Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 B 3 + URSLIT KNATTSPYRNA Landssfmadeild (Efsta deild kvenna): ÍBV - Breiðablik...............3:3 Bryndís Jóhannesdóttir (21.), Samtaha Brotton (30.), Karen Burke (52.) - Eyrún Oddsdóttir (29.), Margrét Ólafsdóttir (55., vsp), Rakel Ögmundsdóttir (69.) Fjöldi lelkja J T Mörk Stlg u Stjarnan 6 5 1 0 15:1 16 KR 6 5 0 1 33:4 15 Breiða- blik 6 4 1 1 29:6 13 Valur 6 3 0 3 19:8 9 ÍBV 6 2 3 1 8:7 9 IA 6 1 1 4 6:26 4 Þór/KA 6 0 1 5 3:24 1 FH 6 0 1 5 6:43 1 1. deild karla: KA - Sindri........................1:1 Pétur Bjöm Jónsson (90., vsp) - Grétar S. Sigurðarson (60.) Valur - Dalvík.....................3:3 Kristinn Lárusson (10.), Amór Guðjohnsen (40.), Besim Haxhiajdini (50.) - Hermann Albertsson (19.), Jóhann Hreiðarsson (67., 90.) FH-ÍR..............................2:1 Jónas Grani Garðarsson (67.), Hörður Magnússon (89., vsp.) - Ediion Hreinsson (90.) Tindastóll - Víkingur..............1:2 Valur Úlfarsson (50.), Sumarliði Ámason (55., vsp.) - Sævar Ingi Borgarsson (88.). Þróttur - Skallagrímur.............1:0 Charlie McCormick (68.) FJöldi leikja J TMörk Stlg U FH 7 5 2 O 18:7 17 Valur 7 5 1 1 18:7 16 Víkingur 7 3 3 1 12:11 12 Dalvík 7 3 2 2 14:9 11 KA 7 3 2 2 13:8 11 ÍR 7 3 2 2 10:9 11 Þróttur 7 2 2 3 8:13 8 Sindri 7 0 4 3 2:8 4 Skallagr. 7 1 0 6 5:20 3 Tindastóll 7 0 2 5 4:12 2 2. deild karla: HK - KVA...........................3:3 Þórður Guðmundsson, Villy Þór Ólafsson, Sigurgeir Kristjánsson - Marjan Cekic, öll mörkin þrjú. KS - Leiknir.......................2:0 Ragnar Hauksson, Nökkvi Gunnarsson. ■ Urslit sem fóllu úr blaðinu í gær vegna tæknilegra erfiðleika. 2. deild: Léttir - Þór.......................1:8 Kjartan Kjartansson - Orri Hjaltalín 4, Leifur Gpðjónsson 2, Pétur Kristjánsson, Halldór Askelsson. Seifoss - Afturelding..............0:4 - Magnús Einarsson, Geir Rúnar Birgis- son, Jón Ottósson, Haukur Bjömsson. 3. deiid karla A Njarðvík - Barðaströnd.............4:3 HSH-Bruni..........................3:0 Þróttur V. - Fjölnir...............0:4 3. deild karla B Haukar- Reynir S................. 2:1 3. deiid karla C Nökkvi-Hvöt........................2:1 Magni - Völsungur..................1:1 1. deild kvenna A AftureldyFjölnir - Grindavík.......1:4 UM HELGINA KNATTSPYRNA Laugardagur: 2. deild karla: Torfnesv.: KÍB-Víðir.............14 1. deild kvenna: Þróttarvöllur: Þróttur R. - BÍ...14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Egilsstaðir: Huginn/Höttur - Sindri.14 Mánudagur: Landssimadeild (Efsta deild kvenna): Akranes: ÍA-Þór/KA...............20 Vestm.: ÍBV-FH...................20 Coca-Cola-bikarkeppnin (Bikarkeppni KSÍ, karlar): KR-völlur: KR - Keflavík.........20 3. deild karla: Blönduós: Hvöt - Magni...........20 Fjölnisv.: Fjölnir - Barðaströnd.20 Húsavík: Vöisungur - Neisti H....20 Ólafsvík: HSH-Njarðvík...........20 Sandgerði: RéynirS.-GG...........20 1. deild kvenna: Reyðarfj.: KVA-Sindri............20 GOLF Islandsmótið í holukeppni á golfveUinum á Hellu. FELAGSLIF Aðalf undur hjá ÍR Aðalfundur knattspyrnudeildar í R verður haldinn miðvikudaginn 12. júlí kl. 20 í ÍR-heimilinu. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Áttræður liðsstjóri hjá Blikum Guðmundur Hilmarsson skrifar KONRÁÐ O. Kristinsson er maður sem tengist knatt- spyrnuiiði Breiðabliks í Kópa- vogi sterkum böndum en hann hefur fylgt karlaliði félagsins í knattspyrnu í meira en þrjá áratugi, fyrst sem stuðnings- maður í áhorfendastæðunum en frá árinu 1980 hefur hann verið á varamannabekk liðsins sem liðsstjóri og hefur varla misst úr leik síðan þá hvar á landinu sem Blikarnir hafa ver- ið að spila. Tímamót eru í lífi Konráðs í dag en hann heldur upp á 80 ára afmæli sitt. Hann ber aldur- inn vel en engu að síður hefur hann tekið stefnuna á að láta af liðsstjóra- starfinu eftir tíma- bilið í haust. Morgunblaðið hitti Konráð á heimili hans í Hvassa- leitinu í gær og spurði hann fyrst hvað hafi orðið til þess að hann byrjaði í liðsstjórastarfinu. „Ég held að það hafi verið í kringum 1968 sem ég byrjaði að fylgjast með Breiðabliksliðinu. Ég bjó nálægt Vallargerðisvellin- um í Kópavogi og var þar oft að sniglast. Það var svo uppúr 1970 sem ég hóf að starfa fyrir félagið. Það hófst með því að stofnað var styrktarfélag sem ég tók þátt í og í framhaldinu tók ég að mér getraunastarfið sem ég sinnti í nokkur ár. Ég byrjaði svo að starfa í meistaraflokksráði Breiðabliks í kringum 1980 og var í því í mörg ár. Ég tók að mér á þessum árum að sjá um búning- ana og sá um, þá þar til fyrir tveimur árum. í dag sé ég um að strákarnir fái nóg að drekka í leikjunum og sé um klakana og kælivökvann. Ég hef ekki tölu á leikjunum sem ég hef tekið þátt í en þeir skipta einhverjum hundr- uðum,“ segir Konráð. „Haft óskaplega gaman af þessu“ Nú hlýtur þú að hafa gengið í gegnum súrt og sætt á öllum þessum árum? „Já, það hafa skipst á skin og skúrir og þannig er það hjá öllum félögum. Ég hef hins vegar haft óskaplega gaman af þessu og þetta hefur gefið mér mikla lífs- fyllingu, sérstaklega eftir að ég hætti að vinna. Ég er eins og leikmennirnir. Þegar leikir tapast kem ég niður- lútur heim en svo gleðst ég þess á milli þegar vel gengur. Þá finn ég alltaf fyrir spenningi fyrir leik- ina.“ Pú hlýtur að vera búinn að starfa með mörgum þjálfurum? „Ég hef starfað með mörgum góðum þjálfurum á þessum tíma og þar get ég nefnt menn eins og Hörð Hilmarsson, Inga Björn Al- bertsson, Bjarna Jóhannsson, Vigni Baldursson og Sigurð Grét- arsson svo einhverjir séu nefndir. Ég hef fylgst með Sigurði síðan hann var smágutti í 5. flokki og til marks um það hvað ég hef ver- ið lengi í þessu þá var ég með lið- inu þegar feður þeirra ungu stráka sem eru í liðinu í dag voru að spila.“ Nú ert þú orðinn 80 ára gamall. Ert þú búinn að gera það upp við þig hvenær þú hættir þessu? „Já, ég held að ég hætti eftir tímabilið. Ég hverf samt aldrei frá strákunum. Þó svo að ég verði ekki lengur á bekknum mun ég mæta á leikina og styðja við bak- ið á liðinu. Það kemur samt ekki til greina að hætta ef illa fer en ég hef enga trú á því þótt það hafi ekki gengið sem skyldi að undanförnu." Lékst þú knattspyrnu á þínum yngri árum eða stundaðir ein- hverjar aðrar íþróttir? „Eg var aldrei í fóbolta en ég var í frjálsum íþróttum hjá Ár- manni. Ég hef samt alltaf haft mikinn áhuga á knattspyrnunni. Yngsti strákurinn minn byrjaði að æfa fótbolta og ég man vel eft- ir því þegar hann varð Islands- meistari í 5. flokki árið 1973 og ári síðar vann Breiðablik þrjá ís- landsmeistaratitla í yngri flokk- unum sama daginn. Strákurinn hætti fljótlega eftir þetta en ég hélt áfram.“ Konráð er heiðursfélagi í Breiðablik. Hann fékk fyrst við- urkenningarskjöld með áletrun- inni Silfurbliki en síðan var hann sæmdur nafnbótinni Heiðursbliki. Þrátt fyrir háan aldur er Konráð vel á sig kominn líkamlega enda heldur hann sér í góðu formi. Síð- an hann hætti að starfa hjá Mjólkursamsölunni fyrir 10 árum segist hann ganga daglega frá heimili sínu í Hvassaleiti í Laug- ardalslaugina, hvernig sem viðr- ar, þar sem hann syndir 500 metra og hann segist ganga í 1-2 klukkustundir á kvöldin. „Ef heilsan er góð er ekkert að því að eldast og ég veit að það hjálpar manni mikið að hreyfa sig,“ sagði Konráð að lokum en Morgunblaðið vill nota tækifærið til að óska honum til hamingju með daginn. Morgunblaðið/Ami Sæberg Konráð O. Kristinsson hefur ekki misst af leik með Blikum í áraraðir. Van Gaal eða Gullitt LUIS van Gaal segist viþ'a taka við starfi landsliðsþjálfara Hol- lendinga í knattspymu af Frank Rijkard sem sagði starfi sínu lausu eftir að Hollendingar töpuðu fyrir ítölum í undan- úrslitum Evrópumótsins. Van Gaal, sem hætti hjá Barcelona eftir síðustu leiktfð, er ekki eini þjálfarinn sem orð- aður er við landsliðsþjálfarast- arfið því Ruud Gullitt.fyrmm landsliðsmaður Hollands og knattspymustjóri lijá Chelsea og Newcastle, kemur einnig til greina. Báðir era þeir á lausu og líklega kemur slagurinn til með að standa á milli þeirra. Gullit var spurður eftir ákvörðun Rijkards hvort hann væri tiibúinn að taka að sér starfið. „Á þessum tímapunkti veit ég það ekki en sjálfsagt myndi ég ekki skorast undan ef leitað yrði til mín. Menn em auðvitað í sámm núna svo best er að gefa þessu einhvera tíma og sjá svo til. Ég er alveg viss um að Rijkard hafi veri búinn að gera upp hug sinn og hafi ákveðið að hætta þó svo Holland hefði unn- ið keppnina," sagði Gullitt. Arthur Numan vamarmaður í hollenska landsliðinu liggur ekki á þeirri skoðun sinni að hann telji van Gaal vera besta kostinn í stöðunni og sé líkleg- astur til að hreppa hnossið. Louis van Gaal gerði Ajax að meisturum í Hollandi þrjú ár í röð, 1994-1996 og undir hans sljóm varð Ajax Evrópumeist- ari árið 1995. Hjá Barcelona gekk ekki eins vel en hann vann einn meistaratitil með lið- inu. Þjálfaraferill Ruud Gullits er ekki eins glæsilegur. Chelsea vann bikarkeppnina undir hans stjóm árið 1997 en Gullitt var síðan látinn taka poka sinn ári síðar. Hann réð sig til Newcast- le og ekki var vistin löng þar því honum var sparkað eftir eitt ár í starfi enda liðið þá við botn ensku úrvalsdeildarinnar. Hafnfirðingar skutust á toppinn TVÆR vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og þrjú mörk eru oftar en ekki talin vísbendingar um skemmtilegan og spennandi knattspyrnu- leik. Sú varð þó ekki raunin í viðureign FH og ÍR í Kaplakrika í gærk- völd. Leikurinn var þvert á móti tilþrifalítill og sigur heimamanna aldrei í hættu eftir að þeim tókst loks að þvæla inn marki um miðjan síðari hálfleik, lokatölur 2:1 og þar með komust FH-ingar í efsta sæti 1-deildar. Afimmtu mínútu síðari hálfleiks dró til tíðinda þegar ÍR-ingur- inn Heiðar Ómarsson fékk sitt annað gula spjald eftir að hafa gerst fullað- Pálsson gangsharður við skrifar Guðjón, markvörð FH-inga. Þar með máttu örlög Breiðhyltinga teljast ráð- in. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn vel og juku sóknarþungann jafnt og þétt. A 67. mínútu uppskáru þeir loks laun erfiðisins þegar varamaðurinn Jónas Grani Garðarsson fékk knött- inn á auðum sjó á markteig eftir þvögu og skoraði auðveldlega. Um það leyti sem áhorfendur í Kaplakrika voru famir að búa sig til heimferðar vænkaðist hins vegar hagur strympu. Mistækur dómari leiksins, Garðar Öm Hinriksson, komst að þeirri óvæntu niðurstöðu að rétt væri að bæta tæpum sex mínút- um við leikinn vegna tafa sem þó virt- ust ekki vera miklar. Þessar mínútur nýttu leikmenn vel. Fyrstbætti Hörð- ur fyrir mistökin með því að skora úr vítaspymu sem dæmd var fyrir brot á honum sjálfum en fyrir það var Agli Skúla Þórólfssyni vikið af leikvelli. I næstu sókn á eftir minnkaði Edilon Hreinsson muninn aftur í eitt mark. Maður leiksins: Jón Þ. Stefánsson, FH. Sindri nálægt fyrsta sigrinum Ekki munaði nema hársbreidd að Sindri ynni fyrsta leik sinn í fyrstu deild þegar Homfirðingar sóttu KA heim í gærkvöld. Heima- menn náðu að jaftia úr vítaspymu í blálokin og máttu teljast heppnir að ná stigi, 1:1. Leikmenn KA hresstust ekki fyrr en Sindramenn náðu að skora að örlít- Valur Sæmundsson skrifar Eins og súpemnann HINN örsnöggi og markheppni franski framherji Thierry Henry notaði hinn mikla markaskorara og fyrirrennara sinn hjá Arsenal, lan Wright, sem fyrirmynd til að ná þangað sem hann er í dag. Henry hefur nú þegar skorað þrjú mörk á EM og mun væntanlega verða lykilmaður í úrslitaleiknum gegn ítölum á morgun í Rotterdam. Þegar hann hóf ferilinn hjá Arsenal benti Martin Keown, miðvörðurinn sterki og leikmaður enska landsliðs- ins, honum á að fylgjast náið með hvernig Wright næði að skora svona mörg mörk. „Martin sagði mér að hann væri hvorki fljótari né stærri en ég, en samt skoraði hann fleiri mörk,“ sagði Henry. „í næsta leik á eftir skoraði ég tvö mörk og alltaf þegar ég hef tíma horfi ég á spóluna með honum og 184 mörkin sem hann hefur skor- að.“ Þrátt fyrir að skora 26 mörk fyrir Arsenal í vetur var hinn 22 ára gamli Henrý alls óviss um að komast í franska landsliðið. Hann missti af öll- um leikjum undankeppninnar nema tveimur og var ekki valinn í æfinga- leik gegn Póllandi í janúar. „Það var þá sem ég byrjaði al- varlega að efast. Þjálfarinn hefur lík- lega haft mjög góða ástæðu til að velja mig ekki því ég trúi því að mað- ur fái alltaf það sem maður á skilið. Ég æfði því enn betur og lagði meira á mig og loksins borgaði það sig,“ sagði Henry. Keppti við Kanu og Suker um stöðu Eftir eitt misheppnað tímabil hjá ítölsku risunum Juventus fór Henry yfir til Arsenal. Þar hitti hann fyrir knattspyrnustjórann Arsene Wenger en hann þjálfaði Henry í fjögur ár hjá Mónakó í Frakklandi 1994-1998. „Þetta var mjög erfitt í fyrstu. Davor Suker og Kanu byrjuðu inná í flestum leikjum og ég lék aðeins nokkra leiki í Meistaradeildinni. Ég hafði þó ekki alltof miklar áhyggjur - ég vissi að minn tími kæmi,“ sagði Henry. Ótrúlegur hraði og markheppni Henrys hefur heillað Frakka uppúr skónum og aflað honum mikilla vin- sælda. Hann hefur þó ekki alltaf ver- ið svona vinsæll. Aime Jacquet, sem áður var þjálf- ari franska liðsins, hélt tryggð við Stephane Guivarch á HM 1998 og Henry var varamaður. Þrátt fyrir það skoraði hann þrjú mörk og endaði sem markahæsti leikmaður Frakka. Henry var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í atvinnu- mennskunni fyrir Mónakó. Þá lék hann á kantinum og það var ekki fyrr en Wenger sannfærði hann um að spila í framherjastöðunni að Henry fór fyrst að blómstra. Wenger verndaði þennan óslípaða demant sinn, notaði hann sem vara- mann fyrst um sinn og taldi hann á að vera þolinmóðan og fara ekki til annars félags í Evrópu of snemma. „Arsene Wenger hefur hjálpað mér afarmikið og hefur alltaf haft mjög jákvæð áhrif á frama minn sem knattspyrnumanns," sagði Henry. Tárfelldi þegar afi hans dó Henry er tengdur fjölskyldu sinni mjög sterkum böndum og varð því fyrir nokkru áfalli er afi hans dó þremur dögum áður en EM hófst. „Ég hef sjaldan grátið en ég grét þann dag,“ sagði Henry. Hann lék þvi leikinn gegn Danmörku fyrir afa sinn og hjálpaði Frakklandi til 3:0-sigurs þar sem hann skoraði eitt mark eftir ótrúlegan 60 metra langan einleik. Henry, Nicolas Anelka, Patrick Vieira og Sylvain Wiltord skutust upp á stjörnuhimininn þegar þeir urðu Evrópumeistarar unglinga 1996. „Ég geri mér grein fyrir að ég er hluti af stórkostlegri fótboltakyn- slóð,“ sagði Henry. Thierry Henry fagnar marki með Arsenal. Reuters Henry, sem er þögull, hógvær, ungur maður utan vallar breytist í stríðsmann á velli - einmitt eins og teiknimyndapersónurnar sem hann er svo hrifinn af. „Þegar ég klæðist skyrtu franska landsliðsins eða Arsenal breytist ég. Það er eins og ég fái nýjan kraft með búningnum - rétt eins og súper- mann,“ sagði Henry. ið líf kom í leikinn. Markið kom á 60. mínútu; Grétar S. Sigurðarson fékk langa sendingu inn á vítateig KA og vamarmennirnir gáfu honum prýði- legt næði til að renna boltanum í netið framhjá Eggert markverði. Sindri dró sig til baka eftir þetta og flestir bjuggust við að KA tæki öll völd á vellinum. Þeim virtust hins vegar all- ar bjargir bannaðar. Sóknarleikur heimamanna var hugmyndasnauður og Hajrudin Cardaklija markvörður hirti alla bolta sem komu inn í teig. KA náði þremur skotum að marki sem eitthvað kvað að en Cardaklija bjargaði í öll stóptin. Áhorfendur voru farnir að búa sig undir tap sinna manna en þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Ásgeir Ás- geirsson felldm- í vítateig Sindra og vítaspyma réttilega dæmd. Pétur Bjöm Jónsson skoraði úr henni. Maður leiksins: Hajmdin Cardakl- ija, Sindra. Valsmenn misstu unninn leik í jafntef li Valsmenn hafa ömgglega nagað sig í handarbökin langt fram eft- ir gærkvöldinu eftir að hafa misst unnin leik gegn Dalvík niður í jafnteíli á síðustu mínútum leiksins, 3:3. Seigla Dalvíkinga og þolimæði ber hins veg- ar að hrósa og þeir uppskám eitt sitg í erfiðum útivleik. Kristinn Lámsson tók forsytu íyrir Valsmenn á 10. mínútu en Hermann Albertssonar jafnaði tíu mínútum síð- aii. Amór Guðjohnsen kom heimönn- um yfir á 40. mínútu og í leikhléi virt- ist fátt benda til annars en Valsmenn myndu vinna leitónn. Besim Haxhi- ajdini styrkti menn í þeirri trúi með martó fyrir Valsmenn á 50. mínútu. Langt fram eftir síðari hálfleik yfir- spiluðu Valsmenn andstæðinga sína Blikar í kröppum dansi FRESTAÐUR leikur síðan úr 3. umferð fslandsmótsins í knattspymu kvenna var háð- ur í blíðskap- arveðri á Há- Ste“f skrifar gærkvóldi er Eyjastúlkur tóku á móti Breiðabliki. Leik- urinn var skemmtilegur og fjörugur allt til loka en lyktir leiksins urðu jafntefli, 3:3. „Okkur líður eins og við höfum tapað þessum leik. Við vomm með leikinn í okkar höndum en missum síðan 3:1 forskot niður íjafntefli," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.„Ég er alveg hundóá- nægður með þetta. Síðan til að kóróna allt þá gefur dó- marinn þeirn víti sem enginn veit hvað var á, alveg fárán- legur dómur,“sagði Heimir. „ Við vomm lengi í gang og fómm má segja ekki í gang fyrr en þær fóm að skora hjá okkur en ég er nyög ánægð með jafntefli í kvöld þó svo að sigurinn hafi getað endað hvomm megin sem var,“ sagði fyrirliði Blikastúlkna, Sigrún Óttarsdóttir, eftir leik- inn í gærkvöldi. Atli Sævarsson skrifar frá Dalvík með snörpum sóknum sem stóluðu mörgum upplögðum mark- tætófærum. Er leið að lokum komust Dalvfking- ar meira inn í leikinn og Jóhann Hreiðarsson skoraði á 67. mínútu og á ný á þeirri 90., og tryggði gestunum jafntefli. Maður leiksins: Jóhann Hreiðar- sson, Dalvík. Glæsimark tryggði Þrótti sigur Þróttur vann sanngjaman sigur á Skallgrími, 1:0 á Laugardals- velli. Heimamenn byijuðu leikinn af miklum krafti og á fyrstu 25 mínúnum fengu þeir 3 til 4 góð marktækifæri, en Kjartan Páll Þórarins- son, besti maður Skallagríms, varði allt sem á martóð kom. Eftir þetta gerðist heldur fátt fram að hálfleik. Þróttur hafði öll tök á leiknum í síð- ari hálfleiken Kjartan varði vel hvað eftfr annað sem fyrr. Þróttarar skoruðu stórglæsilegt mark á 68. mínútu. Var þar að vertó Charlie McCormick. Hann tók bolt- ann á lofti fyrir utan teig og þrumaði honum í marknetið. Maður leiksins: Kjartan Páll Þór- arinsson, Skallagrími. Mikilvægur sigur Víkings %Jfíkingar lögðu Tindastól nyrðra, W 2:1, og var sigurinn öruggari en tölumar gefa til kynna. Jafnt var í hálfleik 0:0 f einkar Björn bragðdaufum fyrri Björnsson hálfleik þar sem skrifar hvort lið fékk eitt þokkalegt marktætó- færi. Snemma í síðari hálfleik kom Valur Ulfarsson gestunum yfii’ með laglegu martó eftir homspymu. Sum- ai’liði Ámason bætti öðm martó Vík- ings við nokkru síðar úr vítaspymu sem dæmd var eftir að Daníel Hafl- iðason var felldur innan vítateigs Tindastóls. Heimamenn reyndu á klóra í bakkann og tókst það loks á 88. mínútu er Sævar Ingi Borgarsson skoraði með fóstu skoti úr vítateig Vítóngs, eftir fyrir gjöf. FOLK ■ SYDNEY stóðst síðustu skoðun fyrir Ólympíuleikana með glans. Jacques Rogge, meðlimur alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði í gær: „Sydney er tilbúin fyrir leikana." ■ ÞJÁLFARI þýska liðsins Bayern Leverkusen, Christoph Daum, sagði í gær að hann byggist við svari á sunnudag hvort hann verði ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Daum sagði að samningur hans við Leverkusen ætti ekki að standa í vegi fyrir því að hann tætó við þjálfarastöðunni en hann á eitt ár eftir af samningnum. ■ NICK Barmby er líklega á förum frá Everton þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við félag- ið. Barmby var boðinn nýr samn- ingur hjá Everton sem hann hafn- aði og í kjölfarið var hann settur á sölulista. Barmby hefur lýst yfir að hann hafi mikinn áhuga á að fara yfir til nágrannaliðsins Liverpool og er talið líklegt að Barmby fari yfir fyrir góða summu ásamt því að Liverpool léti Everton hafa fram- herjann Titi Camara í skiptum. ■ KAPPHLAUPIÐ um að halda HM 2006 heldur áfram og í gær til- kynnti Alþjóða knattspyrnusam- bandið að Þýskaland og Suður-Af- ríka stæðu best tæknilega til að halda keppnina. Fimm þjóðir kepp- ast um að halda keppnina en það eru: Brasilía, England, Þýskaland, Marokkó og Suður-Afríka. mFARIÐ gæti að franska liðið Mónakó byði 15 milljónir punda, eða tæpar 1800 milljónir í norska sóknarmanninn hjá Chelsea, Tore Andre FIo. Mónakó á nóg af pen- ingum þar sem þeir hafa nýlega selt Fabian Barthez til Manchester United og David Trezeguet til Ju- ventus. ■ BJARKI Gunnlaugsson vonast til að vera tilbúinn í slaginn í fyrsta leik Preston NE í ensku 1. deildinni gegn Grimsby þann 12. ágúst. Bjarki meiddist á ökkla undir lok tímabilsins í fyrra og fór í uppskurð í sumar. Hann er á góðri leið með að ná sér og býst við að geta tekið fullan þátt í undirbúningi liðsins sem hefst á næstu dögum. Opna LANGÁRMÓTIÐ fyrir golfara og laxveiðimenn 3.JÚLÍ og alla hina..... Langárveiðar ehf. og Golfklúbbur Borgarness bjóða til sólarhrings golfmóts 3. júlí með fyrsta rástíma kl. 00.01. Glæsileg veiðiverðlaun eru í boði. I fyrra urðu fjölmargir frá að hverfa og því er ákveðið að gefa golfurnum kost á að bóka sig á þeim tíma sólarhrings sem þeim hentar, enda langtlmaveðurspá yndisleg. Mótið er punktamót 7/8 stablef. Hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28. Gómsaetir laxaréttir frá Eðalflski verða á borðstólnum og laxasúpa o /o Siggi Hall. Fjöldi nándarverðlauna, landsfrægir langár-rotarar og nú geta menn spilað 2 í sama móti. JÁ, í fyrsta sinn gefst tækifæri til að kaupa 2 rástíma. t.d. kl 01.00 og kl 15.00, ef menn og konur eru nægilega snögg að bóka sig því þegar eru margir rástímar pantaðir. Pantanir f sfma 437 1663 og 862 1363 FARABRODDI í LAXAVÖRUFRAMLEIÐSLU. 1. VERÐLAUN 4 stangir I einn dag í Lángá, ásamt uppihaldi fyrir 8. 2. VERÐLAUN 2 stangir í einn dag f Lángá, ásamt uppihaldi fyrir 4. 3. VERÐLAUN I stöng í einn dag f Lángá, ásamt uppihaldi fyrir 2. 4. VERÐLAUN I stöng í einn dag f Langá, ásamt uppihaldi fyrir 2. 5. VERÐLAUN Gisting, golf á 7. braut og bleikju- veiöi braut, að Hamri. Einkunnarþrð mótsins, að sjálfsögðu, ax, lax, lax.......... VERIÐ OLL HJARTANLEGA VELKOMIN AÐ HAMRI OG LANGÁ í BORGARBYGGÐ. Einkur Ólafsson, formaður GB, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir og Ingvi Hrafn Jónsson, Langá á Mýrum +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.