Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 7

Morgunblaðið - 27.06.2000, Side 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000 B 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Andri vinsæll í Brasilíu KNATTSPYRNAN á sér engin landamæri lengnr, það kemur sffellt betur og betur í yds. Ólafiir B. Halldórsson, stjómarmaður í KR, fékk á dögunum töivupóst frá knattspymuáhugamanni í Brasilíu sem kvaðst vera mikill aðdáandi Andra Sig- þórssonar og bað um að fá senda eiginhandaráritun hans. Ólafur og Andri bmgð- ust vel við beiðninni. Það er með óhkindum að í sjálfri Brasilíu sé íslenskur leik- maður sem lítið hefur spilað utan heimalandsins svona vel þekktur. Ólafur taldi senni- legustu skýringuna þá að Andri mun vera hátt skrifað- ur í tölvuleiknum vinsæla Championship Manager. FOLK ■ STEINGRIMUR Jóhannesson var í þeirri óvenjulegu stöðu að hefja leikinn gegn KR á varamanna- bekk ÍBV. Slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár, ef undanskilinn er einn leikur árið 1998 þegar Steingrímur var að jafna sig eftir meiðsli. ■ KRISTJÁN Finnbogason, mark- vörður KR, kvartaði til Gylfa Þórs Orrasonar, dómara, í seinni hálf- leiknum og sagði að áhorfendur fyr- ir aftan markið hefðu hrækt á sig. Gylfi óskaði eftir aukinni gæslu og kynnir leiksins bað áhorfendur um að gæta fyllstu kurteisi. ■ GYLFI flautaði hátt og snjallt á 10. mínútu þegar Kristján Finn- bogason, markvörður KR, náði boltanum laglega af tánum á Jó- hanni Möller. Víti! öskruðu margir, en Gylfí hljóp brosandi til Krist- jáns, tók boltann af honum og tók dómarakast með því að henda bolt- anum til hans á ný. Gylfi hafði aug- ljóslega flautað óvart. ■ ÞORHALLUR Hinríksson var ekki í leikmannahópi KR-inga vegna meiðsla á hné. Reiknað er með að hann verði tilbúinn aftur í næsta leik, gegn Fram á fimmtu- daginn. ■ DA VID Winnie var hinsvegar ekki valinn í hópinn hjá KR, enda ekki staðið undir væntingum að undanförnu. Nú þykir líklegt að hann hætti áður en langt um líður og snúi heim á leið. ■ ÍVAR Bjarklind kom inn á þegar Sigursteinn Gíslason fór úr axlarlið á 17. mínútu leiksins. ívar, sem lék í nokkur ár með ÍBV, fékk góðar móttökur hjá heimamönnum sem klöppuðu vel fyrir honum. ■ KR-INGAR mættu til leiksins í Eyjum í jakkafotum eins og áður í sumar. Einhverjum heimamönnum fannst þetta óþarft, sögðu að best væri að koma í vinnugallanum til Eyja enda vinnusamt fólk þar á bæ. ■ STÓR hluti áhorfenda í Eyjum lét fara vel um sig í blíðviðrinu, kom með teppi, stóla og jafnvel borð og var mjög heimilislegt að líta yfir áhorfendasvæðið. ■ FÁIR KR-ingar fylgdu liði sínu til Eyja á sunnudaginn, ólíkt því sem gerðist í fyrra um svipað leyti þegar þeir streymdu þangað til að styðja sína menn gegn IBV. Stemmningin kringum KR-liðið er greinilega ekki súsamaogífyrra. ■ EYJAMENN léku sinn 28. deild- arleik í röð á heimavelli án taps en þeir biðu síðast lægri hlut á Há- steinsvelli gegn KR 22. júní 1997. Þá skoraði Andri Sigþórsson fyrir KR, rétt eins og í leiknum á sunnu- daginn. Tíu Eyjamenn betri en and- lausir KR-ingar KR-INGAR geta glaðst yf ir einu úr för sinni til Vestmannaeyja á sunnudaginn; þeir flugu aftur heim með eitt stig. Það var einu stigi meira en þeir áttu skilið gegn baráttuglöðum og kraftmiklum Eyja- mönnum sem voru manni færri í 48 mínútur en voru þrátt fyrir það sterkari aðilinn allan tímann. Vilja- og metnaðarleysi íslands- og bikarmeistaranna var með ólíkindum og leikmennirnir sem færðu féiaginu sinn fyrsta meistaratitil í 31 ár á síðasta tímabili eru nán- ast óþekkjanlegir, flestir hverjir. Eyjamenn mega hinsvegar vera sáttir með sína frammistöðu þó þeir nagi sig eflaust í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér getuleysi KR-inga og hirt öll þrjú stigin. Víðir Sigurðsson skrifar Það var aðeins á fyrsta korterinu sem bærilegt lífsmark var með KR-ingum og leikurinn var í ágætu jafnvægi. Þá fengu þeir sitt besta mark- tækifæri þar til und- ir lokin þegar Einar Þór Daníelsson átti glæsilegt skot á lofti frá vítateig en rétt framhjá markstönginni fjær. En eftir það náðu Eyjamenn und- irtökunum. Þeir tóku völdin á miðj- unni og sóknarloturnar buldu á vörn KR-inga, sem gátu þakkað Kristjáni Finnbogasyni fyrir að leikurinn var enn markalaus eftir 26 mínútur. Þá hafði hann í þrígang varið glæsilega frá Eyjamönnum, hörkuskot Inga Sigurðssonar og Hjalta Jónssonar af 20 metra færi, og síðan varði hann aftur frá Inga, sem óð inn i vítateiginn hægra meg- in og þrumaði frá markteigshorni. A þessum kafla misstu KR-ingar Sigurstein Gíslason meiddan af velli og miðjuspil þeirra mátti illa við þvi. Þvert gegn gangi leiksins náðu KR-ingar forystu þegar Andri Sig- þórsson skoraði úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik, 0:1. Þeir urðu fyrir öðru áfalli á 37. mínútu þegar Þor- móður Egilsson fór af velli meiddur á ökkla - og aðeins mínútu síðar notfærðu Eyjamenn sér gatið í vörn KR og jöfnuðu metin. Onnur víta- spyrna og úr henni skoraði Momir Mileta sitt fyrsta mark fyrir ÍBV, 1:1. KR-ingar sluppu með skrekkinn rétt á eftir þegar Mileta, sem var stöðugt ógnandi vinstra megin, komst í gott færi inni í vítateig en rak „vitlausan" fót í boltann sem rúllaði hættulaust til Kristjáns. Þremur mínútum fyrir hlé var Eyjamaðurinn Bjarni Geir Viðars- son rekinn af velli fyrir að gefa Sig- þóri Júlíussyni olnbogaskot eftir návígi þeirra. Eyjamenn voru mjög ósáttir við dóminn, töldu að Bjarni hefði verið að rífa sig lausan, og tveir aðstoðarmenn liðsins voru í kjölfarið reknir af varamanna- bekknum. KR-ingar höfðu skipt yfir í fjög- urra manna vörn við brotthvarf Þormóðs, en þeir hófu síðari hálf- leikinn með 3-4-3 eins og þann fyrri, enda manni fleiri. En það sannaðist áþreifanlega að leikaðferð og auka- maður koma fyrir lítið þegar hugur fylgir ekki máli. Búast hefði mátt við því að KR-ingar tækju leikinn í sínar hendur og tíu Eyjamenn ættu í vök að verjast. Aldeilis ekki. Hafi KR-ingar ekki náð sér á strik með- an jafnt var í liðunum, var bókstaf- lega hörmulegt að sjá til þeirra í seinni hálfleiknum. I stað þess að koma framar á völlinn og taka völd- in á miðsvæðinu bökkuðu þeir, náðu aldrei að byggja upp sóknir af neinu viti og Eyjamenn áttu ekki minna í leiknum en meðan jafnt var í liðun- um. Það sem á vantaði til að ná sama fjöri í leikinn var að Eyja- menn voru of fáliðaðir í sóknar- aðgerðunum, ellefta leikmanninn vantaði til að fara alla leið, og vörn KR stóð vaktina vél. ÍBV fékk tvö ágæt færi upp úr miðjum síðari hálfleik, Bjarni Þor- steinsson stýrði hörkuskoti Inga í horn og Steingrímur Jóhannesson, nýkominn inná sem varamaður, skaut rétt yfir mark KR eftir snögga sókn. KR átti fyrsta mark- skot sitt - já, fyrsta markskotið manni fleiri - þegar aðeins 11 mín- útur voru eftir og þá rúllaði boltinn laflaust í fang Birkis Kristinssonar frá Hauki Inga Guðnasyni. Andri virtist ætla að stela sigrinum fyrir KR mínútu síðar þegar hann komst KR Birkir Kristinsson 2B Páll Guðmundsson Hlynur Stefánsson 2R2H Kjartan Antonsson 2B2B Hjalti Jóhannesson m Ingi Sigurðsson 2» (Allan Mörköre 82.) Bjarni Geir Viðarsson Hjalti Jónsson 2» Momir Mileta 2» (Baldur Bragason 82.) Jóhann G. Möller Islandsmótið i knattspyrnu Landssímadeildin, 8. umf. Hásteinsvöllur sunnudaginn, 25. júní 2000 Aðstæður: Gola, sólskin, frábært sumarveður. Völlurinn mjög góður. Ahorfendur: 880. Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 5. Aðstoðardómarar: Haukur Ingi Jónsson og Magnús Þórisson. Skotámark: 17-7 Leikskipulag; 3-4-3 Kristján Finnbogason JRJfi _ Gunnar Einarsson Þormóður Egilsson (Arnar J. Sigurgeirss. 37.) Bjarni Þorsteinsson 2« (Steingrímur Jóhanness. 66.) Hornspyrnur: 7-3 Goran Aleksic jtt Rangstöður: 1-2 Sigurður ðrn Jénsson JR Þorsteinn Jónsson Guðmundur Benediktsson (Haukur Ingi Guðnason 69.) Sigursteinn Gislason (ívar Bjarklind 17.) Sigþér Júliusson Andri Sigþórsson Einar Þór Danielsson______ 0:1 (30.) Guðmundur Benediktsson sendi boltann inn í vítateig ÍBV vinstra megin þar sem Hjalti Jóhannesson braut á Sigþóri Júlíussyni. Réttilega dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Andri Sigþórsson af öryggi; sendi Birki í öfugt horn. 1:1 (38.) Gunnar Einarsson braut á Hlyni Stefánssyni á markteigshorni vinstra megin eftir þunga sókn ÍBV. Aftur benti Gylfi réttilega á vítapunktinn og Momir Mileta skoraði með þrumuskoti út við stöng hægra megin. Kristján fór í rétt horn en átti ekki möguleika á að verja. Gul spjöld: Goran Aleksic, ÍBV, (21.) fyrir leikaraskap. Rauð spjöld: Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV, (42.) fyrir olnbogaskot. einn innfyrir vörn ÍBV eftir langt útspark Kristjáns en hann missti boltann klaufalega of langt frá sér. Marki ÍBV var loks ógnað af alvöru á 85. mínútu þegar Haukur Ingi náði hörkuskoti sem Birkir varði glæsilega. Það voru hinsvegar tíu Eyjamenn sem pressuðu á lokamín- útunum og voru næst því að skora sigurmarkið þegar Allan Mörköre skallaði í varnarmann eftir horn- spyrnu. Eyjamenn hafa verið í vandræð- um með að skora að undanförnu og þeir brugðu á það ráð að taka Steingrím og Mörköre út úr byrjun- arliðinu, settu Goran Aleksic í fremstu víglínu með Jóhanni Möller og Bjarni Geir og Hjalti Jónsson léku sem miðjutengiliðir. Þetta gekk ágætlega upp, Eyjamenn sköpuðu sér næg færi til að skora en þurftu þó vítaspyrnu sem varn- arjaxlinn Hlynur Stefánsson knúði fram til að skora sitt fyrsta mark síðan gegn Keflavík í 4. umferðinni. Lið ÍBV lék í heildina vel í fyrri hálfleik og eftir að Bjarni Geir var rekinn af velli var einfaldlega gefið í með þeim árangri að tíu Eyjamenn vii'tust vera fleiri á vellinum en ell- efu KR-ingar allan seinni hálfleik- inn. Heildarsvipur liðsins var mjög góður en það er á engan hallað þó miðverðirnir Hlynur Stefánsson og Kjartan Antonsson fái sérstakt hrós. Hlynur var jafn traustur og ávallt, og tilbúinn til að koma fram á miðjuna og jafnvel enn lengra þeg- ar með þurfti. Kjartan virðist loks- ins vera að springa út sem sá varn- armaður sem hann hafði burði til að verða á unga aldri. Aleksic gerði oft usla í vörn KR en segja má að helstu mistök Eyjamanna f seinni hálfleik hafi verið að láta hann glíma of lengi við að komast fram- hjá Sigurði Erni Jónssyni, sem var nánast óvinnandi vegur. Það er meira en lítið að í herbúð- um KR-inga. Stemmningin og leik- gleðin sem var svo stór þáttur í sig- urgöngunni í fyrra virðist ger- samlega á bak og burt. Margir leikmenn virka áhugalitlir inni á vellinum og það var sama hversu mikið Pétur Pétursson þjálfari og Kristján markvörður reyndu að reka liðið framar á völlinn í seinni hálfleiknum, þeim skipunum var ekki framfylgt. Einar Þór var ágengastur KR-inga framan af leik en missti síðan flugið. Það var ekki fyrr en Haukur Ingi kom inn á fyrir Guðmund Benediktsson að smá líf færðist í sóknarleikinn. Guðmundur var algerlega týndur í hlutverki fremsta miðjumanns, nema þegar hann lagði upp færið sem gaf af sér vítaspyrnuna. Það var markvarsla Kristjáns sem kom í veg fyrir að leikurinn væri KR-ingum tapaður á fyrsta hálftímanum, og í seinni hálf- leiknum var það frammistaða Sig- urðar Arnar, Gunnars og Bjarna í vörninni sem varð til þess að KR hélt stiginu. Gylfi Orrason sýnir Bjarna Geir Viðarssyni rauða spjaldið. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Sigursteinn úr axlarlið í fjórða skipti SIGURSTEINN Gíslason, KR-ingur, fór úr axlarlið eftir aðeins 17 mínútur í leiknum gegn ÍBV þegar hann lenti í návígi við Inga Sigurðsson. Þetta er í fjórða skipti á ferlin- um sem Sigursteinn verður fyrir þessu, síð- ast í fyrsta leik sínum með Stoke City í vet- ur. „Þetta var venjulegt samstuð en þegar Ingi hljóp aftur af stað kræktumst við sam- an með þessum afleiðingum. Beinið stóð bara langt út í loftið,“ sagði Sigursteinn en Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sjúkraþjálfari KR-inga, kippti öxlinni aftur í liðinn. Svein- björn sagðist vonast til þess að Sigursteinn myndi aðeins missa af einum leik, gegn Fram á fimmtudaginn kemur. Þess má geta að Sigursteinn lék í eitt skiptið þremur dögum eftir að hafa farið úr axiarliðnum, með IA gegn Feyenoord í Evrópukeppni meistaraliða fyrir sjö árum. Sigursteinn hélt á sunnudaginn upp á 32 ára afmæli sitt og hefði örugglega viljað gera það með öðrum hætti. Áttum stigið ekki skilið Skúli Unnar Sveinsson skrifar Pétur Pétursson, þjálfari KR- ingar, var allt annað en ánægður eftir leikinn. „Við lékum vel í fyrri hálfleik en skelfilega í þeim síðari. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig íslands- meistarar geta látið svona. Ég bara skil það ekki,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. Það vantaði ekki að Pétur hvetti sína til að sækja, en það var sama hvernig hann kallaði af hliðarlín- unni, ekkert gerðist. „Við voram afskaplega slakir og mér fannst við ekki eiga skilið þetta stig. Auðvitað er ég ánægður með eitt stig hér í Eyjum, en mér fannst við ekki eiga það skilið. Það var ekki að sjá að við værum einum fleiri, við reyndum meira að segja að bæta mönnum í sóknina og vor- um með þriggja manna vörn en það breytti engu. Menn hafa greinilega ekki meiri áhuga á þessu en þetta. Miðjumennirnir hægðu á öllum aðgerðum okkar og svo komu send- ingar sem fóru beint á Eyjamenn, menn gáfu varla sendingu á milli sín. Ég botna bara alls ekkert í þessu. Þetta var í lagi í fyrri hálfleik en svo kom þessi hörfun eftir hlé.“ Sumir leikmenn þínir virtust vera orðnir nokkuð þreyttir. Eru menn ekki í nægilega góðri æf- ingu? „Menn ættu að var í nægilega góðri æfingu. Þeir leikmenn sem voru hjá mér í vetur eru allir í góðri æfingu en ég hef ekki tekið eftir að þeir leikmenn sem voru ekki hjá mér séu í góðri æfingu. Mér fannst við ekki eiga neitt skilið hér í Eyjum í dag, ekki einu sinni stig. Mér fannst Vestmanney- ingarnir miklu betri, sérstaklega í síðari hálfleik,“ sagði þjálfari ís- landsmeistara KR. Þrjú rauð spjöld á Eyjamenn EYJAMENN fengu þijú rauð spjöld á sömu mínútunni í leiknum gegn KR. Þegar Bjarni Geir Við- arsson var rekinn af velli á 42. mínútu mótmæltu margir þeirra harðlega, enginn þó meira en Egg- ert Garðarsson, varaformaður knattspymudeildar ÍBV, sem var á varamannabekk liðsins sem for- ráðamaður. Eggert skammaði nærstaddan aðstoðardómara all harkalega og var rekinn af bekkn- um fyrir vikið, og aðstoðarþjálfari IBV, Elías Friðriksson, með hon- um. Elías var undrandi á þeim úrskurði. „Ég sagði ekki neitt og var bara að reyna að halda aftur af Eggerti," sagði Elías eftir leikinn. Urðum að rétta skút- unavið „ÉG hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum klára þennan leik og það hefði verið sanngjarnt. Rauða spjaldið sem Bjarni Geir fékk virkaði sem vítamínsprauta á okkur. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa fengið á okkur vítaspyrnu og rautt spjald,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, við Morgunblaðið eft- ir leikinn gegn KR á sunnudaginn. |ér fannst reyndar rauða spjaldið vera harður dómur, en hafi Bjarni slegið KR-inginn átti það að sjálfsögðu rétt á sér. Það vakti yjjjf’l þó athygli mína að Sigurðsson Gylfi fór og talaði við línuvörð sem var ekki vel staðsettur til að sjá atvikið. Það hefði verið nær að hinn línu- vörðurinn hefði séð þetta,“ sagði Hlynur. Var ekki erfítt að mæta KR í kjölfarið á þremur deildaleikjum í röð þar sem liðið skoraði ekki mark? „Við höfum alltaf náð að peppa okkur upp gegn KR-ingum, og _ef menn ná ekki upp baráttu gegn ís- lands- og bikarmeisturum, þá veit ég ekki hvenær. Við urðum að rétta skútuna við eftir þetta áfall á móti Breiðabliki, og við gerðum það svo sannarlega í dag. Það var kraftur í liðinu þótt við værum manni færri. Við höfðum stærri svæði til að vinna á en það var mikill hugur í mannskapnum og ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar eins og leikurinn þróaðist." Hvernig metur þú ykkar stöðu eftir þennan leik? „Deildin er ennþá mjög jöfn, við erum enn með í baráttunni og þurf- um bara 1-2 sigra til að ná efstu lið- um. Mótið er skemmtilegt og jafn- ara en oft áður og ég vona bara að leikurinn í dag sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Ef við höldum svona áfram er ég bjartsýnn á framhaldið," sagði Hlynur Stefáns- „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við spilum vel úti á vellinum en nýt- um ekki færin. Miðað við gang leiksins er ég mjög óánægður með að við skyldum ekki ná að hirða þrjú stig. Við vorum miklu betri all- an tímann, það kom enginn slæmur kafli þrátt fyrir að við værum tíu allan seinni hálfleikinn,“ sagði Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Eyjamanna. „Við breyttum uppstillingunni aðeins eftir að við urðum manni færri og það gekk ágætlega. Við reyndum að spila okkar leik og vor- um ekki í neinum vandræðum með KR-inga neins staðar á vellinum, liðsmunurinn kom helst fram í sókninni þar sem við vorum of fá- mennir þegar mest á reyndi.“ Þú gerðir róttækar breytingar og tókst út sóknarmennina, Steingrím og Mörköre. Voru þetta viðbrögð viðmarkaleysinu ísíðustu leikjum? „Allt liðið lék illa síðast en það er erfitt að henda ellefu leikmönnum út. Sóknarmennirnir urðu fyrir val- inu en þeir eru svo sem engir blóra- bögglar og klikkuðu ekki frekar en aðrir gegn Breiðabliki. Við erum með stóran hóp og það geta allir spilað, og það verða allir að standa sína vakt inni á vellinum. Við fórum í gegnum lægð, fengum of lítið út úr sex fyrstu leikjunum miðað við hvernig við spiluðum.Við kláruðum ekki leikina gegn Fram og Leiftri eins og við áttum að gera. En það voru mikil batamerki á liðinu í dag og við verðum að nýta það hlé sem framundan er til að bæta leik okk- ar,“ sagði Kristinn Rúnar Jónsson. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Kristján Finnbogason náði ekki að verja vítaspyrnu Momirs Mileta. aaark! NÚ ER ALLT Á SUÐUPUNKTI í BOLTANUM! Landssímadeildin er jöfn og spennandi og nýir Evrópumeistarar verða krýndir 2. júlí. Afskap lega slakt „ÞETTA var afskaplega slakt hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleik og það var ekki að sjá að við værum einum fleiri. Maður hefði getað haldið að Eyjamenn væru einum fleiri,“ sagði Kristján Finnbogason, markvöður KR-inga, sem varði mjög vel í þrígang í fyrri hálfleiknum og stóð sig vel í leiknum. „Ég er þokka- lega ánægður með minn leik, en hefði að sjálfsögðu viljað fá öll þrjú stigin,“ sagði Krist- ján. Hann lét vel í sér heyra í leiknum en það var sama hvernig hann reyndi að ýta sínum mönnum framar á völl- inn, þeir fóru hvergi. „Ég veit ekki hvað það er sem gerist hjá okkur. Við höfðum tæki- færi til að pressa stíft á þá enda voru þeir með einn mann í sókninni en við vorum með fjóra til að gæta hans. Ég veit ekki hvers vegna þetta gerist, ef til vill þora menn ekki að sækja, ég veit það ekki,“ sagði Kristján. Hann bætti við að auðvitað mætti segja að það væri gott að fara frá Eyjum með eitt stig, „en miðað við hvernig leikurinn þróaðist hefðum við átt að sigra, en við gerðum það ekki og verðum að sætta okkur við eitt stig.“ Skúli Unnar Sveinsson skrifar Stig meira enífýrra Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, varð að fara af leikvelli eftir 36 mínútna leik, missteig sig eitthvað og var ekki góður fyrir í ökklanum. Hann var ekki ánægður með það sem hann sá af hliðarlínunni. „Þetta var nú hálfdapurt í síðari hálfleik og það sem mér fannst sár- ast var að horfa á allar þessar ein- földu sendingar sem rötuðu ekki til samherja. Við það missum við bolt- ann á slæmum stað og í stað þess að komast í sókn þurfum við að verj- ast,“ sagði Þormóður. - Þrjú jafntefli í röð, varla er það viðunandi, eða hvað? „Nei, nei, auðvitað ætlum við okk- ur alltaf að vinna, en þetta fór nú svona. Eitt stig er þó meira en við fengum hér í fyrra held ég og það er ekkert slæmt í sjálfu sér að fara með eitt stig frá Eyjum, en auðvitað áttum við að nýta okkur liðsmuninn. Eyjamenn börðust eins og ljón og maður tók alls ekki eftir því að þeir væru einum færri. Það er ekki hægt að taka það frá þeim, þeir léku vel, en við áttum að gera betur. Það var áberandi hversu hægt við sóttum og þeir náðu alltaf að verjast án telj- andi erfiðleika. Við áttum að vera mun beittari, en Eyjamenn spiluðu mjög vel og skynsamlega, við skul- um ekki gleyma því,“ sagði fyrirlið- Nýttu þér úrslitaþjónustu Símans GSIVl og fáðu stöðu og úrslit leikja með SMS skilaboðum um leið og tölur berast. Skráðu þig á www.vit.is og vertu til í slaginn. SÍMíNN-GSM FÆRIR RÉR FRAMTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.