Þjóðólfur - 16.09.1849, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.09.1849, Blaðsíða 2
manna, og undir eins sje ferfiamönnum til leiöbeiningar, fyrir utan hvað slíkt yrði sveit- inni til hins mesta sóma. En <á hinn bóginri getur hæglega, svo farið, að ferðamenn kom- ist í ógöngur eða ófærur, og megi snúa apt- ur, verður þeim |>á leiðin, ef til vill, tvöfalt lengri, og sveitabúum átroðningurinn undir eins tvöfahlur. Vjer nefndum Holtasveit og Flóann ekki aí þvi, að þar sje, ef til vill, ineira hirðuleysi í þessu efni, en alstaðar ann- arstaðar, heldur af hinu, að það er hvort- tveggja stórhjeruð og fjölbyggð, og þar á ofan beztu sveitir, sem bafa nægan mannafla til að gjöra þær vegabætur, sein meðþyrfti, enda hefur fyrir víst einn hreppur í Flóan- um afkastað í nokkur ár ótrúlega miklu með vatnsveitingar og skurðgrefti, og á þvi sjá- um vjer, að mikiö má, ef viljinn er góður, og höldum, að hinir sömu menn mundu einn- ig afkasta miklu, ef þeir snjerusjerað vega- bótum með öðru eins kappi. Ekki þykir oss eins mikið tiltökumál um útkjálka landsins, þó þar verði lítið ágengt með vegabætur, þar sem mjög er strjálbyggt og litið landsmegin, eins og t. a. m. á Vestfjörð- um, en þó er það fjærri oss að mæla slíku bót; því að vart sjest þar sumstaðar vottur til götuslitra, því síður vegar. Hvergi ætl- um vjer heldur samgöngur strjálari manna á milli, en þar, og lítt eru þær teljandi, nema sjóveg sje farið, enda munu Vestfirðíngar kunna betur að sjóförum, en flestir á landi hjer. Vorkun er þeim reyndar nokkur, þó þeim verði lítið ágengt með vegabætur; því að vtða er þar landslagi svo varið, að trautt eraðhugsa til vegbóta, nema stórhainr- ar og björg, og jeg hefði nærri því sagt heil- ir fjallahálsar væru sprengdir með púðri. En þó mundu Vestfirðingar mikið geta bætt vegi sína, ef þeim væri það bugleikið, og altjend gætu þeir tekið lausagrjótið frá fótum sinum, sem víða liggur þar á vegum óhreift. (Priimlialdið siðar). Frá hjeraðsfundum Vestfirðinf/a 1849. 18. dag júnimánaðar þ. á. áttu Vestfirðingar úr þremur sýslum (Stranda, Isafjarðar og Barðastrandar) fund með sjer, á enum forna þingstað að Kollafiúða- eyrum, til að ræða þar ýmisleg mikilsvarðandi þjúð- mál landsins. Söindu þeir sér þar fyrst fundarlög, svo að alt færi sein skipulegast frain, og kusu sjer forseta og aukaforseta, og tvo skrifara.' Að því liúnu var fundurinn settur, og tekið til að neða ýmisleg málefni. Voru þau þá nokkur, er öllum kom saman um, að gjöra skyldi að álitum, og semja um bænarskrártil al- þingis; voru þá nefndir kosnar til að starfa að hverri bænarskrá; síðan voru bænarskrárnar birtar á þinginu, samþyktar, undirskrifaðar, og fengnar alþingismönnum til tlutnings og frekari aðgjörða á alþingi sjálfu. Bænarskrarnar voru 7 að tölu, og skal bjer skýrt frá lielztu atriðum hverrar fyrir sig: 1. Að liaus liátign konungurinn veitti þjóðinni ú- takmarkað verzlunarfrelsi, samkvæmt því sem um var beðið á alþingi 1845, að undantekmiin varaatkvæðun- um, 4 og 5, í alþingistíð. bls. 606. 2. Að alþingi yrði haldið á hinum forna alþingisstað við Oxará. 3. a) Að 56 en eigi 40 fuiltrúar þjúðkjörnir ræði stjúrnarskipun Islands, svo að 3 mæti fyrir hverja sýslu, I fyrir Reykjavikurbæ, og I fyrir Vestmanna- eyar, og að menn þessir sjeu kjörnir eptir hinum frjáls- legustu og þjúðlegustu kosningarlögum. b) Að þjúðþing þetta verði sett við Öxará, fremur en í Reykjavík, svo að þingið geti orðið sem bezt þokkað af alþýðu, og sem kostnaðarminnst, c) Að kosningar til þessa fundar fari ekki frain saindægurs um allt laiul, til að reisa skorður við, að sami maðiir verði kjörinn í fleirum en einu kjördæmi. d) Að ný kjördæini verði ekki upptekin, þú þingmenn fjölgi. 4. Að tilskipunin um hreppskilaþing á vori verði af- tekin með öllu í hinuin áður áminnztu 3 sýslum hjer vestra. 5. Að allir embættisinenn á landi hjer riti alla' jafna stjúrnarmálefni og þjúðmálefni vor, livort heldur búk- uð eða brjelleg, á máli voru, íslenzkunni. 6. Að vesturamtið lialdi takiuörkum sínuin úbrcytt- um, meðaa aintinenn eru í landinu, og sjeu þar bú- settir í umdæuii sínu, sem liægast er til þcirra að ná. 7. Að skýrsla um fjárhag landsins sem bráðast verði samin, og birt almenningi, svo að enginn þurli að mis- gruna um úskipulega meðferð á fje landsins. Enn var ein bænarskrá lesin, samþykkt og unilir- skrifuð á þinginu, var hún úr Isafjarðarsýslu, og aðal- atriði hennar: að aukatekjur lækua hjer eptir yrðu á- kveðnar að lögum, svo að enginn ágreiniugur mætti verða uin, hve mikið þeim hvervetna bæri. þvss niá og geta, að fundarmenn skutu saman nær 30 rbd. til túptarbyggingar og tjaldkaupa, og bundu það með sjer fastinælum, að fund skyliii þar lialda næsta ár og eptirleiðis, í þeirri von og saunfæringu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.