Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER BLAÐ Samningur KR og Andra gildur GERÐARDÓMUR hafnaði í gær dómröfum Andra Sigþórssonar um að hann væri ekki lengur samningsbundinn knattspymudeild KR. Þrír menn, einn frá hvomm málsaðila og odda- maður frá KSÍ vom sammála í niðurstöðu sinni. Þetta þýðir í raun að vilji austurríska félagið Salzburg fá Andra til sín strax verður það að greiða KR eitthvað fyrir hann. Andri getur hins vegar farið til félagsins í byrjun næsta árs án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Andri taldi að hann hafi ekki gert samning við rekstrarfélag KR heldur beint við knatt- spymudeildina og því væri hann laus allra mála hjá félaginu. Gerðardómur telur hins vegar að þar sem samningurinn er gerður á þar til gerð eyðublöð frá KSI og þar sé tekið fram að samn- ingurinn sé til 31. desember 2000 sé hann í fullu gildi. Jóhannes til Groningen Jóhannes Harðarson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, fer á morgun til hollenska úrvalsdeildar- félagsins Groningen og verður þar til reynslu í eina viku. Forráðamenn Groningen hafa fylgst mjög náið með íslenskum knattspyrnumönnum undanfarna mánuði og þeir sáu Jóhannes leika með ÍA gegn Gent í UEFA-bikarn- um í Belgíu í ágúst. í framhaldi af því höfðu þeir samband við Skagamenn og óskuðu eftir þ\n að fá Jóhannes til sín til nánari skoðunar. Jóhannes er 24 ára miðjumaður og hefur verið einn af lykilmönnum Skagaliðsins síðustu árin. Groningen er nýliði í hollensku úr- valsdeildinni og er í 12. sæti af 18 lið- um með 8 stig eftir 8 leiki. Gunnlaugur leigður í vetur? Gunnlaugur Jónsson, varnai'mað- urinn öflugi í liði Skagamanna, fer til þýska liðsins Uerdingen í næstu viku og leikur væntanlega þar á leigusamningi frá í A í vetur. Gunn- laugur, sem er 26 ára, lék mjög vel í vörn ÍA í sumar og spilaði með A- landsliðinu gegn Möltu en það var hans sjötti landsleikur. Gunnlaugur hefur áður reynt fyrii- sér erlendis og leikið um skeið með Kongsvinger í Noregi, Örebro í Sví- þjóð og Motherwell í Skotlandi. Uerdingen leikur í norðurriðli þýsku 3. deildarinnar og er þar í fjórða sæti. Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson spilaði með Uerding- en síðasta vetur auk þess sem KR- ingamir Sigurður Orn Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og Þórhallur Hinriksson léku nokkra leiki með fé- laginu um haustið. Uerdingen spilaði um árabil í efstu deild og þeir Lárus Guðmundsson og Atli Eðvaldsson léku með liðinu þar á níunda ára- tugnum. Morgunblaðið/Kristinn Nafnarnir Helgi Kolviðsson og Sigurðsson brugðu á leik á æfingu landsliðsins i gær. Kongsving- er vill Harald NORSKA knattspyrnufélagið Kongsvinger hefur augastað á Haraldi Ingólfssyni, leikmanni Elfsborg í Svíþjóð, og vill fá hann fyrir næsta tímabil. Utsendarar frá Kongsvinger, þar á meðal Steinar Adolfsson, leikmaður liðs- ins, fóru til Svíþjóðar á dögunum og fylgdust með Haraldi í bikar- leik. „Þetta er allt í skoðun og tekur sinn tíma. Ég bíð eftir nýju tilboði frá Elfsborg sem er væntanlegt í næstu viku og eftir það skýrast málin betur,“ sagði Haraldur við Morgunblaðið í gær. Ríkharður háttvís í Noregi RÍKHARÐUR Daðason, sóknar- maður Viking Stavanger og ís- lenska landsliðsins, var í gær til- nefndur til háttvísiverðlauna norska knattspymusambandsins. Hann er einn af sex leikmönnum úrvalsdeildar sem koma til greina en þeir voru valdir af fulltrúum fjölmiðla, dómara, leikmanna, knattspyrnusambandsins og deild- arstjórnarinnar, auk þess sem Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, átti sæti íþeirri nefnd. Sigurvegarinn verður útnefndur í hófí kvöldið fyrir bikarúrslitin í Noregi en þar leikur Ríkharður einmitt með Vik- ing gegn Odd Grenland. Oánægja með val á liðum á HM í hópfimleikum MIKIL óánægja er meðal fimleikafólks með þá ákvörðun stjórnar Fimleikasambandsins (FSÍ) að senda hópa frá Gerplu og Stjörn- unni á Evrópumeistaramótið í íþróttinni þrátt fyrir að tækniráð FSÍ hafi mælt með því að lið Stjörnunnar og Bjarkar yrðu send. Grískur dómari DÓMARINN sem dæmir leik Tékklands og Islands er grískur, Kynos Vassars. „Vassars er frábær dóm- ari. Ég hef séð hann dæma nokkra leiki og hann hef- ur alltaf staðið sig vel,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSI. Eggert starfar sem eftirlitsmaður- Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og hefur séð Vassars að störfum. „Knattspyrnan er orðin í það miklum gæðaflokki og landsleikjum sjónvarp- að beint um alla Evrópu, þannig að það þýðir ekki að bjóða nema upp á dóm- ara sem eru í efsta gæða- flokki," sagði Eggert. Forsaga málsins er sú að á íslandsmótinu í hópfímleikum, sem fram fór í byrjun apríl, sigraði lið Gerplu, eða svo var talið í fýrstu. Gerplusveitin var krýnd Islandsmeistari með 25,034 stig en þegar farið var yfir útreikning stiga kom í ljós að Stjarnan hafði fengið 25,05 stig, Gerpla 24,95 stig og Bjarkirnar 24,90 stig. Kæru- frestur mun hafa verið útrunninn þegar þetta kom í ljós þannig að Gerpla heldur titlinum. Hugmynd- in var að íslandsmótið yrði um leið mót þar sem ákveðið yrði hvaða sveitir færu á EM en í kjölfar þessara mistaka var ákveðið að halda sérstakt úrtökumót í október og var það haldið á þriðjudaginn var. Rétt er að taka fram að lágmörk fyrir EM eru 25,00 stig en ef engin sveit næði því var það verk tækni- nefndar FSÍ að tilnefna þær sveit- ir sem færu á mótið. Á úrtökumótinu í vikunni sigraði Stjarnan með 24,20 stig, Björk varð í öðru sæti með 24,15 og Gerpla með 22,45 stig í þriðja sæti. Tækninefnd FSÍ lagði til við stjórn sambandsins að Stjarnan og Björk færu á EM en stjórnin ákvað að það yrðu lið Stjörnunnar og Gerplu sem yrðu fulltrúar Islands á mót- inu. Að því er best verður komist eru ákvörðun stjórnarinnar byggð á að Gerpla fékk yfir 25 stig á Islands- mótinu og þrátt fyrir að þá hafí verið rangt verið reiknað tekur FSÍ ekki tillit til þess þar sem frestur til að gera athugasemdir var runnin út þegar það var gert, en lið hafa 15 mínútur til slíks á mótinu sjálfu og áður en verðlaun eru afhent. í reglum um fimleika- mót segir einnig að slíkar athuga- semdir skuli gerðar skriflega og af ábyrgum aðilum, það er að segja þjálfurum og flokksstjórum. Stjórn Fimleikasambandsins segir að engin slík mótmæli hafi borist og því skuli úrslit og einkunnir úr ís- landsmótinu gilda. ÆTLUM AÐ ÞJARMA AÐ TÉKKUM / B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.