Morgunblaðið - 14.07.2000, Síða 5

Morgunblaðið - 14.07.2000, Síða 5
in/ i:■ ; h (> / MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÍUR 14. JÚLÍ 2000 C 5 BÍÓBLAÐIÐ inni Viridiana segir frá ungri konu sem lendir í klónum á siðspilltum frænda. Hún tekur heilan skara af umrenningum inn á heimilið. Fernando Rey, einn besti kvik- myndaleikari Spánverja fyrr og síðar, var fæddur í hlutverk frændans. Viridiana markar upp- haf að gjöfulu samstarfi þeirra Bunuel og Rey. Hjá Bunuel er að flnna eitthvert áreynslulaust, sér- rómanskt siðleysi og sá ágæti leik- ari Fernando Rey var holdgerv- ingur þessarar kæruleysislegu grimmdar og úrkynjunar. Síðasta kvöldmáltíðin var sett á svið í anda málverksins fræga eftir Leonarda da Vinci og fór máltíðin fram undir hallelújakórusnum eftir Handel. Viridiana, fyrsta myndin sem Bunuel gerði á Spáni í þrjátíu ár, var bönnuð árið 1961. Hafa ber í huga að sextíu ára gamall maður gerði þessa stórhættulegu mynd fyrir framan nefið á Franco. Myndin var og gerð upptæk á ítal- íu og Bunuel tilkynnt að hann ætti yflr höfði eins árs fangelsisvist ef hann stigi fæti inn fyrir landamær- in. Leikstjóranum hafði tekist að koma sér út úr húsi eina ferðina enn. Enn vegið að burgeisunum Bunuel hélt aftur til Mexíkó þar sem hann leikstýrði myndinni E1 Angel Exterminador. Nokkrir góð- borgarar verða innlyksa í dúfna- veislu og einhvert æðra máttarvald heldur þeim þar föngnum. Þótt leikstjórinn væri manna djarfastur í efnisvaldi veitti agað og yfirvegað handbragðið mótvægi við allan djöfulganginn. Myndirnar urðu margfalt sterkari fyrir vikið. Höf- undur setti efnið fram eins og sjálfsagðan hlut í stað þess að minna áhorfandann á eigin dirfsku við hvert fótmál. Þarna liggur munurinn á Bunuel og þeim leik- stjórum sem vilja feta í fótspor hans. Raunir þernunnar Myndina Le Journal d’une Fem- me de Chambre gerði Bunuel í Frakklandi og fékk þá ágætu leik- konu Jeanne Moreau til liðs við sig. Bráðmyndarleg stúlka ræður sig í vist sem herbergisþerna hjá góðborgurum og setur allt á annan endann. Upphaflega festi Jean Renoir þessa sögu á filmu í Holly- wood árið 1946. Bunuel sætti færi og baunaði á smáborgarana sem hann lysti. Leikstjórinn notaði enga tónlist í myndinni. Myndirnar urðu sífellt stflhreinni og Bunuel lét ekkert vera umfram. Allt þetta skal ég gefa þér Bunuel einn og enginn annar hefði getað gert stuttmyndina Sí- mon del Desierto (1965). Þar segir frá einsetumanninum Símon sem tók sér sæti ofan á súlu í miðri eyðimörk til að að geta verið nær guði og fjarri skarkala heimsins. Ekki líður á löngu áður en kölski mætir til leiks og reynir að leiða meinlætamanninn í freistni. Varla þarf að taka fram aðBunuel dregur nokkuð taum myrkrahöfðingjans. Snilld Bunuel var í því fólgin að gera kynngimagnaðar en yfirlætis- lausar myndir. Myndir eftir Bunu- el eru þrungnar alls kyns merking- arbrigðum sem aðrir leikstjórar leitast við að gæða myndir sínar, oftast án árangurs. í frægu atriði úr myndinni Annie Hall lendir Woody Allen í biðröð fyrir utan kvikmyndahús. Einhver vindhani lætur dæluna ganga um Marshal McLuhan. Loks er Allen nóg boðið og segir að þetta sé allt saman bull og vitleysa. Kauði svarar því að hann kenni námskeið við einhvern fjölbrautaskóla á háskólastigi og viti allt sem vita þarf um efnið. Söguhetjan dregur þá McLuhan fram og hann les yfir hausamótun- um á veðurvitanum. Upphaflega stóð til að rifrildið snerist um Bunuel en hann komst ekki á töku- stað og þótti miður. Allir mundu eftir atriðinu og leikstjórinn hefði fengið þrjátíu þúsund dali fyrir tveggja daga vinnu. Nú var Bunuel kominn á eftir- launaaldur og tími til kominn að hann settist í helgan stein. En ballið var rétt að byrja. Godfrey Cambridge áður en hann verður svartur í The Watermelon Man. Richard Roundtree í sinni uppáhaldsstellingu í Shaft. Siðferðið var ekki beysið í blökkumannamyndunum, Einn ábúðarmestur leikaranna var Jim Brown, fyrrum ruðn- Tamara Dobson sem hin kattliðuga hvað slakast hjá dópsalanum Ron O’Nealí Superfly. ingskappi. Hér leikur hann í Slaughter. Cleopatra Jones. I I umræðunni um Þrælastríðsmyndina Föðurlandsvininn - The Patriot hafa kvikmyndagerðarmennirnir verið átaldirfyrir þann gamla og lengi vel sjálfsagðan glæp að gleyma tilvist blökku- manna. Voru þeir þó aðalástæðan fyrir þeim sögufræga stríðs- rekstri. Þessi draugurvar kveðinn niður að mestu með „blökku- mannamyndabyltingunni" um og eftir 1970, sem verður Sæbirni Valdimarssyni að umfjöllunarefni. Þá var ein sú fræg- asta, Shaft, endurgerð og sýnd í sumar við ágæta aðsókn. Jarðvegurinn undirbúinn MIKIÐ vatn hefur runnið til sjáv- ar síðustu þrjátíu árin, ungt fólk á erfítt með að gera sér í hugarlund hversu heimsmyndin hefur umturn- ast í flestum skilningi. Umskiptin hafa ekki verið hvað minnst í kvik- myndaheiminum, en það var einmitt um ’70 sem þeldökkir fengu fyrst tækifæri til að láta eitthvað að sér kveða og voru þær breytingar hvað merkastar í kvikmyndaiðnaðinum á ofanverðri 20. öld. Fyrir tímamótin átti þessi stóri minnihlutahópur eina ofurstjörnu í Hollywood, Sydney Poitier. Hann nánast eini litaði leikarinn sem hvítir framleiðendur treystu í aðalhlutverk mynda sinna. Aðra fulltrúa af Afró-Ameríska stofninum (eins og blökkumenn vilja kallast í dag), mátti telja á fingrum sér í kvikmyndaiðnaðinum. Ástandið var svipað í Evrópu. Þá skall á bylgja mynda sem Bandaríkjamenn kalla „blaxploit- ation films“. Fékk aldrei marktæka þýðingu hérlendis, einfaldlega látið nægja að klína á þær „negra“- mynda stimpli sem reyndist furðu haldgóður. Það þykir vont orð í dag eins og sum önnur yfir aðra minni- hlutahópa. Verða kallaðar blökku- mannamyndir hér eftir. Kveikjan að þessari hallarbyltingu í Hollywood var tvímælalaust óvæntar vinsældir litaðra dægurstjarna á tónlistarsvið- inu sem hófu stórsókn á sjöunda áratugnum. Menn og hljómsveitir á borð við Marvin Gaye, Isaac Hayes og The Supremes, The Motown Sound frá bílaborginni Detroit. Tónlist dagsins var svartari en nokkru sinn fyrr. Það fór ekki fram hjá Hollywood. Hörundsdökkir höfðu vitaskuld átt í áratuga baráttu fyrir tilveru sinni í kvikmyndaiðnað- inum án umtalsverðs árangurs, en skyndilega fóru hjólin að snúast. Hvað er „blaxploitation" mynd? I grófri skilgreiningu er þessi unga myndagrein með yfirgnæfandi hluta þeldökkra listamanna í hverju rúmi. Frá aðalstjörnunum, leikstjór- anum og oft niður í obbann af allri áhöfninni. Umfjöllunarefnið gjaman ábúðamikið með áherslu á glæpi, eiturlyf, spennu, kynlíf og ofbeldi öðru fremur. Leikararnir fóru oft vel með sitt en hlutverkin undan- tekningarlaust staðlaðar ímyndir of- ursvalra töffara og hraustmenna með óseðjandi kynhvöt. Myndimar dýrkuðu sjálfsímynd þessa þjóðfé- lagshóps, vora nálægt jaðrinum en féllu vel í kramið, ekki síst hjá efna- minni, hörandsdökkum stórborgar- búum. Jákvæðasta hlið blökkumanna- mynda var sú að hún veitti lituðum kvikmyndagerðarmönnum atvinnu og gaf Afró-Amerískum gestum færi á að sjá sjálfa sig fjarri vinnuhjúa- hlutverkunum og öðram úr sér gengnum klisjum. Hér vora vita- skuld þau endaskipti á hlutunum að litaðir fóra með hlutverk hetjanna en hvítir máttu gera sér úrþvættin að góðu. Hins vegar lágu þær undir gagnrýni fyrir að einfalda hlutina um of til að teljast heppilegar fyrir- myndir. Konur kæmu nánasarlega lítið við sögu og þá helst á frekar neikvæðan hátt. Enn aðrir töldu þær beinlínis hættulegar í upphafn- ingu sinni á karlrembu og glæpa- mennsku auk þess sem þær væra einhæfar og niðrandi. Flestar þessar myndir áttu tak- markað erindi utan borga Ameríku og annarra svæða byggðum að tals- verðu leyti þeldökkum íbúum. Skil- uðu sér engu að síður flestar upp á klakann. Sumar nutu nokkurra vin- r sælda enda hraðar og spennandi og menn brúkuðu meiri kjaft og klæmdust ósparlegar en áður þekkt- ist, það mæltist vel fyrir hjá ung- lingum sem nú lærðu að segja undir- stöðuorð þessara mynda; U** og s*** og það í tíma og ótíma. Islensk ungmenni reyndu sig við spánný tískufyrirbrigði, íylgifiski þessara ágætu mynda og heita á óþýðanlegu frammálinu ,jive-talk“ og ,jive walk“. Sem vora greinilegustu áhrif þeirra hérlendis, íyrir utan munn- söfnuðinn, sem breiddist út eins og eldur í sinu og kom til að vera. „ Jive- “ganga reyndist ungdómnum mikið mun strembnari líkt og hjólabrettin síðar þó þeim stafaði ekki bráður ? bani af tiplinu. Framleiðendur myndanna vora jafnt hvítir sem svartir, þær flestar framleiddar af B-myndasmiðum, því gjarnan sýndar hér í Skúlagötu- bragganum góða, Hafnarbíói. Síðar vora flest stóra kvikmyndaverin komin með „blökkumannamynda-“ línu, ekki síst Warner Bros; afurð- irnar því um allan bæ, einkum í Austurbæjarbíói. Nú lítum við á nokkrar helstu myndirnar og fólkið á bak við þær. STJÖRNURNAR OG MYNDIRNAR SWEET SWEETBACK'S BAADASSSSS' SONG (’71) Fyrsta, a.m.k. eftirminnilega, myndin af þessu toga sem sýnd var hér meðal loppinna og mjólkur- hvítra mörlanda var hugarfóstur eins manns, Melvins Van Peebles. SJÁNÆSTUSÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.