Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 ÍÞRÓTTIR Roma sterkari Ungverjar Evrópu- meistarar KVENNALANDSLIÐ Ung- verja í handknattleik varð á sunnudag Evrópu- meistari þegar liðið vann Úkraínu í úrslitaleik 32:30 sem fram fór í Búkarest í Rúmeníu þar sem 5.000 áhorfendur fylgdust með gangi mála. Leikurinn var æsispennandi en í leikhléi var staðan 17:13 Ungverj- um í vil. Úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu þar sem staðan var jöfn 26:26 eftir venjulegan leik- tima. Það var ungverska skyttan Agnes Farkas sem jafnaði leikinn 26 sek- úndum fyrir leikslok og tryggði Úngverjum fram- lengingu en Farkas var erfið viðureignar í leiknum og skoraði alls 12 af mörk- um liðsins. I framlenging- unni tóku Ungverjar öll völd og innbyrtu nokkuð öruggan sigur og tryggðu þar með liðunum önnur verðlaun sín á stórmóti á þessu ári en liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleik- unum í Sydney í haust. Hertha Berlín Roma styrkti stöðu sína á toppi ítölsku 1. defldarinnar með því að sigra meistara Lazio, 1:0, í upp- gjöri Rómarliðanna. Það var sjálfs- mark sem réð úrslitunum en Paolo Negri, vamarmaðm- Lazio, varð fyrfl- því óláni að skora í eigið mark. Roma er með sex stiga forskot á Juventus og Atalanta og lærisveinar Fabios Capello stefna ótrauðir á langþráðan meistaratitil. Lazio gengur hins veg- ar ekki sem skyldi og mikil pressa er kominn á þjálfarann, Sven Göran Er- ikson, eftir þennan ósigur en Lazio er tíu stigum á eftfl' Roma. Juventus virðist vera að rétta úr kútnum eftir köflótt gengi á leiktíð- inni. Juventus skaust í annað sætið með 4:1 sigri gegn Lecce. Filippo Inz- aghi fékk sæti í byrjunarliðinu að nýju og þakkaði fyrir það með því að skora tvö af mörkum sinna manna sem léku manni fleiri í 50 mínútur. Nýliðarnir í Atalanta hafa komið mjög á óvart en liðið er jafnt Juventus að í 2,- 3. sæti. Það var markahrók- minn Maurico Ganz, fyrrum leikmað- ur Mílanó-liðanna Inter og AC Milan, sem tryggði nýliðunum dýrmæt þrjú stig með marki sjö mínútum fyrir leikslok. AC Milan varð að gera sér annað stigið að góðu gegn Verona en liðin skfldu jöfn, 1:1, á heimavelli Verona. Massimo Ambrossini skoraði mark Milan-liðsins. Ekki gekk betur hjá hinu Mílanó- liðinu því Inter gerði markalaust jafntefli gegn Brescia á San Síró. Ro- berto Baggio, fyrrum liðsmaður Int- er, komst næst því að skora í leiknum en í tvígang skaut hann rétt framhjá úr góðum færum. Ovæntustu úrslit deildarinnar urðu í Parma þar sem heimamenn töpuðu fyrir Vicenza. Luca Toni skoraði bæði mörkVicenza. heillum horfið AP Eyjólfur Sverrisson, Herthu Berlín, á hér í höggi við Stefan Effenberg, fyrirliða Bayern Munchen (t.v.), á Ólympíuleikvanginum í Berlín, þar sem Bæjarar fögnuðu sigri, 3:1. ÞEGAR vetrarfrí er skollið á í þýsku úrvaisdeildinni í knatt- spyrnu er Schalke í toppsæti deildarinnar. Á síðustu vikum hafa liðin skipst á að leiða deild- ina. Leverkusen og Hertha voru í toppsætunum ekki alls fyrir löngu en báðum liðum hefur vegnað illa að undanförnu. Meistararnir í Bayern Múnchen hafa hægt og bítandi verið að sækja í sig veðrið og eftir sig- urinn gegn Herthu eru Bæjarar í öðru sæti, stigi á eftir Schalke. Stórleikurinn í þessari síðustu umferð fyrir fríið var viðureign Herthu Berlín og meistara Bayern Munchen á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þar unnu Bæjarar sinn fyrsta sigur í 18 ár en lokatölur urðu 3:1. Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Herthu hafa gefið mikið eftir á síðustu vikum og eru nú í sjötta sæt- inu, sex stigum á eftir toppliðinu. Santa Cruz, Paragvæinn í liði Bæj- ara, kom sínum mönnum yfir eftir 16 mínútna leik en 10 mínútum síðar jafnaði Michael Preetz metin fyrir heimamenn. Stefan Effenberg kom Bayem yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mín- útu og varamaðurinn Alexander Zickler innsiglaði sigurinn úr skyndisókn á 60. mínútu. „Við sýndum að við getum spilað mjög vel þegar við emm undir pressu,“ sagði Effenberg og bætti því við að honum þætti hálffúlt að fara í frí nú þegar liðið væri að smella saman. Eyjólfur Sverrisson lék allan tím- ann í vöm Herthu. Helgi setti tvö mörk fýrir Panathinaikos HELGI Sigurðsson opnaði marka- reikning sinn á þessari leiktíð í grísku 1. deildinni í knattspymu. Helgi gerði sér lítið fyrir og skor- aði tvö mörk þegar Panathinaikos sigraði Ethnioks, 3:0, á útvelli. Helgi lék síðasta hálftíma leiksins og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi nýtt tækifæri vel því hann skoraði tvö síðustu mörk Panathinaikos á 79. og 90. mínútu. Helgi hefur ckki verið í náðinni hjá Angelos Anastasiadis þjálfara Panathinaikos á leikt íðinni. Hann hefur mátt sætta sig við að vera ut- an við liðið í nær allan vetur en fyr- ir þennan leik hafði Helgi aðeins fengið að spreyta sig í nokkrar mínútur í einum deildarleik. Mjög mikilvægt fyrir mig „Loksins fékk ég tækifærið og það var frábært að ná að skora þessi mörk og mjög mikilvægt fyrir mig. I fyrra markinu skoraði ég með viðstöðulaust skoti á lofti og það síðara var skallamark. Bæði mörkin voru mjög góð þótt ég segi sjálfur frá. Þjálfarinn kom til mín eftir leikinn og kvaðst hafa verið mjög ánægður með mig og þetta getur auðvitað breytt heilmiklu. Eg ætla að vona að þetta opni leið lyrir mig að fá að spila meira,“ sagði Helgi í samtali við Morg- unblaðið skömmu eftir leikinn en eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur Helgi verið ósátt- ur við stöðu sma hjá félaginu og hefur verið að velta fyrir sér að komast burtu frá félaginu. Helgi heldur í dag til HoIIands en Pantahinaikos mætir Ajax í afmæl- isleik sem fram fer í Amsterdam á miðvikudaginn og er reiknað með að leikvangurinn glæsilegi, heima- völlur Ajax, verði þéttskipaður. Helgi kemur síðan í stutt jólafrí til Islands á fimmtudag en næsti deildarleikur er 3. janúai'. Panath- inaikos er í öðru sæti deildarinnar, fjórnm stigum á eftir Olympiakos. Gullfallegt mark Arnars ARNAR Grétarsson skoraði gullfallegt mark með viðstöðulausu föstu vinstri fótar skoti af 20 til 25 metra færi þegar Lokeren sigraði Standard, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Islendingarnir í liði Lokeren áttu allii' góðan dag. Enginn var þó 4>etri en Arnar Grétarsson sem var frábær. Arnar Við- Kristján arsson átti m-íöK Bernburg góðan dag sem skrifarfrá vinstri bakvörður, Belgíu barðist eins og ljón frá fyrstu mínútu þar til dómarinn flautaði af. Rúnar Kristinsson lék vel og var með hnitmiðaðar send- ingar en þyrfti að ná upp meiri hraða. Hann virkaði á stundum þreyttur og var hann tekinn út af á 89. mínútu. Auðun Helgason var sterkur í vörninni. Hann fékk högg á lærið í miðjum leik en hann hefur ekki hlotið nafnið Rambo fyrir ekki neitt og hélt hann áfram og lék út allan leikinn. Eftir leikinn voru Is- lendingarnir teknir í viðtal af belg- ísku sjónvarpstöðinni VTM en leik- ur Lokeren og Standard verður tekinn fyrir í þættinum VTM Extra Time sem sýndur verður í kvöld. Þjálfari Lokeren, Leekens, var að vonum mjög ánægður með sigur á Standard. „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Arnars Grétarssonar. Hann átti nú aftur mjög góðan leik,“sagði Leekens. Sigurður Ragnar ósáttur Harelbeke tapaði 2:1 á móti Beveren. Sigurður Ragnar Eyjólfs- son var í byrjunarliði Haralbake en var tekinn útaf á 22. mínútu. Það vakti athygli að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem hefur ver- ið að skora fyrir Harelbeke, var tekinn út af eftir aðeins 22 mín- útur. Var það hinn nýi þjálfari sem tók hann útaf án þess að gefa hon- um nokkrar skýringar. „Ég varð að vonum mjög vondur vegna þess að vera tekinn út af þegar leikurinn var rétt að byrja. Þjálfarinn, sem veit ekki einu sinni hvað ég heiti, sagði aðeins að þetta væri ekki minn dagur og við skyld- um ræða þetta seinna. Eg er mjög vonsvikinn út í forráðamenn Harel- beke sem eiga eftir að greiða laun til leikmanna og það er mikil óstjórn á öllum sviðum. Sumir leik- menn hafa ekki fengið laun í þrjá mánuði. Segja forráðamenn Harel- beke að þetta lagist þegar Genk borgi þeim það sem þeir skulda. Eins og málið er í dag lítur þetta ekki vel út,“ sagði Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson. Meistaramir lágu Meisturum Deportivo mistókst að komast á topp spænsku 1. defldarinn- ar þegar liðið tapaði á útivelli fyrir spræku liði Alaves, 3:1. Deportivo fékk óskabyrjun þegar Victor kom liðinu í forystu en heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu. Javi Mor- eno, markahæsti leikmaður deildar- innar, skoraði tvívegis í íyrri hálfleik og Ivan Alonso innsiglaði sigurinn 20 mínútum íyrir leikslok. Valencia er með tveggja stiga for- skot á toppi deildarinnar eftir 2:0 sig- ur á Malaga. Norski landsliðsmaður- inn John Carew og Ruben Baraja skoruðu mörkin. Leikmenn Real Madrid komu til baka eftir háðuglega útreið í spænsku bikarkeppninni í síðustu helgi og sigruðu Espanyol, 2:1, á útvelli. Fern- ando Morientes og Luis Figo skoruðu mörk Madridarliðsins á fyrsta stund- arfjórðungnum. Mark Figos var sér- lega glæsilegt - beint úr aukaspymu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.