Morgunblaðið - 21.05.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.2000, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2000 C 3 FERÐALOG FERÐALOG Ljósmynd/Þorleifur Sigurðsson Vinur Gianni var gestgjafí göngugarpanna íþrjár nætur en hann á skála í yfirgefnu og afskekktu þorpi. ITALIA } Uppáhaldsferðir Þorleifs Sigurðssonar eru gönguferðir í góðum félagsskap Ítalíuferðin var ógleymanleg $ENN líður að því, að Þorleifur Sigurðsson, viðskiptastjóri fyr- irtækjasviðs Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, hnýti á sig gönguskó og taki sér staf í hönd. Ferðinni er heitið til Mallorca, þar sem hann ætlar ásamt eiginkonu sinni, Lillý Jónsson, dóttur þeirra og tengdasyni í 7 daga langa gönguför í félagsskap fleiri Is- lendinga undir leiðsögn Margrétar Árnadóttur leiðsögumanns hjá Úr- vali-Útsýn. En gönguferðin um Mallorca er ekki fyrsta gönguferðin á suðrænum slóðum, sem þau hjón, Þorleifur og Lillý, takast á hendur. Þau komust á bragðið fyrir tveimur árum þegar þau gengu um Pýreneafjöll á Spáni og í fyrra gengu þau um þjóðgarða í Toscana-héraði á Ítalíu undir leið- sögn Steinunnar Harðardóttur. Nesti og sokkar til skiptanna Italíuferðin er þeim hjónum ógleymanleg. Þar kynntust þau landi og þjóð, m.a. í gengum fróðan og heillandi Itala, Gianni Nangji, að- stoðarfararstjóra. Gianni talar bæði ensku og dönsku reiprennandi svo það er honum leik- ur einn að miðla fróðleik sínum til ís- lendinga þótt hinir síðarnefnu tali ekki mörg orð í ítölsku og hann ekki í íslensku. Hann hefur frá mörgu að segja auk þess sem hann er vel kunn- ugur norrænni menningu enda menntaður á því sviði. Göngugarparnir gistu í þremur skálum á leið sinni um fjöllin og gengu ýmist á milli þeirra eða dag- leiðir út frá þeim. Þeir þurftu ekki að bera annað en nesti fyrir daginn og kannski sokka til skiptanna. Annar farangur var fluttur á milli í bifreið. F arangurinn var reyndar ekki mikill, Þorleifur Sigurðsson með göngustafinn. títsýnið var víða hrikalegt, ekki síst ofan af rnarmarafjöllunum. að sögn Þorleifs, enda er veður gott á þessum slóðum og hitinn mátulegur. „Það er allt öðruvísi að ganga þarna en hér heima. Maður er allur miklu léttari á sér. Við gengum það hátt að hitinn var á bilinu 15-24°C. Það var mjög notalegt.“ Strandfötin geymd hjá Gianni „Við gengum mikið í skógurn," segir Þorleifur, og af orðum hans má heyra að gott sé ganga í skugganum, fylgjast með gróðri og dýralífí og njóta lífsins. En það var líka gengið upp úr skógunum og upp á fjalls- toppa þaðan sem útsýnið var stór- kostlegt. „Við gengum á marmara- fjöll og þaðan var útsýnið hrikalegt." Vinur Gianni átti skálann sem gist var í síðustu nætumar. „Hann talar eingöngu ítölsku en það háði engum. Við þurftum að ferja farangurinn í kláfi á leiðinni til hans en klifum sjálf upp göngustíga. Skál- inn er í litlu og yfirgefnu þorpi sem enginn vegur liggur til. Á stríðsárun- Hoppdrætti um Græno kortið í Bondoríkjunum Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum 50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti. Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna...Ekki missa af því! ÓKEYPIS, OPINBERAR upplýsingar - sendið nafn, heiti fæðingarlands og fullt heimilisfang tll: National Visa Registry Eða sækið um á: PMB 725 www.nationalvisaregistry.com 16161 Ventura Blvd., Encino, CA 91436 USA. Netfang: info@nationalvisaregistrycom Sími 001 818 784 4618. um bjó þar fólk, sem menn Hitlers létu ekki í friði, en þorpið hefur verið í eyði lengi.“ Nokkrir ferðafélaganna höfðu ákveðið að framlengja ferðina og dveljast í strandbænumViareggio, skammt frá Piza, að gönguferðinni lokinni og Lillý og Þorleifur voru þeirra á meðal. Strandfötin og annað tilheyrandi geymdi Gianni heima hjá sér síðustu dagana sem þau voru á fjöllum en hann býr einmitt í næsta bæ við Viareggio þegar hann er ekki á norðlægari slóðum. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til Ítalíu og okkur fannst upp- lagt að gera meira úr ferðinni," segir Þorleifur. Eins og við vildum hafa það Þorleifur segir að gistiskálamir séu ekki ólíkir því sem við íslending- ar eigum að venjast í skálum á ís- lensku hálendi. „Þetta var eins og við vildum hafa það. Lúxusinn fengum við síðan í vik- unni þegar við dvöldumst við strönd- ina,“ segir hann og bætir við að þá vikuna hafi Gianni boðið þeim aftur með sér upp í fjöllin, til að huga að höltum hesti sem hann átti. Með í þeirri för var „álíka spámaður" og Gianni sjálfur, en sá hefur atvinnu af að leggja marmara í Afríku. „Þessi ferð var ekki síður ógleymanleg en hin fyrri,“ segir Þorleifur og nefnir t.d. að maturinn sem þeir félagar hafi boðið upp á hafi verið eins ítalskur og hann getur orðið bestur með heima- bökuðu brauði, pylsum, ostum og víni sem bruggað var í sveitunum sem ferðast var um. Ferðamenn kjósa oft að gista í köstulum og klaustrum á Spáni Gist í kastala sem Orson Welles gerði f rægan Það var ekki fyrr en eftir að kvik- myndafrömuðurinn Orson Welles ákvað að nota Cardona-kastala á Spáni, sem sögusvið kvikmyndar sinnar „Chimes of Midnight", að spænsk yfirvöld ákváðu að reisa þar hótel fyrir ferðamenn. í dag er þetta svo vinsæll áfangastaður að panta þarf með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Margrét Hlöðversdótt- ir heimsótti þennan dularfulla stað. PARADORARNIR" á Spáni eru ekki mjög þekktir gisti- og veit- ingastaðir meðal íslenskra ferðamanna, en hafa hinsvegar síðan á þriðja áratugnum, gegnt mikil- vægu hlutverki í ferða- og hótelmenn- ingu Spánar. Um er að ræða stórfeng- legar og sögulegar byggingar eins og aldagömul klaustur, kastala eða hallir, sem hafa verið gerð upp sem þriggja til fimm stjarna hótel. Hótelsvítur þar sem áðurgistu munkar Gististaðurinn í Cordona rétt fyrir ut- an Barcelona er þar engin undantekn- ing og um leið og rennt er í hlað er ekki laust við að bergmál liðinna alda færi mann nær sögu og menningu þjóðarinn- ar. Þar sem virðulegir starfsmenn taka nú á móti hótelgestum, var áður höll hertogahjónanna af Cardona og her- bergin fyrir framan klaustrið, sem áður hýstu munka hafa nú umbreyst í hótel- svítur. Því geta menn nú valið milli þess að gista þar sem áður átti sér bólfestu konungborið fólk eða munkar rn hóyrlið státar af 54 herbergjum. Kastalinn telur ár sín allt aftur til 8. aldar og við hliðina er gamli klaustur- garðurinn og aðalsmerki staðarins, rómönsk kirkja frá 11. öld, sem þykir eitt skýrasta og merkilegasta dæmið um rómansk-katalónskan byggingar- stíl. Kirkjan er þó ekki síður merkileg fyrir það hvað hún hefur verið vettvang- ur ólíkra atburða í gegnum aldirnar. Hún hefur sinnt hlutverki sínu sem hefðbundin kirkja, verið miðstöð her- manna í innanlandsstyijöldum, leik- svæði krakkanna í þorpinu, upptöku- hokinn og hálf lúpulegur leiðsögumaður hreif nærstadda með sér í skemmtilegt ferðalag aftur í aldir og sannaði það svo um munar, að aldrei skal maður dæma menn af útlitinu einu saman. Gististaðurinn Cardona. Ljósmynd: Paradores Espana stúdíó fyrir kvikmyndir og geisladiska og nú síðast var hún notuð sem upp- tökustúdíó á nýjustu auglýsingunni á Alfa Romeo-bflum. Hægt að taka kirkjuna á leigu Þar sem kirkjan er í dag í einkaeign getur hver sem er tekið hana á leigu og menn notfæra sér það óspart, þótt al- gengast sé að hún sé leigð fyrir brúð- kaup. Þar sem hljómburðurinn í kirkj- unni þykir með eindæmum góður hefur verið að aukast að þekktir tónlistar- menn leigi kirkjuna sem upptökustúdíó fyrir sig eða til að halda þar tónleika, en í hverjum mánuði eru þar haldnir tón- leikar. Þekktasti maðurinn sem hefur þó fengið afnot af kirkjunni er án efa hinn frægi kvikmyndagerðarmaður Orson Welles, sem notaði hana fyrir sögusvið kvikmyndar sinnar „Chimes at Midnight" (1965), þar sem bæði hann og hinn klassíski leikari John Gielgud voru í aðalhlutverkum. Myndin, sem er byggð á leikriti Shakespeares og fjallar um sir John Falstaff, varð til þess að kveikja áhuga spænskra yfirvalda á staðnum og þau ákváðu að reisa þar spænskan parador eða hótel fyrir ferða- menn og leyfa þeim þannig að njóta góðs af þessu skemmtflega sögusviði. Pantað með 2 mánaða fyrirvara Nú, um þrjátíu árum síðar, er þetta orðinn svo vinsæll staður, sérstaklega meðal Spánverja, að það þýðir ekkert annað en að panta herbergi með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrir- vara, sérstaklega ef það er yfir helgi. Ekki má gleyma að minnast á veit- ingahús paradoranna, sem hafa lengi verið rómuð fyrir að bjóða upp á hefð- bundna og gómsæta rétti og vín . Stóð þessi parador undir væntingum í því til- liti. Það sem kom þó einna mest á óvart að þessu sinni, var hinsvegar frábær leiðsögn um hina frægu kirkju, þar sem • Parador de Cardona 08261 Cardona Barcelona S +34 938691275 Fax+34938691636 Aðrir áhugaverðir paradorar í Katalóníu: • Parador de Aiguablava Platja D’Alatja D’Aiguablava 17255 Bagur Costa Brava S. + 34 972 62 2162 Fax 972 62 2166 • Parador de Vic Paraje El Bac De Sau 08500 Vic Barcelona S. 93 812 23 23 Fax 93 812 23 68 • Parador de Tortosa Castillo De La Zuda S/N 43500 Tortosa Tarragona S. 977 44 44 50 Fax 977 44 44 58 • Parador de Vieila Ctra. De Túnel, S/N 25530 Viella Lleida S. 973 64 0100 Fax973 64 1100 • Parador de Arítes Ctra. Baqueira-Beret 25599 Artíes Lleida S. 973 64 08 01 Fax 973 6410 01 • Parador de Seo de Urgel C/ Sant Domenec, 6 25700 Seo De Urgel Lleida S. 973 35 20 00 Fax 973 35 23 09 • Samtök paradora á Spáni: Paradores de turismo de Espana Requena 3 28080 Madrid S +34 915 166.666 Fax+34 915 166.657 Meðalverð fyrir tvo 15-20.000 pesetar Morgunblaðið/Helgi Bjamason Hótelfólkið á Hvolsvelli; Sigrún Davíðsdóttir, Guðmundur Jónsson, Margrét Óskarsdóttir og Óskar Ásgeirsson. Mólari úr Grundarfirði rekur hótel á Hvolsvelli Aðsókn hefur aukist með bættri aðstöðu FLJÓTLEGA eftir að við tók- um við rekstrinum sáum við að hótelið var of lítið til að bera sig og ákváðum að stækka," segir Óskar Ásgeirsson hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli. Byggð var ný gistiálma við hótelið á síðasta ári og nú er unnið að ýmsum endur- bótum á eldri hluta hússins. Hótel Hvolsvöllur hefur verið starfrækt frá árinu 1988. Óskar og kona hans, Sigrún Davíðsdóttir, keyptu fyrirtækið fyrir þremur ár- um og fluttu á staðinn. Þá voru 28 herbergi í hótelinu og reksturinn í nokkurri lægð. Kröfurnar breytast Á síðasta ári byggðu þau tveggja hæða gistiálmu við hótelið og innréttuðu þar 24 tveggja manna herbergi. Herbergin eru stór miðað við sambærileg hótel og með baði, sjónvarpi og síma. Fjög- ur herbergjanna eru með aðgengi fyrir fatlaða. Nýju hótelherbergin voru tekin í notkun síðastliðið vor. „Kröfur ferðafólks hafa verið að breytast, nú vilja flestir herbergi með þessari aðstöðu. Nýja gisti- álman hefur gjörbreytt aðstöðu okkar á markaðnum. Mun betra er að vinna við hótelið og aðsókn er meiri. Á fyrsta ári okkar hér voru 20% gistingarinnar yfir sumarið bókuð fyrirfram. Á sama tíma í vetur var búið að bóka 70% her- bergjanna fyrir næsta sumar,“ segir Óskar. Sigrún og Óskar vekja athygli á því hvað Hvolsvöllur er miðsvæðis á Suðurlandi og stutt í helstu ferðamannastaði. Þótt lítið sé að gera yfir veturinn leggja þau áherslu á að hafa opið. Þau segja að hægt væri að halda úti ferðum á ferðamannastaði, eins og til dæmis Þórsmörk og Vestmanna- eyjar, allan veturinn og bæta við snjósleðaferðum á jökul. Aðsókn hefur aukist yfir veturinn og hafa þau sérstaklega orðið vör við það í vetur. Til dæmis hafa nokkrir starfsmannahópar af Suður- ög Vesturlandi haldið árshátíðir sínar á Hvolsvelli og gist á hótelinu. Sigrún og Óskar vilja auka þennan þátt en segjast þurfa að breyta húsnæðinu meira til að vera betur í stakk búin til að sinna honum. Þau útbjuggu í vetur nýtt eldhús í eldri hluta hótelsins og stækkuðu veitingasalinn. Hann vonast til að þörf verði á að byggja aðra gisti- álmu eftir tvö ár, en tekur fram að hann sé kannski nokkuð bjartsýnn. Herbergi eru einnig í eldri hluta hótelsins og segja þau kost að geta boðið gistingu í tveimur verðflokk- um. Ólíkir staðir Óskar og Sigrún eru frá Grund- arfirði. Þar starfaði hann sem mál- ari en hún sem skrifstofumaður hjá útgerðarfyrirtæki. „Ég verð að taka þetta á mig, það var mín hug- detta,“ segir Óskar, þegar þau eru spurð að því hvers vegna þau ákváðu að kaupa hótel á Hvolsvelli og flytja þangað. Óskar segist hafa séð hótelið auglýst til sölu og tekist að sannfæra fjölskyldu sína um að kaupa það. I vetur fluttu dóttir þeirra og tengdasonur, Margrét Óskarsdóttir og Guð- mundur Jónsson, á eftir þeim úr Grundarfirði, og vinna þau öll við rekstur hótelsins. Þau segjast leggja mikla áherslu á að afgreiða sjálf enda finni þau að gestunum líki betur að fá persónulega þjón- ustu frá hóteleigendunum en frá öðru starfsfólki. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubflar fyrir íslendinga. Opel Corea Opel Astra Opel Astra station Ford Mondeo Opel Zafira 6-7 m. Vikugjald 3ja vikna gjald dkr. 1.795 dkr. 1.995 dkr. 2.195 dkr. 2.495 dkr. 3.495 dkr. 4.295 dkr. 4.945 dkr. 5.530 dkr. 5.995 dkr. 8.995 Sunnudagsgangan Gengið um Seltjarnarnesið _ Gott er að geta skellt sér í léttan göngutúr í lok dags eða eftir anna- jama viku. Fyrir þá sem búa á höf- uðborgarsvæðinu mælir Lovísa Ásbjörnsdóttir með göngu út á Seltjarnarnes. HRINGURINN um Framnes og Suð- urnes tekur rúman klukkutíma með stuttum stoppum á leiðinni. Seltirning- ar eiga náttúruperlu og hafa t.d. lagt göngustíga, sett upp fuglaskilti og Lionsfélagar hafa sett upp lítil upplýs- ingaskilti. Víða á leiðinni eru tré-bekkir sem gott er að tylla sér á og horfa út á sjóinn eða fylgjast með fuglalífínu. Framnes Frá bílastæðinu er hægt að ganga niður í fjöruna. Ef ungviði er með í för þá endilega takið með litlar skóflur því í fjörunni er hægt að byggja sand- kastala eða stíflugarða. Seltjöm var eitt sinn afmörkuð af malarrifi sem sjórinn er búinn að brjóta niður. Fjar- an við Seltjörn er mjög hrein og falleg og því tilvajið að ganga eftir henni í átt að Gróttu. í flæðarmálinu austast í Sel- tjörninni má sjá leifar af 2 m þykku mó- lagi. Elsti hluti mósins byrjaði að myndast ofan sjávarmáls fyrir um 9.000 árum og stóð mómyndunin yfir í um 6.000 ár. Útfrá mólaginu er áætlað að Seltjarnarsnesið hafi sigið um allt að 5 metra síðustu 3.000 árin. Úr fjörunni er farið upp á göngustíg- inn og gengið í átt að Gróttu. Grótta var friðlýst árið 1974 og yfir varptím- ann, frá 1. maí til 1. júlí, er öll umferð út í eyjuna bönnuð og þvi verður ganga út í hana að bíða. Frá Gróttu er gengið til baka eftir stígnum og á leiðinni er gott að setjast á trébekkina og láta hugann reika. Við Bakkatjörn er fuglalífið fjöl- skrúðugt og á þessum árstíma er það sérstaklega líflegt. Suðurnes Hin gönguleiðin liggur um Suðurnes, meðfram ströndinni og golfvellinum. Þetta er aðeins lengri ganga, en ekki síður skemmtileg. Þegar komið er að steinsteyptum húsatóftum, sem reynd- ar er gamalt skotbyrgi frá stríðsárun- um, er sniðugt að bregða sér niður í fjöruna og skoða þar setlög. Þetta eru jökulbergslög og má finna skeljabrot í þeim. Þessar skeljar hafa verið aldurs- greindar og eru um 10-11.000 ára gaml- ar. Jökulbergið er því myndað í lok síð- asta jökulskeiðs. Ef gengið er lengra með fjörunni, og klöngrast yfir stór- grýti, er komið að fallegri klöpp sem sjórinn hefur sorfið í gegnum árin. Að- eins lengra kemst maður svo aftur upp úr fjörunni og er þá haldið áfram eftir göngustígnum og í átt að bflastæðinu. Eftir göngu um Nesið er enginn vafi á því að maður er betur í stakk búinn til að takast á við erilsamt borgarlífið að nýju. Skipasýn- ing í Bnlti- more STÓRSKIPAHÁTÍÐ, OpSail Baltimore 2000, verður haldin dagana 23.-29. júní í Baltimore- borg í Bandaríkjunum. Á hátíð- inni gefst fólki kostur á að fara um borð í fjölda merkra og stórra skipa svo sem Danmark frá Danmörku, Gorch Fork II frá Þýskalandi, Guayas frá Ekvador, Esmeröldu frá Chfle, Simon Bolivar frá Venezniela og Gloriu frá Kólombíu. Þá verður fjölbreytt dagskrá skemmtiat- riða fyrir unga sem aldna skipu- lögð þessa daga, þar sem m.a. má finna sérstaka bamadag- skrá, konserta og krabbaveislu. Vefsetur hátíðarinnar er www.sailbaltimore.org. Þar má finna myndir af skipunum, sem mörg hver eru tilkomumiklar skonnortur, og fróðleiksmola um skipin og sögu þeirra. Fáið nánari verðtilboð Til afgreiðslu m.a. á Kastrup- og Billund-flugvelli. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, tryggingar (allt nema bensín). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus oq rútur Sumarhús og íbúðir Fáið sendan nýjasta verðlistann. Útvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum fbúðir til leigu í orlofs- hverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi, s.s. Lalandia, Dansk folkeferie og Danske Feriecentre. Margar stærðir íbúða. Húsbílar Fáið nánari uppiýsingar hjá umboðsmanni okkar. Heimasíða A heimasíðu má velja sumar- hús og orlofsíbúðir, panta bflaleigubfl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Skoðið: www.fylkir.is Internationai Car Rental ApS. Fylkir Ágústsson, sími 456 3745 Netfang: fylkirag@snerpa.is Heimasiða: www.fylkir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.