Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 1

Morgunblaðið - 05.08.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA \ í fótspor Bannisters Góðgerðar- mótá Nesinu HIÐ árlega útsláttarmdt Golf- klúbbsins Ness verður haldið á Nesvelli á morgun. Tiu kylfingar hefja leik klukkan 9.30 og leika fyrst níu holna högg- leik og síðan hefst útsláttarkeppn- in þar sem sá sem hefur versta _ skorið á hverri holu dettur út. Á endanum eru tveir eftir og sigrar sá sem færri högg notar á þá holu sem þeir eigast við á. Þeir sem reyna með sér í ár eru: Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni, Björgvin Sigurbergsson, GK, Helgi B. Þórisson, GS, Krist- inn Ámason, GR, Sigurður Haf- steinsson, NK, Sigurður Péturs- son, GO, Ulfar Jónsson, GK, Vilhjálmur Ingibergsson, NK og Öm Ævar Hjartarson, GS. Hicham E1 Guerrouj, heimsmet- hafi í 1.500 metra og mílu- hlaupi og fremsti frjálsíþróttakarl heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, keppir í dag á breska meistaramót- inu í frjálsíþróttum sem fram fer í Crystal Palace. Þar hyggst Marokkómaðurinn bæta eigið heimsmet í míluhlaupi og ríkir mikil eftirvænting enda E1 Guerrouj í frábærri æfingu um þessar mundir og mótið eitt það síðasta sem hann tekur þátt í fyrir Ólympíuleikana í Sydney þar sem hann á titil að verja í 1.500 m hlaupi. Eina ósk E1 Guerrouj við komuna til Englands var að hitta Sir Roger Bannister, manninn sem fyrstur hljóp míluna á skemmri tíma en 4 mínútum, 6. maí 1954, 20 árum áður en Guerrouj fæddist. Ósk E1 Guer- rouj varð að veruleika og hann og Bannister hittust á leikvellinum við Oxford háskóla þar sem Bannister setti metið á malarbraut sem var af- ar ólík þeirri sem hlaupið er á í dag. E1 Guerrouj er 13. heimsmethaf- inn í míluhlaupi síðan Bannister setti met sitt fyrir 46 árum að við- stöddum 1.200 áhorfendum, en met- ið sem hann setti á Ólympíuleik- vanginum í Róm 7. júlí í fyrra að viðstöddum tugum þúsunda áhorf- enda er 3.43,13. Hann var í sjöunda himni er hann hitti átrúnaðargoð sitt á heimavelli og sagðist vera snortinn yfir því að fá tækifæri til að hitta Bannister, og ekki síst á vellinum góða. „Hérna byrjaði æv- intýrið. Allt frá því Bannister setti sitt eftirminnilega heimsmet hefur míluhlaupið verið sveipað ævintýra- ljóma,“ sagði E1 Guerrouj. Dularfullur vírussjúkdóm- ur í Noregi LEIK Lilleström gegn Start í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu var frestað í gær- kvöldi vegna smitandi veirusjúkdóms sem herjar á leikmenn Start í heimabæ þeirra í Kristjánssandi, en leik liðsins gegn Brann var einnig frestað fyrr í vikunni. I gær höfðu 23 af 35 leikmönnum liðsins greinst með vír- ussjúkdóminn Mycoplasma pneumoniea sem leggst á öndunarfæri og getur leitt af sér lungnabólgu. Tveir af leikmönnum liðsins hafa verið settir í einangrun en þeir eru með mun hættulegri vírus sem nefnist TWAR og leggst sá vírus einnig á öndunarfæri. Nú þegar hefur tveimur leikjum verið frestað hjá Start vegna ástandsins hjá félaginu og óvíst hvenær það getur Ieikið næst. BLAÐ Birgir Leifur tvo undir pari BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf- ingur frá Akranesi, tók þátt i móti í bresku mótaröðinni um síðustu helgi og lenti í 5.-8. sæti á tveimur undir pari vallarins. Mótið var tveggja daga og lék Birgir Leifur fyrri hringinn á 70 en þann siðari á parinu, eða 72 höggum. „Þetta var alvöru golfvöllur, langur, þröngur og fullt af vötnum auk þess sem það var nokkur strekk- ingur. Ég er nokkuð ánægður með árangurinn en auðvitað þarf ég að fínpússa ýmislegt.,“ sagði Birgir Leifur. Ósk Hichams Ei Guerroujs við komuna til Bretlands var að hitta goðið sjálft, Roger Bannister. Það var auðsótt mál. 3lfof0tittUUUbí 2000 m LAUGARDAGUR 5. AGUST Naumt tapfyrir Svíum ÍSLAND tapaði fyrir Svíum 77:75 á Evrópumóti drengjalandsiiða i Södertalje í Svíþjóð í gær. Island var yfír í leikhléi, 41:38, en ruðn- ingsdómur á einn islenska leik- manninn, sem var í hraðaupp- hlaupi á lokaminútinni, varð til þess að islenska liðið missti af möguleikanum að jafna metin. Magnús Pálsson var stigahæstur í islenska Iiðinu með 27 stig, Davíð Hermannsson gerði 17 stig og Guðni Valentínusson 15. ÍÁ mætir Gent á Laugardalsvelli riðjudaginn 8. ágúst mæta Akurnesingar belgíska fé- laginu AA Gent á Laugardals- vellinum í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knatt- spyrnu og hefst leikurinn kl. 18. Lið AA Gent kemur frá sam- nefndri borg í Belgíu og þar búa um 250 þúsund manns. Liðið kom mjög á óvart á síðasta leik- tímabili og endaði í fjórða sæti deildarinnar. Þar voru í aðal- hlutverkum Norðmennirnir Ole Martin Árst sem var marka- hæsti maður deildarinnar og þjálfarinn Trond Sollied sem kom frá norska félaginu Rosen- borg. Nú hafa þeir báðir horfið á braut frá félaginu og Henk Houwaart, sem er 55 ára Hol- lendingur, hefur tekið við sem þjálfari liðsins. Houwaart hefur þjálfað í Belgíu síðastliðin 23 ár og er þekktur fyrir að fagna sigrum með því að lyfta kampa- vínsglasi. Gent hefur notað 5-3-2 leik- skipulag í æfingaleikjum að undanförnu og vann meðal ann- ars enska úrvalsdeildarliðið Coventry 2:0 í æfingaleik á dög- unum. Leikskipulagið hefur komið nokkuð á óvart þar sem Houw- aart hefur lagt meiri áherslu á sóknarleik liða sinna á undan- förnum árum. Bestu leikmenn AA Gent eru hinn sautján ára gamli Hossam frá Egyptalandi og gríski framherjinn Kahlam- anos. Á miðjunni er Frakkinn Eric Joly sem hefur verið besti leikmaður liðsins í æfingaleik- jum að undanförnu og í vörninni er hinn reyndi Vital Borkelmans frá Belgíu. AA Gent hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum undanfarin ár og framkvæmdastjóri félags- ins tilkynnti fyrir skömmu að skuldir félagsins hefðu lækkað um helming á síðasta ári og væru nú aðeins tæpur hálfur milljarður íslenskra króna. KNATTSPYRNA: ÞRJÚ LIÐ BERJAST UM MEISTARATITIL KVENNA/B2, B3 h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.