Tíminn - 01.12.1965, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 1965
14
TÍMMNN
FRÁ ALÞINGI
Framhaio ai Dls 13
enn um framlag á fjárlagafrv. til
nauðsynjamála.
íþróttakennaraskóli íslands
hefur um langt árabil sótt um
að mega byggja heimavistarhús,
þar sem skólinn er í algeru hús-
næðishraki og verður að láta nem-
endur sína búa í vinnuskúr. Á
fjárlögum ársins 1963 fékk skól-
!nn 500 þús. kr. fjárveitingu og
700 þús. kr. á árinu 1964. Var
verkið þá hafið samkvæmt leyfi
ráðherra og kjallari steyptur,
mótatimbur var þá keypt til að
steypa húsið upp. Farið var fram
á 2.5 millj. kr. fjárveitingu 1965
til að gera húsið fokhelt. Því var
synjað og fjárveitingin lækkuð
með 20% niðurskurði í 560 þús.,
og tillaga er um sömu upphæð
Útför föður okkar,
Vigfúsar Guðmundssonar
fyrrverandi gestgjafa,
fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. desember kl. 10.30.
Athöfninni verður útvarpað.
Heiður Vigfúsdóttir,
Guðmundur Gaukur Vigfússon.
Af alhug þökkum við hina innilegu samúð vlð fráfall og útför
Ragnars Guðbrandssonar
bifreiðastjóra, Borgarnesi,
Sérstakar þakkir færum við samstarfsmönnum hans, fyrir þann
mikla heiður og vinarvott, sem þeir sýndu minningu hans.
Margrét E. Jónsdóttir,
Gunnar Ragnarsson,
Guðbrandur Tómasson,
Sigríður Guðbrandsdóttir^ Þorvaldur Ólafsson,
Gísli Guðbrandsson, Guðbjörg Ólafsdóttir
Sigurstelnn Guðbrandsson, Kristin Þórðardóttlr,
Sigurður B. Guðbrandsson, Helga Þorkelsdóttlr,
Birgir Guðbrandsson.
Útför móður okkar
Kristbjargar Sveinsdóttur
Langholtsvegi 187, sem andaðist 23. nóvember fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 2. des kl. 10.30 f. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Anna S. Þórhallsdóttir, Leifur Þórhallsson,
Þorbjörg ÞórhallsdóHir, Garðar Þórhallsson,
Hulda Þórhallsdóttir, Baldur Þórhallsson,
Nanna Þórhallssdóttir Sigtryggur Þórhalsson.
Kristján Jóhannesson
frá Harrastöðum í Dölum,
sem andaðlst í Hrafnistu 25. nóv. s. I. Verður jarðsungln
'Fossvogsklrkju, föstudaginn 3, des kl. 13.30.
Aðstandendur
frá
Innllegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför konu minnar móður og tengdamóður,
Elínar Jónasdóttur
Bjarni Brandsson,
Börn og tengdabörn.
Þökkum hjartanlega öllum þelm, sem sýndu okkur samúð og
hluttekningu við andlát og jarðarför,
Sigríðar Ásmundsdóttur
Ámundi K. J. ísfeld,
Sigurður Ámundason,
Jóhanna Óskarsdóttir.
innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og veitta hjálp við and-
lát og jarðarför,
Einars G. Sigurðssonar
Eiginkona, börn og systkini.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför föður
okkar og tengdaföður,
Ólafs Kvaran
ritsímastjóra
Þorbjörg og Jón Kvaran,
Sigrún og Karl Kvaran,
Elísabet Kvaran og Þorvaldur Garð
ar Kristjánsson.
Útför
Ásdísar Hallvarðsdóttur
er lézt 29. nóvember s. I. verður gerð frá Fríkirkjunni fimmtudag
inn 2. desember, og hefst klukkan 13.30.
Fyrlr hönd systkinanna,
Guðbjörg Hallvarðsdóttir.
nú. Með því að hækka fjárveitingu
um 1.5 millj. kr. væri hægt að
leysa þetta mál. Það er ekki slík
reisn yfir þessari fjárlagaaf-
greiðslu, að á 4 milljarða greiðslu-
bálki þess sé rúm fyrir 2 millj.
kr. vegna menntunar íþróttakenn
ara á Islandi.
Rétt þykir okkur að gera grein
fyrir því, hvernig þróun í útgjöld-
um fjárlagafrv. er. Skulu hér
nefnd örfá dæmi til að sýna, hvert
stefnir: Til ríkisstjórnarinnar
hækkar um 14 millj. kr. frá nú-
gildandi fjárlögum og hefur hækk-
að um 230% frá 1958. Kostnaður
við álagningu og innheimtu skatta
og tolla hækkar um 16 millj.
Kostnaður við skattanefndir og
skattstofur hefur nærri fjórfald-
azt, síðan breytingin til „sparn-
aðar“ var gerð með stofnun skatt-
stofanna. Fjárveiting til niður-
greiðslu hefur hækkað um 385%
síðan 1958. Getur þjóðin af því
séð, hvort það sé ofsögum sagt,
að dýrtíðin setji heildarsvipinn á
fjárlagafrv. fyrir árið 1966.
í nefndaráliti okkar hér að
framan höfum við sýnt fram á,
hvernig stefna ríkisstjómarinnar,
dýrtíðarstefnan, hefur leikið fjár-
hag ríkissjóðs. Hann er nú rek-
inn með halla, og þær framkvæmd
ir, sem áður voru greiddar jafn-
harðan af tekjum hans, svo sem
vegagerð, eru nú greiddar með
lánsfé, sbr. Keflavíkurveginn o.fl.,
og tafið fyrir öðrum nauðsynleg-
um framkvæmdum, svo sem skóla-
byggingum, sem Alþingi hefur þó
veitt fé til og samþykkt að hafnar
yrðu framkvæmdir við.
JÓN KJARTANSSON
Hvamnalc1 al Dls lb
365, Bjarmi II, Dalvík, 56.847,
Heimir Stöðvarfirði, 55..917, Dag-
fari, Húsavík, 55.466, ísleifur IV.
Vestmannaeyjum, 53.725, Gullver
Seyðisfirði, 50.911, Þórður Jóns-
son, Akureyri, 50.141 Viðey,
Reykjavik, 50.049 og Keflvíkingur
Keflavík, 50.011.
Auk þessara skipa hafa 22 skip
aflað meira en 40.000 mál og tunn
ur.
Aflinn norðanlands og austan
hefur verið hagnýttur þannig:
f salt (uppm.tn) 402.087, í fryst
jngu (uppm. tn) 42.378. í bræðslu
(mál) 3.437.764
Vikuaflinn sunnanlands nam
149.416 uppm. tn. og nemur heild
araflinn hér sunnanlands nú 988.
978 uppm. tn
LEIÐRÉTTING
Framhald af bls. 9
þátt í slíkum fundi, en gerði
jafnframt að skilyrði, að á dag-
skrá þess fundar yrði Austurlands
ráðstefna og að þar skyldi tekið
tíl umræðu og undirbúnings að
efna til ráðstefnu um ýmis mál-
efni Austurlands og að sveitarfé-
lögin í landsfjórðungnum ættu
aðild að ráðstefnunni ásamt fleiri
aðilum.
KVÆÐI JÓNASAR
Framhald al ols 16
Um útgáfu þessa sjá þeir Jónas
Kristjánsson cand. mag. og Magn-
ús Már Lárusson próf. og hefur
hann skrifað formála.
í hinum aðalflokknum, Vísinda-
legar útgáfur fornra íslenzkra
texta hafa komið út þrjár bækur.
Árið 1958 kom út vísindaleg út-
gáfa af Skarðsárbók. en það er ein
gerð Landnám” sett saman á 17.
öld af Birni junssyni a Skarðsá
eftir tveim fornum handritum
Landnámabókar, sem nú eru að
nokkru glötuð. Dr. Jakob Bene-
diktsson sá um þessa útgáfu. Hin-
ar tvær bækurnr eru riddarasög-
ur, Dínus saga drambláta, sem
kom út í Reykjavík 1960 á vegum
Handritaútgáfunefndarinnar, og
Viktors saga ok Blávus, sem kom
út í fyrra. Jónas Kristjánsson cand.
mag. sá um útgáfu beggja þessara
bóka.
Snemma á næsta ári kemur svo
út vísindaleg útgáfa á Svarfdæla-
sögu og sér Jónas Kristjánsson
einnig um þá útgáfu. Næstu bæk-
urnar í þessum flokki verða svo
Færeyinga saga, sem Ólafur Ilall-
dórsson cand. mag. sér um útgáfu
á, Áma biskups saga, sem Ólaf-
ur Halldórsson sér einnig um út-
gáfu á og Laurentíus saga, sem
Jónas Kristjánsson annast útgáfu
á.
Þá hefur Handritastofnunin
ákveðið að hefja útgáfu safns ís-
lenzkra rímna. Ætlazt er til að
þetta safn taki við af rímnasafni
Finns Jónssonar, sem náði yfir
elztu rímur og fram á 15. öld og
var í fjórum bindum. Hin nýja
útgáfa á að ná til rímna fram um
siðaskipti. Safn Finns Jónssonar
var 4 bindi, og gert er ráð fyrir
að hið nýja safn verði 4—5 bindi.
1. bindi þessa flokks kemur út á
næsta ári og sér Ólafur Halldórs-
son cand. mag. um útgáfu rímn-
anna.
Aðalútsölu fyrir Handritastofn-
un Islands hefur Bókaútgáfa menn
ingarsjóðs. í stjórn Handritastofn-
unarinnar eru: Prófessor Einar Ól.
Sveinsson, formaður stjórnarnefnd
ar, forstöðumaður stofnunarinnar,
prófessor Ármann Snævarr, rektor
Háskóla íslands, prófessor Hall-
dór Halldórsson, Finnbogi Guð-
mundsson, Landsbókavörður,
Stefán Pétursson, Þjóðskjalavörð-
ur og Kristján Eldjárn, Þjóðminja
vörður.
ÍSLENZKI PÁNINN
Framh. af bls- 16.
Um flaggtíma er það að segja
að á tímabilinu 1.. marz til 31.
okt. má ekki draga fána að hún
fyrr en kl. .8 árd og frá 1. nóv.
til febrúarloka ekki fyrr én kl.
9 árdegis. — Fáninn má ekki
vera lengur uppi en til sól-
arlags og lengur en til kl. 20
nema flaggað sé við útisam-
kmur og þá ekki lengur en til
miðnættis.
Lögskipaðir fánadagar eru
fæðingardagur forseta íslands,
nýársdagur, föstudagurinn
langi páskadagur, sumardagur
inn fyrsti, 1. maí, hvítasunnu-
dagur, 17. júní, 1. des., og jóla
dagur. Fánann á að draga að
hún þessa daga, nema á föstu-
daginn langa, þá er hann í
hálfa stöng.
VIÐ LIFUM
Framhald af 5. síðu
Málfar sögunnar er yfirleitt
gott. Víða er hressilega tekið
til orða og lýsingar tæpitungu-
lausar, en hvergi gripið til gífur
yrða.
Eg get ekki að því gert, að
bygging sögunnar minnir mig
talsvert á fræga sögu eftir Sillan
paa. Sú saga gerist einnig á
einum sólarhring. .Þar er sögu
sviðið finnsk sveit en ekki hús.
Annar er skyldleikinn þó ekki.
Hins vegar bregður í Dægurvísu
fyrir Kiljansstemmningu, eink-
um í upphafi sumra kafla og virð
ist Sjálfstæt.t fóllc þar mestur á-
hrifavaldur Þetta er þó mjög
óverulegt.
Þegar á allt er litið er Dægur
vísa furðulega gott verk heil-
steypt og trútt. Að loknum lestrj
hennai ætti að vera óhætt að
kveða upp úr með það. að íslend
ingar hafa eignazt hlutgenga
unga skáldkonu, sem nokkurs
verður vænzt af í framtíðirmi
AK
KJARADÓMUR
M rl in a . I
Ríkisstjórnin krafðist þess, að not
uð yrði deilitalan 180 fyrir þá,
sem vinna 44 stunda vinnuviku.
og deilítalan 160 fyrir þá. er hafa
skemmri vinnuviku. Þessu hafn
aði kjaradómur. Aftur á móti hef
ur álag vegna nætur- og helgidaga
vinnu verið lækkað. Það var áð-
ur 100%, en er nú i úrskurði dóms
ins 90%.
í kröfu opinberra starfsmanna
um almenna og verulega launa-
hækkun, var höfuðáherzla lögð á
að kaupmáttur fastra launa bafi
rýrnað mjög. Þetta eigi rót sína
að rekja til verðlagshækkana og
þeirrar staðreyndar, að kaup á
hinum almenna vinnumarkaði hafi
frá 1. júlí 1963 hækkað mun meira
en laun ríkisstarfsmanna. Muni
þar mestu, að ríkisstarfsmenn hafi
ekki fengið þá 15% launahækk
un, sem flestar aðrar launastéttir
hafi fengið síðari hluta árs 1963,
til Þess að vega á móti hækkuðu
verðlagi. Bentu þeir, á, að frá júlí-
byrjun ‘63 til 1. sept. 1965 hafi vísi
tala framfærslukostnaðar hækkað
um 31.8% vísitala vöru og þjón-
ustu hafi hækkað um
31.3% og vísitala byggingar-
kostnaðar á tímabilinu frá júní
1963 til júní 1965 hafi hækkað um
35.5%. Á sama tíma hafi föst laun
ríkisstarfsmanna hækkað aðeins
um 16.27% að meðtalinni verð
lagsuppbót. Einnig hafi á sama
tíma orðið launahækkanir hjá
fjölmörgum atvinnustéttum, sem
numið hafa yfir 40%, auk þess
sem verulegt launaskrið hafi átt
sér stað á hínum frjálsa vinnu
markaði. Þá hafi þjóðarframleiðsl
an vaxið mjög og þjóðartekjur auk
izt. Þannig hafi opinberir starfs-
menn ekki einungis orðið útund
an við hina almennu peningalegu
og raunverulegu tekjuaukningu
þjóðarinnar, heldur hafi raunveru
legar tekjur þeirra lækkað veru
lega og hallað þar með á þá í
tekjuskiptingu þjóðarinnar.
Bentu opinberir starfsmenn á,
að Þeir séu nú mun ver launaðir
en samsvarandi starfsmenn á hin
um almenna vinnumarkaði. og
hafí þetta orsakað verulegan skort
á starfsmönnum í ýmsum starfs-
greinum ríkisins, sem þegar hafi
haft hinar alvarlegustu afleiðingar
í för með sér.
Ríkisstjórnin var aftur á móti
á annarri skoðuh, og taldi að
hæfílegt væri að hækka kaup
ríkisstarfsmanna um 3%, — „og
með því verði hlutur þeirra raun
verulega betri heldur en samsvar
andi starfsmanna á hinum al-
menna vinnumarkaði“, eins og
komist er svo gáfulega að orði
í greinargerð þeirra.
Þá gerðu opinberir starfsmenn
kröfu um mjög almennar og sums
staðar verulegar breytingar á röð-
un starfsiheita í launaflokka. Þær
kröfur miðuðu allar að því, að
skipa starfshópum í hærri launa
flokka en áður. Töldu opinberir
starfsmenn, að flokkahækkun
starfshópa og einstaklinga skipí
xnöguleika til almennrar launahækk
unar, ef sú leið yrði talin færari ’
til kjarabóta, en breyting á sjálf
um launastiganum. Þetta hafi ver
ið gert með hlíðsjón af því, sem
mjög hafði tíðkazt á hinum al-
menna vinnumarkaði nú að undan
fömu. Auk þess töldu Þeir, að
breyting á skipan starfshópa í
launaflokka sé nauðsynleg, þar
sem núvarandi skipan sé stórgöll
uð og þarfnist margvíslegra leið-
réttinga.
Eins og áður segir voru tvö
minnihlutaálit. Annars vegar
Jóhannes Nordal, sem vildi að
almenn launahækkun yrði aðeins
5% og hins vegar Eyjólfur Jóns-
son, sem vildi hækka laun opin
berra starfsmanna meira en meiri
hluti Kjaradóms.
Meirihluta Kjaradóms mynduðu
Sveinbjörn Jónsson. Benedikt Sig
urjónsson og Svavar Pálsson.
1 Auglýsið i
TÍMANUM