Reykjavíkurpósturinn - 01.06.1848, Page 15
143
koma telja 30 dali eða meir i ferðakostnað sinn aðra leiðina,
sem vant var að gjalda j)eim af almennum sjóði. J>á hef eg
talið 29 dali í fyrra sinn fyrir ferðakoslnað vestan úr Isafjarðar
sýsln, og ætla eg það einnig sanngjarnt mjög, j>egar samaner
borið við ferðakoslnað margra annara. I sumar er var reikn-
aði eg ekkert ferð mína veslnr og veslan, ekki vegna þess, að
mér |>ælli {>að rángt, f>ví eg get ekki enn sannfærzt um ann-
að, en að það sé skylt hverjnm þíngmanni að hera sig saman
við kjósendnr sína, ef þeir óska þess, og að það leiði hein-
línis af köllun þingmannsins; en sé svo, þá er það að álíta
sem alinennt eyrinði en ekki eyrindi hlufaðeigenda sjálfra. En
þareð margir skoða þetta á annan hátf, þá þótli mér réltara
að reka það eyrindi, sem eg áleit mér skylt að reka, án þess
að yrðast um það lílilfjörlega óinak og kostnað sem þar af
leiddi, því mér þólti það eins vel sæma, að nota þann tíma
sem gafst, áður enn þing var sett, til að unna kjósendum mín-
um viðtals, einsog að hvíla mig þann tíma í Reykjavik með
fullum fæðispeníngum. J>el(a vona eg sýni Ijóslega hvernig á
þvi stendur, að eg laldi mérí seinna sinni einúngis ferðakostn-
að fram og aplur frá Kaupinannahöfn.
Eg skal að vísu á eingan hált mólmæla, að nákvæmlega
sé litið eptir reikningum þíngmanna og koslnaði öllum lil þings-
ins, en eg vildi samt óska, landsins vegna, að ekki væri síður
litið eptir livað þingið áorkar, því þó dýrmælt sé féð og gott
að halda i það fyrir þá sem það eiga, þá mundi þó mega telja
mörgum skynsömum manni Irú um, að þau gæði væri til, sem
v’arðaði land og lýð, og sem vert væri að láta út fyrir nokk-
ur fiskvirði.
Kaupmannahöfn 13. Mai 1S48.
Jón Sigurðsson.