Þjóðólfur - 17.08.1850, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.08.1850, Blaðsíða 2
m ræða um forsetaval, urðu eigi á eitt sáttir, þar margir vildu hafa prófast Hannes Steplien- sen fyrir forseta, en nokkrir mæltu fyrirpró- fessor Pjeturssyni, með þvi þeim þókti óþarfi að kjósa annan en hann, þar hann í fyrra hafði stýrt jþingvallafundinum, svo öllum lík- aði. Varð þó sá endirinn, að prófastur var kosinn, með þvi líka prófessorinn skoraðist alvarlega undan forsetadæmi, en levf'ði þó að kjósa sig fyrir varaforseta. Að því húnu tóku menn að ræða um fundartímann, og varð þar likamikill ágreiningur, þar eð sumuin og flest- um þóktu heiinilisstörf ekki leyfa þeim langa burtuveru mitt í heyönnum; en aptur álitu aðrir, að það væri skylda fundarmanna að bíða svo lengi sem málefnin útheimtu, er tekin væru fyrir á fundinum. Var þá af ráð- ið, að gefa sig við þeim malum einum, sem næst þóktu liggja fyrir, og búa sig undir þjóðfundinn að ári. Síðan var kosin nefnd manna til að íhuga, ogsegja álit sitt um nokk- ur hin helztu atriði í stjúrnarskipunarmáli voru. í þeirri nefnd voru sýslumaður Jón Guðmundsson , prófastur Haniies Stephensen,. prófessor Pjetur, stúdent Jakob Guðmunds- son og alþingismaður Ásgeir Einarsson. J)á var og kosin önnur nefnd til að semja bæn- arskrá til konungs um það, að senda til Is- lands frumvarpið til grundvallarlaga vorra liið allra fyrsta orðið gæti. I þeirri nefnd voru prófessor Pjetur, kennari Jens Sigurðsson og ábyrgðarmaður íþjóðólfs. Störfuðu nefndar- menn það eptir var dags að þessu verki. Suniuidagsmorguninn eptir kom fundarmönn- um ásamt, að hlýða messu i ^ingvallakyrkju ; stje sjera Jakob Finnbogason á Melum í stól- inn, og var súnginn sálmur fyrir og eptir. Að því búnu var álitsskjal 5 inaniia nefndarinnar tekið fyrir, og las framsögumaður, sýslumað- ur Jón Guðmundsson upp atriði þau, sem nefndin hafði tekið til íhugunar. Voru þau atriði þessi: r,Að íslendingar væru frjálsþjóö út af fyrir sig, með því að land þeirra væri livorki byggt í öndverðu afDönum, njeheld- ur seinna unnið með herskyldi, og gæti því hvorki álitizt sem nýlenda nje skattland jieirra; þess vegna væri rjettast, aö laga allt sainband íslendinga við Dani eptir hinum forna sátt- mála, sem gjörður var við Noregs konung, og ætti á honuin að byggja öll þjóðarrjettindi þeirra. Af þrír ráðherrar skyldu vera á ein- um og sama stað í landinu, og skyldu þeir allir vera íslendingar. Að einn skyldi vera erindsreki íslendinga í Danmörku, sem bæri inál þjóðarinnar fyrir konung, og flytti aptur konungs eyrindi fyrir þjóðinni. Að íslend- ingar skyldu hafa jarl yfir sjer, sem hefði myndugleika konungs, þegar á þyrfti að halda. Að alþingi skyldi hafa löggjafarvald ásamt með konungi. Enn frernur var það tekið fram í álitsskjali nefndarinnar;, að lagt yrði fyrir þjóðfundinn að ári frumvarp til verzlunarlaga, og greinileg skýrsla niri fjárviðskipti Isleud- inga við Dani um undan farin ár.“ $að var í upphafi svo til ætlað, að þau atriði, sern nefndin tæki þannig til álita, og sem fundarmenn sainþykktu, yrðu senil stjórn- inni ytra í því skyni, að hún tæki þau til gveina, þegar hún semdi fruinvarpið til grund- vallarlaga vorra. En þegar til kom, urðu bæði nefndarmenn og fundarmenn fremur á það sáttir, að gefa stjórninni enga bendingu ineð atriðum þessum, helrlur einungis senda þau landsmönnum í ávarpi til nákvæmari íhugun- ar og leiðbeiningar. En þar eð menn þó álitu brýna nauðsyn, að fá bæði verzlunarlaga frum- varpið og fjárhagsskýrsluiía á þjóðfundinn, þá voru þessi tvö atriði tekin úr nefndarálit- inu og bætt inn í bænarskrána, sem hin nefnd- in hafði samiö um það, að frumvarpið til grund- vallarlaganna yrði sent hingað sem fyrst. Og var þá bænarskrá sú með þeiin viðauka upp- lesin fyrir fundarmönnum. Síðan var stung- ið upp á því, að kjósa þar á fundinum 5 inenn í Reykjavík, eðurí grend við liana í eina aðalnefnd, sem tæki til íhuguiiar og álita öll þau málefni, sem snertu jijóðfundinri; og skyldi sú nefnd standa í sambandi viö sýslunefndir þær, sem ætlað var til að kosnar yrðu um allt land. Og var svo ráð fyrirgjört, að nefnd þessi Ijeti koma út í sjerstöku blaði álit sýslunefndanna og sínar eigin athugaseindir um öll þjöðfundarrnálefni. I þessa aðalnefnd voru kosnir: stiptamtmaður, greifi Trampe, prófessor Pjetur, kennari Jens Sigurðsson, kennari Haldór Friðriksson og stúdent Jakob Guðmundsson; en til vara voru kosnir asses- sor Jón Pjetursson og ábyrgðarinaður Jjóð- ólfs. Að því búnu sagði forseti fundi slitið og þakkaði möiinum fyrir, aðþeirböfðu hlýðt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.