Skírnir - 01.12.1915, Blaðsíða 2
II
Skýrslur og reikningar.
Forseti skýrði frá að fyrirhugað væri að gefa út minningarrit í
tilefni af 100 ára afmæli félagsins á næata ári.
Hannes Þorsteinsson skjalavörður, endurskoðandi félagsins, fór
nokkrum orðum um reikningana og talaði um að skrá vantaði um seldar
hækur félagsins, en erfitt mundi að líkindum að koma því í kring. Enn
fremur gat hann þess, að kostnaður væri mikill við útgáfu Skirnis og
hefti það nokkuð aðra bókaútgáfu. Loks skaut hann þvi til stjórnarinn-
ar, hvort eigi væri hægt að losna við einhver af þeim dönsku skulda-
hréfum, er félagið ætti, en gæfu litla vexti, og nokkur fleiri atriði mint-
ist hann á. — Forseti svaraði þessum athugasemdum nokkrum orðum
og sömuleiðis bókavörður félagsins. Siðan var ársreikningur félagsins
borinn upp og samþyktur í einu hljóði og sömuleiðis efnahagsreikningur
og reikningur sjóðs Lehmann-Filhés, er forseti hafði áður lesið upp.
II. Endurskoðendur voru endurkosnir í einu hljóði Klemens Jóns-
son landritari og Hannes Þorsteinsson skjalavörður.
III. Eftir samhuga ályktun fulltrúaráðsins stakk forseti upp á að
kjósa prófessorana Adolf Noreen og Gustaf Cederschiöld heiðursfélaga og
voru þeir báðir samþyktir.
Fundarmenn þökkuðu stjórninni frammistöðuna siðastliðið ár með
því að standa upp.
Fundarhók samþykt.
Fundi slitið.
Lárus E. Bjarnason.
3. Jónsson.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld Hins islenzka Bókmentafélags fyrir árið 1914.
T e k j u r :
2. Eftirstöðvar frá árinu 1913:
a. Veðdeildarbréf Landsbankans. . kr. 19000 00
b. Dönsk verðbréf.................— 8000 00
c. Peningar í sparisjóði ..... — 5877 12
------------*--- kr. 32877 12
2. Styrkur úr landssjóði...................................— 2000 00
3. Fjórtáuda greiðsla fyrir handritasafnið................— 1000 00
4. Greidd tillög meðlima..................................— 5841 57
Flyt kr. 41718 69