Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 2

Morgunblaðið - 05.08.2000, Side 2
2 B LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 2000 B 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Þijú lið berjast um meist- aratitilinn „Spennan er meiri núna en oftast áður. Lið sem verið hafa um miðja deild undanfarin ár eins og IBV og Stjarnan eru að koma inn sterkari. Yngri flokka starf þessara liða er að skila sér. Núna eru það miklu fleiri leik- menn sem eru góðir en áður. Þessar ungu stelpur fá miklu meiri og betri þjálfun en áður var,a sagði hin margreynda knatt- spyrnukona Kristín Arnþórsdóttir þegar hún og Iris Björk Eysteinsdóttir settust niður o g fóru yfír stöðu mála í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Islandsmótið í knattspyrnu kvenna er í járnum. Tíu umferðum er lokið af fjórtán og liðin eru tilbúin í lokaátakið. Aðeins þrjú stig skilja efstu þrjú liðin að. Hlé hefur verið á mótinu sökum þess að ungmennal- andslið Islands keppti á Norður- landamóti í síðustu viku og hafnaði þar í sjötta sæti. Næsta umferð verður leikin 10. og 11. ágúst. Stjarnan hefur komið einna mest á óvart í sumar. Stjörnustúlkur prýddu topp deildarinnar um tíma eftir sigur á KR í fyrri umferð. Lið- ið hefur aðeins tapað einum leik og var það verulegur skellur gegn Breiðabliki 6:0. Valur hefur auk þess komið nokkuð á óvart með slöku gengi. Liðið er nánast óbreytt frá því í fyrra en þá hafnaði það í þriðja sæti, aðeins stigi á eftir Blik- um. Núna sitja Valsstúlkur í fimmta sæti deildarinnar en liðið hefur aldrei endað svo neðarlega í deildinni. KR-stúlkur eru ekki með eins sterkt lið og í fyrra þegar þær unnu tvöfalt og töpuðu ekki leik. Nú hafa KR-stúlkur hins vegar tapað tveimur leikjum og sitja í þriðja sæti deildarinnar. Sprækt lið Blika- stúlkna hefur einnig komið nokkuð á óvart þar sem liðið byggist upp á ungum stúlkum sem aldar eru upp hjá félaginu. Margar þeirra hafa hreinlega blómstrað í sumar og því situr Breiðablik á toppnum með átta sigra, eitt tap og eitt jafntefli. Toppbaráttan er því enn hörku- spennandi og gæti farið svo að úr- slit ráðist ekki fyrr en í lokaumferð- inni er Stjarnan og Breiðablik mætast. Kristín Arnþórsdóttir á að baki 12 landsleiki, 99 deildarleiki fyrir Val og 63 mörk. Hún var valin leik- maður íslandsmótsins fyrst kvenna árið 1986 en þá varð hún einnig markadrottning með því að skora 22 mörk. Kristín dró fram skóna í hitteðfyrra er hún lék fjóra leiki með Gróttu í 1. deild og skoraði tvö mörk. Hún hefur fylgst grannt með fótboltanum í sumar. Ekkert landslið til á árunum 1988-1992 „Þetta er búið að vera mjög jafnt. Hérna áður fyrr voru það Valur og Breiðablik sem skiptust á að vera á toppnum. Núna er þetta spennandi og fleiri lið farin að blanda sér í toppbaráttuna. Það eiga sér stað nokkur kynslóðaskipti um þessar mundir. Eg held að það komi að hluta til út af því að á árunum 1988- 1992 var ekki til landslið og því að litlu að stefna fyrir stelpurnar. Um leið og landsliðinu var komið af stað aftur og þá ungmennalandsliðum líka byrjuðu stelpurnar aftur því þær vilja hafa að einhverju að stefna.“ Hvernig finnast þér gæði knatt- spyrnunnar núna miðað við þegar þú varst að spila? „Knattspyrnan sem leikin hefur verið í sumar er betri en oft áður og greinilegt að ungar knattspyrnust- úlkur eru farnar að skila sér í meistaraflokka félaganna. Ég byrj- aði til dæmis ekki í fótbolta fyrr en 13 ára en þá voru bara til annar flokkur og meistaraflokkur. Núna byrja stelpurnar miklu yngri og eru þar af leiðandi miklu tæknilegra betri. Árangur hjá unglingalands- liðunum sýnir það. Kynslóðin sem er fædd 1976-1978 og síðar er í raun fyrsta kynslóðin sem er að skila sér í meistaraflokkana. Það er kynslóð sem er búin að fara í gegn- um alla þessa barna- og unglinga- þjálfun. Þess vegna eru nú ungar og góðar stelpur í flestum liðunum." Nú er mikið bil milli efstu og neðstu liða deildarinnar. Hvernig er hægt að brúa það bil? „Sú hugmynd hefur komið upp að fækka liðum í deildinni og spila þrefalda umferð vegna þess að yfir- leitt er það þannig að þessi lið sem koma upp fara beint niður aftur. Þetta er mjög slæmt. Vonandi er þetta að breytast því núna eru að koma inn lið eins og ÍBV og Stjarn- an og við vitum að yngri flokkar hjá ÍBV hafa verið mjög góðir og von- andi heldur það áfram að skila sér hjá fleiri liðum. Nú er um að gera hjá þessum liðum að vera þolinmóð °g byggja upp því eftir nokkur ár verða þessar ungu og efnilegu stúlkur eldri og reynslumeiri og þá fáum við að sjá mun fleiri góð lið í kvennaknattspyrnu. Það gerist oft að stúlkur á unglingsárum sem eru í liðum þar sem enginn árangur hef- ur náðst hjá meistaraflokki flytja sig yfir í betri liðin. Það er örugg- lega mjög erfitt fyrir minni liðin. Þetta tíðkaðist ekki hér áður fyrr. Manni datt aldrei í hug að skipta um lið þegar illa gekk. Þá þótti bara fréttnæmt ef stúlka skipti um lið.“ Öflugt unglingastarf að skila sér hjá Breiðablik Breiðablik er á toppnum núna. Þær hafa verið vaxandi í sumar, hvers vegna heldurðu að það sé? „Mér finnst Breiðablik vera með besta liðið í sumar. Þær eru með frekar ungt lið, en líka reynslumikl- ar stúlkur eins og Sigrúnu Óttars- dóttur, Margréti Ólafsdóttur og Helgu Ósk Hannesdóttur þótt ekki séu þær orðnar gamlar. Síðan eru þetta mest stúlkur um tvítugt sem I„Það eru nokkur kynslóðaskipti sem eiga sér stað um þessar mundir. Ég held að það komi að hluta til af því að á árunum 1988- 1992 var ekki til landslið og því að litlu að stefna fyrir stelpurnar. Um leið og landsliðinu var komið af stað aftur og þá ungmennalandsliðum líka byrjuðu stelpurnar aftur því þær vilja hafa að einhverju að stefna." Morgunblaðið /Arnaldur Blikastúlkan Laufey Ólafsdóttir fagnar ákaft með félögum sínum eftir að hafa skorað mark í 2:1 sigri gegn ÍBV í Kópavogi. Morgunblaðið/Kristinn Lið Stjörnunnar og ÍBV hafa bæði komið á óvart í sumar. Hinn enski leik- maður Stjörnunnar, Justine Lorton, á hér í höggi við Bryndísi Jóhannes- dóttur, ÍBV, í leik sem endaði með markalausu jafntefli. + „Það er langt síðan það hefur gerst að (slandsmeistarar hafi tapað fjór- um stigum. KR er búið að tapa tveimur leikjum og gera eitt jafntefli, samt er liðið í toppbaráttunni." aldar hafa verið upp hjá félaginu. Öflugt unglingastarf er að skila sér í Breiðabliki. Ungu stelpurnar eru mjög góðar, enda er meginþorrinn í landsliðinu skipaður leikmönnum 21 árs og yngri úr Breiðablik. Liðið virðist vera í mjög góðu líkamlegu formi. Svo fengu þær náttúrulega liðsstyrk, bæði Rakel Ögmunds- dóttur sem að mínu mati er besti leikmaðurinn í dag og svo fengu þær Laufeyju Ólafsdóttur úr Val sem valin var efnilegasti leikmaður íslandsmótsins 1998 og Hrefnu Jó- hannsdóttur úr ÍBV og þær styrkja liðið mikið.“ Stjarnan gæti misst flugið Stjörnustúlkur hafa komið einna mest á óvart í sumar. Ná þær að halda sínu striki og næla í titUinn? „Nei, ég hef ekki trú á því. Þær hafa komið mjög á óvart, baráttu- andinn og leikgleðin virðist vera í fínu lagi og þær hafa gaman af því sem þær eru að gera. Að auki eru þær með Auði Skúladóttur sem er mikill leiðtogi og stjórnar vörninni og það er ekki slæmt að hafa svo- leiðis manneskju sem rífur þær áfram. Inn á milli eru líka góðar stelpur sem hafa komið upp í gegn- um unglingastarfið eins og Elfu Björk Erlingsdóttur og Maríu Björgu Ágústsdóttur landslið- smarkvörð og svo eru þær með góð- an útlending, Justine Lorton. Svo hafa Lovísa Lind Sigurjónsdóttir, Lilja Kjalarsdóttir og Freydís Bjarnadóttir spilað vel ásamt Heiðu Sigurbergsdóttur. Steinunn Jóns- dóttir er síðan algjör „reynslubolti" og búin að vera í þessu lengi. Þann- ig að þær eru með góðar stelpur en samt hef ég ekki trú á því að þær nái að halda þetta út. Þær eru bún- ar að sýna góða leiki og svo hafa þær dottið mikið niður á milli. Framtíð liðsins veltur mjög mikið á því hvort Auður, Steinunn og þeirra líkar halda áfram svo að liðið haldi reynslu. Þær eru búnar að koma skemmtilega á óvart og ég er búin að sjá þær spila virkilega vel. Sumarið á eftir að leggjast vel inn á reynslubankann hjá yngri stelpun- um og þetta er lið sem þarf ekki _að hafa áhyggjur af framtíðinni. Ég hugsa samt að annað hvort KR eða Breiðablik standi uppi sem sigur- vegarar." Ekki sama stemmning hjá KR-ingum KR-stúlkurnar spila ekki jafn vel og ífyrra, af hverju? „Ég held bara að önnur lið séu að koma sterkari inn eins og áður sagði. Þær voru með algjört yfir- burðalið í fyrra en þær hafa ekki dottið inní það sama núna. Þær eru búnar að vinna báða titlana og hungrið og stemmningin er kannski ekki eins mikil og áður. Þær eru með sama mannskap og í fyrra fyrir utan Eddu Garðarsdóttur og Sigur- lín Jónsdóttur. Þær eru að koma upp með mjög efnilegar og góðar stúlkur eins og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur í vörninni, Emblu Grétarsdóttur og Elínu Þorsteins- dóttur. Þær eru framtíðarlandsliðs- menn. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Helena Ólafsdóttir eru kannski ekki í framtíðarliðinu en Olga Fær- seth, Ásthildur Helgadóttir og Guð- laug Jónsdóttir eru ungar og eiga eftir að vera í nokkur ár til viðbót- ar.“ Skemmtilegir útlendingar í Eyjum ÍBV hefur verið að styrkjast und- anfarin ár. Er þetta lið sem á eftir að verða enn betra? „ Já, ef það heldur þessum hópi og útlendingunum áfram. Síðan eru ungu stelpurnar líka að skila sér. Auk þess eru þær með írisi Sæ- mundsdóttur sem hefur reynsluna í því liði og þær eru bara búnar að vera virkilega óheppnar í mörgum leikjum í sumar. Þær hefðu alveg getað unnið fleiri með smá heppni. Mér finnst þær vera með mjög sterkt lið og skemmtilega útlend- inga. Þetta eru ungar stelpur sem eru aldar upp hjá félaginu og eiga ör- ugglega eftir að vera í toppbarátt- unni næstu árin.“ Vantar leiðtoga hjá Val Af hverju hefur gengið svona illa hjá Val í sumar? Þetta er nánast óbreytt lið frá í fyrra. „Mér finnst ekki vera nógu mikill áhugi hjá liðinu. Það vantar meiri „karakter" og einhvern sterkan leiðtoga til að rífa liðið áfram. Ég er búin að sjá marga leiki með liðinu og það er eins og þær eigi alltaf að- eins hluta úr leik alveg stórkostleg- an. Það er oft eins og allt hrynji í hálfleik. Þegar þær verða fyrir mót- læti og fá á sig mark er bara eins og það komi andleysi í þær. Það vantar meiri baráttuanda í liðið. Það eru tveir til þrír leikmenn búnir að spila á getu. Rakel Logadóttir er búin að spila sérstaklega vel seinni part sumars - búin að rífa sig vel upp - og svo Ásgerður Ingibergsdóttir. Einnig hefur Ragnheiður Jónsdótt- ir markvörður staðið fyrir sínu. íris Andrésdóttir kom inn á miðju sumri og þá breyttist leikur liðsins til hins betra. Leikmenn sem eiga að vera máttarstólpar í liðinu hafa ekki sýnt sitt besta. Síðan er voðalega mikið búið að rokka með liðið fram og til baka og það vantar mun meiri stöðugleika. Það vantar einnig fleiri ungar stelp- ur í liðið, þær hafa að vísu verið að fá tækifæri núna undanfarið. Annar og þriðji flokkur Vals eru með þeim bestu á landinu og þær stelpur verða að fara að fá meiri séns. Þetta eru stelpur sem taka við liðinu eftir tvö til þrjú ár og kannski styttri tíma. Mér finnst að þessar ungu stelpur hafi komið alltof seint inn í liðið. Framtíðin er mjög góð ef haldið er rétt á spöðunum.“ Kynslóðaskipti á Skaganum ÍA var eitt af stórveldum kvenna- boltans en það hefur hallað undir fæti að undanförnu, hvers vegna? „Þær eru með rosalega ungt lið og til dæmis eru stúlkur úr þriðja flokki í byrjunarliði hjá þeim. Skagastúlkur misstu leikmenn, en hafa reyndar endurheimt einhverja til baka eins og Margréti Ákadótt- ur, Magneu Guðlaugsdóttur og Steindóru Steinsdóttur sem er mjög mikilvægt fyrir þessar ungu stelpur sem eiga að taka við liðinu síðar. Það á sér stað endurnýjun á Skaganum núna. Þetta er mjög sér- stakt því það er alveg ótrúlegt kynslóðabil þar. Það er eins og það hafi komið tímabil þar sem engar stelpur voru að spila fótbolta á Skaganum. Maður hefði haldið að hálft bæjarfélagið og rúmlega það væri í fótbolta - bærinn er jú þekkt- ur fyrir það. Skagastúlkur eiga von- andi eftir að ná sér upp, annað væri synd. Hér áður fyrr voru leikir gegn ÍA stóru leikir sumarsins og alltaf fullt af áhorfendum." Erfitt fyrir botnliðin að ná hínum ÞórfKA hefur ekki náð að festa sig í sessi. Hvers vegna er ekki betra lið frá jafn stórum bæ og Ak- ureyri? „Það er svolítið skrítið að eftir að félögin voru sameinuð virðist það ekki hafa skilað sér. Hverju er um að kenna get ég því miður ekki svarað. En eftir sigurinn á móti FH hafa möguleikar þeirra aukist mikið á að haldast í deildinni. Þetta ræðst í lokin. Þær gætu dottið inn á móti Akranesi og stolið stigi en samt hef ég ekki trú á þvi. Með eðlilegum leik hjá hinum liðunum á það ekki að vera hægt.“ Hvað með FH, á það lið eftir að halda sér uppi? I„Knattspyrnan sem leikin hefurver- ið í sumar er betri en oft áður og greinilegt að ungar knattspyrnu- stúlkur eru farnar að skila sér í meistaraflokka félaganna." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Linda Persson, Val, og Guðlaug Jónsdóttir, KR, eigast hér við í leik sem KR sigraði 2:0 í Frostaskjólinu fyrr í sumar. „Þær eru með ágætis lið og mjög ungt. Þær eru með eldri leikmenn eins og Ástu Stefánsdóttur. Einnig er Arna Steinsen eldri leikmaður sem tengir vömina fyrir þær. Það er mjög skynsamlegt því hún er búin að vera í þessu í svo mörg ár og veit hvað hún er að gera. Það er auðvitað gott fyrir þessar ungu stelpur. Síðan eru þær með mjög efnilegan markmann, Guðbjörgu Gunnarsdóttur unglingalandsliðs- markvörð. Samt vantar fleiri góða leikmenn í liðið. En það skilar sér vonandi eftir tvö til þrjú ár þegar liðið hefur fengið meiri reynslu." Þurfa að vera fleiri leikir Hvernig er hægt að gera mótið meira spennandi, þurfa ekki að vera fleiri leikir? „Það eru alltof fáir leikir. Málið er venjulega þannig að ef lið tapar einum leik er toppbaráttan orðin hálfvonlaus. Reyndar hafa toppliðin tapað fleiri stigum í sumar en áður. Það er langt síðan það hefur gerst að íslandsmeistarar hafa tapað fjórum stigum. KR er búið að tapa tveimur leikjum og gera eitt jafn- tefli, samt eru þær í toppbarátt- unni.“ Er spennandi að fylgjast með kvennaboltanum í dag? „Já, mér finnst mjög gaman að fara á toppleiki og margar af ungu stúlkunum eru virkilega góðar. Þær eru viljugar, áhugasamar og dug- legar að æfa. Það er æft miklu meira en áður. Flestar af þessum stelpum eru 1 góðu líkamlegu formi. Þjálfunin er miklu betri - þær æfa allt árið en það var ekki gert áður. Ungmennalandsliðin eru efnileg og ekki langt á eftir nágrannaþjóðun- um. Ef við ætlum að ná þeim bestu í íþróttinni verðum við að gefa stúlk- unum tækifæri á að spila erlendis því við höfum svo sannarlega efni- viðinn til þess,“ sagði Kristín. IMsesta Evrópumeistaramót eldri kylfinga (55 ára og eldri) verður haldið í Tékklandi 25.-29. júní árið 2001. Þar sem mótið er svo snemma árs, hefur stjórn LEK ákveðið að þrjú viðmiðunarmót verði á þessu ári vegna vals á keppendum fyrir fslands hönd. Þátttökurétt í mótunum hafa allir þeir karlar, sem náð hafa 55 ára aldri fyrir 25. júní 2001 og eldri. Tvö fyrstu viðmiðunarmótin verða á Akureyri 19. og 20. ágúst nk. og það þriðja á Hólmsvelli í Leiru 10. sept. Mótin verða auglýst síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.