Þjóðólfur - 24.07.1852, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.07.1852, Blaðsíða 1
4. Ár 86. 1858. 24. júlí. Hu^vekja. 2. Um færikvia brúkun or/ nytsemi. (Framhald). Fyrir 50 árum fiólcti ókvæði, að hýsa kýr á nóttinni írá Jónsmessu til Höf- uðdags, núþar ámóti láta allir }>ær inni liggja, og þykir gagnsmunabót að. Jað er gömul regla, að varast alla snögglega umbreytingu við sauðijenað; vorið er sá tími, sem ærnar þurfa sjálfræði á, þá er þær eiga að fæða lömb, og gott, hvað betur mjólka, líka fitna og loðn- ast. Já er náttúra fjárins að liggja skemmst, er nótt er styzt og gróður stundum lítill; þá er langur rekstur og sultur skaðlegastur. Ept- ir fráfærur telja margir gott að liýsa ær, eink- um þá þær eru berar og ullarlausar, en stund- um hret, frost eða kalsi á næturriar; halda þeir, að þá fitni ær betur og mjólki jafnar, og mun þetta satt vera, ef ei iiggja of lengi inni. Samt mun það óholt fje, er venst harðri beit og útilegum, að liggja inni í heitum, blautum og stækjufullum húsum, þó þetta við gangist sumstaðár. Allir geta samt sjeð, að betur muni eiga við ær, að liggja inni í færikvium og hafa nægan hita hvor við aðra og hvor af annari, nema þá hretviðri er, því þá er húsaskjólið betra, einkum fyrst eptir fráfærurnar. Jað er líka ómissandi, að tjaida eina eða tvær kvíagrindurnar áveðurs, þar sem stormasamt er, og má til þess brúka pokavoð eða pokagarma. Sumar mjaltakonur láta á sjer heyra, að kaldara sje í kvium þessum, en úti á bersvæði eða jafnvel á háisum uppi, þar er íjeð liggur úti; en liver skynsamur maður getur sjeð, hversu nieining þessi er á- stæðulaus og íjærri allri rjettsýni. Jað riður mikið á, að skamta tíinann, sem ærnar l'ggja inni fyrst eptir fráfærur, því ekki má þaö vera allur tími milli venjulegra mjalta frá kvöldi til niorguns, heldur verður að beita ám nokkra stund að kveldi eða morgni áður mjaltað er; þar sem langt er í haga, mun kveldbeit haganlegri, frá því um sólarlagsbii til miðnættis; jafnast eru liagar ljettir heima við, og herðir íje þá á fylli sinni, er náttkæl- an fer yfir. Ei ætti innilegutími þá að vera • yfir 6 stundir. Jegar ær að morgninum koma svangar í góöa haga, bíta þær með góðri lyst, og gjöra með þessu móti meira gagn, heldur en þó þær fylli sig heima við á einhverjum Ijettingi og komi á eptir i góða liaga, því þá liggja þær þar eins lengi og þær eru á beit. Sjeu nú engir hagar heima, en góðir fjærri, verður að reka seint heim, nijalta að kvöldi um sólsetur og snemma að morgni — um mið- morgun. 3>ar sem svo er háttað, þyrfti að vera selför, sem menn eru nú víða farnir að taka upp; en þar sem hagar eru jafnir og nærri og heldur litlir, mun morgunbeitin eiga betur við, og sje þá út iátið um sólaruppkomu. Jegar kemur fram á sláttartíma, má hætta kvöld- og morgunbeitinni, en þá sje Qe ei heim rekið fyr en undir lágnætti og mjaltað strax að morgni, þá á fætur er farið; ætti það að vera búið kl. 7 fyrir miðdag. 5að skaðar lítið, þó nokkuð verði mismjaltá, þáQeerfarið að geldast iivort eð er, en vinnudrjúgust er aðferð þessi; þá þurfa ekki mjaltakonur að bíða eptir búsmalanum framm undir hádegi, eins og einatt ber við. Með þessari aðferð mun færikvíavistin ekki spilla gagnsmunum, sje hjásetan á annað borð, og eins kvöld-og morgunbeitin trúlega st'unduð. Hentugt færikvíastæði vantar að visu all- víða, ekki sízt um lestatímann, þar sem tún eru ekki mjög stór. Ætlast eg því til, að kviarnar, einkum um þetta leyti, brúkist til túnauka, og mun þá víðast vera svo ástatt, aö nálægt túnum sje annaðhvort stunguflag

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.