Tíminn - 23.11.1965, Blaðsíða 7
19
ÞKIÐJUDAGUR 23. nóvebmer 1965
TÍtVBNN
f
,Hengdur‘ munkur, er varð
bískup stórbrotn-
ustu kynslóðar á íslandi
„Hefurðu í hyggju að gerast
nýr biskupasagnaritari" spurði
ég X>jöm Þorsteinsson sagn-
fræðing, er við hittumst fyrir
helgin, en nýjast bók frá hans
hendi og ný útkomin er Ævin-
týri Marcellusar Skálholtsbisk-
ups, sem sagður hefur verið
mestur ævintýramaður biskupa
yfir íslandi, þótt hann kæmi
þangað raunar aldrei, og víð-
frægastur þeirra allra, komst
í mjúkinn hjá einum páfanum,
varð frægur fyrir lærdóm og
skjalafalsanir, fangelsaður oft
og smánaður opinberlega, lát-
ið svo heita, að hann væri
hengdur einu sinni, en hægri
hönd Danakonungs varð hann
eftir það og Skálholtsbiskup
og erkibiskup í Noregi,
þótt sárafátt hafi áður verið
um þennan nafntogaða mann
ritað hér á landi, utan þess,
er Jón Espólín segir frá hon-
um í íslandsárbókum sínum.
— Nei, anzaði Bjöm. Ég
ætla hreint ekki að fara að
skrifa biskupasögur. Hins veg-
ar fékk ég snemma áhuga á
að forvitnast nokkuð um fimm
tándu öldina, ekki sízt vegna
þess, að menn vissu einna
minnst um hana, hún er, eins
og þú veizh myrka öldin í
sögu okkar. íslenzkir sagnarit-
arar gáfust upp að skrá atburð
ina 1430, svo eignuðumst við
ekkert sagnarit í hundrað og
fimmtíu ár. Við eigum að vísu
talsvert mikið af bréfum og
gjömingum frá þessum tíma
og það er hverju orði sannara,
sem Jón Espólín segir, að ekki
væru miklar fréttir frá þessu
tímabili, ef ekki væru bréfin.
Því tók ég mér fyrir hendur
að kynna mér þetta, fór til
Englands fyrir mörgum árum
og hafði þar upp á talsvert
mörgum heimildum, sérstak-
lega um verzlun og viðskipti,
og eftir því sem ég hef kynnzt
15. öldinni betur, hefur mér
þótt hún forvitnilegra og jafn
vel glæsilegra tímabil en mér
bauð í grun, þegar ég byrjaði
á þessu. Snemma á þessari öld
gerist t. d. þessi merki atburð-
ur, við getum nærri dagsett
hann, það mun hafa verið 14.
nóvember árið 1415, að það er
boðað til ráðstefnu úti í lönd-
um, nánar til tekið í Westminst
er í Lundúnum, að það er boð
að til ráðstefnu erlendra stór
vaida, sem kom saman til að
semja um ísland. Áður vitum
við ekki til, að það hafi gerzt.
Það eru fulltrúar Hans hátign
ar Danakonungs, sem þangað
fara til að kæra framferði Eng
lendinga hér við land. Og allar
götur síðan, frá þessum haust-
dögum 1415, hefur þetta verið
á dagskrá. Við flæktumst þarna
inn í refskák stjórveldanna,
og það hefur ekki raknað úr
þeirri flækju enn þann dag í
dag. Við verðum þáttur af
þessu menningarsvæði eða
hagsvæði. sem við erum tengd
Björn Þorsteinsson
ir síðan órjúfandi böndum, þ.
e. Evrópu þá og síðan, og svo
nú Ameríku einnig. Okkur er
auðvitað nauðsynlegt að
þekkja þetta til nokkurrar hlít
ar. Því fannst mér býsna fróð-
legt að kynnast Marcellusi, af
því hann flækist sem leiðar-
hnoð um þetta á sínum tíma.
Hann er biskup hér í tólf ár,
1448—60, og það er ákaflega
merkilegt tímabil í okkar
kirkjusögu, og grípur inn í
fleira. Þegar Englendingar
fara að leggja leið sína hing-
að, um 1410, er lítið um varn-
ir fyrir hér. Þeta eru sjóræn-
ingjar og alls konar menn, eins
og gengur og gerist á þeim
tíma. Þá er Svarti dauði ný-
lega um garð genginn og við-
námsþróttur þjóðarinnar Htill.
íslenzku biskupsstólamir eru
boðnir upp suður í Róm, og
þar verða ýmsir ævintýramenn
til að hreppa emhættin, og Mar
cellus verður síðastur þeirra.
En það sem merkilegast ger-
ist hér, er að þjóðin safnar
kröftum og nær alveg tökum
á biskupsstólunum, sem eru
æðstu setrin hér, og meira að
segja erlendu sjómennimir
urðu að hlýða íslenzkri lög-
sögu um það er lauk. Það ger
ist auðvitað með styrk konungs
ins í Kaupmannahöfn, og guði
sé lof fyrir að konungurinn
var fluttur frá Noregi suður
til Danmerkur, því það var
Kalmarsambandið, sem varð
okkur til bjargar, frá mínum
bæjardyrum séð. Það er reynd-
ar ekki rétt hér að vera að
bollaleggja um það, hvað hefði
orðið. En samt er mér næst
að halda, að ef við hefðum
verið áfram í sambandið við
norska ríkið, þá hefðum við
höggvizt úr tengslum við Norð
urlöndin og værum tæpast nor
ræn þjóð lengur. En nú er
ég kominn dálítið út fyrir
ramman og farinn að róman-
tísera, sem í raun og veru má
ekki gera. En inn í þessa rás
viðburðanna kemur Marcellus
sem e.k. vígahnöttur, grípur
þar inn í, fslendingar nota
hann og hann notar þá. Þetta
bókarkorn mitt á sem sagt ekki
einungis að vera um óvenjuleg
an ævintýramann úti í lönd-
um, sem verður kanslari Dana-
konungs og allt það, heldur
um baksvið íslenzku atburð-
anna og þess tímabils, sem er
eitt hið stórkostlegasta í sögu
okkar, þegar við risuip upp og
náðum tökum á kirkjuembætt
Þýzk götumynd frá 15. öld. Me3 lúðrablæstri stefnir borgarkall-
ari fólki saman til að horfa á húðstrýkingu.
í >s \v -S
S :
ílillllli
liiiiíiíiiö
■!
mm ii
li§§!
:'■ ■:■':■:■■■:■■■■■■■
viíWv:
íslenzk hefðarkona 1521. Teikning eftlr frægasta listmálara
Þýzkalands á Endurreisnartímanum, Albrecht Diírer, sem um hrið
var hirðmálari Danakonungs. Myndin er geymd í Louvre-safninu í
París og birtist i fyrsta sinn hérlendis í Ævlntýrum Marcellusar
Skálholtsbiskups.
xmum. Kirkjan hér var á fyrra
hluta þessarar aldar í ein-
hverri mestu niðuriægingu,
sem hún hefur verið, en ris á
ofanverðri öldinni til hinnar
mestu virðingar og verður
sterkasta aflið í samfélaginu.
Því nota ég þennan biskup
sem leiðarhnoð til að draga
baksvið atburðanna fram í
dagsljósið. Þetta er hið merka
tímabil Björns ríka og Ólafar
ríku og fleiri stórmerkra og
sögulegra persóna. Þetta og
fleira vakti fyrir mér með því
að setja saman þessa bók, fyrir
utan það, að ég hef alltaf haft
gaman af Marcellusi.
— Hefur mikið verið ritað um
hann erlendis?
— Já, hann er það stórt nafn
í norskri og danskri sögu, að
þar hefur mikið verið um hann
ritað og menn orðið doktorar
fyrir. Einnig suður í Þýzkalandi
þaðan sem hann var runninn og
kom æ ofan í æ við sögu og
fékk illa meðhöndlun í lifanda
lífi. En það, sem þar hefur ver-
ið skrifað um hann. fjallar mest
um þær hliðar hans, sem að
sögu þessara landa snýr. Hins
vegar er fátt til um hann hér,
utan þess sem Espólín segir
um hann í árbókum. En hér
kemur hann mjög mikið við
sögu, kynnist íslenzkum mönn-
um, þótt hann kæmi aldrei
hingað til lands, hafði hann hér
ætíð menn fyrir sig. Hann er
ekki einungis venjulegur bisk-
up, heldur er hann stórpóli-
tískur maður, eftir að hann
gerist svo handgenginn. Krist-
jáni konungi fyrsta, að hann
verður e. k. utanríkismála-
ráðherra og kirkjumálaráð-
herra, auk þess að vera erki-
biskup í Noregi, sem klerka-
stéttinni í Noregi var þröngvað
til að kjósa hann í. Marcellus
varð svo valdamikill á Norður-
löndum og víðar þessi tólf ár,
að tímabilið er oft við hann
kennt, Marcellusartímabilið.
— Varð hann e. k. Riehelieu
kardináli á Norðurlöndum?
— Nei, það er ekki hægt að
segja. Þótt hann fengi mikil
völd mótaði hann aldrei stefnu
í líkingu við Richelieu. Hann
var miklu fremur hamingju-
hrólfur tilviljana en baráttu-
maður fyrir hugsjónum. Hann
hagaði ætíð seglum eftir vindi,
var páfans maður áður en hann
kom til Danmerkur, en vendir
þá sínu kvæði í kross, því að
hann var alger tækifærissinni,
mátti eiginlega segja, að hann
reri löngum einn á báti í lífs-
baráttunni.
— Og hvenær fórstu að efna
sérstaklega í þessa bók um Mar-
cellus og 15. öldina?
— Það var nú helzt 1958 í
Vestur-Þýzkalandi, þegar ég
hafði þar ársdvöl í boði ,Alex-
ander von Humbolt stofnunar-
innar og hélt lengst af til í
Hamborg, var þar að grúska i
skjalasöfnum viðvíkjandi þess-
um öldum, og þá hafði ég ein-
mitt Marcellus á bak við eyrað.
Þá skrapp ég til Kölnar og líka
til Nievern, sem flestir furðuðu
sig á, að ég skyldi eiga erindr
þangað, þar sem ekkert væri
eða gerðist nokkurn tíma, en
þetta var nú einu sinni fæðing-
arstaður Marcellusar. Þessa
ferð suður um landið fór ég tii
að berja upp á hjá mönnum og
spyrja þá spjörunum úr um
Marce^.us Og Nie-ern fór ég
að heimsækja presr.nn.
— Og i Köln naía menri
kunnað nokkur skil á karli?
— Já, já, mikil ósköp. Þar i
borg var mér boðið í háskól-
ann úr því ég var á vegum
framhald á bls- 22.