Tíminn - 23.11.1965, Side 1
ERLENPAR FRÉTTIR
KENNEDYS
MINNZT
NTB—Washingíon, mánud.
Frú Hugh D. Auchinloss,
tengdamóðir hins látna for-
seta, John F. Kennedy. lagði
í dag hvítar liljur á gröf
Kennedys í Arlington-kirkju
garðinum í Washington, og
voru þær frá Jacqueline
Kennedy. Var þetta sú
fyrsta af mörgum athöfnum,
sem fram fóru víða um
heim til minningar um John
. Kennedy, sem var myrtur
22- nóvember, þ. e. í dag.
fyrir tveim árum.
Frú Kennedy hélt sig
heima í dag ásamt börnum
•sínum tveim. Voru blóm
hennar lögð við fótstall log-
ans, sem brennur yfir gröf j
Kennedys kl. 7.50 í morgun, I
áður en kirkjugarðurinn var r
opnaður almenningi.
Johnson forseti, sem dvel
ur á búgarði sínum í Texas, ;,
tók þátt í minningarguðs- ]
þjónustu í kapólskri kirkju ,
1 Fredricksburg. Sjúkraher ?
bergið, þar sem læknarnir i f
Dallas reyndu árangurslaust i
að bjarga lífi Kennedys, var |
Framhald á bls. 11
■■■^^■■■■■■■■■■■■■■f
BOREL FÉKK
GONCOURT-
VERÐLAUNIN
NTB-París, mánudag.
Franski rithöfundurinn Jacques
Borel fékk i dag hin eftirsóttu
Goncourt-verðlaun fyrir bókmennt-
ir. Fékk hann verðlaunin fyrir
skáldsöguna „L’Adoretion". sem
er fyrsta skáldverk Borels.
Úthlutun þessi kom engum á
óvart, þar sem Borel var talinn
líklegastur tU þess að hljóta verð
launin að þessu sinni.
Samtimis var Renaudot-verð-
laununum úthlutað, og hlaut
Georges Peric þau fyrir skáldsög-
una „Les Choses“.
Jacques Borel
NTB-Washington, Moskva og
Bonn. mánudag.
Þrír særðir en óbugaðir bandarískir hermenn hjálpa hver öðrum tll björgunarþyrlu i Víetnam. Táknræn
mynd, fyrlr stríðið þar.
500 VC-MEN^ FÉLLU
EDA SÆRÐUST í GÆR
NTB-Saigon, mánudag.
Um 500 Víet Cong-hermenn
féllu eða saérðust, er þeir gerðu
harða árás á herstöð á gúmmi-
ekru í Suður-Víetnam i dag. Hóf
ust bardagarnir í nótt. og i dög
un iágu um 100 dauðir Víet Cong
hermenn fyrir utan gaddavírsgirð
inguna, sem liggur umhverfis her
stöðina sem hermenn frá Suður-
Víetnam vörðu. Síðustu 10 dagana
hafa bardagar geisað í Ia Drang-
dalnum í Miðhluta landsins, og er
talið, að um 2000 Víet Cong-her
menn hafi fallið i þeim bardögum
Yfirmaður herstöðvarinnar. sem
er um 370 km norðvestur af Sai
gon, sagði. að hann hefði séð 400
fallna og særða hermenn Víet
Cong eftir orrustuna þar Um
sama leyti bárust fregnir um. að
hermenn Suður-Víetnam hefðu
drepið um 100 Víet Cong her-
menn. sem gerðu árás á gúmmi-
ekru um 64 km norðvestur af
Saigon. höfuðborg landsins. Ekra
þessi. sem er mjög vel varin, er
í eigu franska bílaframleíðandans
Michelin. Hann lokaði ekrunni í
síðasta mánuði vegna aðgerða Víet
Cong í héraðinu. Ríkisstjórn lands
ins reynir nú að hefja þar fram-
leiðslu að nýju enda er gúmmí þýð
ingarmesta útflutningsvara lands
íns.
Framnald á bls. 11.
Bandaríska stórblaðið The New
New York Times skýrði frá því
á sunnudaginn, að vestur-þýzkar
flugvélar af F-104-gerð og v-þýzk-
ar Pershing eldflaugar væru út
búnar kjarnorkusprengjum. í yf
irlýsingu Johnson forscta Banda-
ríkjanna. sem birt var í kvöld,
segir, að V-Þjóðverjar geti ekki
notað þessi kjarnorkuvopn nema
með le.vfi forseta Bandaríkjanna.
Talsmaður bandaríska utanríkis
ráðuneytisins neitaði í dag að
segja neitt um frétt New Yrok
Times. en þar sagði, að V-Þjóð-
verjar hefðu til ráðstöfunar kjarn
orkuvopn. og væru flugvélar þeirra
af gerðirtni F-104 og Pershing-
eldflaugar búnar slíkum vopnum.
Vestur-Þýzka varnarmálaráðu-
neytið sagði. að frétt blaðsins væri
röng Sagði talsmaður þess, að öll
kjarnorkuvopn í V-Þýzkalandi
væri undir bandarískri ^tjórn.
En i vfirlýsingunni frá Johnson
forseta. sem birt vai í kvöld eft-
ir íslenzkum tíma. segir. að það
hafi oft verið sagt. aður, að varn-
arkerfi annarra NATO-ríkja hefðu
kjarnorkuvopn til ráðstöfunar, en
yfirumsjón með notkun þeirra
væri i höndum bandaríska forset-
ans. Hann einn gæti gefið skip-
un um notkun þeirra.
Sovézka blaðið Izvestia, sem er
málgagn stjórnarinnar, skrifar i
dag um grein New York Times,
að það sé hlægilegt og grátlegt
í senn. að tveir venjulegir varð-
menh séu það eina, sem standi
á milli vestur-þýzkra hefndarsinna
og kjarnorkusprengjunnar. Það
er fréttaritari Izvestija i Nes
York, C. Kondrachos. sem skrif-
ar grein þessa, og gerir hann ná-
kvæmlega grein fyrir greinninni
í New York Times
— Þessa upplýsingar birtast að-
eins örfáum dögum eftir að Banda
ríkin hafa greidd atkvæði innan
Sameinuðu þjóðanna með ályktun,
sem feli í sér áskorun um bann
Framhald á bls. 11.
Bretar
að koma
olíubanni á Rhodesíu
NTB-London, SaJisbury og
Stokkhólmi. mánudag.
Michacl Stewart, utanríkis-
herra Breta sagði i dag, að
brezka stjórnin myndi ræða
við önnur aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna tim, hvernig bezt
væri að framkvæma áskorun
Öryggisráðsins um að stöðva
alla oliusölu til Rhouesiu Vær'
brezka stjórnin skyldug að
gera allt, sem hægt væri, ti)
þess að gera vilja Öryggisráðs
ins að vcruleika.
Svíþjóð og Danmörk hafa
begar lýst því vfir. að þau
muni stöðva öll vif.skipti við
Rhodesíu, og þess er vænzt að
Finnland geri slíkt hið sama,
er Karjalainen utanríkisráð-
herra. kemur heir úr terð
sinni til Sovétríkjanna.
Stewart, sem gerði grein fyr-
ir Rhodesíumálinu í neðri deild
brezka þingsins i dag, sagði, að
Öryggisráðið hefði ekkert hirt
um áætlun brezku stjórnarinn
ar um að skipa nefnd. er at
hugaði hvaða áhrif olíubann
myndi hafa á Rhodesíu
Heimildir segja. að brezka
stjórnin muni taka upp við-
ræður við önnur ríki um olíu-
bannið eftir venjulegum dipló-
matískum leiðum. Bent er á,
að Bretland flytur sjálft litið
af olíu til Rhodesíu. og
barf alþjóðlega samstöðú
þess að olíubann heppnist.
Rhodesía kaupir mest
olíu sinni frá íran. og fer olian
um olíuhreinsunarstöð I hafnar
borginni Beira i Mozambiqur.
Framhald á bls. 1L
þvi
til
af