með sig- ur af hólmi, 68:73, og er staðan í viðureignum liðanna því orðin 1:2, Keflavíkurstúlkum í hag. Standa þær nú vel að vígi fyrir næsta leik sem leikinn verðui- á þeirra heimavelli þar sem þær geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn. Skiptum yfir í árás- arham „VIÐ breyttum um stefnu í leiknum og skiptum úr vamarham í árásarham," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði Eyjaliðsins. „Þetta var mjög erfiður leikur, sérstaklega þegar við voram komnar fjórum mörkum undir, en þá náðum við tveimur hraðaupphlaupum, sem kom okkur á bragðið á ný.“ Ingibjörg sagði að liðið hefði einsett sér að ná Qórða sætinu í deildinni, allt annað væri bara bónus, en svo náði það þriðja sætinu. „ Við þurftum síðan að hafa mikið fyrir því að komast í úr- slitaleikinn, sérstaklega var erfitt að eiga við FH því það vofði yfír okkur grýla eftir að þær höfðu leikið okkur illa í deildarleikjum okkar. Það hefúr verið mikið í kringum þessa síðustu leiki og stundum hugsaði maður hvort ekki væri betra að vera uppi á landi því það var svo erfítt að halda einbeit- ingunni. Við fórum því til sálfræðings, sem gat hjálpað okkur að halda ein- beitingu á lcikjunum sjálfum og nú getum við gengið kátar um göturaar.“ Þær voru fljótar að ganga á lagið „Þetta var mikill leikur vama og líka mikið um mistök en við höfðum yfirhöndina, sem gerir það ennþá sár- ara að tapa þessu niður því við vorum Qórum mörkum yfír þegar við misst- um einbeitinguna og þær voru fljótar að ganga á lagið,“ sagði Ágústa Edda Björasdóttir fyrirliði Gróttu/KR eftir leikinn. En fannst þér ekki erfítt að koma til Eyja með tvö töp á bakinu? „Það skipti engu máli, við ætluðum að vinna þennan leik fyrst til að fá heimaleik og sjá svo til þegar kæmi að næsta leik. Annars ættum við að vera sáttar við gengi okkar í vetur, því við komumst í úrslit í tveimur stærstu leikjum vetrarins. í bikarleiknum var heppnin ekki með okkur en við áttum mikið í síðustu tveimur leikjunum gegn IBV og áttum hreinlega að vinna þá. Að Iokum vil ég óska Eyjastelpun- um til hamingju, þær áttu skilið að vinna, eins og þær spiluðu." Keflavíkurstúlkur hófu leikinn af krafti og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður höfðu þær náð góðri for- ystu, 11:17. Þá tóku KR-stúlkur við sér og sigu fram úr með mikilli bar- áttu og var staðan í hálfleik þeim í vil, 36:33. í síðari hálfleik skiptust Uðin á að halda forystunni. Eftir æsi- spennandi lokamínútur voru það þó Keflavíkurstúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar enda héldu þær einbeitingunni í lokin þegar mest á reyndi. Lokatölur voru 68:73 og mikil- vægur sigur gestanna í höfn. „Það var fyrst og fremst mjög góð- ur varnarleikur sem skóp sigur okk- ar. Sóknarleikurinn var hins vegar af- ar kaflaskiptur. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og nú er sjensinn okkar og við ætlum okkur svo sannar- lega að grípa hann,“ sagði Kristinn Einarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Það sem khkkaði í kvöld var vam- arleikurinn. Þær voru að fá allt of mikið af galopnum skotum auk þess sem þær tóku allt of mikið af sóknar- fráköstum. Við munum mæta dýrvit- laus til næsta leiks og þar verður lag- að það sem þarf að laga,“ sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR-stúlkna, eftir leikinn. Bestar í hði Keflavíkur voru Christy Cogley, Erla Þorsteinsdóttir, Alda leif Jónsdóttir og Bima Val- garðsdóttir, sem skoraði 4 af 9 þriggja stiga körfíim hðsins í leiknum. I hði KR bar Deanna Tate af, en Guðbjörg Norðfjörð var góð i fyrri hálfleik. Vialli opn- ar sjóði Chelsea GIANLUCA Vialli, knatt- spyrnustjóri Chelsea, und- irbýr kaup á þremur leik- mönnum frá ítalska liðinu Inter Milan. Leikmennirn- ir eru sagðir kosta enska félagið um þijá milijarða ísl. króna. Leikmennirnir sem um ræðir heita: Javier Zanetti, 26 ára, Nicola Ventola, 21 árs, og mark- vörðurinn Sebastian Frey, 20 ára. Zanetti og Ventola eru sagðir kosta um 1,2 milljarða ísl. króna hvor en Frey á um 700 milljónir. Vialli ræðir við fulltrúa ítalska liðsins í næstu viku en hann gælir við að semja um kaup á einum leik- manni fyrir lok leiktíðar. Jens Jeremies í landsleikjabann JENS Jeremies, landsliðsmaður Þýskalands og leikmaður Bay- ern MUnchen, var í gær settur í eins leiks landsleikjabann fyrir að gagnrýna þjálfarann Erik Ribbeck, sagði landsliðið mátt- laust undir hans stjóm. Ribbeck var búinn að banna leikmönnum að tjá sig um landsliðið og sér- staklega eftir að einn leikmanna tjáði sig um atvik í búningsklef- anum þegar Þjóðveijar léku gegn Hollandi. Sá leikmaður hefur ekki ennþá fundist en hans er leitað. Jón Kristjánsson spáir í spilin í meistarabaráttu karla Afturelding og Fram mætast í úrslitum JÓN Kristjánsson var sannspár um hvaða lið kæmust í undan- úrslit karla í handknattleik þegar hann spáði fyrir um úrslit leikja í átta liða úrslitum á dögunum. Morgunblaðið leitað því á ný til Jóns og bað hann um að spá um hvaða lið kæmust í úrslit. Jón var ekki í vandræðum með það, sagði að Afturelding og Fram myndu leika til úrslita. í kvöld verða fyrstu ieikir liðanna í undan- úrslitum en þar leika þau fjögur lið sem urðu í efstu sætunum í deildarkeppninni. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Jón spáði réttum úrslitum í viður- eign KA og FH og Fram og Stjömunnar en Eyjamenn náu ekki að vinna leik á móti Haukum eins og Jón taldi liklegt en HK náði hins vegar að vinna leik gegn UMFA eins og Jón lét raunar í veðri vaka þótt hann spáði 2:0 fyrir meistarana. „Það verður sífellt erfiðara að spá en fyrsta tilfinning mín fyrir leik Aft- ureldingar og Hauka er að Mosfell- ingar sigri 2:1 og fari í úrslit,“ sagði Jón og segist í rauninni ekkert hafa fyrir sér í málinu. „Haukar hafa leikið mjög vel síð- ari hluta mótsins en Aftureldingar- menn hins vegar ekki verið sannfær- andi enda hafa lykilmenn verið meiddir. Samt tel ég UMFA sigur- stranglega, en ég held að fyrsti leik- urinn verði lykilleikur. Takist Hauk- um að sigi-a í honum getur allt gerst. Trúfan verður ekki með og það mun- ar um minna í vörninni. Haukar eru með fjölbreyttan og reyndan hóp leikmanna og það er þeirra helsti kostur. Mosfellingar eru hins vegar með sterkari einstak- linga og þá sérstaklega útilínan hjá þeim, Bjarki og Litháarnir tveir. Komist Afturelding í gegnum fyrsta leikinn án Trúfans kemst hún örugg- lega áfram. Haukar eru seigh- og skynsamir og þeir geta komist langt á því. Ég á von á skemmtilegum leikjum þar sem hraðinn fær að njóta sín og það verður örugglega hamagangur og læti í þessu. Bæði lið eru með góða heimavelli, gamlar ljónagryfjur sem verða troðfylltar," sagði Jón. Hann segir að KA hafi komið á óvart með því að komast áfram gegn FH enda hafi ástandi leikmanna- hópsins hrakað frá því hann spáði. „Hreyfanleiki hópsins minnkaði en reynslan jókst mikið,“ segir Jón um að Erlingur bróðir hans fékk að leika meira en venjulega vegna forfalla í liðinu og Atli þjálfari kom einnig inn á. „Ungu strákarnir í KA sýndu svo ekki verður um villst að þeir eru full- ir vilja og metnaðar og miklir keppn- ismenn. Fram er með sterkara lið og kemst i úrslitakeppnina eftir þrjá leiki við Akureyringa, Fram nær sem sagt að vinna annan leikinn fyriri norðan. Þetta segi ég vegna þess að Safa- mýrarpiltar eru með sterka erlenda leikmenn og þrjá aðra sem eru í svokölluðum landsliðsklassa. Að öllu jöfnu eiga Framarar að vera sterkari en samt getur svo sem allt gerst í þessu eins og alltaf í íþróttunum," segir Jón. Hann segir þessa viðureign verða nokkuð öðruvísi en viðureignir UMFA og Hauka. „Framarai’ hafa leikið nokkuð breytilega vörn, oft með einn fyrir framan en ekki endk lega á sama stað. KA hefur verið ao bakka í flata vörn eftir að hafa verið mikið í 3-2-1 í vetur og ég held að þeir fari raunar í þá vöm á móti skyttum Fram. Þessir leildr verða ekki eins hraðir og hinir og ég á von á meiri mistök- um og meiri maður á mann átökum," segir Jón. 'f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.