Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA c 2000 FOSTUDAGUR 5. MAI BLAÐ ) Sný vonandi til bakasembetri leikmaður HAUKUR Ingi Guðnason knattspyrnumaður, sem mun leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni í sumar, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, segir í samtali á spjallsíðu Liverpool að hann sé ánægður að fá tækifæri til að spila knattspyrnu reglulega að nýju og að komast í gott leikform. „KR er stærsta félagið á íslandi og ég tel það víst að þessi félagaskipti geri mér gott. Ég hef lítið fengið að spila á þessu timabili svo það mun fara einhver tími í að ná upp snerpunni en ég mun að sjálfsögðu leggja hart að mér að það taki sem skemmstan tima. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Liverpool og vonandi sný ég til baka í haust sem betri leikmaður og get þá sýnt hvað ég get,“ segir Haukur Ingi. Reynir Þór lýrsti kost- ur UMFA Reynir Þór Reynisson er fyrsti kostur hjá forráðamönnum Aftureldingar, sem þegar eru byrj- aðir leit að eftirmanni Bergsveins Bergsveinssonar milli stanga Aftureldingarmarksins næstu leik- tíð. Sem kunnugt er undirritaði Bergsveinn samning við sitt gamla félag, FH, í gær. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimild- um og einnig að Mosfellingar hafi þegar rætt óformlega við Reyni Þór, en að formlegar viðræður séu ekki hafnar. Reynir býr á Akur- eyri þar sem hann hefur leikið með KA sl. tvö keppnistímabil en flytur suður um næstu helgi og er reiknað með að í framhaldinu setj- ist hann niður með Aftureldingar- mönnum. Mosfellingar eru hins vegar ekki einir um að renna hýru auga til Bevis líklega til KFÍ DAVID Bevis verður að öllum líkindum næsti þjálfari úrvals- deildarliðs KFÍ. Viðræður við hann eru á lokastigi og fastlega búist við að hann skriíi undir tveggja ára samning. Bevis, sem tekur við af Tony Garba- lotto, mun jafnframt leika með liðinu næsta vetur. ísfirðingar gera ekki ráð fyrir að fá til sín annan erlendan leikmenn fyrir næsta vetur, en hyggjast styrkja lið sitt með innlendum leikmönnum. KFÍ hafnaði í 10 sæti úrvalsdeildar og náði ekki í úrslitakeppnina á síðasta vetri. Bevis, sem er 26 ára, þekkir vel til í herbúðum KFÍ en hann lék með liðinu 1997-98 og var valinn besti erlendi leikmaður- inn að loknu tímabilinu. Það ár komst liðið í úrslit bikarkeppn- innar en tapaði þar fyrir Grindavík. Hann lék nokkra leiki með Skagamönnum á tímabilinu á eftir en var látinn fara eftir nokkra leiki. Reynis. Fleiri félög hafa sett sig í samband við hann, þar á meðal eru a.m.k. nýliðar Gróttu/KR og Vals- menn, en þeir leita nú logandi ljósi að markverði og munu vera tilbún- ir að selja sig dýrt, eftir því sem heimildir herma. Reynir er sem fyrr segir fyrsti kostur Aftureldingar en einnig koma fleiri til greina, s.s. Sebasti- an Alexandersson, sem er með lausan samning við Fram, en á í viðræðum við Safamýrarliðið um framlengingu eftir að hafa varið mark þess sl. tvö ár og m.a. verið fyrirliði þess á nýliðinni leiktíð. Líkt og með Reyni þá hafa fleiri félög sett sig í samband við Seb- astian, en hann hefur samkvæmt heimildum ekki rætt við neitt þeirra á meðan samningamál hans og Fram eru í „réttum" farvegi. Þröstur 1 ÞRÖSTUR Helgason, hand- knattleiksmaður, gekk í gær til liðs við nýliða 1. deildar karla, Gróttu/KR. Þröstur sem verið hefur í herbúðum Víkings nær frá æsku gerði tveggja ára samn- ing við Gróttu/KR, en Víkingur féll í 2. deild á nýliðinni leiktið. Þröstur er fjórði Ieikmaðurinn sem gengur til Iiðs við Gróttu/KR á síðustu vikum því nýlega undir- rituðu Davíð Ólafsson, Hilmar Þórlindsson og Magnús A. Magn- ússon samninga við félagið. Guðni hefur leikið vel með Bolton Bolton Evening News Guðni Bergsson hefur leikið mjög vel með Bolton að undanfömu og á liðið möguleika á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik. „Liðið hefur verið á mjög góðu róli undanfarna tvo mánuði. Okkur gekk ilia um miðbik mótsins enda áttu margir í meiðslum en eftir áramótin hefur þetta smoll- ið saman og í dag tel ég Bolton vera með eitt sterkasta liðið í deildinni,“ segir Guðni í viðtali./C4 Karen áhugamaður á ný ÁHUGAMANNANEFND Golfsam- bands Islands hefur samþykkt að Karen Sævarsdóttir, Golfklúbbi Suðumesja, fái áhugamannarétt- indi sín í golfí á nýjan leik. Síðla vetrar sótti Karen um að fá réttind- in að nýju þar sem hún hefúr ekki keppt sem atvinnumaður í golfí undanfarin tvö ár. Karen verður þar með gjaldgeng á öll mót sum- arsins hér á landi, en hún dvelur nú við meistaranám í viðskiptafræði við Lamar-háskólann í Texas í Bandaríkjunum. Lýkur náminu væntanlega 1 lok þessa árs en hefur í hyggju að dvelja hér á landi í sum- ar. Auk námsins er Karen liðstjóri kvennaliðs Lamar-háskólans í golfi, en þess má geta að Ólöf Mar- ía Jónsdóttir, Keili og núverandi íslandsmeistari, hefur lagt stund á nám við Lamar-háskóla og einnig æft með Lamar-Iiðinu frá því um síðustu áramót og staðið sig vel. Koma Karenar mun vafalaust auka á keppnina í golfi kvenna hér á landi, en Karen hafði nokkra sér- stöðu í golfí kvenna hér á landi áð- ur en hún hélt til Bandaríkjanna 1996. Meðal annars varð hún íslandsmeistari átta ár í röð, síðast 1996. BERGSVEINN BERGSVEINSSON Á NÝTIL LIÐS VIÐ FH /C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.