Þjóðólfur - 30.07.1850, Blaðsíða 3
103
Lei/fist kettinvm að lita á konunr/inn
i pjóðó/fvr ?
(Framhald). En vjer liöfum nú allir rætt
svo mikið og margyrt um „öll kirkjuleg mál“,
og vjer hyggjum, að herrarnir anrllegú, sem
eiga uppástunguna, og hafa fallizt á hana,
geti ekki, heldur en sjálhr vjer, gjört sjálfum
sjer nje öðrum grein fyrir hvað það sje, sem
meinist með „kirkjulegum málefnum", eða
hvar sjeu takmörkin milli þessara mála og
liinna veraldlegu, eða hver sjeu einkenni
hverra málanna uin sig. Sje jietta ekki, nje
geti verið neinum manni Ijóst —og þeir hafa
játað það sjálfir, uppástungumennirnir, jiar sem
þeir gjöra ráð fyrir, að alþingi og prestaþing-
ið hafi til meðferðar sömu málin, svo konung-
ur verði að setjast aptur í eirivaldssætið, og
skera úr inilli hvorutveggja, ef þau verða ekki
á eitt sátt — sjá þá ekki allir, að ef uppá-
stungunui yrði framgengt, eins og hún nú
liggur fyrir oss, þá má hún verða hið mesta
sundurlyndis og ágreiningsefni milli fulltrúa
þingsins og prestastefnunnar. 3>aö væri þó
næsta eðlilegt, að þjóðfulltrúarnir vildu ekki
álíta of mörg málefni kirkjulegs eðlis, eða
prestastefnu mál, því síður sem £ audlegrar
stjettar marina, eða fleiri, ætti setu á þinginu,
og gæti rætt þar málin; og jafn eðlilegt, eða
víst jafn samkvæmt þessum útúrborings til-
raununr andlegu stjettarinnar væri það, þó
húnvildi álíta setn flest rnál „kirkjuleg“, svo
þeir fengi einir að höndla þau og leiða til
lykta að sinni vild. Hvereru þá þessi kirkju-
legu mál? Eru það öll þau inál, sem áhræra
skólann — undirbúningsstofnan prestastjettar-
innarog þeirra, sem eiga að vaka yfir og við-
halda trúarlærdómum kirkjunnar —? Værum
vjer prestslegrar stjettar, segðum vjer sam-
stundis: já! það leggur sigsjálft, því að skól-
inn er gruiidvöilur og hyrningarsteinn hinnar
andlegu stjettar. Ef vjer værum veraldlegrar
stjettar menn, segðum vjer: nei, fjærri þyí!
iskólanum læra einnigþeir, sem til veraldlegr-
ar stjórnar verða settir; skólinn stendur og
fellur með því að hann hafi tekjur; en um
tekjur, álögur og útgjöld til opinberra þarfa
á einungis fulltrúaþingið rjett að ræða. — Eru
það þau mál, sem áhræra enðurbætur á kjör-
um prestanna, kirkjur, tekjur þeirra og presta-
jarðirnar? ]?eir andlegu segja: jú, sjálfsagt!
það er eins víst kirkjulegt mál, eins og prest-
; inum, sem kennir í kirkjunni, er ekki mögu-
legt að uppfræða, nema hann hafi eitthvað
nægilegt við að styðjast, og það er hvorki
i eðlilegt, nje undir veraldarmönnunum eigandi
að ákveða þetta; þetta er lireint prestastefnu
mál. veraldlegu segja, að hjer sje að
ræða sumpart um opinberar stofnanir, presta-
jarðir og tekjur kirkna, sem sje þjóðeign, en
sumpart um álögur og útgjöld; og eigi full-
trúa þingið eitt rjett á að ræða um þvíumlíkt.
Eru kirkjusiðirnir og kirkjureglur kirkjuleg
mál? 3>a?> segir sig sjálft, svara hinir and-
legu lierrar. Nei, engan veginn! segja þjóð-
fulltrúarnir; nú upp frá þessu eiga þegnarnir,
sem á að birida við að hlýða reglunum og
lögunum, rjett á að þeir kveði upp sjálfir lög
þessi og reglur. Eða ætlið þjer, aðvjerdýrk-
um guð verðuglegar með því að hafa við þá
siðagjörð, sem þjer viljið neyða upp á oss,
en er gagnstæð sannfæringu vorri, lieldur en
með þeim siðum og á þann veg, sem vjer er-
um sannfærðir og ásáttir um, að ell þjóðin,
eður þorri hennar í'ellir sig bezt við?
Nei, það er miklu hægra og vandaminna
að hreyta slíkum atriðisorðum fram, án þess
að finna þeim ástæður og nokkurn veginn
glöggan skilning, en að leysa eptirá úr rjett-
um skilningi þeirra; og vjer biðjum núhvern
óblutdrægan mann, að líta á þessar ástæður
og yfirvega þær með jöfnu geði og köldu
blóði, og segja oss síðan, hvort hjer má ekki
af rísa hinn mesti vafi, og hií háskalegasta
sundurlyndi milli fulltrúa þingsins og presta-
stefnunnar. Og vjer spyrjum yður þá aptur,
andlegu herrar, er það þessi uppskeran, sem
þjer plægið til og sáið? Eða hver er hún þá?
jýjer kennið oss þessi dýrinætu orð: „hver,
sem ekki saman safnar með mjer, hann sund-
urdreifir.“ Munið þau sjálfir og lifið eptir
þeiin! Yður og öllum oss íslendingum ríð-
ur á því á þessum tímum, fremur en nokkru
sinni fyrri. Vjer skulum um fram allt vera
á eitt sáttir, og það er þetta: að eingin
stjettin tortryggi áðra nje gruni um gæzku.
Allar stjettir eiga setu á fulltrúa þingi voru;
þar skulum vjer vinna allir einhuga hvor með
öðrum, styðja og styrkja allir saman jafnt
allar stjettir og öll alþjóöleg mál, svo að allt
9 landið megi bíða af heill og hamingju. Sú