Morgunblaðið - 11.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2000, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍBV - Hearts 0:2 Laugardalsvöllur, 1. umferð í Evrópu- keppni félagsliða, fyrri leikur, fimmtudag- inn 10. ágúst 2000. Aðstæður: Logn, þurrt og um 14 stiga hiti. Völlurinn góður. Markskot: ÍBV 5, Hearts 12 Homspyrnur: ÍBV 2, Hearts 4 Rangstaða: ÍBV 4, Hearts 2 Mörk Hearts: Scott Severin (49.), Darren Jackson (67.). Gul spjöld: Ekket. Rauð spjöld: Ekkert Dómari: Stepan Moulin frá Frakklandi, stóð sig mjög vel. Aðstoðardómarar: Pierra Ufrasi og Richard Delorme frá Frakklandi. Áhorfendur: 861. ÍBV: Birkir Kristinsson - Bjami Viðarsson (Magnús Sigurðsson 69.), Hlynur Stefáns- son, Páll Almarsson, Páll Guðmundsson - Goran Aleksic, Hjalti Jónsson (Jóhann MöUer 79.), Baldur Bragason, Momir MU- eta, Ingi Sigurðsson (Gunnar Þorvaldsson 81.) - Steingrímur Jóhannesson. Hearts: Antti Niemi - Thomas Flogel, Steven Pressley, Scott Severin, Gary Naysmith - Robert Tomaschek, Colin Ca- meron, Lee Makel (Gary Loeke 81.), Steph- en Fulton - Gary McSwegan (Kris Neil 81.), Darren Jackson (Andrew Krik 84.). Landssímadeild kvenna: (Efsta deild kvenna) FH - Stjaraan.......................6:0 Lovísa Sigurjónsdóttir 3, Lilja Kjalarsdótt- ir, Justine Lorton, Rósa Dögg Jónsdóttir. Breiðablik - Valur..................1:0 Rakel Ögmundsdóttir 67. GOLF Landsmótið: Meistaraflokkur kvenna: Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK.......74 Ólöf María Jónsdóttir, GK............75 Herborg Amarsdóttir, GR..............77 Nína Björk Geirsdóttir, GKJ..........80 RagnhUdur Sigurðardóttir, GR.........80 Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK........81 Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ.......81 Helga Rut Svanbergsdóttir.GKJ........83 Katla Kristjánsdóttir, GR............84 1. flokkur kvenna: Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK.....166 HaUa Berglind Amarsdóttir, GA.......166 Ama Magnúsdóttir, GL................168 Helena Amadóttir, GA................168 Helga Gunnarsdóttir, GK.............183 Unnur Sæmundsdóttir, GK.............185 Guðný Óskarsdóttir, GA..............185 Stefanía M. Jónsdóttir, GR..........185 2. flokkur kvenna: Amfríður I. Grétarsdóttir, GG.......184 Tinna Jóhannsdóttir, GK.............185 HaUa Sif Svavarsdóttir.GA...........187 Hrafnhildur Sigurðardóttir, GL......191 Meistaraflokkur karla: Ottó Sigurðsson GKG..................67 Ingvar Karl Hermannsson GA...........70 Björgvin Sigurbergsson, GK...........70 Stefán Orri Ólafsson, GL.............71 Haraldur Hilmar Heimisson, GR........71 Ólafur Már Sigurðsson, GK............72 Sveinn Sigurbergsson, GK.............72 Sigurjón Amarsson, GR................72 Örn Ævar Hjartarson, GS..............72 Ólafur Gylfason, GA..................73 1. flokkur karla: Gestur Már Sigurðsson, GK...........152 Haraldur Júlíusson, GA..............153 Magnús Hreiðarsson, GH..............153 Hróðmar Halldórsson, GL.............153 Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ..........153 Baldur Baldursson, GKG..............154 Ami Geir Ómarsson, GR...............154 Kristinn J. Kristinsson, GKJ........155 Ragnar Þór Ragnarsson, GKG..........155 Róbert Bjömsson, GKG................155 2. flokkur karla: Staðan var ekki fáanleg á miðnætti í gær. 3. flokkur karla: Guðfinnur VUhjálmsson, GKJ..........174 Tryggvi Guðmundsson, GI.............175 Konráð Viðar Konráðsson, GK.........176 Ólafur Sveinbjömsson, GSE...........176 Jökull Helgason, GHH................176 IKVOLD KNATTSPYRNA Landsslmadeild kvenna: (EfstadeUd) Vestm.eyjar: ÍBV - ÍA..................19 KR-völlur: KR - Þór/KA.................19 1. deild karla: Sindravöllur: Sindri - ÍR..............19 Valbjamarvöllur: Þróttur - Dalvík......19 Akureyrarvöllur: KA - Víkingur.........19 2. deild karla: Siglufjörður: KS - Víðir...............19 3. deild karla: Akranesvöllur: Bmni - Barðaströnd......19 Ásvellir: ÍH-GG........................19 Blönduósvöllur: Hvöt - Neisti H........19 Fásk.fj.völlur: Leiknir F. - Neisti D..19 Fjölnisvöllur: Fjölnir-Njarðvík........19 Gróttuvöllur: Grótta - Hamar/Ægir......19 Sandgerðisvöllur: Reynir - Haukar......19 Leiðrétting Einkunnargjöf Roberts Russells, leik- manns Breiðabliks, fyrir leUdnn gegn KR féll niður í blaðinu í gær. Hann fékk 2M fyr- ir framgöngu sína. Þá vantaði nafn Alex- andre Santos inn í upptalningu á liðsmönn- um Leifturs gegn Grindavík, í sama blaði. Beðist er velvirðingar á þessu. Verðlaun fyrirmörk NÓI-Síríus hefur i samráði við Knattspymusamband fs- lands ákveðið að verðlauna þá einstaklinga sem skora á 80. minútu í leikjum efstu deildar karla og kvenna í ágústmán- uði. Skori leikmenn á þessari umræddu mínútu eiga þeir möguleika á að vinna 80.000 króna verðlaun sem eiga að renna til góðgerðarmála sem leikmaðurinn velur. Lukkan íliði Blika að var ekki laust við að lukkan væri í liði Breiðabliks þegar Blikarnir tóku á móti Val í Lands- símadeild kvenna í Ingibjörg gærkvöldi. Blikarn- Hinriksdáttir ir höfðu sigur, 1:0, skrifar með marki frá Rak- el Ögmundsdóttur og halda efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Stjarnan, sem sigr- aði FH 6:0 í gærkvöldi, fylgir þeim fast á eftir með 26 stig. Valsstúlkur fóru varlega inn í leikinn, liðið lagði mikla áherslu á varnarleikinn og beitti skyndisókn- um sem byggðu að mestu á hinum eldfljóta kantmanni Rakel Loga- dóttur og framherjanum Ásgerði H. Ingibergsdóttur sem þó var oft- ast mjög einmana í sóknarleiknum. Rakel Ögmundsdóttir átti fyrsta færi leiksins strax á 2. mínútu þeg- ar hún slapp inn fyrir vörn Vals og átti aðeins eftir að koma knettinum yfir marklínuna en varnarmenn Vals náðu að verja á marklínu. Eft- ir þetta héldu Blikarnir áfram að sækja og voru mun meira með bolt- ann, en Valsarar vörðust vel og sóknarlotur Breiðabliks voru aldrei nógu beittar. Skyndisóknir Vals voru á hinn bóginn mjög hættuleg- ar og í tvígang í fyrri hálfleik sluppu Blikar með skrekkinn. Markalaust var í leikhléi en sóknir Breiðabliks þyngdust stöð- ugt og eitthvað varð undan að láta. Á 57. mínútu prjónaði Rakel Ög- mundsdóttir sig í gegnum vörn Vals og þrátt fyrir að skot hennar frá markteig væri máttlaust þá slapp það fram hjá góðum mark- verði Vals, Ragnheiði Á. Jónsdótt- ur, í stöngina og inn fyrir marklínu. Eftir markið var nokkurri pressu létt af Breiðabliksliðinu en að sama skapi þurftu Valsarar að færa sig framar á völlinn. Blikarnir áttu tvö mjög góð færi á 79. og 82. mínútu en inn vildi boltinn ekki. Valsmenn voru nálægt því að jafna leikinn á 88. mínútu þegar Margrét Hrafn- kelsdóttir, sem var nýkomin inn á sem varamaður, slapp ein inn fyrir vöm Breiðabliks en Þóra B. Helga- dóttir varði gott skot hennar meistaralega í horn. Margrét Ólafsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir og Sigrún Óttarsdótt- ir léku best í liði Breiðabliks en hjá Val voru þær Rakel Logadóttir og Ragnheiður Á. Jónsdóttir bestar. Sex mörk Stjörnunnar Stjarnan átti ekki í neinum vand- ræðum með botnlið FH þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lovísa Sigurjónsdóttir skoraði helming marka liðsins í 6:0 sigri en auk hennar skoruðu þær Lilja Kjalar- sdóttir, Justine Lorton og Rósa Dögg Jónsdóttir fyrir Stjörnuna. „Það er alltaf gaman að vinna, sérstaklega í leikjum sem þessum þar sem leikgleðin og skemmtunin var í fyrirrúmi. Svo skemmdi það ekki fyrir að mörkin voru hvert öðru glæsilegra,“ sagði María B. Ágústsdóttir, markvörður Stjörn- unnar. KNATTSPYRNA IÞROTTIR Morgunblaðið/Amaldur. Skotarnir höfðu yfirhöndina á flestum sviðum knattspyrnunnar í gær. Hér hefur Lee Makel, leikmaður Hearts, betur gegn Baldri Bragasyni Eyjamanni. Mega ekki fá Irtla fingur Stefán Stefánsson skrifar Við vissum um styrk þeirra og hvernig þeir leika svo að það kom okkur ekkert á óvart en mörk- in voru af ódýrari taginu því atvinnu- mannaliði eins og þessu má ekki rétta litla puttann því þá taka þeir allan handlegginn,“ sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyja- manna, eftir leikinn. „Við vissum að þeir spila eins og skosk lið með há- ar langar sendingar á framherja, pressa um allan völl og gefa lítinn tíma fyiir spil svo að það kom ekk- ert á óvart. Mér fannst mér sárt að í fyrri hálfleik, þegar við áttum í fullu tré við þá, voru síðustu send- ingar okkar slakar þó að við fengj- um möguleika en það kom ekkert út úr því - einmitt þegar við hefðum þurft að skora mark.Við áttum að gera betur og alls ekki fá á okkur mark, hvað þá tvö, sem gerir okkur erfitt fyrir í leiknum í Edinborg." Fyrirliðinn hefur ekki gefið upp alla von með úrslit í næsta leik. „Varðandi seinni leikinn má segja að á góðum degi er allt hægt ef menn hafa trú og vilja svo að sigur getur fallið okkar megin. Þeir hafa að vísu stuðning af áhorfendum og það er erfitt að keppa þar en verk- efnið er ögrandi og þá ennþá skemmtilegra að vinna.“ Unnum okkar heimavinnu „Við byrjuðum vel, svo komust þeir inn í leikinn en þegar við skor- uðum náðum við yfirhöndinni á ný og ég er ánægður með sigurinn," sagði James Jefferies, knattspyrnu Veik von Eyjamanna ÍBV tapaði í gærkvöldi 2:0 gegn spræku liði Hearts frá Skotlandi i Evrópukeppni félagsliða á Laugardalsvelli. Von Eyjamanna um að komast áfram í keppninni er veik þar sem ÍBV á síðari leikinn eftirytra 24. ágúst. Upphaf leiksins gaf fyrirheit um góða skemmtun og var fyrri hálfleikur spennandi og Eyjapiltar uxu með hverri sókn. Þegar Skotarnir skoruðu snemma í síðari hálf- leik var eins og allt loft væri úr Eyjapiltum og nýttu Skotarnir sér það út í ystu æsar og tóku öll völd á vellinum. Iris Björk Eysteinsdóttir skrifar Leikurinn byrjaði fjörlega með snörpum sóknum á báða bóga. Hearts voru meira með boltann og sátu Eyjamenn aft- arlega á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisókn- um. Þeir léku með fjóra varnarmenn, fimm á miðjunni og Steingrím Jóhannesson einan frammi. Á 16. mínútu kom fyrsta færi leiksins hjá Hearts, en skot Roberts Tomaschek fór rétt fram- hjá marki ÍBV. Stuttu síðar kom besta marktækifærið í fyrri hálf- leiknum er Gary McSwegan skaut föstu skoti framhjá Birki Kristins- syni í markinu en Hlynur Stefáns- son bjargaði glæsilega á marklínu. Eftir því sem leið á hálfleikinn sóttu Eyjamenn í sig veðrið. Þeir héldu boltanum ágætlega á miðsvæðinu, sóttu hratt fram en flestar sóknir runnu útí sandinn sökum slakra sendinga. Steingrímur var einmana í framlínunni og vantaði meiri að- stoð. Besta færi þeirra í hálfleiknum fékk Steingrímur eftir aukaspyrnu frá Momir Mileta en skot hans var varið. Portsmouth fær framherja PORTSMOUTH festi í gær kaup á framherjanum Lee Mills frá Bradford City fyrir um 145 milljónir króna. Eins og áður hefur komið fram hafa KR og Portsmouth komist að samkomulagi um væntaniega sölu á Andra Sigþórssyni til enska félagsins. „Það hef- ur ekkert heyrst frá forsvarsmönnum Portsmouth að undanförnu og því er allt útlit. fyrir að málið sé komið í salt að svo stöddu,“ sagði Eyjólfur Bergþórsson umboðsmaður Andra Sigþórssonar í samtali við Morgunblaðið í gær. Eftir aðeins fjögurra mínútna leik í síðari hálfeik skoraði Hearts ágætt mark. Stephen Fulton tók auka- spyrnu utan teigs hægra megin, sendi á Scott Severin sem skallaði í netið af miklu öryggi. Allt loft virtist úr Eyjamönnum eftir markið og hálfgerð uppgjöf sjáanleg hjá flest- um leikmönnum. Það kom því ekki á óvart er Skotar bættu við sínu öðru marki um stundarfjórðungi síðar. Þar var að verki Darren Jackson sem skoraði með laglegu skoti rétt utan teigs og hafnaði boltinn neðst í markhorni IBV. Leikmenn Hearts slökuðu nokk- uð á eftir markið og var Steingrímur nálægt því að nýta sér það í tvígang. Fyrst átti hann fast skot rétt yfir markið eftir sendingu frá Goran Al- eksic. Síðan skoraði hann gott mark eftir frábæra sókn Eyjamanna en það var dæmt af sökum rangstæðu. Staða Eyjamanna er því slæm fyrir síðari leikinn í Skotlandi og vonin veik um að komast áfram í keppninni. IBV lék án þriggja leikmanna. Þeir Hjalti Jóhannesson, Kjartan Antonsson og Tómas Ingi Tómas- son voru allir meiddir og skapaði það skarð í liði Eyjamanna. Goran var besti maður peyjanna og var hann sérstaklega sprækur í fyrri hálfleik. Eining voru þeir Hlynur, Baldur Bragason og Hjalti Jónsson góðir ásamt Steingrími sem gafst aldrei upp þrátt fyrir að fá litla hjálp í framlínunni. Katrín og Eria kallaðar heim LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspymu, valdi í gær tuttugu leik- menn til þess að leika fyrir íslands hönd • tveimur síðustu leilyunum í undan- keppni Evrópumótsins. Leikimir, sem em gegn Þjóðveijum og Úkraínu hér heima á fimmtudaginn næsta og annan þriðjudag, em fslandi einkar mikilvæg- ir, einkum leikurinn við Úkraínu, þar sem úr því fæst skorið hvor þjóðin hafn- ar í 3. sæti riðilsins og vinnur sér rétt til þess að leika við Englendinga í tvígang nm laust sæti í Evrópukeppninni. Landsliðið er þannig skipað:Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki, María B. Agústsdóttir, Stjömunni, Ema Sigurð- ardóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Margrét Ölafs- dóttir, Rakel Ögmundsdóttir, allur úr Breiðabliki, Erla Hendriksdóttir, Fredriksberg, fris Sæmundsdóttir, ÍBV, Katrín Jónsdóttir, Kolbotn, Ásthildur Helgadóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Olga Færseth, úr KR, Elfa B. Erlingsdóttir, Heiða Sigurbergsdóttir, María Ágústsdóttir, frá Stjörnunni, Ás- gerður Ingibergsdóttir, Rakel Loga- dóttir, Rósa Steinþórsdóttir, úr Val. Erla Hendriksdóttir og Katrín Jóns- dóttir eiga að leika með félagsliðum sín- um á þeim tfma sem landsleikimir fara fram, m.a. á Katrrn að leika með Kol- botn í undanúrslitum norsku bikar- keppninnar sama dag og viðureignin við Úkraínu fer fram. Logi sagði að hann óskaði eftir þeim í landsleikina og þær kæmu. „Við nýtum okkur þann rétt sem við höfum, það er að fá þær í lands- leiki, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi. Þá hefúr þjálfari háskólaliðsins í Duke í N-Karólínu óskað eftir því að Þóra komi utan hið fyrsta til þess að helja æfingar. Logi sagði að svo fremi sem það kæmi ekki niður áþeim samn- ingum sem Þóra hefði gert vegna skóla- göngu sinnar og námsstyrkjum sem hún fengi við skólann vegna knattspymu- iðkunar yrði allt gert til þess að halda henni heima fram yfir landsleikina. stjóri Heart, eftir leikinn. „Við unn- um okkar heimavinnu og báram virðingu fyrir verkefninu. Ég fékk góðar upplýsingar frá leik ÍBV við Grindavík og sá sjálfur leik þeirra við Fylki. Við spiluðum við Lantena í Eistlandi og unnum með einu marki en ég sagði við mína menn að ÍBV væri mun betra lið. Ég vissi að við mættum ekki vanmeta ÍBV því ég veit að þeir eru duglegir. Því sagði ég við mína menn að þeir yrðu að berjast, halda boltanum og spila honum á milli sín til að mótherjarn- ir næðu ekki upp spili. Mér fannst númer þrjú (Goran Aleksic) og sextán (Momir Mileta) bestu leik- menn þeirra og þó að þá hafi vantað einhverja leikmenn, eins og Tómas Tómasson, vantaði okkur líka nokkra menn,“ bætti Jefferies við og var bjartsýnn á leikinn í Edin- borg. „Þeir verða að skora og það hentar okkur vel, við getum beðið eftir þeim og ráðið leiknum.“ Erfitt einn frammi „Við lögðum upp með snöggar sóknir en það var erfitt að vera næstum einn í framlínunni því Skotarnir eru snöggir," sagði Steingrímur Jóhannesson, sem hafði það erfiða hlutverk að brjót- ast einn í gegnum vörn Skotana. „Það er kraftur í Skotum og ég er ósáttur að við byrjuðum ekki af nógu miklum krafti, enEyjamenn hafa ekki verið þekktir fyrir slíkt.“ Misstum dampinn við markið „Við fengum á okkur mark snemma í síðari hálfleik og misstum þá aðeins dampinn og trúna á það sem við vorum að gera og eftir að annað mark tók of langan tíma að jafna sig,“ sagði Kristinn Jónsson, þjálfari IBV, eftir leikinn. „Hluta af fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega en gekk ekki eins vel að ljúka sóknum okkar og það var óþarfi að fá á okkur mark - við vor- um þá einfaldlega steinsofandi." Sex lið berjast um bikarinn ikarkepgni frjálsíþróttasam- bands íslands hefst í Kapla- krika í dag klukkan 18.00 og lýkur á morgun. FH hefur sigrað undan- farin sex ár í röð. f ár má þó búast við mikilli keppni en liðin sem keppa í 1. deild eru FH, UMSS, ÍR, HSK, UMSB og Ármann. Umgjörð mótsins er með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem FH heldur og skipuleggur mótið. Alls taka sex félög þátt í mótinu í stað átta eins og undanfarin ár. Aðeins mun eitt lið falla í aðra deild og að sama skapi eitt komast upp í þá fyrstu, en ekki tvö eins og áður. „Þetta leggst vel í mig. Ég er spennt og það er gaman að hafa keppnina á heimavelli. Bikarinn er alltaf æsispennandi,“ sagði Ragn- heiður Ólafsdóttir, einn af þjálfur- um FH. „Fjögur lið verða mjög jöfn og berjast um titilinn, FH, HSK, IR og UMSS. Ég veit að vísu ekki með ÍR. Vala Flosadóttir kemur ekki og Martha Ernstsdótt- ir er meidd en að vísu leysir Fríða Rún Þórðardóttir hana vel af hólmi. Svo er mjög stórt spurning- armerki hvað Jón Arnar Magnús- son gerir. Ef hann keppir í sínum sex greinum þá eru Skagfirðingar og FH-ingar í hörkubaráttu um karlabikarinn," sagði Ragnheiður sem er með mjög ungt kvennalið að þessu sinni. „Fyrirliðinn minn, Unnur Sig- urðardóttir, er 35 ára, Þórey Edda Elísdóttir er yfir tvítugu en svo eru allar hinar undir tvítugu. Ég sakna tveggja kvenna. Birna Björnsdóttir, sterkasti millivega- lengdahlauparinn minn, er ófrísk ásamt Laufeyju Stefánsdóttur. Sveinn Þórarinsson, grindahlaup- ari hefur verið mikið meiddur en hann verður með. Við erum mikið bikarlið og með góða stemmningu í kringum bikar og þetta skiptir okkur miklu máli. Því viljum við tjalda öllu okkar besta fólki og sýna okkar bestu hliðar,“ sagði Ragnheiður. Tap á móti Finnum KVENNALANDSLIÐ íslands tapaði fyrir því finnska í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem fram fer í Bergen. Eftir að hafa aðeins ver- ið átta stigum undir í hálfleik, 34:26, hrundi leikur íslenska liðs- ins í seinni hálfleik og lokatölur, 80:44, Finnlandi í vil. Stigahæst í liði Islands var Erla Þorsteinsdóttir með 12 stig og næstar komu Signý Hermann- sdóttir, Gréta María Grétarsdótt- ir og Alda Leif Jónsdóttir með sex stig hver. Signý tók að auki tíu fráköst og varði fjögur skot. Úrslit leiksins gefa kannski ekki rétta mynd af getu íslenska liðsins, þar sem við ofurefli var að etja, en Finnland og Svíþjóð eru talin tefla fram sterkustu lið- unum. ísland mætir Svíþjóð í næsta leik sem fer fram á morg- un. Tóftavöllur Crindavíh Litla landsmótið Laugardaginn 12. ágúst. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun. Skráning í síma 426 8720. Golfklúbbur Grindavíkur. mbl.is FÖSTUDAGUR 11. AGUST 2000 B 3 Liðsleikurinn Stuðningsmenn FRAM takið þátt! Fram-leikurinn á mblJs Á veínum fer llka fram óformleg skoðanakönnun, Spurt er, þar sem lesendum gefstfæri á að svara spurningum sem brenna á mönnum. Niðurstöður er síðan hægt að skoða hverju sinni auk þess að sjá eldri spurningar og svör. Fram-leikurinn er sjöundi Liðsleikurinn á fótboltavef mbl.is. Liðsleikurinn tengist liðunum I Landssímadeildinni, og fylgja siðan önnur lið I kjölfarið. I Liðsleiknum eru möguleikar á skemmtilegum vinningum sem tengjast einstökum liðum. í Fram-leiknum getur þú unnið Fram-treyju, -regnhlíf, -húfu, -könnu, -úr, -spil og fleira. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.