Tíminn - 11.11.1965, Page 11

Tíminn - 11.11.1965, Page 11
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 1965 TÍMINN n irtækisins um Philips, sem þurfti að leggjast á sjúkrahús, við skrif- stofustjórann, við formann íþrótta nefndarinnar og við Smithson frá verkstæðinu, sem átti í basli með að finna sér íbúð og var helzt á því að flytjast úr borginni. Jæja, hann varð að gefa sér tíma til að tala við stúlkuna, kannski hefði hann nokkrar mínútur laus- ar eftir að hafa talað við lækn- inn. Dyrnar opnuðust og ung stúlka rak höfuðið inn. ^ — Góðan daginn, Peter. — Já, góðan dag, Sheila. — Get ekki verið lengi, það liggur illa á húsbónda mínum í dag. Ég ætlaði bara að forvitnast um, hvort þú værir búinn að ráða einkaritarann. — Ekki enn, svaraði Peter. — Það kemur ein á eftir, sem ég þarf að tala við. — Jæja, ætlarðu þá ekki að ráða kennslukonuna? Sheila kom inn í herbergið og lokaði dyr- unum að baki sér. — Ég verð að fá meira að vita um þetta. Ég hélt það væri ákveðið. Peter reis kurteislega úr sæti. — Það var eiginlega ákveðið, sagði hann. — Og ég vildi gjarnan ráða hana, en nú hefur K.J. kom- ið með aðra. Ég ætla að tala við hana í dag, en ég er viss um, að hún er óhæf til starfa. — Ef hún er það, ertu auðvit- að ekki skyldugur að ráða hana, sagði Sheila. — Vertu ekki svona dapur á svipinn. Þú hefðir átt að fá mig — ég hefði verið sú rétta handa þér. — Þá held ég að Ormsby hefði ráðizt á mig. Sagðirðu að hann væri illa upplagður í dag? — Já, það er satt. Ég verð að flýta mér. Ég sé þig um hádeg- ið Peter og þá fæ ég kannski meira að heyra um skjólstæðing K.J. Ef ég væri sem þú mundi ég krefjast þess að fá kennslukon- una. Hún brosti glaðlega til hans og gekk út. Ungfrú Sheila Pont var fjörug og vinaleg stúlka og var einkaritari eins af deildarstjórun- DEILD 7 VALERIY TARSIS 33 sinnum við Slavkov, honum finnst hann vera ofsóttur og hann veit enga leið út úr ógöngunum. Auðvitað verða ljóð hans ekki birt. Hann lítur á verksmiðjuvinnuna eins og þvingunarvinnu. Fátæktin eykur örvæntingu hans og stúlk- an hans yfirgaf hann vegna hennar. Sama á við Neizvestny. Hann hatar hugmyndafræði okkar og segir að kommúnism- inn hafi drepið listina, en án hennar geti hann ekki lifað og því sé eins gott að drepa sig. Það er glæpsamlegt þegar við læknarnir greinum slíka menn sem brjálæðinga eða úr- kynjaða borgara. Við álítum vestræna rithöfunda og 1 ista- menn ekki brjálaða, við njótum verka þeirra, þótt við við- urkennum ekki hugsjónafræði þeirra. Hvers vegna lokum við þá listamenn okkar inn á geðveikrahælum, sem sam- þykkja ekki hugsjónafræði flokksins? Essenin er í Snezhn- evsk, Almazov er hér. Þetta er svívirðilegt.“ Þegar hún þagnaði var þögnin í herberginu hlaðin. Lydia virtist öskureið, allir virtust spenntir. Loks sagði Nezhevsky. „Hvað finnst yður að við ættum að gera Zoya Alexeyevna?“ „Leyfa Slavkov og Neizvestny að fara utan til lækninga, til þess lands, sem þeir kjósa sjálfir að leyfa þeim að vera þar eins lengi og þeir vilja.“ „Og ef þeir koma ekki aftur,“ kallaði Lydia. „Þeir um það. Fólk má fara úr landi þar sem lýðræði er, menn máttu jafnvel fara úr landi, þegar Zarinn var og hét, það þurfti ekkert leyfi.“ „Nú er nokkuð langt gengið,“ sagði Lydia í uppgjafartón. Zoya hélt áfram, án þess að líta á hana: „Mín skoðun er sú að framkoma okkar gagnvart Almazov, Golin, Zago- gulin og öllum hinum.sé jafn glæpsamleg, það er ekkert að þeim.“ Nezhevsky varð undrandi í fyrsta skipti í mörg ár. Zoya var það ung, að hún gat verið barnabarn hans og honum fannst það sér að kenna að hún lét í Ijósi skoðanir sínar með slíkum kjarki. „Já, ég skil . . . Þér minnið mig á sígildu skáldsög- urnar. Þá ráðlögðu læknar oft fólki, sem var slappt á taugum að fara utan og leita sér lækninga. En þér vitið eins vel og ég mín kæra, að slíkt er ekki hægt nú. Maðurinn yðar yrði sá fyrsti til að mótmæla slíku. Ef ég bæri slíka til- lögu fram í ráðuneytinu, myndu þeir í bezta falli taka hana sem sérvizku manns, sem væri genginn í barndóm. Þér vitið um. Peter hafði heyrt hún væri einnig hinn bezti starfskraftur, en hún var of kumpánleg, og hann vildi að milli sín og einkaritarans tilvonandi yrði allt mjög formlegt og ópersónulegt. Hann hafði miðl- ungs góða reynslu af of miklum kunningsskap yfirmanns við einka ritara sinn. Hann fór til að tala við lækni fyrirtækisins um Philips, sem þurfti að leggjast á sjúkrahús, en sem var nýkvæntur og vildi ekki fara frá konu sinni. — Ég hef reynt að telja hann á það, sagði læknirinn, — En ég er ekki alltaf nógu nærgætinn. Kannski þér viljið reyna. — Þér teljið alveg bráðnauð- synlegt að hann leggist inn, spurði Peter. — Tvímælalaust. Og því fyrr því betra. — Ég skal sjá til, hvað ég get gert. Ég skal láta yður vita, þeg- ar ég veit nánar um þetta. Þeir ræddu önnur mál nokkra stund, þegar Peter mundi skyndi- lega eftir því að umsækjandinn um einkaritarastöðuna hlaut að vera kominn núna. Hann flýtti sér aftur til skrifstofu sinnar. Þar sat ung stúlka og beið eft- ir honum. Peter — sem hafði af- skipti af starfsliðinu var vanur að sjá margt á stuttum tíma og á nokkrum sekúndum veitti hann heilmörgu athygli í fari ungfrú Chard. Hún hafði liðað kastaníu brúnt hár, grá augu sem horfðu hreinskilnislega á hann. Hún var klædd ljósri dragt, skór, hanzkar og veski brúnt. Ekkert sérstak- lega eftirtektarvert, allt fallegt og snyrtilegt. Einhverra hluta vegna hafði hann á tilfinningunni, að fötin væru af dýrustu gerð. Eða kannski hafði hún sérstakt lag á að bera fötin. Hún hafði enga skartgripi og búnaður hennar stakk hvergi í stúf við klæðaburð flestra stúlknanna á skrifstofunni, en samt . . . Einhvem veginn féll hún ekki inn í heildarmynd- ina hér. Peter var viss um, að Sheila og sumir aðrir mundu mæla með hann tæki kennslukonuna. En kannski er hún alls ekki hæf í starfið hugsaði hann svo bjart- sýnn. — Þér eruð sjálfsagt ungfrú Chard? sagði hann um leið og hann settist við skrifborðið. — Já, svaraði hún og brosti við honum, og hann tók eftir því að hún hafði fallegt bros, en endur- galt það ekki. — Ég hef talað við skipulags- stjórann okkar, sem gaf yður hin beztu meðmæli sem einkaritari, sagði Peter, — en mér finnst rétt að þér vitið, að ég hafði eigin lega ákveðið mig. — Ó, svaraði Fiona skelkuð. — að það fer fram nákvæm rannsókn á lífshlaupi allra þeirra sem utan fara. Gjaldeyririnn. Auk þess yrði það stuðning- ur við fjandmennina að leyfa fólki að fara utan, sem myndi ekki koma aftur.“ „En við erum læknar, en ekki skottulæknar. Sjáið þér ekki hvernig við svívirðum stéttina með þessu, auk þess verður það vatn á myllu fjandmannanna að vita að við læsum heilbrigt fólk inn á geðveikrahælum." „Jæja,“ hann sneri sér að hinum. „Þetta mál er of marg- slungið til þess að við getum rætt það nú og hér. Ég fer utan á morgun. Við ræðum þetta frekar þegar ég kem aftur og sjáum hvað setur á meðan.“ Það var almennt álit að Makhova yrði rekin, en öllum til undrunar gerðist ekkert. Síðari hluta dagsins átti Nezhevsky tal við kvensjúklinga á fertugustu deild. .Meðal þeirra var Natasha Rostova og Zoya bað um að fá að fylgjast með. Faðir Natasha var hljómlistarmaður og vinur Zoyu. Hann hafði kennt henni í tvö ár, þar til hún hætti í skólanum, bæði var að maður hennar óskaði þess og hún hafði lítinn tíma til að sinna þessu. Þau höfðu þó samband sín á milli og dag nokkurn bað faðir Rostova hana að koma og líta á dótturina, hún var þá í áttundu deild og var að verða dálítið undarleg. Læknar hennar gáfu í skyn að hún þjáðist af taugabilun, en gáfust loks upp og viðurkenndu að þeir gætu ekkert gert fyrir hana. Þetta hófst með því að hún gat alls ekki farið á fætur á morgnana, ef það var kallað á hana, fór hún út úr rúminu, klæddi sig og settist að morgunverði, en tók þá að skjálfa og titra og fékk yfirlið. Ef hún fékk að sofa eins lengi og hún vildi, þá bar ekki á neinu. Læknarnir álitu að þetta væru gelgjuskeiðsórar, en þetta eltist ekki af henni. Hún hætti að geta sótt skólann, hún fór í kvöldtíma og síðan í söngskóla. Hún hafði ágæta rödd og hefði getað náð langt, hefði hún lagt eitthvað að sér, en hún virtist engan áhuga hafa. Hún þreyttist á öllu, þreyttist á fólki og henni fannst allt leiðinlegt. Piltur sem hún var ástfangin af einn daginn, varð henni 'óþolandi næsta dag og stundum grét hún yfir þvi að hafa orðið hrifin af þessum „rudda.“ Hún hafði aðeins áhuga á samkvæmum, dansleikjum og skemmtunum. Hún lifði fyrir þetta, en námið, skyldan, fjölskyldan, allt slíkt varð henni ömun og leiðindi, og hún vildi losna við allt slíkt. Natasha var fögur, það var mikið talað um fegurð hennar, bæði af aðdáun og öfund, hún átti fáar vinkonur en að- dáendur hennar voru legíó. Hún var sjarmerandi, félags- lynd og gáfuð og hún komst fljótlega að því að stúlka sem hirti ekki um hinar svonefndu sósíölsku dyggðir varð fljót- lega að sætta sig við útskúfun og aðfinnslur. Hún kynntist Bandaríkjamanni, sem varð mjög hrifinn af henni, en hún neitaði bónorði hans. Bandaríkjamaðurinn varð örvæntingar- ic) Colllnt ano Harvlli »resf I96S 1 Það þykir mér leitt að heyra. Þá j hefði ekki verið nauðsynlegt fyr- | ir mig að koma. Mér skildist að ! stöðunni hefði ekki verið ráðstaf- að. — Ég hef ekki látið viðkom- andi vita enn, viðurkenndi Peter, —og auðvitað skiptir það all- miklu máli hvers forstjórinn ósk- ar. En að öðru leyti gerum við sömu kröfur til yðar. — Það er sjálfsagt mál, sagði Fíóna. Þau fóru síðan að ræða um Fíónu og kunnáttu hennar og reynslu í skrifstofustörfum og Peter gat ekki fundið neina ástæðu til að ráða hana ekki til starfans. En hann tók samstund is eftir að hún hafði unnið við stálfyrirtækið Chard og Co. — Chard, sagði hann. — Er einhver skyldleiki? Fíóna hikaði. — Já, svaraði hún og yppti öxl- um, — það er skyldleiki . . . Sem betur fór tók hann svar hennar á þann hátt, sem hún hafði vonað, að Um fjarskylda ættingja væri að ræða. ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- I degisútvarp. 13.00 Á fri- vgktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjómar óska lagaþætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum. Margrét Bjamason segir frá konum á Indlandi. 15.00 Miðdegisútvarp. M. a.: Liljukórinn syngur undir stjóm Jóns Ásgeirssonar. Roger Wagner kórinn syngur negra. sálma. 16.00 Síðdegisútvarp. 17. 40 Þingfréttir. Tónieikar. 18.00 Segðu mér sögu.. Sigríður Gunn laugsdóttir stjómar þætti fyr ir yngstu hlustendurna. í tíman um les Stefán Sigurðsson fram haldssöguna .Litli bróðir og Stúfur“ 18.20 Veðurfregnir. 18. 30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20. 00. Daglegt mál. Ámi Böðvars- son cand. mag. flytur þáttinn. 20.05 Einsöngur: Gérard Souzay syngur frönsk lög. Við píanóið: Dalton Baldwin. 20.30 Sagan um fyrsta hjartauppskurðinn. Jónas Sveinsson læknir flytur erindi. 21.00 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur í Háskólabiól. Stjórn andi: Bodhan Wodiczko. Einleik ari á píanó: Kjell Bækkelund frá Noregi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Minningar um Henrik Ibsen eftir Bergljótu Ibsen. Gylfi Gröndal ritstjóri les eigin þýðingu (2). 22.30 Djassþátt ur f umsjá Ólafs Stephensons. 23. 00 Bridgeþáttur Hallur Slmonar son flytur. 23.35 Dagskrárlok. í dag Á morgun Föstudagur 12. nóv. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisúUvarp. 13.15 Lesin dag- skrá næstu viku.. 13.30 Við Ivinnuna: Tónleikar. 114.40 Við, sem heima sitjum. Þóra Bórg bjrrj- ar lestur sögunnar „Fylgikona Hinriks VIII" eftir Noro Lofts. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð- degisútvarp. 17.00 Fréttir. 17.05 í veldi hljómanna. Jón Öm Marinósson kynnir sígilda tón- llst fyrir ungt fólk. 18.00 Sann ar sögur frá liðnum öldum. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20. 00 Kvöldvaka. 21.35 Útvarpssag an: ,Paradísarheimt“ eftir Hall dór Laxness. Höf. flytur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand mag. fiytur erindi. 22.30 Næturhljómleikar: Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi: Bodhan Wodiczko. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.