Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
i
2000
■ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER
BLAD
ísland féll
um eitt sæti
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu karla féll
um eitt sæti á styrkleikalista alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, FIFA, sem kom út í gær.
Islenska liðið er í fimmtugasta sæti á listanum -
f 27. sæti Evrópuþjóða á listanum. Þess má geta
að íslenska liðið var í 43. sæti um sl. áramót,.
Brasilíumenn eru efstir á listanum í árslok -
sjöunda árið í röð. Heims- og Evrópumeistarar,
Frakkar, eru í öðru sæti á listanum. Argentínu-
menn eru í þriðja sæti og í fjórða til fimmta
sæti koma landslið ftalíu og Tékklands. Portú-
gal er í sjötta sæti, síðan kemur Spánn, Hol-
land, Júgóslavía, Paragvæ, Þýskaland, Mexíkó,
Rúmenía, Noregur, Kólumbía, Bandaríkin og
England, sem er í sautjánda sæti.
Danir og Svíar eru í 22.-23. sæti.
Króatíska skíðakonan Janica Kostelic sigraði í svigi á heimsbikarmóti í Sestriere á Ítalíu í gær. Hér er Kostelic
á fleygiferð í fyrri umferðinni en þar náði hún besta tímanum.
KSÍ
sektað
um
130.000
krónur
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands, KSÍ, hefur verið gert að
giæiða Knattspyrnusambandi Evr-
ópu, UEFA, 2.500 svissneska
franka, um 130.000 krónur í sekt.
Að sögn Geirs Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra KSÍ, er sektin
komin til sökum þess að fjórir leik-
menn drengjalandsliðsins, skipað
leikmönnum 18 ára og yngri, fengu
gult spjald í einum og sama leikn-
um, gegn Pólverjum í undankeppni
Evrópumótsins 16. október sl.
UEFA tekur mjög strangt á þeg-
ar margir leikmenn sama liðs fá gul
eða rauð spjöld í landsleikjum og
því er sektin tilkomin. „Þetta er
eina sektin sem við höfum fengið
frá UEFA á þessu ári og er því
miður einni og mikið. En við höfum
samt fengið verri ár en þetta,“ sagði
Geir.
Hann sagði ennfremur að um-
ræðunni um sektir vegna spjalda
væn stöðugt haldið vakandi innan
KSÍ og landsliðanna. „Svona leikir
koma einstöku sinnum og það verð-
ur að taka því,“ sagði Geir. KSÍ
þurfti ekki að greiða sektir vegna
áminninga árið 1999.
Kostelic í
hörkuformi
KRÓATÍSKA skíðakonan Janica
Kostelic er í hörkustuði í skíða-
brekkunum þessa dagana. í gær
vann hún sinn fjórða heimsbikar-
sigur í röð í svigi á þessu tímabili
þegar hún varð hlutskörpust í
Sestriere á Ítalíu. Þessi 18 ára
gamla stúlka frá Zagreb sýndi mik-
ið öryggi. Hún var með besta tím-
ann eftir fyrri ferðina og í síðari
ferðinni hélt hún fengnum hlut.
Norska stúlkan Trine Bakke varð
önnur og Kristina Koznick frá
Bandaríkjunuin hafnaði í þriðja
sæti.
Kostelic hefur unnið siðustu sex
mót sem hún hefur tekið þátt í en
metið eru áttar sigi’ar í röð sem
Vreni Schneider afrekaði tímabilið
1988-1999.
„Eg er ekkert að hugsa um þetta
met. Eg hef unnið fjögur mót í röð
nú í byrjun ti'mabilsins og ég er auð-
vitað mjög ánægð með það. Keppi-
nautar mínir eru að skíða mjög vel.
Þeir verða betri og betri með
hverju móti svo það er langur vegur
frá að ég sé örugg með sigur þó svo
að vel hafi gengið hingað til,“ sagði
Kostelic sem hefur greinilega jafn-
að sig eftir erfið meiðsli sem hún
varð fyrir á hné á síðasta tímabili.
Öm með sjötta
besta tímann á EM
SIGURTÍMI Arnar Arnarsonar í 200 m baksundi á Evrópumeist-
aramótinu í Valencia var sjötti besti árangur mótsins samkvæmt
alþjóðlegri stigatöflu eftir því sem fram kemur á heimasíðu
Swimnews á Netinu. Tími Arnar, 1.52,90 mínútur gefur 1.001
stig samkævmt stigatölfunni. Þett var um leið næstbesti árang-
ur karlmanns á mótinu.
Að sögn Guðmundar Harðar-
sonar, fyrrverandi landsliðs-
þjálfara í sundi, þá er þetta senni-
lega í fyrsta sinn sem íslenskur
sundmaður fær 1.000 stig fyrir ár-
angur sinn samkvæmt þessari al-
þjóðlegu stigatöflu, en hún er upp-
færð einu sinni á ári. Sé þetta
raunin þá er um að ræða besta ár-
angur íslensks sundmanns frá upp-
hafi.
Flest stig, 1.024, fékk Svíinn
Anna K. Kammerling fyrir að
synda 50 m flugsund á 25,60 sek-
úndum. Næstflest stig fékk landa
hennar Therese Alshammar, 1.021,
fyrir 50 m skriðsund 24,09. Annika
Mehlhorn, Þýskalandi, átti þriðja
besta árangur Evrópumótsins er
hún kom fyrst í mark í 200 m flug-
sundi á 2.05,77. Það gaf henni 1.004
stig. Konur áttu fjóra stigahæstu
tíma mótsins því Martina Moravc-
ova, Slóvakíu, fékk einnig 1.004
stig fyrir sigurtíma sinn í 100 m
flugsundi, 57,54. Næstur fyrir ofan
Örn var Þjóðverjinn Thomas
Rupprath. Hann vann 200 m flug-
sund á 1.53,28 og það gaf honum
einu stigi meira en Örn fékk fyrir
baksund sitt, eða 1.002 stig.
FÆKKUN ÁHORFENDA VELDUR VAXANDIÁHYGGJUM / B3