Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 B 13 Dalai Lama hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1989. Barnungur nýmunkur í Tíbet. Ungur þjóðarleiðtogi í útlegð. til Lhasa kom, var honum komið fyrir í Norb- ulingka-klaustrinu, rétt vestur af borginni og skyldi dvelja þar þangað til hann yrði krýndur Dalai Lama og flytti í Potala-höllina, höfuð- stöðvar ríkisstjómar Tíbets. Við tóku löng og hörð námsár þar sem hinn ungi Dalai Lama fór á fætur klukkan sex á hverjum morgni. Fyrstu klukkustund dagsins eyddi hann í bænir og hugleiðslu og síðan fékk hann morg- unverð sem hann snæddi einn í sínu herbergi. Eftir morgunverðinn hófust kennslustundir dagsins. Um leið og Dalai Lama hafði lært að lesa, snemst morgunlexíurnar um veraldlega þætti eins og stjórnskipun og stjórnsýslu, sögu Tíbets og að kynna sér opinberar skýrsl- ur og gögn. Klukkan tíu var að vísu gert hlé vegna fundar í ríkisstjórninni sem Dalai Lama þurfti að sitja, þótt barnungur væri. Það undrar víst fáa að drengurinn leit á morgnana eins og hverja aðra refsingu. Þegar veraldlega hlutanum var lokið tók við fræðsla í andlega hlutanum, sem var ekki lítill að vöxtum þar sem búddisminn byggist á æva- fomum kenningum og hefðum. Vissulega fylgdu ýmar hefðir og venjur því háa embætti sem barnið var sest í. Þótt fjöl- skylda hans flytti til Lhasa með honum, bjó hún ekki í höll Dalai Lama. Móðir hans fékk að koma í heimsóknir en með þeim fyrirmæl- um að hún ætti alltaf að sitja skör lægra en hann og mætti ekki snerta hann. Þetta lét barnið auðvitað ekki bjóða sér. Enginn hafði sagt því að það ætti að sitja skör hærra en móðirin og mætti ekki snerta hana. Því var það að þótt þau byggju ekki í sama húsi, var samband þeirra mjög náið og varð stöðugt nánara eftir því sem árin liðu. Þegar Dalai Lama fór í útlegð til Indlands, fór móðir hans með honum og bjó alla tíð síðan í næsta húsi við hann. Unglingurínn og kínverski alþýðuherínn Dalai Lama var aðeins fjórtán ára þegar Kínverjar byrjuðu að feta sig inn í Tíbet. Þeir lögðu landið nokkuð hratt undh- sig í nafni frelsisins. Það var frelsisher kínverska al- þýðulýðveldisins sem kom til þess að frelsa þjóðina. I október 1950 var herinn kominn í námunda við höfuðborgina Lhasa sem er í suðurhluta Tíbet. Undan hverju Kínverjar ætluðu að frelsa Tíbet hlýtur að vera ráðgáta. Tíbetar eru einhver friðsamasta þjóð sem um getur. I trúarbrögðum þeirra er alger vantrú á því að nota ofbeldi til að leysa ágreiningsmál, herinn - ef her skyldi kalla - var eins og hver önnur hjálparsveit og í land- inu voru ekki til nein nútímavopn. Þeir höfðu ekkert í kínverska alþýðuherinn að gera. í nóvember fékk hinn ungi Dalai Lama heimsókn. Þar var á ferð Takster Rinpoché, eldri bróðir hans, sem nú var ábóti í klaustr- inu í Kumbum. Hann útskýrði fyrir litla bróð- ur sínum, þjóðarleiðtoganum, hvernig þjóð hans hafði farið út úr yfirgangi Kínverja. Kumbum-klaustrið lá nærri landamærum Kína og hafði því fljótlega fallið í kendur Kín- verja sem héldu munkunum eins og föngum þar. Þeir höfðu hins vegar fljótt áttað sig á því að Takster var bróðir leiðtogans. Eftir að hafa látið hann gangast undir heilaþvott í kenning- um kommúnismans, ákváðu þeir að senda hann til Lhasa til þess að snúa Dalaí Lama og fá hann til að lúta kínverskri stjórn. Ef Dalai Lama neitaði, átti bróðir hans að myrða hann. Beiðni um hjálp frá Vesturlöndum Ekki hafði heilaþvotturinn tekist sem skyldi vegna þess að Takster ráðlagði sínum unga bróður að óska eftir herstyrk frá út- löndum til þess að berjast við Kínverjana. Dalai Lama sem vissi nánast ekkert um kín- versku þjóðina og alls ekkert um kommún- ismann, varð orðlaus við þessa tillögu. Þótt Búdda hafi bannað mannfómir, gaf hann í skyn að þær væru réttlætanlegar undir vissum kringumstæðum og Takster hélt því fram að nú væru einmitt „vissar“ kringum- stæður. Hann var tilbúinn til að kasta kuflin- um, fórna munkaheitum sínum og gerast erindreki fyrir Tíbet á erlendri grund. Hann var sannfærður um að hann fengi Bandaríkin til þess að styðja hugmyndina um Tíbet sem áframhaldandi sjálfstætt og ftjálst ríki. Takster hvatti Dalai Lama ennfremur til að flýja land; hann mætti undir engum kringum- stæðum falla í hendur Kínverjum. Hinn 15 ára gamli leiðtogi hafði takmarkað- an skilning á því sem bróðir hans var að segja. Hann hafði um nóg annað að hugsa. Hinn 17. nóvember stóð til að vígja hann inn í embætti Dalai Lama. Sá dagur rann upp og leið með löngum og miklum athöfnum. Þegar hann var kominn að kveldi, skipaði Dalai Lama tvo forsætisráðherra. Ástæðan fyrir því að þeir voru tveir var sú að í ríkisstjórninni var allt tvöfalt. í hverju embætti voru bæði leikmaður og munkur. Sá siður hafði verið tekinn upp á dögum hins 5. Dalai Lama og virkað vel í gegnum aldirnar. Hins vegar seg- ir Dalai Lama frá því í ævisögu sinni að þessi stjómskipun hafi komið illa heim og saman við 20. öldina og að spillingin í stjórnkerfinu hafi verið orðin gríðarleg þegar hann tók við embætti. Það var fátt sem Dalai Lama gat gert þar sem endurbætur gátu aðeins komið til að tillögu þjóðþingsins. Tillögurnar voru síðan bornar undir Dalai Lama til samþykkis. Hann hafði því aðeins úrskurðarvald. Það sem gerði málið enn erfiðara var ótti meðlima trú- félagsins við erlend áhrif. Þeir voru sannfærð- ir um að þau myndu eyðileggja búddismann í Tíbet. „Friðsamleg“ frelsun Tíbeta En eftir að hafa útnefnt tvo forsætisráð- herra sendi Dalai Lama nefnd til Bandaríkj- anna, Englands og Nepal og óskaði eftir því að þessar þjóðir blönduðu sér í deilurnar á milli Tíbeta og Kínverja. Aðra nefnd sendi hann til Kína í von um að fá yfirvöld þar til að draga her sinn til baka úr landinu. I lok ársins var ljóst að Kínverjar voru heldur að sækja í sig veðrið í austurhluta Tíbet. Þeh- sendu þangað aukinn liðsstyrk og að lokum ákvað Dalai Lama að fara að ráðum sinna helstu ráðgjafa og flytja sig um set, til Dromo, sem er í syðsta hluta landsins, skammt frá landa- mærum Buthan og Nepal. Ef ástandið héldi áfram að versna, yrði auðvelt fyrir Dalai Lama að flýja land. Með í förinni voru reynd- ustu ráðgjafar hans og ráðherrar og þeir tóku með sér öll innsigli ríkisins. Á meðan Dalai Lama var í Dromo kom Kín- verski alþýðuherinn sér fyrir í Lhasa. Enn áttu eftir að líða nokkur ár áður en Dalai Lama flýði land sitt og á næstu árum var hann í stöðugum samningaumleitunum við Kínverja. En allar tillögur sem komu frá þeim voru óviðunandi, einkum hin mikla tillaga sem kölluð var sautján-liða-samningurinn, þar sem Dalai Lama átti meðal annars að samþykkja „friðsamlega frelsun Tíbeta,“ að Kínverjar mynduðu eins konar „sendiríkisstjórn“ í Tíbet og sjálfur átti Dalai Lama að vera einhvers konar súkkulaði/kleina, andlegur leiðtogi í þjóðskipulagi sem bannaði öll trúarbrögð. Rökin sem fylgdu þessum samningi voru þau að síðustu hundrað árin hefðu spilltir heim- svaldasinnar lagt Tíbet undir sig og viðhaft alls kyns blekkingar og valdabrögð. Afleiðing- in væri sú að tíbeska þjóðin væri bundin í þrældóm og þjáningar. Sumarið 1951 sendu svo Kínveijar samn- ingsnefnd til Dromo til þess að „sýna“ Dalai Lama fram á vináttu sína og góð áform. Leið- togi þeirrar nefndar var Chiang Chin-wu, sem hvatti Dalai Lama til að snúa aftur til Lhasa; honum stæði engin ógn af Kínveijum, heldur þvert á móti, Maó formaður vildi umfram allt styrkja vináttuna við hann og þjóð hans. Opinber heimsókn til Kína Dalai Lama sneri aftur tU Lhasa og á næstu þremur árum var þrefað fram og til baka og til baka og fram um þjóðskipulagið, stjórnskipulagið og framtíðaráformin. Sam- skipti kínverja og ríkisstjómar Dalai Lama urðu sífellt verri en eftir því sem ástandið versnaði. Lögðu Kínverjar meiri áherslu á að hafa bein samskipti við Dalai Lama sjálfan. Sumarið 1954 bauð Maó formaður honum í opinbera vináttuheimsókn til Kína. Þangað fór hinn nítján ára gamli þjóðar- leiðtogi snemma árs 1955 og að hætti hússins, sýndi Maó honum ekkert annað en vináttu og dreif hann til að sjá allt það stórkostlegasta í landinu, hvort sem var á menningar- eða at- vinnusviðinu. Unglingurinn var gagntekinn og nokkuð sannfærður um að kommúnisminn væri einmitt það veraldlega tæki sem gæti tryggt öllum jafnan rétt og lífsafkomu. í sjálfsævisögunni lýsir Dalai Lama sér sem al- gerum græningja í þessari ferð; opineygum, opinmynntum krakka sem sá svo margt stórt og mikið að hann gleymdi að hugsa. Allt þar til kom að kveðjustundinni og Maó sagði við hann að trúarbrögðin væru eitur. í fyrsta lagi kæmu þau í veg fyrir að íbúum fjölgaði vegna þess að nunnur og munkar yrðu að lifa skírlífi. I öðru lagi hindruðu þau efnahagslega þróun. „Eg fann að mér snögghitnaði í andliti,“ segir Dalai Lama, „og ég varð skyndilega skelfingu lostinn11. Þegar Dalai Lama sneri aftur til Lhasa biðu hans dapurlegar fréttir. Sendinefndir hans til Vesturlanda höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Það var Ijóst að heimurinn hafði snúið baki við Tíbet, en það sem olli honum mestum harmi var að Indland hafði samþykkt kröfur Kínverja um yfirráð í Tíbet. Nehru hafði gert sáttmála við Kínverja um að löndin tvö skiptu sér ekki af „innan- ríkismálum" hvort annars. Samkvæmt sátt- málanum var Tíbet hluti af Kína. Fótgangandi á flótta Næstu árin einkenndist ástandið í Tíbet af stigvaxandi átökum. Kínverjar notuðu herafla sinn óspart til að brjóta á bak aftur hverja minnstu hugsun Tíbeta um andóf eða upp- reisn. I lok 6. áratugarins voru átökin orðin það blóðug og mannfórnirnar slíkar að mönn- um var ljóst að líf Dalai Lama var einskis virði í augum Kínverja. Hann yrði næstur í röðinni. Hann var í rauninni orðinn fangi í Norbulingka-klaustrinu og í mars 1959 var honum ekki lengur til setunnar boðið. Það var umsátursástand í borginni en með því að dul- búa sig og fara eftir leiðum sem engum Kín- verja dytti í hug að hinn háæruverðugi Dalai Lama léti sjá sig á, fór hann fótgangandi út úr borginni og hélt af stað í átt til Indlands. Með Dalai Lama flýði fjöldi manns. Sumir héldu af stað rétt á undan honum, aðrir rétt á eftir. En fyrstu árin sem hann var í útlegð, flýðu tugþúsundir Tíbeta á eftir honum; nunn- ur, munkar og leikmenn sem ekki gátu unað við yfirgangssemi og valdníðslu Kínverja. Tí- betarnir í útlegð settust á endanum að í Dharamsala, sem er í fjallahéraði á Norður- Indlandi, þar sem höfuðstöðvar Dalai Lama eru enn í dag. Þótt Dalai Lama harmi örlög þjóðar sinnar, er síður en svo að hann gráti sín eigin. Á viss- an hátt segir hann útlegðina hafa orðið sér til gæfu. í stað þess að eyða lífinu í hvers kyns seremóníur og íhaldssemi á hefðir og klæða- burð og forskrifaða fjarlægð frá öðru fólki, hefur hann hlotið frelsi til að klæðast aðeins einföldum munkakufli, afskaffa þær hefðir sem henta ekki nútímanum og vera stöðugt á ferðinni til að leggja sitt af mörkum til að efla frið í heiminum. Hann hittir aragrúa af fólki á ári hverju, þjóðarleiðtoga og almenna borg- ara. Hann hefur einnig átt þess kost að leggja stund á öll helstu trúarbrögð heims sem hann telur alveg jafn merkileg og búddismann. Hann segir frá því í ævisögu sinni að ein merkilegasta stund sem hann hafi lifað var þegar hann hitti Jóhannes Pál páfa II, á Italíu 1982 og þeir komust að því að gildismat þeirra og lífssýn fóru algerlega saman. Á sama ára- tug kynntist hann Robert Rucie, erkibiskupi í Kantaraborg og með þeim tókst varanleg vin- átta. Öll helstu trúarbrögð heims jafn merkileg Dalai Lama er trúr sinni sannfæringu um að engin af helstu trúarbrögðum heims séu öðrum fremri, heldur feli þau öll í sér boðskap um kærleika, samúð, umburðarlyndi, þolin- mæði og umhyggju fyrir þeim sem eiga bágt. Hvað grundvallarkenningai’ varði, sé fleira sem tengir þau en aðskilur. Hins vegar leiðir hann að því rökum að helgihald, hefðir og sið- ir sé það sem greinir þau að - en slíkt sé alltaf í samræmi við það samfélag sem trúarbrögðin þrífist í. Af þeim ástæðum telur hann hæpið að fólk skipti um trúarbrögð. Að minnsta kosti þurfi að felast mjög ígrundaðar og trúarleg^r ástæður á bak við slíka ákvörðun. Það sé hvorki nóg að vera leiður á sínum eigin trúarbrögðum, né að finnast annarra þjóða trúarbrögð einfaldlega smartari. Slíkt kalli aðeins á andlegar þrengingar þegar fram í sældr. í nýjustu bók sinni, Betri heimur, færir Dalai Lama rök fyrir því að trúarbrögð eigi ekki að skipta okkur máli í þrá okkar eftir betri heimi. Það skipti ekki neinu máli hvort við aðhyll- umst trúarbrögð yfir höfuð. Það sem skipti máli séu þær grundvallar mannlegu tilfinning- ar sem við höfum, hvar sem við búum, hvernig sem við erum á litinn og hverju sem við trú- um. Tilfinningar eins og kærleikur, umhyggja, samúð og svo framvegis séu þau einu vopn sem fær eru um að skapa varanlegan frið í heiminum. Dalai Lama hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Sunnudagur (19.11.2000)
https://timarit.is/issue/133500

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Sunnudagur (19.11.2000)

Aðgerðir: