Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST BLAÐ Ríkharður ekki strax til Stoke TILRAUNIR Stoke til að fá Ríkharð Daðason fyrr en 1. nðvember eins og upphaflega var ætlað, virðast vonlausar. Viking, sem er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar, neitaði lokatilraunum Stoke til að fá hann fyrr til fé- lagsins. Stoke var sagt tilbúið að borga Viking meira en 12 milljónir fyrir að fá hann strax en Viking afþakkaði boðið. Guðjón Þórðarson var ekki ánægður með málalok. „Þeir eru að biðja um fáránlega upp- hæð. Það lítur út fyrir að Norðmennimir séu of gráðugir," sagði Guðjón. Utlit er fyrir að helsti markaskorari liðsins, Peter Thome, verði frá vegna meiðsla þar til í byijun september og því er Guðjón í nokkmm vandræðum með að fínna staðgengil hans. Meiðsli Jóns Am- ars orðum aukin GÍSLI Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar tugþrautar- manns, segir að fýrstu fréttir sem hann hafi fengið af athugunum á meiðslum Jóns Arnars hafi verið orðum auknar. Ágúst Kárason, læknir íþrótta- og Ólympíusambandsins, hafi í gær sannfært sig um að Jón Arnar geti væntanlega hafið æfingar í næstu viku eins og ekkert hafi í skorist. að eru allt aðrar og jákvæðari fréttir en Gísli fékk í fyrradag eftir að Jón Arnar fór í segulómum. Eftir það fékk Gísli þær upplýsing- ar að Jón Arnar yrði allt að sex vik- ur frá æfingum. Það hefði að minnsta kosti sett undirbúning og þátttöku Jóns á ólympíuleikunum í uppnám. Gísli kom til Reykjavíkur í gær til þess að fara yfir stöðu mála með Agústi Kárasyni lækni og Gauta Grétarssyni sjúkraþjálf- ara, í framhaldi af þeim fregnum sem hann fékk í fyrrakvöld, enda útlitið allt annað en glæsilegt. „Agúst sagði við mig að Jón gæti hafið æfingar í næstu viku, var hann mjög harður á þeirri skoðun sinni. Þar með er Ijóst að greinilega var um mistúlkun að ræða á fyrstu niðurstöðum sem mér bárust," sagði Gísli í gær eftir fundinn góða og var honum greinilega mjög létt. Gísli sagði ennfremur að hann hefði fengið staðfest að rof væri langsum í liðbandi sem liggur frá hæl og fram í tær á hægri fæti Jóns Arnars. Roíið væri ekki þversum sem betur fer því það hefði verið hið versta mál. „Jón byrjar því að æfa á nýjan leik eins og áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Hann átti alltaf að taka því rólega í þessari viku eftir keppnina í Talence. Gauti sjúkraþjálfari sagði mér að vera kynni að Jón gæti ekki hlaupið spretti í næstu viku, en það skiptir ekki meginmáli því við getum gert flest annað, eins og til dæmis þrekæfingar í vatni og fleira. Sprettirnir gætu hugsanlega þurft að bíða aðeins, það er allt í lagi, þá má taka síðar án þess að það komi niður á getu Jóns, hann mun því halda sínu striki undir eftirliti sjúkraþjálfara. Þar með höldum við okkar áætl- un og ég legg fram æfingaáætlun mína fyrir lokasprettinn eftir helgi. Ágúst læknir er harður á því að allt sé í lagi og Jón verði jafnvel kom- inn í keppnishæft ástand á nýjan leik eftir tvær vikur,“ sagði Gísli. Það eina sem gæti breyst frá upphaflegri áætlun Gísla og Jóns er að þeir fara sennilega í æfinga- búðir í Ástralíu viku síðar en ætlað var eða í kringum 20. ágúst. Morgunblaðið/Björn Blöndal Ólafur Rafnsson formaður KKÍ afhendir Jóni viðurkenningu fyrir 100 leikina fyrir leikinn í gær. Vorum varkárir í okkar aögerðum að er alltaf gott að koma í leik á útivelli vitandi að andstæðing- arnir þurfa að skora tvö mörk til þess að sigra,“ sagði Norðmaðurinn Áge Hareide þjálfari Bröndby. Lið KR hefur náð ágætis árangri á heimavelli á undanfómum árum og við vorum því varkárir í okkar aðgerðum en við hefðum samt getað skorað tvö mörk í fyrri hálfleik. Nú hefur þú þjálfnð lið í efstu deild í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku. Hvar stendur KR-liðið og ís- lensk knattpyrna sé miðað við lið frá efstu deildunum í Skandinavíu? Það eru athyglisverðir leikmenn í KR-lið- inu en sem lið þá eru veikir blettir hjá þeim og líklega skortir þá meiri breidd í leikmannahópi sínum. Það háir þeim líklega að lið frá íslandi leika ekki mikið gegn sterkari and- stæðingum og það er lykill að fram- förum að spila við erfiða andstæðinga í hverri viku. Ég gæti ímyndað mér að KR-liðið myndi vera um miðja efstu deild í þeim þremur löndum sem ég hef þjálfað í. Ertu farinn að hugsa um næsta verkefni ykkar í keppninni gegn þýska liðinu HamburgerSV? Já, það kom strax og leikurinn var flautaður af hér í kvöld. Á móti HSV erum við teknir við hlutverki KR-liðs- ins, því það verður okkar hlutskipti að vera liðið sem þarf að sækja á bratt- ann gegn þekktari andstæðingi sem talinn er sterkari," sagði Áge Hareide þjálfari Bröndby. Jón Amar í 100 leikja klúbbinn JÓN Arnar Ingvarsson lék sinn 100. landsleik í körfuknattleik fyr- ir ísland gegn Svíum í gærkvöldi á Norðurlandamótinu íKeflavík. Fyrir leikinn fékk Jón viðurkenn- ingu frá KKI- sjá mynd að ofan. Hann er níundi leikmaðurinn sem nær þeim áfanga. Falur Harðar- son lék sinn 104. landsleik gegn Svíum en aðrir sem hafa leikið meira en 100 landsleiki eru Valur Ingimundarson 164, Guðmundur Bragason 159, Jón Kr. Gislason 158, Torfí Magnússon 131, Guðjón Skúlason 122, Jón Sigurðsson 120 og Teitur Örlygsson 116. ANDRISIGÞÓRSSON MEÐ TILBOÐ FRÁ PORTSMOUTH /C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.