Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 6
6 F LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 ALITSGERÐ AUÐLINDANEFNDAR MORGUNBLAÐIÐ verið góð. Kerflð ýtir undir offjárfestingar í búnaði og skipum og erfiðlega hefur gengið að halda heildarafla af hverri teg- und innan fyrir fram ákveðinna marka. Af þeim sökum telur nefndin að fiskveiðum eigi ekki að stjórna með þeim hætti. Þess í stað telur nefndin að byggja eigi stjórn flskveiða áfram á aflamarkskerfinu, en í því felst að heildaraflamarki hvers árs er skipt á milli þeirra er ráða yflr aflahlutdeildum og þeim síðan eftirlátið að veiða kvóta sinn á sem hagkvæm- astan hátt. Aflamarkskerfið ýtir undir hagræðingu og stuðlar að vel skipulögðum rekstri, en mest hagkvæmni næst í kerf- inu ef gildistími úthlutunar aflahlutdeildanna er sem lengst- ur og framsal aflaheimilda frjálst. Sýna má fræðilega fram á að líklegast er að umframhagn- aður, svokölluð auðlindarenta, nái að myndast í flskveiðum sé veiðunum stjórnað með aflamarkskerfi. Til þess að um- framhagnaðurinn verði sem mestur þarf að aðlaga afkasta- getu flskiskipaflotans og sókn að raunverulegri þörf og byggja fiskistofnana upp í hagkvæma stærð, en aflamarks- kerflnu er ætlað að ýta undir hvort tveggja. Hérlendis virðist aflamarkskerfið þegar hafa skilað árangri. Vélbátum stærri en 10 brl. hefur fækkað mikið frá 1990 en fjöldi togara aftur á móti lítið breyst. Samsetning togaraflot- ans hefur aftur á móti breyst, stórum úthafstogurum búnum frystibúnaði fjölgað en hefðbundnum ísfiskstogurum fækk- að. Verulega hefur dregið úr sókn, óháð því hvaða mæli- kvarði er notaður. Þá hefur framleiðni í fiskveiðum aukist frá 1973 og afkoma í útgerð batnaði mjög á árunum 1987-1995 en hefur síðan versnað á ný. Óvíst er þó hversu mikið af bættri framleiðni og afkomu megi rekja til aflamarkskerfisins og hve mikið til annarra þátta. Þokkalega hefur einnig tekist til með uppbyggingu sumra nytjastofna. Sfldarstofninn hefur braggast mjög eftir að kvótakerfinu var komið á 1975 og þorskstofninn virðist vera á uppleið. Hins vegar hefur ekki tekist eins vel til við upp- byggingu annarra mikilvægra botnfisksstofha, svo sem ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Að hluta til má kenna því um að sumir þessara fiskistofna veiðast- einnig utan íslenskrar landhelgi. Þá hefur einnig reynst erflðleikum bundið að byggja samtím- is upp þá stofna sem lifa í nábýli hver við annan og lifa jafn- vel hver á öðrum, svo sem þorsk, rækju og loðnu. Fræðimenn eru ekki sammála um hvort og að hve miklu leyti gera megi ráð fyrir að auðlindarentan skili sér til þjóðar- innar. Þótt sumir hagfræðingar telji trúlegast að eigendur aflaheimilda muni sitja því sem næst einir að rentunni, benda þær athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi til þess að sú auðlindarenta sem myndast hefur í sjávarútvegi hafi að þó nokkru marki skilað sér til almennings í formi hærri raunlauna og hærra raungengis sem hafi lækkað verð á innflutningi. Enda þótt afkoma í útgerð hafi ekki verið betri en í öðrum greinum síðustu ár er ljóst að töluverðar vænt- ingar eru um að hagnaður í sjávarútvegi verði meiri og jafn- ari í framtíðinni, eins og glöggt kemur fram í mati markaðar- ins á virði sjávarútvegsfyrirtækja og verði á aflaheimildum. Bæði fræðileg rök og reynsla íslendinga og annarra þjóða, svo sem Ástrala, Nýsjálendinga, Hollendinga og Kanada- manna, mæla með því að aflamarkskerfið verði áfram horn- steinn íslenskrar fiskveiðistjórnunar. Til þess að svo megi vera þarf að leita allra ráða til að auka sem mest hagkvæmni aflamarkskerfisins og stuðla um leið að því að sátt ríki meðal þjóðarinnar um kerfið og úthlutun aflaheimilda. Nefndin vill taka fram að hún hafi ekki talið það verkefhi sitt að fjalla sérstaklega um fiskveiðiráðgjöf Haffannsókna- stofnunar, en ljóst er að vísindaleg þekldng er undirstaða góðs árangurs í fiskveiðistjómun. Með því að efla hafrann- sóknir og aðrar rannsóknir sem tengjast nýtingu fiskstofna er lagður traustasti grundvöllurinn undir þennan þátt stjórn- kerfisins. Jafnffamt er þess að vænta að með tímanum fjölgi óháðum vísindamönnum á þessu sviði en með skoðana- skiptum og opnum umræðum má búast við mestum fram- förum í vísindalegri þekldngu og ráðgjöf. 3.2 Eignarhald á nytjastofnum á íslandsmiðum 3.2.1 Yfirlit í 2. kapítula Rekabálks Jónsbókar, segir: „Allir menn eigu at veið fýrir utan netlög at ósekju ...“. Sambærileg regla hafði áður gilt samkvæmt Grágás. í reynd voru þó ýmsar takmark- anir á möguleikum manna til þess að sækja hafalmenninga. Á ofanverðri 19. öld voru sett lög sem veittu heimildir til að takmarka og banna notkun einstakra veiðarfæra á tilteknum svæðum. f kjölfarið komu heimildir til þess að friða einstök svæði fyrir veiðum. Síðar voru lögleidd ákvæði um að ein- stakar veiðar skyldu háðar leyfi sjávarútvegsráðherra. Jafnt og þétt jukust síðan takmarkanir á fiskveiðum. Með útfærslu landhelginnar í 200 sjómflur árið 1975 sköp- uðust síðan forsendur fyrir skilvirkri stjórnun fiskveiða. Sama ár birti Hafrannsóknastofnun skýrslu þar sem fram kom að þorskstofninn væri ofveiddur og takmarka þyrfti veiðar verulega. Með lögum nr. 81 /1976 um veiðar í fiskveiði- landhelgi íslands fékk ráðherra heimild til að ákveða hámark þess afla sem veiða mátti af hverri fisktegund á tilteknu tíma- bili. Á næstu árum voru sfðan reyndar ýmsar takmarkanir á veiðum sem ekki báru tilætlaðan árangur. Var því á árinu 1984 tekið upp nýtt fyrirkomulag við fiskveiðistjórn sem byggðist á úthlutun aflakvóta til einstakra skipa á grundvelli aflareynslu, aflamarkskerfi, sem yfirleitt er nefnt lcvótakerfi. Var það í upphafi lögleitt til eins árs, þ.e. fyrir árið 1984, með lögum nr. 82/1983. Síðan voru lögin um stjórn fislcveiða framlengd þrívegis með nokkrum breytingum, allt þar til núgildandi lög um stjóm fiskveiða, nr. 38/1990, tóku gildi. Rétt er að fram komi að kvótaúthlutun hafði allt frá því á sjöunda áratugnum verið beitt að talsverðu marki, m.a. við veiðar á humri, rækju, skelfiski, loðnu og síld þar sem kvóta- kerfi var komið á árið 1975. Staðreyndin er því sú að fyrir gildistöku laga nr. 82/1983 var í raun löng hefð fyrir því á ís- landi að takmarka aðgang að fiskimiðum og fisldstofnum. 3.2.2 Lög um stjóm fiskveiöafrá 1990 Með lögum nr. 38/1990 um stjórn fislcveiða var afla- markskerfið fest í sessi með ótímabundnum hætti, þó þann- ig að í lögunum var ákvæði þess efnis að þau skyldu endur- skoðuð fyrir árslok 1992. Sókjiarmarkskeríið var afnumið og var reynslan af því samhliða aflamarkskerfinu talin slæm. Samkvæmt athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna var tilgangur þeirra sagður vera að marka meginreglur um framtíðarskipan stjórnar fiskveiða og skapa grundvöll fyrir hagkvæmni og skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna, þannig að hámarksafrakstri af fiskveiðiauðlindinni yrði náð fyrir þjóðfélagið í heild. Varanleiki löggjafarinnar var m.a. rök- studdur með vísun til þess að þannig sköpuðust nauðsynleg- ar forsendur fyrir ákvörðunum um ijárfesúngar og öðrum at- riðum er langtímaáhrif hefðu. Væri hafið yfir allan vafa að langur gildistími væri forsenda þess að það hagræði næðist sem stefnt væri að. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 38/1990 skal sjávarútvegsráð- herra, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við ís- land sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimild- ir til veiða samkvæmt lögunum skulu miðast við það magn. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. má enginn stunda veiðar í at- vinnuskyni við ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Skulu leyfin gefin út til árs í senn. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. gat ráðherra ákveðið með reglugerð að auk al- menns veiðiléyfis skyldu veiðar á ákveðnum tegundum nytjastofna, veiðar í tiltekin veiðarfæri, veiðar ákveðinna gerða skipa eða veiðar á ákveðnum svæðum vera háðar sér- stöku veiðileyfi. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/1990 komu þau skip ein til greina við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni sem fengu veiðileyfi skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/1988. Enn fremur bátar undir 6 brúttólestum, að uppfylltum noklcrum skilyrð- um. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna er almenn regla að veiðar á þeim tegundum sjávardýra sem sæta ekld takmörkun á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr. eru frjálsar öllum þeim skip- um sem fá leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 4. gr. Samlcvæmt 2. mgr. 7. gr. skal veiðiheimildum á þeim tegundum sem heildarafli er takmarkaður af úthlutað til einstakra skipa. Hverju skipi skal úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára. Við ákvörðun aflahlutdeildar í þeim stofnum sem ekld hafa áður verið bundnir ákveðnum heildarafla skal miðað við aflareynslu síðustu þriggja veiði- tímabila, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Við álcvörðun aflahiut- deildar í þeim stofnum sem sætt höfðu veiðitakmörkunum skyldi hins vegar að meginstefnu miða við úthlutun á árinu 1990, sbr. bráðabirgðaákvæði I, í öðrum tilvikum við afla- reynslu á árunum 1987-1989, sbr. bráðabirgðaákvæði II. Samkvæmt 4. mgr. 7. gr. er meginregla að aflamark skips á hveiju veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipsins í þeim heildar- afla skv. 2. mgr. 7. gr. í 6. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1990 er kveðið á um það að heimilt sé að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyú og sameina hana aflahlutdeild annars skips, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekJd til þess að veiðiheimildir þess skips sem flutt er úl verði bersýnilega umftam veiðigetu þess. í 1. mgr. 12. gr. laganna var kveðið á um að heimilt væri að færa aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa sem gerð væru út frá sömu verstöð eftir því sem hlutaðeigandi aðilar kæmu sér saman um, enda hefði það skip sem fært væri úl aflahlutdeild af þeirri tegund sem miilifærð væri. Sama gilti um skipti á aflamarki milli skipa, sem ekki væru gerð út frá sömu verstöð, enda væri um jöfn skipti að ræða að mati sjáv- arútvegsráðuneytis. Samhljóða ákvæði höfðu verið í lögum nr. 3/1988 og lögum nr. 97/1985. 3.2.3 Breytingar síðan 1990 Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. f samræmi við fyrirmæli í bráðabirgða- ákvæði VIII skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að endur- skoða lögin. Meginniðurstöður þeirrar nefndar voru að byggja bæri áfram á því aflamarkskerfi sem verið hefði í þró- un frá árinu 1984, enda leiddi það kerfi til mestrar hag- kvæmni í sjávarútvegi. Til grundvaliar niðurstöðum nefndar- innar lá yfirgripsmikil úttekt á öllum þáttum málsins, m.a. líffræðilegum og hagfræðilegum. í samræmi við tillögur nefndarinnar voru síðan gerðar nokkrar breytingar á lögun- um með lögum nr. 87/1994. Meðal annars voru gerðar nokkrar minni háttar breytingar á 2. mgr. 5. gr. um rétt til endurnýjunar fiskiskipa og 2. mgr. 7. gr. um afla sem veiddur væri utan aflamarkskerfisins, auk breytinga á reglum um til- færslu aflamarks skv. 12. gr. laganna. Með lögum nr. 83/1995 var 2. mgr. 5. gr. laga nr. 38/1990 enn breytt og settar nákvæmari reglur um heimildir til end- urnýjunar fiskiskipa. f athugasemdum með frumvarpinu kemur m.a. fram að tilgangurinn með breytingu 2. mgr. 5. gr. sé að tryggja að afkastageta flotans aukist ekld. Enn var 5. gr. laganna breytt með lögum nr. 133/1997 og komu þá sex nýjar málsgreinar inn fyrir þágildandi 2. mgr. Þessum greinum var síðan breytt með lögum nr. 49/1998. Með lögum nr. 12/1998 var reglum 12. gr. laga nr. 38/1990 um framsal aflamarks breytt til samræmis við lög nr. 11 /1998 um Kvótaþing. Með lögum nr. 27/1998 varreglum 11. gr. lag- anna um stjórn fískveiða breytt á þá leið að sett var hámark á mögulega aflahlutdeild einstakra aðila, m.a. til þess að stuðla að dreifðari eignaraðild að útgerðum og fyrirtækjum í sjávar- útvegi. Þá voru nokkrar breytingar gerðar á lögunum með lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi fslands. Meðal þeirra var að 2. mgr. 4. gr. var felld niður en ýmsar reglur um takmarkanir veiða teknar upp í hin nýrri lög. Að gengnum dómi Hæstaréttar 3. desember 1998, H 1998, 4076, voru gerðar ákveðnar breytingar á lögum nr. 38/1990 með lögum nr. 1/1999. Meðal þeirra breytinga sem í lögun- um fólust var að hinu umdeilda álcvæði 5. gr. var breytt á þann hátt að afnumdar voru reglur sem staðið höfðu frá 1983 varðandi takmarkanir á stærð fiskiskipaflotans. í þessu felst að úrelding skips sem fyrir er í flotanum er ekki lengur for- senda þess að nýtt skip fái veiðileyfi. í staðinn voru sett al- menn skilyrði þess efnis að við veitingu leyfa til veiða í at- vinnuskyni komi til greina þau fiskisldp sem hafa haffærisskírteini og eru slcrásett á skipaskrá Siglingastofnun- ar íslands eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum að lengd. Ýmsar fleiri breytingar fóiust í iögunum, t.d. voru settar ftarlegar reglur um veiðar krókabáta í 6. gr. Þá er í bráðabirgðaákvæði V gert ráð fyrir að skipuð verði nefnd úl að endurskoða fiskveiðistjórnarlöggjöfina og skuli starfi hennar lokið fyrir lok fiskveiðiársins 2000/2001. Sú nefnd hefur verið skipuð og er hún nú að störfum. Samlcvæmt framansögðu er núverandi fislcveiðistjórnar- kerf! með þeim hætti að þeir aðilar sem stunda vilja veiðar í atvinnuskyni þurfa almenn veiðileyfi en til þess þurfa þeir að eiga eða hafa afnot skips með haffæriskirteini og skráð er hjá Siglingastofnun íslands. Að þeim áskilnaði uppfylltum eru þeim frjálsar veiðar úr þeim stofnum sem tilgreindir eru í 1. mgr. 7. gr. Til heimildar til veiða úr þeim stofnum þar sem veiðar eru talcmarkaðar þurfa þeir síðan að ráða yfir aflahlut- deild, sbr. 2. mgr. 7. gr., annaðhvort fyrir upphaflega út- hlutun eða síðar tilkomið framsal sem skapar rétt til afla- marks á hverju fiskveiðiári til samræmis við leyfðan heildarafla, sbr. 3. mgr. 7. gr. f annan stað geta menn verið komnir að ákveðnu aflamarki fyrir framsal sem felur þá ein- göngu í sér heimild til veiða á ákveðnu aflamagni á tilteknu fislcveiðiári. Nýti þeir aðilar sem varanlega ráða yfir aflahlut- deild ekki rétt sinn með fullnægjandi hætti getur komið til þess að þeir glati honum varanlega. Eins setja lögin því tajcmark hversu mikilli aflahlutdeild einstakir menn og lög- persónur megi ráða yfir. 3.2.4 Aflamarkskerfiö og stjórnarskráin Samlcvæmt stjórnarskránni nýtur jafnt eignarréttur manna sem atvinnufrelsi tiltekinnar verndar. í 1. mgr. 72. gr. hennar segir þannig: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefli. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ í 1. mgr. 75. gr. er enn fremur að flnna svofellt ákvæði: „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahags- munir þess.“ Tilvitnuð stjórnarskrárákvæði hafa verið skýrð á þann hátt að unnt sé að takmarka eignarrétt og atvinnufrelsi með al- mennum hætti. Skilyrði fyrir því að atvinnufrelsið verði skert umfram það eru hliðstæð því sem gildir um eignarnám, að öðru leyti en því að þriðja skilyrðið fyrir því að eignarnám sé lögmætt, þ.e. að fullar bætur komi fyrir, gildir ekki um skerð- ingu á atvinnufrelsinu. Skerðingu á því verða menn þar af leiðandi að þola bótalaust. Hins vegar ber að hafa í huga að vernd atvinnufrelsis getur tengst vernd eignarréttarins skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar, vegna þess að með því að hagnýta sér atvinnufrelsið öðlast menn atvinnurétúndi sem geta not- ið verndar sem eignarrétúndi í skilningi stjórnarskrárinnar að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þannig hafa íslenskir fræðimenn hafnað því að í 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar felist að löggjafinn geti bótalaust svipt menn þeirri atvinnu sem þeir eru famir að stunda eða hafa fengið sérstakt ieyfi fyrir. Úrlausn þess hvar draga eigi mörkin milli eignarnáms at- vinnuréttinda og þeirra takmarkana á atvinnuréttindum sem menn verða að þola bótalaust, er eitt vandasamasta úrlausn- arefni lögfræðinnar. Skipta þar ýmis atriði máli sem ekki er ástæða til að telja upp hér. Eitt er þó ótvírætt, eins og áður sagði, að löggjafinn getur ekki skipað atvinnufrelsi og at- vinnurétúndum manna að vild sinni. Á hinn bóginn verður einnig að líta til þess, eins og ráða má af nýlegum dómum Hæstaréttar (H 1997, 2563, H 1998, 4076, og H 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000) að handhafar atvinnuréttinda, sem fengið hafa slíkum réttindum úthlutað á grundvelli laga, geú jafnan búist við því að rétúndin breyúst að ákveðnu marki vegna ráðstafana ríkisvaldsins. í álitsgerð lagaprófessoranna Sigurðar Líndal og Þorgeirs Örlygssonar sem unnin var fýrir Auðlindanefnd hausúð 1998 er 1. gr. laga nr. 38/1990 skýrð svo að þar sé ekki kveðið á um einkaeignarrétt heldur sé nærlægast að telja að greinin feli í sér almenna markmiðsyfirlýsingu og um leið áréttingu hinn- ar fornu regiu Grágásar og Jónsbókar um heimildir manna til veiða í sjó, utan neúaga, innan þeirra takmarka sem löggjaf- inn ákvarðar hverju sinni. Sá fyrirvari sem gerður sé í 1. gr., þ.e. að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum, hafi þau áhrif að lögin verði miklu síður skilin á þann veg að með þeim hafi verið stofnað til stjórnar- skrárvarins eignarréttar einstakra manna yfir veiðiheimiid- um. Þeir sem fyrir voru f greininni þegar lög nr. 38/1990 tóku gildi hafi hins vegar notið stjórnarskrárvarinna atvinnurétt- inda úl fiskveiða að ákveðnu marki. í fyrirvaranum felist jafn- framt vísbending um að sú stjórnarskrárvernd sem fyrir hendi sé sæti ákveðinni takmörkun þótt úthlutun skapi vissulega verðmæti í höndum þeirra sem hennar njóta með- an núverandi stjórnkerfi fiskveiða er við lýði. í þeim orðum 1. gr. laga nr. 38/1990 að nytjastofnar á ís- landsmiðum séu sameign ísiensku þjóðarinnar felst að áliti þeirra Sigurðar og Þorgeirs ekki yfirlýsing um réttindi til handa þjóðinni, sem jafna megi til hefðbundins einkaeigna- réttar yfir nytjastofnunum, heldur sé um að ræða almenna stefnuyfiriýsingu þess efnis að hagnýta beri nytjastofnana til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. í 1. gr. sé enn fremur gerður fyrirvari um rétt löggjafans til breytinga á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. Sá fyrirvari veiti löggjafanum þó ekki frjálsar hendur um framkvæmd breytinga heldur sé hann í þeim efnum bundinn af almennum mannréttindareglum. Eins og gerð er grein fyrir hér að framan hafa verið gerðar nokkrar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á síðustu ár- um, auk þess hefur hlutdeild krókabáta í leyfilegum heildar- afla aukist á kostnað annarra skipa. í dómi sínum 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000 hefur Hæsti- réttur skýrt fyrirvarann í 1. gr. laga nr. 38/1990 með svofelld- um hætti: „Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.