Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 1

Morgunblaðið - 24.08.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Fyrstu fómarlömb þjófnaðar vegna ÓL SMÁÞJÓÐIN Djibouti í Austur-Afríku er fysta beina fórnarlamb þjófnaðar vegna Ólympíu- ieikanna í Sydney að sögn Daily Telegraph. Um 140.000 krónum var stolið á góðgerðar- samkomu þar sem safna átti peningum fyrir hótelkostnaði Qölskyldna iþróttamannana sex sem á leið eni til Sydney. Djibouti er fimm hundruð þúsund manna þjóð og er með einn fámennasta hóp þátttak- enda á Ólympiuleikunum. Þaðan fara fjórir frjálsíþróttamenn, einn júdómaður og einn siglingakappi. Blaðið sagði ennfremur að þjófnaðurinn skemmdi ímynd Ólympíuleik- anna en kjörorð þeirra að þessu sinni er; „bjóð- um veröldina velkomna". Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða áhrif þetta kann að hafa á þátttöku Djiboutibúa á leikunum sem hefjast eftir fjórar vikur. Morgunblaðið/Hasse Sjögren Þrír ólympíufaranna; Vala Fiosadóttir, Guðrún Arnardóttir og Þórey Edda Elísdóttir, eru að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir leikana. Þær kepptu í Karlstad í Svíþjóð í gær. Guðrún vann 400 m grindahlaup með yfirburðum, Vala sigraði f stangarstökki og Þór- ey Edda varð önnur. Guðrún keppti þama í síðasta sinn fyrir leikana en Vala og Þórey ætla að reyna sig einu sinni enn. Olsen hefur val- ið hópinn ,gegn Islandi MORTEN Olsen og Michael Laudrup, þjálfarar danska lands- liðsins í knattspymu, tilkynntu í gær 18 manna leikmannahóp sinn sem mætir fslendingum 2. septem- ber á Laugardalsvelli. Markverðir eru: Jesper Christiansen (OB Óð- insvéum) og Peter Schmeichel (Sporting Lissabon). Varnarmenn þeir Thomas Gravesen (Everton), Jan Heintze (PSV Eindhoven), Thomas Helveg (AC Milanó), Michael Hemmingsen (OB Óðins- veúm) og Rene Henriksen (Pana- thinaikos). Miðjumenn eru Morten Bisgaard (Udinese), Bjarne Gold- baek (Fulham), Michael Johansen (AB Kaupmannahöfn), Jan Micha- elsen (AB Kaupmannahöfn), Allan Nielsen (Watford) og Brian Steen Nielsen (AB Kaupmannahöfn). Framherjar eru Claus Jensen (Charlton), Henrik Pedersen (Silki- borg), Dennis Rommedahl (PSV Eindhoven), Ebbe Sand (Schalke) og Jon Dahl Tomasson (Feyen- oord). Æmg ■ Guðrún og Vala / C3 _ Alján íþróttamenn á OL FRAMKVÆMDASTJÓRN íþrótta- og Ólympíusambands, ÍSÍ, hefur staðfest endanlegt val á ólympíuhópi fslands sem tekur þátt í Ól- ympíuleikunum í Sydney í næsta mánuði. í hópnum eru 18 íþróttamenn, níu þeirra keppa í sundi, sex í frjálsíþróttum, einn í fimleikum, einn í skotfimi og einn í siglingum. Þessu til viðbótar fer 18 manna hópur fararstjóra, flokkstjóra og þjálfara auk lækn- is og sjúkraþjálfara. Athygli vekur að hvorki formað- ur Frjálsíþróttasambands ís- lands, FRÍ, Jónas Egilsson, né nokkur úr stjórn FRÍ fer á leik- ana. Er það eina sérsambandið sem á þátttakanda á leikunum sem sendir ekki formann eða stjórnar- mapn með hóp sínum. Ólympíufararnir eru; frá íþrótta- og Ólympíusambandi ís- lands, ÍSÍ, fara Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ sem aðalfararstjóri, Líney Rut Hall- dórsdóttir verður aðstoðarfarar- stjóri, Ágúst Kárason læknir og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari. Á vegum Fimleikasambands ís- lands fara Rúnar Alexandersson keppandi, Mati Kirmes þjálfari og Árni Þór Árnason flokkstjóri en hann er formaður Fimleikasam- bandsins. Þeir sem fara á vegum FRÍ eru Guðrún Arnardóttir, Jón Arnar Magnússon, Magnús Aron Hall- grímsson, Martha Ernstsdóttir, Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elís- dóttir, Gísli Sigurðsson, þjálfari Jón Árnars, Paul Doyle, þjálfari Guðrúnar, Stanislav Szczyrba, þjálfari Völu og Þóreyjar, og Vé- steinn Hafsteinsson verður flokk- stjóri frjálsíþróttamanna auk þess sem hann er þjálfari Magnúsar Arons. Frá Siglingasambandi íslands fara Hafsteinn Ægir Geirsson keppandi og Birgir Ari Hilmars- son, þjálfari og flokkstjóri. Skotíþróttasambandi Islands sendir Alfreð Karl Alfreðsson keppandi, Peeter Pakk þjálfari og Halldór Axelsson flokkstjóri, en hann er jafnfram formaður Skot- íþróttasambandsins. Frá Sundsambandi íslands fara níu keppendur, þeir eru Elín Sig- urðardóttir, Eydís Konráðsdóttir, Hjalti Guðmundsson, íris Edda Heimisdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Ríkarður Ríkarðsson og Órn Arn- arson. Þá fara Brian Marshall, þjálfari Arnar, Elínar, Hjalta og Láru Hrundar, Ragnar Friðbjarn- arson þjálfari og Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, sem þjálfað hefur Kolbrúnu undanfarin ár. Flokk- stjóri sundmanna verður Benedikt Sigurðarson, formaður Sundsam- bands íslands. Mögulegt er að það fjölgi í hópnum því Einar Karl Hjartarson hástökkvari og Vigdís Guðjóns- dóttir spjótkastari eiga enn mögu- leika á að ná ólympíulágmarki. _ Sundfólkið leggur af stað til Ástralíu á föstudaginn. Aðrir fara á fimmtudaginn í næstu viku. Þjálfarar hafa forgang Bæði sundfólk og frjálsíþrótta- fólk mun dveljast í æfingabúðum í Wollongong, háskólabæ suður af Sydney, fram að Ólympíuleikum. Jónas Egilsson, formaður FRÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákvörðun hafi verið tekin í stjórn FRÍ fyrir alllöngu að for- maður eða stjórnarmenn færu ekki á leikana, heldur nytu þjálfai-ar íþróttamannanna forgangs í þau sæti sem FRÍ á til þess að senda með íþróttamönnum sínum. „I ljósi þess að við getum aðeins sent takmarkaðan fjölda þjálfara og aðstoðarmanna meðíþrótta- mönnunum þá var Jíessi ákvörðun tekin af stjórn FRI, að vel athug- uðu máli, það er að láta þjálfara njóta forgangs. Auk þess þá er ekki um að ræða neitt þing eða aðra þess háttar samkomu sem formaður eða stjórnarmenn FRÍ þurfa að sækja. Þar af leiðandi var samstaða um að senda aðeins þá á leikana sem eiga ákveðið erindi á þá,“ sagði Jónas. KNATTSPYRNA: MARKALAUST í ÓLAFSFIRÐI / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.