Tíminn - 23.11.1965, Side 6
18________________________________
Fullyrt er af fræðimönnum, að
Skildinganes hafi byggzt úr jörð-
inni Vík, eða Reykjavík. Hitt er
víst, að laust eftir miðja 16. öld
er jörðin í eigu Skálholtsstóls. En
einhvers staðar hef ég séð innt að
því, að í þann mund, sem biskups-
stóll er fluttur frá Skálholtsstað
á mölina, og kotakargan í
Reykjavík laust fyrir aldamótin
1800, hafi kirkjuyfirvöld haft
auga á Skildinganesi sem
biskupssetri. Svo var þó ekki, sem
kunnugt er, heldur er fyrsta
biskupssetur að Lambastöðum á
Seltjarnamesi, eftir að stóllinn
flyzt frá Skálholti.
Má vera, að ekki hafi þótt með
öllu tilhlýðilegt, að hið geistlega
og verztlega vald í landinu sæti
andspænis við Skerjafjörðinn.
Mun nú ekki hafa farið lengra
máli um löngu liðna tíma, heldur
litillega rakin viðskipti yfirvalda
Reykjavíkur við það fólk, sem tók
sér bólfestu á hluta úr landi Skild-
inganess, og þó einkanlega þeirra
sem nú búa sunnan flugbrautar.
Laust eftir 1920 tekur þáver-
andi eigandi Skildinganess að
selja lönd (lóðir) undir hús, og
má geta þess að verð á ferm
lands er kr. 2,50-5,00, eftir lands-
gæðum. Og tjáð hafa mér gamlir
frumbyggjar að ekki hafi lands-
drottinn gengið af mikilli hörku
eftir endurgjaldi, heldur hafi
kaupendur mátt hnika til greiðsl-
um eftir ástæðum. Kom það víst
mörgum vel.
Á einum áratug byggist þetta
land mjög ört. Varla er það þó
sakir þess að þægindi bjóði fólk-
inu heim, þau eru nánast minni
en á afdalakoti. Þar var að jafn-
aði rennandi bæjarlækur. Urgangi
óku karlar á hóla og "kerUngar
skvettu úr koppum á tún“. Hér
var hvorugu fyrir að fara.
Mest' aðkallandi var að fá vatn
í byggðina Til bráðabirgða var
ráðizt í að leggja vatnsæð frá út-
gerðarstöðinni á Þormóðsstöðum,
en varð með öllu ófullnægjandi
er byggðin óx hröðum skrefum.
Þá er það að Skerfirðingar.
leita á náðir Reykjavíkur í fyrsta
sinn, þeir fara fram á að fá vatn
frá bænum, en er synjað.
Þar með hefst hið svonefnda
vatnsmál. Því svo fast var í hald-
ið af bæjarins hálfu, að dómstólar
urðu að skera úr. Það mál var
sótt af landsdrottni þeirra Sker-
firðinga, Eggert Classen, og lauk
með fullum sigri þeirra útkjálka-
manna. Frárennsli grófu menn
sjálfir hver frá sér, sem síðan
sameinuðust, hin fyrstu árin jafn-
vel í opnum skurðum. Enn sér
merki margra frárennslisstúta frá
þeim dögum við sjávarbakkann.
Um 1927 fær Shell h/f land
fyrir starfsemi sína við Skerja-
fjörð. Um þær mundir eru götur
þar ekki burðamiklar, enda naum-
ast gerðar fyrir bifreiðar. Félagið
lætur malbika Þverveg og Shell-
veg. Síðan eru þær götur, ásamt
Baugsvegi, með sömu ummerkjum
enn þann dag í dag.
Bamaskóli var meira að segja
hér áður en byggðin gengur und-
ir Reykjavík. Má nærri geta, að
þar rak nauðir til. Þá skyldu
börn héðan sækja skóla að Mýrar-
húsum á Seltjamamesi.
Skerfirðingar gerast Reykvíkingar
Árið 1932 er Skildinganesland
innlimað Reykjavík. fbúar þess
gerast gjaldþegnar bæjarsjóðs.
Munu margir við þau umskipti
hafa gerzt bjartsýnni um fram-
kvæmdir. Það yrði einhver mun-
ur að verða borgarbúi eða hálf-
gerður halakeppur í skottinu á
Seltj arnameshrepp.
Að vísu bölva frumbyggjamir í
hljóði yfir hækkandi útsvömm og
ýmsum nýjum sköttum, en bíta
á jaxlinn og bíða vongóðir eftir
að sól mikilla framfara taki að
skína á strönd Skerjafjarðar. Og
viti menn, það tekur að birta í
TÍMINN
ÞRIBJUDAGUR 23. nóvember 1965
lofti. Vatnið verður allt í einu
svo vel mælt, að rnenn hætta að
spara dropann, meira að segja
hefur ekki verið aukið við það
enn þann dag í dag. Skolpræsi er
lagt í hluta af Þvervegi, Shell-
vegi og Baugsvegi. Það hefur líka
verið látið duga til þessa dags.
Rafmagn er hengt á hriktandi
tréstaura og þolinmæði þeirra í
kyrrstöðunni í 30 ár finnst mönn-
um næsta táknræn á þessum stað.
Barnaskóli er starfræktur allt til
1945 þá eru nemendur um 40 og
itveir fastráðnir kennarar. Af
mikilli atorku hefjast bæjaryfir-
kosið að hafa hér bólfestu. Tugir
húsa hafa risið upp við hæfi tím-
ans og staðarins, ekki vegna að-
stoðar borgarvalda, heldur þrátt
fyxir algjört tómlæti af þeirra
hálfu.
Þessi nýtízkulegu hús standa
enn í dag gjörsamlega vegalaus,
utan aurgötur sem íbúarnir lögðu
sjálfir til aðdráttar á byggingar-
efni.
Hvað veldur þessu algera tóm-
læti og afskiptaleysi borgarinnar
við hina nýju íbúa?
Nærtækasta og raunar eina
skýringin er sú, að borgarvöldin
Flogið hefur þó fyrir að til nafn-
festi gatnanna þriggja hafi borg-
arsjóður fest kaup á gömlum hús-
um og landskikum á þessu
„týnda“ landi. Gamlir frumbyggj-
ar hverfisins hrista að vísu höfuð
sín, þykir sem von er, að hag-
kvæmara hefði verið að huga að
kaupum á landi undir götur fyrr,
en verðið hafði hundraðfaldazt.
Skyggnzt um í nágrenni.
Engum getur dulizt, sem á leið
til byggðarinnar sunnar flugbraut
ar, þau snöggu umskipti, sem
verða á opinberum framkvæmd
m
NGANES
KJAVÍK
völdin handa um framkvæmdir í
hverfinu og leggja skólann niður.
Telja menn hér, það afrek síðustu
framkvæmdir af borgarinnar
hálfu á þessum slóðum.
„Árin, sem aldrei gleymast."
Eftir hernám Breta á íslandi
1940, hófust þeir fljótlega handa
um byggingu flugvallar. Fyrst í
Ölvusforum við Kaldaðarnes, en
það mannvirki seig ofur hljóðlega
ofan í jörðina á skömmum tíma
og varð þar með ónothæft. En
ekki virðist Bretinn hafa fengið
næga reynslu af mýrarsvakkinu
sem grundvelli undir slík mann-
virki. Þeir koma sem sé ekki auga
á annað land hentugra en Vatns-
mýri og Seljamýri í Skildinga-
nesi.
Og má því segja að til all
ólíkra nota hafa menn augastað
á þeirri jörð, fyrr og síðar. Sann-
arlega er nú ruðzt um fast með
framkvæmdir í Skerjafirði. Að
vísu er það til mikillar óþurftar
íbúunum. Byggðin er hlutuð- í
tvennt af flugbraut, frá Öskjuhlíð
og allt til sjávar. í 25 ár hafa
þeir sem leið eiga til eða frá
þessu hverfi því orðið að leggja
lykkju á leið sína fyrir brautar-
sporðinn allt að yztu skerjum, á
vegi sem alloftast er ýmist aur-
elgur eða smávatnasvæði.
Það hlýtur að hafa verið mik-
ið afl sem knúði ráðamenn lands
og borgar til að Ijá máls á því,
að orrustuflugvöllur er staðsett-
ur svo að segja að hjartarótum
höfuðborgarinnar. Enda er það
eina afsökunin fyrir því að slíkt
óhappaverk var framið.
Hitt er varla afsakanlegt að
ráðsmenn borgarinnar krefjast
þess ekki, þegar f stað, að þeir
sem verkið vinna leggi samtímis
viðunandi samgönguæð að hverf-
inu, og þá auðvitað á sinn kostn-
að. Jarðgöng undir flugbrautina
var, og er ein lausnin fram-
búðar.
Annars er það næsta athyglis-
vert hvað fslendingum virðist
gjarnt að vanmegnast, er þeir
standa andspænis herklæðum, ut-
an um venjulega menn, allt frá
lítt þroskuðum stelpukrökkum til
virðulegra valdhafa. En það er
önnur og ógeðfelld saga.
Skerjaf jörður í dag.
Á síðastliðnum áratug hefur
Skerjafjarðarhverfi tekið all-
snöggum, en ekki óvæntum stakka
skiptum. Ungt fólk hefur komið
auga á fegurð þessa staðar og
hafi alls ekki gert ráð fyrir því,
að þetta hverfi byggðist frekar
en orðið var fyrir 10 árum, en
vakna við þá óþægilegu staðreynd
að hver ferm. lands hefur 100
faldazt í verði á meðan þeim
livarf minni. Og stöðugt eykst
byggðin. í svefnrofunum er grip-
ið til þess frumlega ráðs að skíra
ógetin afkvæmin. Á síðastliðnu
vori var Skerfirðingum sent skím
arvottorð á þremur nýjum götum,
sem eiga að koma einhverntíma.
Nöfnin eru snjöli. Gnitavegur,
Fáfnisvegur og Skildinganesvegur
skulu þær heita. Og þar við situr.
um, þegar þangað er komið. Norð-
an brautar er hver götuspotti
lagður gljáandi malbiki, en undir
því liggur hin sístreymandi gull-
lind, hitaveitan, úr sameiginlegri
námu allra Reykvíkinga. Meira að
segja hefur hitaveita verið lögð
til bráðabirgða í ofanjarðarleiðsl-
um í skankann, sem skorinn var
af Skerjafjarðarbyggðinni og áð-
ur hefur verið minnzt á. Sjálf-
sagt til þess að fullnægja réttlæt-
inu þar efra.
Það fullkomna sinnuleysi. vald-
hafa borgarinnar um hvers konar
framkvæmdir í einu hverfi henn-
ar í 32 ár er fulikomið hneyksli
og óverjandi ranglæti. Það minn-
ir á fornar sögur um niðursetn-
inga á landi hér. Þeir sátu á flet-
um sínum og átu knappan skerf
af hnjám sér, „er aðrir sátu að
borðum,“ og þóttu það óalandi
gikkir, ef þeir litu ekki þakkar-
augum til húsbændanna og sögðu:
Guðlaun fyrir matinn.
Hér að framan hefi ég dregið
fram í mjög stórum dráttum sam-
búð Skerfirðinga við höfuðborg-
ina. Að síðustu' skal það talið
fram, sem þetta hverfi telur sig
eiga inni hjá hæstvirtum borgar-
yfirvöldum eftir 30 ára skatt-
greiðslu, ef miðað er við fram-
kvæmdir í öðrum hverfum borg-
arinnar sem byggzt hafa 10—20
árum síðar.
I. Barnaskóli verði byggður í
hverfinu, því til stuðnings má
benda á að 70—80 börn og ung-
menni munu nú sækja skóla það-
an.
II. Hitaveita sé lögð í hverfíð.
III. Skolpræsakerfið skipulagt,
og komið í það horf er nægi til
frambúðar, þótt hverfið verði full-
byggt.
IV. Rafmagnslinur verði lagðar
í jörð, og götulýsing gerð að nú-
tíma hætti.
V Þ.ær gömlu götur, sem n
aldrei hefur lagt hönd að vt I
gerðar, ásamt tilheyrandi ,aiig-
stéttum. Má í því sambandi nefna
að um fáar götur höfuðborgarinn-
ar mun samfelldari umferð þungra
flutningabifreiða en t. d. Þverveg.
Eftir þau nærri 40 ár frá því hún
var lögð, er þar ekki enn, svo
mikið sem afmörkuð gangbraut.
Að síðustu skal það tekið fram,
að ofanritað á ekkert skilt við
pólitískt borgardægurþras, heldur
íhuguð staðhæfing venjulegs borg-
ara um það, að fyrsta boðorð
allra stjómvalda sé: Réttlæti
gagnvart þegnum sínum.
JJP.
Hvai þjáði Kolka 1930?
Má ég biðja þig, lesandi góður,
að hverfa með mér aftur til ársins
1930. Við erum stödd austur í Vík
í Mýrdal. Það er vor í lofti og m.b.
„Skaftfellingur" liggur á Víkinni.
Einn farÞegi er með skipinu,
hvatlegur með skjalatösbu undir
hendinni og gleraugu prýða mann
inn.
Heimamenn stinga saman nefj-
um um hver sé á ferð og geta sér
þess tSl, að þetta sé guðsorðabók-
sali eða jafnvel trúboði, sem voru
ekki ósjaldan á ferð á þeim tíma.
Farþeginn fer í land, þótt sjór
sé naesta viðsjárverður og því ó-
líklegt að farið verði út aftur að
svo stöddu.
Það spyrst út að hann ætli að
flytja boðskap sinn strax þarna
í sandinum. Fólk safnast saman
kríngum ræðumanninnt sem hefur
upp raust sína. Efni ræðu hans
er, að Jónas Jónsson dómsmálaráð-
herra sé geðtruflaður maður, ef
ekki hreinlega vitlaus, stjóraarat'
hafnir hans sanni að svo sé.
Mýrdælingar hlusta undrandi á
slíkar fréttir og á mörgum má
sjá Tómasarsvip. Jónas hafði ver
ið þarna í sveitinni á þingmála-
fundum og menn minnast þess
ekki að hafa séð neitt æði né
önnur merki vitfírringar á hon-
um. Maðurinn var hæglátur og
hógvær, kynni manna af honum
voru ekki í samræmi við skoðanir
ræðumannsins, sem með handa-
pati og sprikli þuldi varnaðarorð
sín og sjúkdómsgreiningu.
En hver var nú þessi hinn mikli
spámaður?
Hann reyndíst vera Páll nokkur
V. G. Kolka, læknir í Vestmanna
eyjum. Hann hafði siglt frá Eyj-
um og hætt sér í land í illlendandi
sjó, til þes að frelsa Mýrdælinga
undan áhrifum hins geðbilaða og
stórhættulega dómsmálaráðherra.
Var Kolka með andlegt kölduflog?
Nú í haust er Guðmundur í-
Guðmundsson sagði bæjarfógeta-
embættinu lausu og það var aug
lýst laust til umsóknar, sóttu
þeir Jóhann G. Ólafsson, Bjöm
Sveinbjörnsson og Einar Ingimund
arsson um það.
Eins og öllum er kimnugt var
það Einar Ingimundarson, sem
fyrir valinu varð. Flestir þeir,
sem ég heyrði ræða um veitingu
embættisins töldu alveg sjálf-
sagt að Bimi yrði veitt staðan,
þar sem hann hefði svo lengi
starfað við embættið við almenn
ar vinsældir, án þess þó að styðja
sig við hinn pólitíska broddstaf,
sem því miður mörgum er tamt.
Auðvitað heyrðust raddir, sem
töldu Jóhann G. Ólafsson líklegan
til þess að fá embættið og hygg
ég að flestir hefðu unað Því allvel
og látið kyrrt liggja.
En svo gerist það, að þeim, sem
ekki var talinn koma til greina,
er veitt embættíð.
Nú fór það svo eins og alþjóð
er kunnugt, að mikill þorri þess
fólks, sem vinnur við emþættið
bæði hér í bæ og úti um sýslumar
sagði upp störfum í mótmælaskyni
og enn aðrír mótmæltu. Hrepp
stjórar, sem áratugum saman hafa
verið forvígismenn sveitafélaga
sinna, mótmæla með því að
segja af sér störfum. Fulltrúar og
annað starfsfólk embættisins tek
ur saman föggur sínar og yfirgef
ur fastlaunaðar stöður, þótt slíkt
hljóti að hafa alvarlega röskun á
högum þess, ekki af skorti af þegn
skap eins og að því hefir veríð
dróttað heldur af réttlátri reiðí,
af því ranglæti sem húsbóndi þess
er beittur og það mun flestra álit
Þetta er alvarlegt mál.
, Meðal fmmstæðs þjóðflofcks í
Ástraliu er alleinkennilegt vopn
er „Bumerang" heitir, það er lika
þekkt víða um Evrópu frá stein-
aidartímabilinu.
Það hefir þá náttúm að hægt
er að hitta með Því skotmark, sem
ekki er í beinni línu frá þeim er
kastar því, sé því rétt beitt
Það fer í sveig og hítti þfd
efcki markið kemur það aftur til
þess staðar, sem því er kastað frá
og getur þá hasft Þann, sem kast
aði, nema varúð sé viðhöfð.
Skrif vamarliðs Morgunblaðsins
og verkanir þeirra minna á þetta
steinaldarvopn í höndum
óvarkárra manna.
Fyrst var staksteinahöfundi feng
ið vopn þetta í hendur, sem hugð
ist kasta því að látnum sæmdar-
manni og syni hans, en hæfði
ekki marfc, en hitti þann sem
kastaði, því svo hann hefir legíð
óvígur síðan. Öðm sinni var dóms
málaráðherra fengið vopn þetta
og hugðist hann nota Það sér til
vamar, en svo slysalega vildi til
að hann skaðaði sig á "oðanum
og mun seint bíða bætur á sinní
pólitísku heilsu- Og sunnudaginn
14. þ. m. snarast fram á vettvang
Morgunblaðsins hinn langþjálfaði
snillingur í svona vopnaburði dokt
or Páll V. G. Kolka, sá hinn sami
og við lásum um í upphafi
Tvíhendir hann nú „Bumerang“
hið mikla og skal það svífa vitt
Framhald á bls. 22.