Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 3

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 B 3. ÍÞRÓTTIR ar Vilhjálmsson hefur lyft sér upp og skorar markfyrir Fram í leik við Gróttu/KR. Morgunblaðið/Kristinn ísson um viðureign Fram og Hauka í Safamýrinni eikur sem verður jafn og spennandi andknattleik lýkur á morgun með Fram og Hauka þegar bikarmeistar- m en bæði lið eru án taps eftir sex ert 160 mörk í leikjunum sex og 8 mörk í plús en Haukarnir með 48, >íg- „Þegar ég kom heim lék ég í eitt ár með IR og síðan HK og skipti svo í Uram í haust. Það var ekki á döfínni að skipta en Framarar höfðu samband við mig í sumar og ég ákvað að slá til enda Pram hugsanlega eina liðið sem ég hefði viljað skipta í. í fyrsta lagi vegna þess að þar eru nokkrir strákar sem voru í ÍR þegar ég var þar og svo hafði ég heyrt °g séð að þjálfarinn var að gera góða hluti,“ segir Hjálmar. Með honum í IR á sínum tíma voru þeir Sebastían Alex- andersson markvörður, Njörður Árna- son og Guðmundur Heígi Pálsson, sem allir leika nú með Fram. Hjálmar hefur lengstum leikið í hægra horninu, enda örvhentur. „Eg lék reyndar bæði í horninu og skyttustöð- unni í Svíþjóð en síðan lengstum í hom- inu. Fyrsta árið hjá HK var ég fyrir ut- an en það var eðlilegt að ég færi í hornið þegar Siggi Sveins kom í stöðu skyttu. Mér finnst ég hafa tekið framförum hjá Fram og í raun held ég það sé óhætt að segja að Anatoli [Fedioukine] þjálfari hafi breytt öllum til betri vegar. Eg finn með sjálfan mig að ég hef verið að læra hluti hjá honum sem maður sér núna að ég hefði auðvitað átt að vera búinn að læra fyrir löngu. Hann er mjög fær þjálfari," segir Hjálmar. Þegar hann var yngri var hann í öðr- um íþróttum eins og gengur og gerist. „Ég var mest í fótbolta, en hætti því þegar ég fór til Svíþjóðar. Ég var einnig liðtækur í ýmsum greinum frjálsíþrótta og notaður á íþróttahátíðum eystra hjá UÍA,“ segir Hjálmar sem er viðskipta- fræðingur - starfar sem útgerðar- og fjármálastjóri útgerðarfyiirtækis í Síðumúlanum. Hann segist hafa búið sig betur en oftast áður undir veturinn og það ásamt góðum þjálfara sé að skila sér. Spurður um leikinn við Hauka á sunnudaginn sagði Hjálmar: „Þetta er auðvitað stór- leikur og ég heíd hann verði bæði jafn og spennandi, en ég er viss um að hann verður erfiður. Haukar eru með hörku- lið þar sem Halldór [Ingólfsson] fer fyr- ir sínum mönnum og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Leikmannahópur Hauka er stór og sterkur en hjá okkur eru nokkur meiðsli, Sebastían verður ekki með þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð við kviðsliti, Njörður er að jafna sig eftir meiðsli en á móti kemur að við erum á heimavelli þannig að ég á von á hörkuleik. En eins og svo oft þá held ég að úrslitin ráðist á dagsform- inu,“ sagði Hjálmar. Aðrir leikir dagsins eru viðureignir Aftureldingar og Gróttu/KR en bæði lið eru með 6 stig, Stjaman tekur á móti KA ogFH fær Valsmenn í heimsókn. úlkur taplausar á toppnum fnarkvarsla Jennýar Ásmundsdóttur kom í veg fyrir að FH næði að komast yfir. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður hinum fyrri þar sem Haukastúlkur skoruðu fyrstu fjögur mörkin og náðu þá góðu sex marka forskoti sem þær létu ekki af hendi þrátt fyrir að hafa slakað verulega á leik sínum síðustu 20. mínúturnar. Sóknarleikur Haukanna, með Thelmu Árnadóttur og Hörpu Melsted í fararbroddi, var lengstum mjög góður og náðu þær að skora mörk úr öllum + stöðum á vellinum. Leikur FH var ekki upp á marga fiska. Júdit Rán Estergal bar liðið uppi ásamt Dagnýju Skúla- dóttur sem tók vel við sér í síðari hálf- leiknum eftii' að hafa verið týnd lengst- um í þeim fyrri. „Við gerðum fullt af mistökum en þær gerðu fleiri og það er alltaf það sem skilur lið að. Það kom ekki til greina að tapa þessum leik. Við byrjuðum mjög vel í kvöld en það virðist loða við okkur að þegar við erum komnar þremur til fjórum mörkum yfir þá förum við að slaka á og hleypum mótherjum okkar allt of mikið inn í leikinn. Þetta er gam- all púki hjá Haukaliðinu,“ sagði Thelma B. Arnadóttir, leikmaður Hauka. En eruð þið þá ekkert hræddar við það að þessi púki komi upp núna þegar þið eruð taldar hafa besta liðið og eruð taplausai’á toppnum? „Nei, við höfum reynt að hlusta lítið á þetta tal um að við séum með besta liðið, við getum tapað eins og allir aðrir en ég neita því ekki að við erum með mjög breiðan hóp og getum keyrt á fullu í 60 mínútur og það er okkar styrkur,“ sagði Thelma. Aron gekkst undir aðgerö ARON Kristjánsson, leikmaður með danska handknattleikslið- inu Skjern, verður frá næstu 10 dagana eða svo vegna meiðsla í hné. Aron hefur átt við hnémeiðsli að stríða og hann fór í spegl- un í gær. Óttast var að krossband væri slitið en svo reyndist ekki vera. Fjarlægja þurfti brjósk við aftara krossbandið og þá voru skrapðir kantar í beini á lærlegg. „Þetta voru góðar fréttir sem ég fékk en ég hélt jafnvel að þetta væri eitthvað meira. Ég vonast til að geta verið með í Evrópuleikjum sem verða í hinni vikunni,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær. Skjern tekur þátt í Evrópukeppni bik- arhafa og mætir liði Switlotechnik Brovary frá Ukraínu í 3. um- ferð keppninnar 12. og 14. nóvember. KRvann botnslaginn TVÖ neðstu lið úrvalsdeildarinnar mættust í íþróttahúsi KR í gær- kvöld. Gestirnirfrá ísafirði hafa ekki unnið leiktil þessa á íslands- mótinu og meistararnir KR höfðu aðeins unnið einn leik af fimm. Leikurinn var frekar daufur í heildina og Ijóst að ísfirðingar verða að gera mikið betur ef liðið ætlar sér að forðast fall. Til þess þarf að verða stórbreyting á sóknar- og varnarleik liðsins en KR-liðið virtist andlaust í leiknum og aðeins tilþrif Arnars Kárasonar glöddu augu rúmlega 200 áhorfenda. í hálfleik var staðan 45:36 heimamönnum í vil og þessi munur hélst út leikinn en lokatölur leiksins urðu 99:88. Jeremy Eaton, nýr Bandaríkja- maður í liði KR, var að leika sinn fyrsta heimaleik með liðinu. Fráköst hafa verið Sigurður Elvar aðalvandamál KR í Þórólfsson þeim leikjum sem skrifar þeir hafa tapað til þessa og Eaton leysir það verkefni vel af hendi en sóknarleikur hans er enn stirður enda stutt síðan hann kom til liðs- ins. Dwayne Fontana og Sveinn Blöndal skoruðu 60% af stigum KFÍ í gærkvöldi og greinilegt að sóknar- leikur liðsins snýst að mestu um að koma boltanum á þá félaga. Hrafn Kristjánsson og Baldur Jónásson vildu helst fá opin þriggja stiga skot sem ekki gáfust og það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem Baldur komst á blað er hann skoraði 9 stig úr þremur skotum. Ingi Freyr Vil- hjálmsson hefði mátt reyna meira að keyra upp að körfunni en raun bar vitni en hann býr yfir miklum hraða og ætti að nýta það betur. Meistararnir náðu 11 stiga forskoti í 1. leikhluta og Magni Hafsteinsson skoraði 11 af 17 stigum sínum í leiknum á þeim kafla. Minna fór fyr- ir Arnari Kárasyni á þeim tíma en hann fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði 16 af 26 stigum sínum. Það er reyndar athyglisvert að þeir Ólafur Jón Ormsson og Jón Arnór Stefánsson sáust varla í leiknum en aðrir leikmenn sáu um stigaskorun- ina að þessu sinni. Það verður krefj- andi verkefni fyrir Inga Þór Stein- þórsson þjálfara KR að setja leikmenn sína í ákveðin hlutverk í sókninni því það virðist sem lykil- menn liðsins nái ekki þeim stöðug- leika sem til þarf ef verja á titilinn, sérstaklega í stigaskorun. Jeremy' Eaton virðist við fyrstu sýn ekki vera mikill skorari en hann leikur vel fyrir liðið og er ágætis varnar- maður og frákastari. ísfirðingar klóruðu aðeins í bakkann í 4. leik- hluta og þar skoruðu Fontana og Sveinn 17 af 30 stigum liðsins en leikmenn liðsins börðust af krafti allt til loka og gáfust ekki upp þrátt fyrir töluverðan mun. Ingi Þór þjálfari var ekki ánægður með framlag sinna manna á þeim kafla og það var skiljanlegt því liðið sýndi ekki vilja til að klára leikinn af krafti. Utan við liðið sitja þeir Her- mann Hauksson og Jónatan Bow og þegar þeir verða frískir má búast við að liðið muni styrkjast og sý»i meira en þeir gerðu í þessum leik. Leikur kattar- ins að músinni ÞAÐ var boðið upp á frekar ójafnan leik á föstudag þegar Akureyringarnir í Þór komu í heimsókn til Grindavíkur. Heimamenn náðu snemma for- ystu og leiddu í hálfleik 52:40. Heimamenn juku síðan forskot sitt í þriðja leikhluta og sigruðu örugglega 95:75 en sá munur var síst of stór. Það tók heimamenn örskots- stundu að ná yfirhöndinni í Röstinni í gærkveldi þegar Norðan- menn komu í heim- Garðar P. sókn. Gestirnir tóku Vignisson leikhlé eftir tvær skrifar mínútur en þá höfðu Grindvíkingar náð forystu 9:2. Þeir náðu síðan 11 stiga forystu 26:15 og héldu þeim mun lengstum í fyrri hálfleik. Kim Lewis virkaði sterkur í þessum fyi’sta leik- hluta og skoraði 10 stig auk þess að taka venjulegan skammt af fráköst- um. Hjá gestunum var Clifton Bush sá eini sem sýndi góðan leik bæði í sókn og vörn. Annar leikhluti var í meira jafn- vægi og fóru heimamenn með 12 stiga forvstu_ til leikhlés þar sem Guðmundur Ásgeirsson átti síðasta skot hálfleiksins, svokallað bjöllu- skot og það þriggja stiga. í þriðja leikhluta gerðu heimamenn út um leikinn. Þeir breyttu stöðunni úr 60:50 eftir 4 mínútna leik í þriðja leikhluta í 75:50 á þeirri níundu. Þar með var leikurinn nánast búinn og Þórsarar náðu sér ekki á strik eftir það. Heimamenn náðu allir að skora og eins og svo oft áður spiluðu flest- ir töluvert. Gestirnir náðu ekki að sýna sinn besta leik en heimamenn voru á tánum fyrstu 3 leikhlutana. Það var greinilegt á leik Kim Lewis að hann er að ná áttum í liði heima- manna og farinn að skora eitthvað að gagni. Þá átti Páll Axel Vilbergs- son góðan leik að venju. Davíð Þór Jónsson spilaði sem leikstjói-nandi og leysti það vel af hendi en var heldur skotglaður. Hjá gestunum voru þeir Clifton Bush og Oðinn Ás, geirsson langbestir. 1 „Við sýndum loks þann leik sem við viljum sýna. Það tekur tíma að slípa saman liðið. Við hefðum í raun átt að vinna þennan leik enn stærra. Davíð spilaði nú sem leikstjórnandi og Kim Lewis á kantinum og hann naut sín betur þar“, sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, við Morgunblaðið eftir leikinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.