Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 65

Morgunblaðið - 08.12.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 8; ÐESEMBER 2000 65: nefndir ofan til að smíða skólanám- skrár, matskerfi og annað sem að gagni mætti koma. Þetta gera kenn- arar í yfirvinnu. Að sjálfsögðu. Síð- degis. Að sjálfsögðu. Dauðþreyttir. Að sjálfsögðu. Við - kennarar - er- um nefnilegar orðnir svo vanir þ\i' að láta traðka á okkur að allt er að verða sjálfsagt. Við bröltum þetta einhvern veginn. Virðingin fyrir starfi okkar er hvort sem er fokin út í veður og vind. Við núverandi skilyrði er er engin von að markmið aðalnámskrár nái fram að ganga. Viðamiklar rann- sóknir í Bandaríkjunum og Kanada sl. tvo áratugi sýna að breytingar á skólastarfi ganga oft treglega (Full- an, 1991). Þetta kemur til af því að slíkar breytingar eru flóknar og snúast fyrst og fremst um fólk. Það eru margir þættir sem þurfa að haldast í hendur og það þarf að hlúa vel að kennurum vegna þess að breytingum fylgir álag, óvissa og kvíði. Að kenna annað en maður hef- ur kennt, að kenna öðurvísi en mað- ur hefur gert, er heilmikið átak vegna þess að það er svo mikilvægt að allt gangi snuðrulaust með tutt- ugu og fimm börnum eða unglingum í litlu rými sem kallast skólastofa. Þetta skilur enginn til fullnustu nema hann hafi kennt. Það skilja svo fáir hvað það þýðir að kenna. Eða eigum við heldur að segja: það misskilja svo margir þetta starf. Ástæðan er einföld: Allir hafa séð kennara að störfum. Hann stendur bara þarna við töfluna og talar. Mikill vandi, ha? En hvað er hann að segja? Hvað er hann að skrifa á töfluna? Vellur þetta bara viðstöðulaust upp úr honum? Gæti hugsast að til að tala svona þurfi maður að vera vel að sér? Gæti hugsast að til að útskýra vel þurfi maður að undirbúa sig af kostgæfni? Gæti hugsast að til að ná vel til nem- enda þurfi maður að leggja alúð við starfið. Gæti hugsast að til að búa nemendum góð skilyrði til náms þurfi kennari þeirra að vera vel menntaður í sinni grein og í kennslu- fræðum? Gæti hugsast að hann þyrfti að búa við góð vinnuskilyrði? Gæti hugsast að hann þyrfti að vera vel launaður? Skóli er samfélag. Skóli er samfé- lag þar sem leitast er við að skapa nýrri kynslóð skilyrði til þroska. Þetta er viðkvæmt samfélag vegna þess að þar er fólk að hjálpa fólki, kennarar að hjálpa nemendum að læra. Þetta samfélag framleiðir ekki hluti og heldur ekki peninga. Það býr til fólk. Það hjálpar fólki að verða til. Þetta er viðkæmt samfé- lag. Þess vegna þurfum við að hlúa að því af fremsta megni. Svo kenn- urunum líði vel. Svo börnunum okk- ar líði vel. Svo unglingunum okkar líði vel. Svo samfélagi okkar allra farnist vel. Svo framtíðin verði björt. Heimild: M. Fullan (1991). The New Meaning of Educational Change. (2. útgáfa). Ontario: Oise Press. Rothögg? Höfundur er kennnri við HI og KHÍ. Hafþór Guðjónsson ÞAÐ er kannski ekki viðeigandi að tala um rothögg þegar skólar eru annars vegar. Fólk rotast, ekki skólar, ekki beinlínis. Engu að síður notum við orða- lag af þessu tagi þegar við tölum um stofnanir eða fyrirtæki og finnst að stefni í óefni. Þannig er mér innanbrjósts þegar ég hugsa um framhaldsskólann og verkfall það sem nú stendur yfir. Mér er ekki rótt. Sjálfur hef ég kennt í framhalds- skóla í tvo áratugi og upplifað þrjú verkföll. Nú hef ég flutt mig um set á næsta skólastig fyrir ofan þar sem hlutverk mitt er að mennta verðandi raungreinakennara, bæði við Há- skóla Islands og við Kennaraháskól- ann. Þá ber hins vegar svo við að á báðum þessum stöðum er þunnt skipaður bekkurinn. Við fáum ekki nemendur. Ungt fólk sem hefur menntað sig í raungreinum leitar á önnur mið. Neitar að vinna á þeim kjörum sem bjóðast í skólunum. Kynningarfulltrúi Kennarasam- bands Islands upplýsir okkur að af 1.237 framhaldsskólakennurum séu 40 undir þrítugu. Ungt fólk hefur ekki áhuga á því að ganga inn í stétt sem er að deyja út. Málið er ósköp einfaldlega þetta: Framhaldsskólinn er að hrynja. Ekki skyndilega eða allt einu heldur hægt og bítandi. Framhaldsskólinn hefur verið í kreppu að minnsta kosti í tvo áratugi. Þetta „barn“ þjóðarinnar hefur verið vanrækt frá upphafi. Ég nota orðið „barn“ vegna þess að framhaldsskóli fyrir alla er nýtt fyrirbæri á íslandi. Gáum að því að það eru aðeins um þrír ára- tugir síðan hér voru aðeins þrír eða fjórir framhaldsskólar. Nú eru þeir hátt á þriðja tuginn. Af hverju hefur þeim fjölgað svona mikið? Eins og áður er svarið einfalt: Af því að við - íslenskur almenningur - viljum tryggja börnum okkar góða mennt- un. Ollum börnum. Öllum ungling- um. Ekki bara þeim sem eiga efnaða foreldra. Nú er þessi draumur að breytast í martröð. Draumurinn er að breytast í mar- tröð. Skólasamélög framhaldsskól- anna í byggðum landins eru að liðast í sundur. Kennarar eru að verða gamlir og þreyttir, langþreyttir, á endalausu basli áratug eftir áratug. Baráttu fyrir mannsæmandi kjör- um, baráttu fyrir að geta sinnt störf- um sínum vel og af metnaði. Þeir horfa til þess að þjóðfélagið tekur örum breytingum og skynja sinn vitjunartíma. Skynja að nú er átaks þörf sem aldrei fyrr, að vera í takt við tímann, að bretta upp ermar og huga að nýjum kennsluháttum þar sem ný tækni bíður þess að verða nýtt og þróuð. Horfa fram á við. Mæta nýrri öld. Takast á við knýj- andi og spennandi verkefni. Efla skólastarf. Læra. Þroskast. En þetta gerist ekki. Vegna þess að skólastarfið er að liðast í sundur. Kennarar eiga fullt í fangi með að halda í horfinu. Kennari, sem horfir í kringum sig á kennarastofunni og sér bara gömlu andlitin, verður dá- lítið... máttvana. Kennari, sem sér á eftir félaga sínum inn í menntamál- aráðuneytið og veit um leið að hann að hrynja, segir Hafþór Guðjónsson. Ekki skyndilega eða allt í einuheldurhægtog bítandi. mun fá 40 - 50 þúsund króna hærri laun en hann þótt menntun þeirra sé sú sama, verður...fyrir von- brigðum. Og þegar vonbrigðin hrannast upp ár eftir ár missir maður smám saman þróttinn og um leið löngunina til að gera vel. Maður fer að af- plána sitt starf. Þegar svo er komið er skóla- samfélagið í hættu. Og þá er þjóðfélagið líka í hættu vegna þess að velferð þess er undir menntun þegnanna komið. Svo ein- falt. Ég kenndi í framhaldsskóla á síð- asta ári. Þar sem ég er í doktorsn- ámi varð ég að láta mér lynda að lifa af grunnlaunum. Þau voru þá, t.d. 1. október 1999, kr. 139.481. Þá hafði ég kennt í tuttugu ár. Ég er lífefna- fræðingur með masterspróf frá Nor- egi, full kennsluréttindi, verðandi doktor í kennslufræðum. Krónur 139.481. Takk fyrir mig! Framhaldsskólinn er í kreppu. Framhaldsskólinn er Djúpri kreppu. Árum saman hafa yf- irvöld horft á framhaldsskólann drabbast niður. Þjónusta við hann hefur verið lítil sem engin. Kennarar hafa staðið í argasta basli með náms- efni. Margir hafa lagt nótt við dag að búa til sitt eigið efni, sumum tekist að koma því á framfæri, enginn haft aur af því svo máli skipti. Engin námsgagnastofnun, engin kennslu- miðstöð. Aðstæður í skólum oft frá- munalega lélegar. Vinnuaðstaða klén. Þrengsli. Tímaskortur. Stress. Framhaldsskólinn er í kreppu. Því hefðu yfirvöld á þessu landi átt að vera búin að átta sig á fyrir löngu og leggja allt kapp á að byggja hann upp. Ekki brjóta hann niður enda- laust og alltaf. Það breytir hér engu um þó menntamálaráðherra hafi með nokkuð skörulegum hætti látið út ganga boð um nýja stefnu og ný markmið. Ég er að tala um nýgerða aðalnámskrá. Þó að áformin sem þar eru megi ef til vill kallast góð og gild í sjálfu sér er ekki líklegt að þau hafi orðið skólastarfi til framdráttar. Ekki enn að minnsta kosti. Ástæðan er einföld: léleg kjör, lélegur aðbún- aður. Það eru settar niður nefndir á -J ■ \ Toyota Supra Turbo) Verð: 2.690.000,- kr. Arg.: 1993 Ekinn: 75.000 km Vélarstærð: 3000cc ssk. Litur: Rauður einn með öllu! ®> TOYOTA Betn notadir bílar Simi 570 5070 Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafhir og jarðarfarir. Allur ágóði rennur til Uknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <5t" HJÁLPARSTOFNUN V0C/ KIRKJUNNAR Kennarar Gullsmiðir Jalin i nyju Ijasi! Jólaseríur - inni og úti Marglitar, einlitar-gular, raubar, grænar og bláar. £ssoi Olíufélagið hf www.esso.is Eftirminnilegasta jóiagjöfin Jól í öðmm löndum Jólabrauð og kökur Jóla- maturinn I Jólaföndur ÞITT FE Maestro hvarsem ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.