Morgunblaðið - 24.09.2000, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.2000, Page 4
D SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Morgunblaðið/Guðjón 15 tommu álfelgur, vindskeiðar og þokuljós eru í staðalbdnaði. Fiat Punto Sporting - lipur og sportlegur Fiut Punto Sporting Vél: Fjórir strokkar, 1.240 rúmsentimetrar, 16 ventlar, rafeindastýrð fjölinnsprautun. Afl: 80 hestöfl við 5.000 sn./ mín. Tog: 114 Nm við 4.000 sn./ mín. Gírkassi: Sex gírar, hand- skiptur. Stýri: Dualdrive, hjálpar- átak frá rafmótor, borgar- og þjóðvegastilling. Undirvagn: Sjálfstæð McPherson fjöði-un að fram- an. Sjálfstæð fjöðrun með sveifluörmum að aftan. Hemlar: Diskar að framan, tromlur að aftan. Iljólhaf: 2.460 mm. Sporvídd: 1.410 mm að framan, 1.399 mm að aftan. Lengd: 3.800 mm. Breidd: 1.660 mm. Hæð: 1.480 mm. Farangursrými: 264 lítrar - 1.080 lítrar. Dekk: 185/55 R 15. Eigin þyngd: 900 kg. Bensúitankur: 47 lítrar. Hröðun: 10,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. Hámarkshraði: 172 km/ klst. Eyðsla: 11,4 lítrar í blönd- uðum akstri. Verð: 1.295.000 kr. Umboð: ístraktor ehf., Garðabær. NY kynslóð Fiat Punto kom á markað í fyrra á 100 ára af- mæli Fiat. Fyrst var hann settur á markað 1993 og hef- ur verið einn af söluhæstu bíl- um í sínum stærðarflokki í Evrópu síðan. Bíllinn er framleiddur í fimm dyra og þrennra dyra útgáfu og síðan er fáanleg sérstök sportút- gáfa, Punto Sporting, sem hér verður fjallað um. Sporting er listilega hann- aður smábfll þar sem svipur- inn á afturhluta hans ríður baggamuninn. Afturendinn er ^brattur og ljósin ganga upp að pakbrún. Þetta ásamt því að hafa afturhjólin á ystu nöf gefur bflnum snaggararlegan svip. Hliðarvind- skeiðar og vindskeið á afturhlera, staðalbúnaður, eru samlitar bfln- um. Bíllinn hvílir síðan á 15 tommu álfelgum. Framendinn er fínlegur með litlum lugtum þar sem einnig er að finna þokuljós. Llstaverk oð innan Að innan er bíllinn ólíkur öðrum evrópskum bílum ef frátaldir eru aðrir ítalskir bílar Fiat-samsteyp- unnar. Mælaborðið er listilega hannað með þremur djúpum hill- um og innbyggðu útvarpi. Útvarp- ^ ið er með segulbandstæki og teng- ingu fyrir geisladiskaspilara. Sex hátalarar eru í bflnum. Fyrir neð- an hljómtækin kemur miðstöðvar- rist og þar fyrir neðan ýmsir stjórnrofar, t.d. fyrir rúður, stýri, ljós og miðstöð. Plast er reyndar yfirgnæfandi í allri efnisnotkun í mælaborði en það er notað á smekklegan hátt, eins og t.d. fyrir neðan miðstöðvarristina þar sem það er lakkað og lítur út eins og burstað ál. Stýrið er síðan leður- klætt og gírstöngin. Bfllinn er með sportsætum með jfeterklegu tauáklæði. Sætin eru stíf og styðja vel á alla kanta og öku- mannssæti er með hæðarstillingu. Nytsamlegur sportbíll Sporting er bfll í líkingu við GTi bflana sálugu og markhópurinn er h'klega helst ungir bflkaupendur. Bfllinn gengur líka að fullkomnu zm. Afturljósin eru hástæð og ná upp að þakbrún. leyti upp í stflrænni útfærslu en það sem skortir til að gera hann að sportbfl sem eitthvað verulega kveður að er aflmeiri vél. Ekki svo að skilja að þessi 1.240 rsm, 80 hestafla vél, sé máttlaus en bæði er að bfllinn liggur ágætlega á vegi og er þannig úr garði gerður að mest áhersla er lögð á sportlegu eiginleikana, og mætti að ósekju hafa nokkur hestöfl til viðbótar. Fjöðrunin er t.a.m. slagstutt og stíf án þess þó að vera óþægileg. Það er þó ekkert skammarlegt við hröðunina í þessari 1.240 rsm vél sem er 10,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km á klst. Gírskiptingin er einstaklega vel heppnuð. Þetta er sex gíra handskiptur kassi, einkar liðlegur og stutt á milli gíra. Bíll- inn er lággíraður sem er kostur því mesta aflið næst úr vélinni á 5.000 snúningum og allt virkar þetta sportlegt og leikur í höndum ökumanns. Þetta er sama 1.240 rsm vélin og í ELX bílnum sem skilar aðeins 60 hestöflum en hún er hins vegar með 16 ventlum og Sporting samsvarar sér vel og hefur brattan og háan afturenda. Hægt er að fella fram sætisbökin og búa til mikið flutningsrými. Leður á stýri og gírstöng og álútlit á mælaborði. rafeindastýrðri fjölinnsprautun sem gefur 80 hestöfl að hámarki. Ekki einvörðungu sportbíll Sporting er þó langt frá því að vera einvörðungu sportbfll. Hann býður upp á þokkalegasta rými fyrir tvo fullorðna í aftursætum og þótt það hamli að sjálfsögðu góðu aðgengi að aftursætunum að bíll- inn er aðeins þrennra dyra er þó engum stórkostlegum erfiðleikum bundið að bregða sér aftur í. Aft- ursætin eru tvískipt og þar er líka að finna Isofix-festingu fyrir barnabflstól. Isofix-festingar virka þannig að barnabílstóllinn er tengdur við festinguna sem er hluti af sjálfu burðarvirki bílsins í stað þess að hann sé festur í bfl- belti, eins og í flestum bflum. Hægt er að fella sætisbök fram til að auka flutningsrýmið. Það er að sönnu ekki mikið, 264 lítrar, en stækkanlegt upp í 1.080 lítra með því að fella fram sætisbökin. Það er að mörgu öðru hugað í þessum litla sportlega bfl. Þægindi ökumanns eru í hávegum. Búnað- ur eins og rafstýri er með sér- stakri borgarstillingu sem léttir stýrið verulega og nýtist þetta vel í borgarumferðinni og þegar leggja þarf í þröng stæði. Þegar 70 km hraða er náð þyngist stýrið sjálfkrafa á ný en einnig er hægt að taka borgarstillinguna einfald- lega af til að þyngja stýrið. Raf- stýri fær hjálparátak frá litlum rafmótor í bflnum í stað vökva- dælu. Fiat kallar þetta Dualdrive. í hurðum eru tveir góðir vasar en hanskahólfið er heldur smátt en glasahaldarar eru fremst í milli- stokknum. Bfllinn er ágætlega búinn. Staðalbúnaður er meðal annars 15 tommu álfelgur, vindskeiðar, þokuijós, rafdrifnar rúður, sam- læsingar en reyndar án fjarstýr- ingar, fjórir líknarbelgir og ABS- hemlakerfi. Punto Sporting er einn af lag- legri bflunum í þessum flokki, að mati skrifara. Verðið er líka alveg viðunandi miðað við búnað, 1.295.000 krónur. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.