Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 2000 D 3 Kurosawa. Þetta er voða gott vín, ekkert of áfengt og er jafngott kalt og heitt. Þessi áhugi ájapanskri menningu hefur þá komið fram strax á ung- lingsárunum í gegnum kvikmyndir Kurosawa? „Já, ég var rosalega hrifínn af þessum myndum og það má kannski segja að fyrir tilstilli þeirra hafi ég, þegar á unglingsárum, ákveðið að leggja fyrir mig kvikmyndagerð." Heimsfrægur í Japan Svo gerir þú myndina „A köldum klaka“ sem tengir þig órjúfanlegum böndum við Japan. Mér er sagt aðþú sért „heimsfrægur" þar í landi? „Fyrstu ferðina mína til Japans fór ég einmitt til að undirbúa jarð- veginn fyrir töku þeirrar myndar og þetta með „heimsfrægðina" í Japan má kannski rekja til þess að í þeirri mynd lék ein vinsælasta poppstjarna og kvikmyndaleikari í Japan, Masa- toshi Nagase. Bara það vakti auðvit- að athygli á myndinni í Japan og síð- an hafa allar mínar myndir gengið vel þar í landi og eru einkum fjölsótt- ar af yngra fólki, aðallega unglings- stúlkum. Japanir eru afar trygg- lyndir og hafi þeir einu sinni tekið ástfóstri við eitthvað þá fylgja þeir því íram í rauðan dauðann. „Börn náttúrunnai'“ var til dæmis sýnd á besta sýningartíma í japanska sjón- varpinu og hún vann til fyrstu verð- launa á Yubari-kvikmyndahátíðinni fyrir nokkrum árum. Fyrir bragðið átti ég að sitja í dómnefnd á hátíðinni árið eftir en komst reyndar ekki þá vegna anna, sem var leiðinlegt því Dennis Hooper átti að sitja í dóm- nefndinni með mér. Eg fór hins vegar ári seinna. Það var ansi skemmtileg og eftirminnileg ferð því fólkið þama í þorp- inu, Yubari, hafði komið sér upp ís- lenska fánanum og ég var kvadd- ur með virktum og allir í þropinu veifuðu íslenska fánanum í kveðju- skyni. Þannig hefur þetta leitt hvað af öðru og Japanir hafa alltaf tekið mér vel. Eg hef farið einar átta ferðir þangað, aðallega til að auglýsa myndirnar en þeim hefur flestum verið dreift í Japan. Japan er líklega öruggasti mark- aðurinn fyrir mínar myndir. Annað sem er merki- legt við Japani er hversu nákvæmir þeir eru í allri útgáfu- og kynningar- starfsemi. Þar eru gömlu „prógröm- in“ enn í fullu gildi og miklu meira en það því stundum eru þetta þykkir bæklingar. í prógraminu sem fylgdi „Börnum náttúrunnar" er til dæmis sýnd leiðin sem gamli maðurinn fer, fyrst frá Skagafirði til Reykjavíkur og síðan vestur á Hornstrandir og dæmi eru um að japanskir ferða- menn hafi komið hingað til lands og farið í pílagrímsför, nákvæmlega sömu leið. Auk þess eru Japanir svo nákvæmir að þeir vilja vita allt um land og þjóð og í þessu tiltekna pró- grami, sem er eiginlega frekar eins og bók, er rakin saga landsins í stórutn dráttum. Þegar maður lendir svo í viðtölum við japanska fjölmiðla er það eins og yfirheyrsla og stund- um vita þeir meira um Island en ég.“ Hugleiðir týndu Djöflaeyjunni Eftir því sem líður á kvöldið fara samræður út um víðan völl. Friðrik Þór rifjar til dæmis upp þegar Flug- leiðir týndu spólunni með kvikmynd- inni „Djöflaeyjunni“, sem átti að fara fyrir dómnefnd bandarísku kvik- myndaakademíunnar vegna Óskars- verðlaunanna, með þeim afleiðingum að myndin kom aldrei til álita við til- nefningu. „Lífið er bara svona. Allt tilviljunum háð,“ segir hann. Eitt- hvað rámar blaðamann líka í að kvik- myndagerðarmaðurinn hafi þarna um kvöldið verið að lýsa áhuga sín- um á að kvikmynda Njálu og Grett- issögu, „til að loka hringnum", hvað svo sem hann átti við með því. Friðrik Þór er mikill knattspyrnu- áhugamaður og einn af frumkvöðl- um knattspyrnufélagsins Arvakurs en markmið og kjörorð félagsins er: „Fimmtugir í fyrstu deild“. Hann viðurkennir þó að liðsmenn félags- ins séu jafnlangt frá því markmiði nú og þeg- ar þeir byrjuðu fyrir mörgum árum. Hann er líka mikill áhuga- maður um rokk- og popptón- list og er ótrúlega minnugur á liðsmenn íslenskra popphljóm- sveita frá sjöunda ára- tugnum. Hann man til dæmis vel eftir því þeg- ar Ingimundur Sigur- pálsson, nýráðinn forstjóri Eimskips, spilaði á gítar í bíl- skúrshljómsveitinni Beatniks. „Rokkið voru mínar ær og kýr á þessum árum,“ segh' hann og kveðst hafa haldið mikið upp á bresku hljómsveitina „Coloseum" þar sem Diek Heckstall-Smith blés í tvo saxa- fóna í einu. Þar með hefur blaðamað- ur fundið sálufélaga enda Friðrik Þór eini Islendingurinn sem hann hefur hitt sem lýst hefur yfir sameig- inlegum áhuga á þessari sérstæðu rokksveit. En það er allt önnur saga sem ekki verður rakin hér. japönskum matsedli • Misosúpa. búið er til úr sojabaunum, byggi og salti. Miso er notað í súpurnar og grænmetisdýfurnar. Samkvæmt þjóðsögunni er miso gjöf guðanna til mannsins, til að tryggja ham- ingju og heilbrigði og langlífi. ÞANG er eitt af elstu hráefnum jarðar. Algjör Ijörefnabomba með fleiri vítamíntegundum og stein- efnum en í nokkurri annarri fæðu- tegund. Notað er Nori-þang sem til er í mörgum gerðum og blæ- brigðum. Það er ræktað við strönd þar sem saltvatn og ferskvatn mætast. Uppskerutími þangs er á veturna. Það er síðan hreinsað með sólþurrkun. • Nigiri-sushi. SAKE er ekki snafs heldur hrís- grjónavín, sem er álíka mikilvægt Japönum og rauðvín á frönsku matarborði. Það hentar full- komnlega með öllum fiski. Drukk- ið heitt eða kalt. Það er notað jafnt í matinn og með honum. MIRIN er sætt sake sem er not- að til matargerðar. WASABI er grænt japanskt „sinnep", búið til úr piparrót. Því er blandað út í sojasósu með sushi. ENGIFER er borið fram með sushi og er ráðlagt að borða það eftir hvern sushibita. Það hreinsar bragðlaukana og er gott fyrir magann. Fró ðleiksbrunnur uppalenda BÖRN eru býsna marg- brotnir einstaklingar og bregðast misjafnlega við því sem að höndum ber. Þess vcgna er oft erfitt að átta sig á því sem býr undir í háttalagi þeirra. Hvað er óþekkt? Eða fýla? Erum við ekki öll kvíðin einhvern tímann? Hvað er þunglyndi hjá börnum? Það getur verið erfitt fyrir foreldra að vita hvenær þörf er á aðstoð. Þó má segja að þegar erfiðleikarnir fara að hafa neikvæð áhrif á sam- skipti við aðra, nám og þar með þroskamöguleika sé ástæða til þess að leita aðstoðar. Svo segir í formála að Uppeldis- handbókinni, sem kom út fyrir skömmu í íslenskri þýðingu og fjallar uin allt sem viðkemur upp- eldi barna, svo sem þroska á sviði vitsmuna og tilfínninga, málþroska og tjáningar- og hreyfifærni á hverju aldursskeiði. Bókin var gef- in út í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum undir nafninu Your Child, af Bandarísku barna- og unglingageð- læknasamtökunum, og unnin upp á nýtt hérlendis í samráði við sér- fræðinga á barna- og unglingageð- deild Landspítala. Tveir læknar og einn sálfræðingur sáu um að stað- færa Uppeldishandbókina, þeir Gísli Baldursson, Ólafur Ó. Guð- mundsson og Páll Magnússon, og er henni einkum ætlað að fræða, styðja og styrkja foreldra. Svör við vangaveltum foreldra Páll Magnússon sálfræðingur segir fjölbreytileika í inannlegri hegðun spanna vítt svið, sum börn séu erfið, önnur meðfærilegri og oft erfitt að átta sig á því hvenær nauðsynlegt sé að leita hjálpar. Uppeldishandbókin skiptist í fjóra hluta; bernskuskeiðið, algeng hegð- unarvandamál, alvarleg vandamál og leitina að aðstoð, sem síðan greinast í smærri kafía, og segir Páll að foreldrar eða aðrir uppal- endur geti fengið nokkuð grein- argóð svör við vangaveltum sfnuin um barnið með því að hafa til hlið- sjónar upplýsingar sem fram koma íbókinni. „Hingað til hefur verið skortur á ítarlegum upplýsingum á íslensku um ýmiss konar raskanir og sér- hæfðari efni. Við höfum fundið fyr- ir því enda kcmur hingað fólk sem hefur áhyggjur af börnum sínum og leitar eftir greiningu," segir hann. Gísli Baldursson læknir segir að þeir þremenningar hafi fallið fyrir því hversu aðgengileg bókin sé fyr- ir almcnning. „Við höfðum lengi leitað að heimild sem gæti komið til móts við þá eftirspurn sem er eftir þjónustu Barna- og unglingageð- deildar, en legði jafnframt ríkulega áherslu á fyrirbyggjandi þætti. Vandamálið hefur hins vegar verið að slík rit eru oftast of yfirborðs- kennd, eða svo fræðileg að þau ná ekki til almennings. Bókin er stað- færð og síðari hluti hennar að miklu leyti endurritaður. I fyrri hlutanum er ijallað um almennan þroska, minni háttar frávik og síð- ast en ekki síst aðferðir til þess að fyrirbyggja vandamál. Einnig er Ijallað um togstreitu sem getur skapast milli uppalenda og barna og smávægilega hluti sem upp koma dags daglega, ef svo má segja, þótt alls ekki sé um að ræða að einhvers konar formúlur séu gefnar. I síðari hlutanum er athyglinni beint að vandamálum þar sem ráð- stafanir foreldra duga ekki lengur til og ástæða þykir til að leita eftir aðstoð," segir hann. Einfalt dæmi um fyrirbyggjandi aðferðir, sem Gísli bendir á, er við- brögð uppalenda við notkun blóts- yrða eða illu orðbragði. „Þegar þið Gísli Baldursson læknir og Páll Magnússon sálfræðingur hyggjast koma framhaldi Uppeldishandbókarinnar, sem Ijallar um unglingsárin, yfir á íslensku innan tíðar. heyrið barnið blóta er ráðlegt að fara að því með hægð. Segið baminu að þetta orðalag sé með öllu óviðeigandi og þið viljið ekki heyra það. Ef foreldrar bregðast við með offorsi er viðbúið að barnið finni til ákveðins valds. Slík við- brögð geta einmitt valdið því að bamið færist allt í aukana í bölvi og ragni,“ segir í bókinni. Einnig má nefna umfjöllun um ósannsögli, árásargirni, flengingar, ofdekur, ósýnilega vini og leikfangaval, svo fátt eitt sé nefnt. Truflanir á tilfinningalífi, hegðun og þroska f þriðja hluta bókarinnar þar sem gerð er grein fyrir alvarlegum vandamálum og afbrigðileika er farið ítarlega út í truflanir á tilfinn- ingalífi, hegðun og þroska og segir Páll talað um röskun þegar vanda- mál bams sé orðið það alvarlegt að kalli á greiningu og meðferð. „Fjallað er um vanda tengdan til- finningum, hegðun og þroska af því tagi sem kallar á sérfræðiaðstoð. Sú þekking sem hér er að finna ætti að auðvclda lesandanum að skilja hvað amar að barninu og gera hon- um kleift að spyrja geðlækni eða sálfræðing réttra spuminga og leita barninu og fjölskyldunni réttr- ar aðstoðar. Henni er ætlað að auð- velda foreldrum að koma auga á og skilja þessa alvarlegu sjúkdóma og óumflýjanlegar afleiðingar þeirra," segir í bókinni. I kafla um tilfinningaraskanir cr meðal annars fjallað um þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Hegð- unartruflanir ná meðal annars yfir athyglisbrest með ofvirkni, hegð- unarröskun og mótþróaþijósk- uröskun. f kafla um þroskatmflanir er gerð grein fyrir þroskahömlun, gagntækum þroskaröskunum, sér- tækum námserfiðlcikum og öðrum skyldum vandamálum sem geta hindrað þroska barnsins. Þá er far- ið út í geðrofsraskanir og svefn- raskanir. Ólíkum meðferðarleiðum era einnig gerð skil. Hvað felst til dæmis í viðtali við sálfræðing? Af hveiju þarf stundum að nota lyf og hvað gera þessi lyf? Alþjóðlegt greiningarkerf i I bókinni eru skilgreiningar á röskunum miðaðar við greining- arkerfi sem er í alþjóðlegri notkun, sem Páll segjr auðvelda fólki að halda áfram og leita sér ítarlegri upplýsinga, til dæmis á netinu eða i erlendum ritum. „Notkun slíkra skilgreininga gerir meðal annars kleift að nýta þann mikla fróðleik um greiningu og meðferð sem aflað hefur verið í erlendum rann- sóknum." Gísli og Páll segjast að endingu mjög ánægðir með útgáfu Uppeld- ishandbókarinnar. „Við teljum að boðskapur bókarinnar eigi erindi til allra uppalenda, bæði foreldra og annarra, en einnig til grunn- skóla og leikskóla. Rík áhersla er lögð á fyrirbyggjandi þætti og ekki vanþörf á. I bókinni er bömunum fylgt að 12 ára aldri en framhald hennar fjallar um unglingsárin og kom út á sama tíma og hin fyrri í Bandaríkjunum. Sú bók heitir á ensku Your Adolescentog erstefnt að íslenskri útgáfu hcnnar innan tíðar.“ Skyldu þeir hafa einhvern tíma aflögu? „Ætli við notum ekki bara sumarfríið okkar aftur,“ segir Páll- Magnússon að lokum. hke Cappuccino kaffivélin! La Pavoni fyrir fagur- og sælkera. Kaffivélarnar frá La Pavoni á Ítalíu eru rómaðar fyrir góða hönnun.endingu og gott kaffi. Pær eru fáanlegar í tveimur stærðum og í látúnieða kopar. Með La Pavoni kaffivél getur þú m.a. lagað cappuccino, espresso, caffé iatte, tevatn, súkkulaði og jafnvel trekkt fisk. Kaffivélarnar hita vatnið í þrýstikút upp í 120 gráður sem tryggir hina sönnu lögun. KAFFI BOÐe.f. V/BARÓNSTÍG (GRETTISGÖTU 64), 101 Rvk. símar: 582 1029 899 3034 Fax: 562 1059 aaá 1-2 bolla í einu: 12 - 20 bolla í senn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.