Tíminn - 23.11.1965, Page 10
22
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 1965
K.Á.,
SELFOSSI
K A. S K.
Hornafirði
EYJAFLUG
með HELGAFELLI njótið þér
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIDSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120
KENNEDY
Framhald af bls. 13
lokað, og krans var festur
á dyrnar.
Minningarathafnir fóru
fram í mörgum ríkjum.
Blöð birtu greinar um
Kennedy, og um heiminn í
dag án Kennedys. Blaðið E1
Mundo í Buenos Aires
benti á, að ástandið í heim
inum hefði versnað mjög
síðustu tvö árin. og væru nú
nauðsynlegra en nokkru!
sinni fyrr að þeir, sem!
stjórni Bandaríkjunum, láti
stjórnast af anda Kennedys
og hugsjónum hans.
NITTO
JAPÖNSKU NITTO
HJÓLBARDARNIR
í flestum stærðum fyrirliggjandi
f Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSIA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Sími 30 360
500 VC-MENN
Framhald af bls. 13
Hermenn Viet C,ong gerðu árás
á herstöðina rétt fyrir dögun, eft
ir harða sprengjuárási Bardagam
ir stóðu í tvo tíma, og tókst Víet
Cong-mönnum að brjótast í gegn
um varnargarðana umhverfis her
stöðina, en voru síðan hraktir til
baka, Flýðu þeir yfir í jarð-
sprengjusvæði skammt frá, og þar
íéllu margir þeirra. Bandarískar
flugvélar voru sendar á staðinn
og lýstu þær upp vígvöllinn með
ljóssprengjum. Eftir birtingu köst
uðu þeir sprengjum á Víet Cong
hermenina.
Vinh Loc, hershöfðingi, sem er
æðsti maður hers Suður-Víetnam
á vígstöðvunum í miðhluta lands
ins, sagði, að um 2000 Víet Cong-
hermenn hefðu fallið í bardögum
á vígstöðvum hans síðustu dag-
ana. í Ia Drang-dalnum hefur ver
ið barizt í 10 daga. í dag kom ekki
til neinna alvarlegra átaka þar,
en talið er, að um 800 hermenn
frá Norður-Víetnam leynist á
svæði þessu.
OLÍUBANN
Framhald af bls 13 ^
Þaðan fer olían í gegnum rör
til Umtali í Rhodesiu.
Harold Wilson, forsætisráð-
herra, átti langan fund með
ráðherrum sínum í dag, og
telja menn, að þar hafi verið
rætt um, hvernig hægt væri að
auka þrýstinginn á minnihluta
stjórnina i Rhodesiu. Er talið,
að Wilson vilji reyna að velta
uppreisnarstjórn lan Smiths án
þess að skaða um of efnahags-
líf landsins.
Svíþjóð mun þegar í stað
slíta öllum verzlunarsambönd-
íim við Rhodesíu, í samræmi
við áskorun Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna. Sænska
stjórnin tók þessa ákvörðun á
sérstökum fundi í Stokkhólmi
TlJVMNN
í dag. í yfirlýsingu frá stjórn-
inni segir, að áskorun Örygg-
isráðsins sé mjög þýðingarmik-
il. Ef áskorun þessi fái tilætl-
uð áhrif, gelur það orðið tíma-
mót í þróun mála á alþjóða-
vettvangi, segir í . yfirlýsing-
unni. Er skorað á öll ríki að
fylgja áskorun Sameinuðu þjóð
anna.
Af Norðurlöndunum hefur
Svíþjóð haft mest viðskipti við
Rhodesíu, en næst kemur Dan-
mörk. Danska fréttastofan RB
sirýrði frá því í dag, að danska
i stjórnin hefði bannað verzlun
• við Rhodesíu frá 25. nóvem-
| ber n. k. að telja.
| Frá Finnlandi berast þær
j fréttir, að finnska stjórnin yf-
! irvegi nú að slíta öllum við-
! skiptum við Rhodesíu, en ekki
sé hægt að taka ákvörðun um
þetta fyrr en ut.anríkisráðherr-
ann, Karjalainen, komi heim.
Hann er í ferð um Sovétríkin.
V-ÞÝZKAR ELÐFLAUGAR
Framhald aí bls 13
við dreifingu kjarnorkuvopna. f
langan tíma hefur bandaríska varn
armálaráðuneytið veitt vestur-
þýzku stjórninni í Bonn beinan
aðgang að kjarnorkuvopnum, seg-
ir í greininni. Kondrachov fullyrð-
ir, að það varnarkerfi, sem tals-
menn ráðamanna í Washington
bendi á í sambandi við notkun
kjarnorkuvopna, sé að mestu leyti
fræðilegs eðlis.
Á laugardaginn kemur hefst
fundur í París, sem hefur það
verkefni með höndum, að ræða
nýja áætlun með það fyrir augum
að veita Vestur-Þýzkalandi og öðr
um NATO-ríkjum, sem ekki hafa
kjarnorkuvopn, aukna þáttöku í
skipulagningu og stjórn kjarn-
orkuvopna bandalagsins. Sérstök
nefnd, sem í eiga sæti varnarmála-
ráðherrar nokkurra NATO-ríkja,
. mun skila áliti sínu á ráðherra-
fundi NATO, sem haldinn verður
í París dagana 14.—16. desember.
Frakkland, ísland, Noregur, Lúx-
embourg og Portúgal hafa lýst því
j yfir, að þau hafi ekki áhuga á
að taka þátt í fundinum á föstu-
daginn.
Þá mun forsætisráðherra V-
Þýzkalands, Ludwig Erhard, fara
til Washington 1. desember, og
ræða við Johnson og aðra leið-
toga Bandaríkjanna, og munu þeir
m. a. ræða um aukna þáttöku V-
Þjóðverja í stjórn kjarnorkuvopna
NATO-ríkjanna, og aukið vald í
sambandi við hugsanlega notkun
siíkra vopna.
RÁÐSTEFNA SVEITARFÉL.
Framhald af bls. 24.
ætlunargerð. Margir tóku til máls
á eftir, en þá voru frjájsar umræð
ur og fyrirspurnir.
Á morgun munu flytja framsögu
erindi þeir Eggert G. Þorsteins-
son, félagsmálaráðherra sem ræða
mun um Samstarf ríkis og sveitar
félaga um húsnæðismál, og Hjálm
ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri
í félagsmálaráðuneytinu sem ræða
mun um Lánsfjármál og tekju-
stofna sveitarfélaga,
Rösklega hundrað manns sátu
fundinn í dag.
SÍLDARAFLINN
ramhald af 24. síðu
tunnur, en í fyrra 44.239, og í
bræðslu hafa nú farið 3.231,184
mál, en í fyrra 2.557.548 mál.
Heildarsíldarmagnið sunnanlands
frá vertíðarbyrjun (júníbyrjun)
nemur nú 839.562 uppmældum
tunnum
Síðustu tvo daga hefur verið á-
gætur afli eystra, frá laugardags-
morgni til mánudagsmorguns var
tilkynnt um samtals 94..400 mál
og má reikna með, af aðeins lítill
hluti þess sé með í áðurnefndum
tölum Mun heildarmagnið á síld
veiðunum nyrðra og eystra því
nú komið i um 3.750.000 mái og i
t.unnur oe er bví 4 milljóna mark I
ið skammt undam.
Er blaðið átt; tal við síldarleit-
ina á Dalatanga um sex-leytið í
kvöld var enn bezta veður á mið-
unum, norðangola og hríðarmugga
annað slagið. Slangur var af skip
um á miðunum og voru þau fa'rin
að kasta, en ókunnugt var um á-
ramgur. Nú er löndunarbið alls
staðar sunnan Raufarhafnar og
allmörg skip á leið þangað en
mörg bíða inni á fjörðunum
eystra, og verða að bíða þar a.m.
k. sólarhring. Síldarflutningaskip-
ið Síldin tók síld úr veiðiskipum
eystra og lagði af stað suður með
21 þúsund mál. 16—17 klukku-
stunéa sigling er af miðunum
eystra til Raufarhafnar, en leiðin
er um 150 mílur. Inn til Seyðis-
fjarðar af miðunum er 60—70
mílna sigling.
„HENGDUR" MUNKUR
Framhald af bls. 19.
Humbolt stofnunarinnar. Og ég
varð margs vísari af að taka
menn þar og víðar á þeim slóð-
um tali. Satt að segja upptendr
uðust þeir að að gest skyldi
bera að garði um langan veg
og vildi ræða við þá um garm-
inn hann Marcellus. Hann mátti
raunar muna þar tvenna tím-
ana, var af mörgum talinn há-
lærður í mörgum menntagrein-
um, ekki aðeins guðfræði, held-
ur og læknisfræði og lögfræði.
Þarna hitti ég virðulegan guð-
fræðiprófessor, Josef Koch, sem
miðlaði mér miklum fróðleik
um þennan alræmda landa sinn
sem hann varð mikils vísari en
áður um, er hann var að kanna
ævi Nikulásar kardinála Cusan-
usar, eins mesta lögspekings
kaþólsku kirkjunnar um miðja
15. öld og sendur var gegn
Marcellusi og átti að koma lög-
um yfir hann. En hgpn kom
ekki að tómum kofanum. Mar-
cellus flækti hann. Og þetta
þótti prófessor Koch sögumanni
mínum háðulegt í meira lagi að
flökkubiskup af ísalndi, sem
menn vissu harla fátt um,
skyldi vefja hinum lögspaka
kardínála um fingur sér. Og
Marcellus var eini maðurinn,
sem menn vita til að hafi leik-
ið á Cusanus kardinála í mála-
ferlum.
— Var Marcellus svona þaul-
lesinn í mörgum greinum?
— Um það má að vísu deila,
hvort hann hefur sjálfur verið
það fjöllærður, eða klókindi
hans bjargað honum, og hann
hafi haft svo marga ráðgjafa.
Daniel Kfeken er t.d. einn, að-
alritari hans, sem var hér um
tíma, sat jafnvel um hríð norð-
ur á Skarði á Skarðsströnd,
hvað sem hann hefur verið að
gera þar. ímyndaðu þér mann
í hans stöðu, hann er í einni
Danmerkursögúnni titlaður út-
anríkisráðherra við fjarlægari
lönd, og hann hlýtur því að
hafa verið hálærður maður.
Hann sat hér og manni er
spurn, hvað hann er að gera
norður á Skarði á Skarðsströnd
á vetrum, það þætti saga til
næsta bæjar nú, ef við værum
enn í sambandi við Danmörk
og utanríkisráðherrann í Dana-
veldi teldi mesta þörf á því,
að hann hefði vetrarsetu norð-
ur á Skarði. Þar bjó hann í
skála, Danielstættur. Einnig
þótti mér girnilegt til fróð-
leiks að kynnast Marcellusi nán-
ar af því að mann hefur grunað
að Englendingar hafi farið héð-
an til Norður-Ameríku, og um
1430-40 séu þeir komnir yfir á
Nýfundnalandssvæðið. Samt er
ég ekki þeirrar trúar, að þeir
hafi stundað mikla kortagerð,
en hvað um það. En Marcellus
hafði Grænland á umboðssvæði
sínu. og þarna er einn slyngasti
samningamaður Dana kominn á
slóðir Flateyjarbókar. En þetta
nefni ég hér aðeins í leiðinni
og get auðvitað ekki afgreitt
þetta mál allt í þessu bókar-
korni. Heldur fjallar bókin um
Marcellus og samband hans við
íslendinga og íslenzku kirkj-
una á þessu tímabili, þegar hér
var uppi einhver stoltasta kyn-
slóð í allri sögu landsins, all-
herská, og lét ekki bjóða sér
hvað sem var. Fimmtánda öld-
in var öld ævintýramanna og
ribbalda, og hér var þá stór-
brotið mannlíf sem í fleiri
löndum, því að þetta var end-
urreisnartíminn í sögu Evrópu.
En saga Marcellusar sjálfs var
með fádæmum ævintýraleg og
ólíkindum mestu, sem komst
með klókindum og slægð út úr
hverri raun, var bannfærður,
fangelsaður oft, hrakinn nak-
inn um götur Kölnar til hýð-
ingar, settur í gálgann en
gleymdist að hengja hann, en
af því segir í þessu bókar-
korni og gerist ekki þörf að
rekja það hér.
__________________________G.B.
HVAÐ ÞJÁÐI KOLKA?
Framhald af bls. 18.
og breitt um Hafnarfjörð, sunnan
verðan Faxaflóa og Suðumes öll.
Vopnið skildi leggja að velli
alla upphlaupsmenn og þjóðníð-
inga ekki sízt þá, sem úr vist-
Inni ætla að hlaupa, enda ekki
skaði að svoleiðis liði, meira og
minna truflaða af andlegum köldu
flogum.
En hvað gerist?
Vopnið svífur úrelt og þekkt
á síðum Morgunblaðsins um
byggðir landsíns, en finnur hvergi
mark, fyrr en snillingurinn endur
heimtir það og fellur fyrir eigin
hendi.
Það má annars telja það kald-
hæðni örlaganna að maður, sem
talinn er um margt.mætur maður
og farsæll læknir skuli haldinn
slíkri áráttu til pólitískra gönu-
hlaupa sér til stórálitshnekkis.
Það er sýnt, að ef haldið er
fram sem horfir, verða áframhald
andí deilur, sem seint mun gróa
um.
Sannað Þykir, að allir umsækj
endur séu góðum kostum búnir
til þess að rækja þessi störf við
eðlilegar aðstæður og séu allir
hinir ágætustu menn.
Hér eru ekki eðlilegar aðstæður
fyrir hendi, þetta mál á að
skera úr um það hvort menn eiga
að vinna sig upp í störfum með
dugnaði, samvizkusemi og prúð
mennsku eða öðlast fyrst hylli for
ustumanna í ráðandí flokkum og
hljóta svo góð embætti, er umbun
fyrir vel unnin störf í flokks þágu.
Einar Ingimundarsson hlýtur
því sem þjóðhollur og góður þegn
okkar unga lýðveldis að draga sig
í hlé, Því verður ekki trúað að
hann að vel athuguðu máli, óski
eftir að bola Bimi Sveinbjörns-
syni frá því starfi, sem hann hefir
gengt um svo langt skeið og á
að minnsta kosti fyllsta siðferðis-
legan rétt til.
Enginn þarf að una þeim mála
lókum illa.
Einar Ingimundarsyni væri það
sæmd og hinn prúði fógeti þeirra
ísfirðinga myndi ekki ónotast við
vini sina við Faxaflóa, þótt hann
lyki embættisferli sínum vestra.
Dæmi er til, að ríkisstjómin
falli frá ákvörðunum lagasetningu
vegna almennra mótmæla t. d.
1963 ,,Kaupbíndingarlögin“ og af
stýrði með því vandræðum. Og
dómmálaráðherra þyrfti ekki að
una illa slíkum málalokum í
Þessu hliðstæða tilfelli, með því
fengist sú bezta lausn, sem völ er
á gagnvart embættinu og þar með
þjóðfélaginu.
Engum er það vansi, þótt hann
viðurkenni yfirsjónir sínar, jafn-
vel þótt það sé sjálfur dómsmála-
ráðherrann.
Haukur Magnússon.
ORÐSENDING frá
NORWINCH, Bergen
í dag, þriðjudag, og næstu daga, verður staddur
hér í Reykjavík herra M. Mortensen, verkfræðing-
ur frá NORWINCH, Bergen (framleiðendur af
NORWINCH-vökvavindum.) Herra Mortensen
verður til viðtals á skrifstofu umboðsmanns okk-
ar á íslandi,
VÉLAVERKSTÆÐI SIG. SVEINBJÖRNSS. h.f.,
Skúlatúni 6, Reykjavík.