Þjóðólfur - 29.04.1854, Blaðsíða 2
204
svo ótrúlega lágu verði, að innlendir varla
hafa átt kost á afi fá hross við svo litlu verði
hver hjá öðrum, J)á mun ekki þurfa að telja,
að fyrir þessi hross hafi hafzt meira að með-
altali en 15 rbdd. fyrir hvert, en það eru
samtals.......................... 3,285 rbdd.
1853 voru útflutthéðan afsuð-
urlandi 212 hross, og að vísu mun
Ingólfur hafa hermt það rétt, að þau
hafi verið keypt frá 7—12 sp. hvert,
en miklu fleiri á 7—9 sp. heldur en
frá 10—12 Sp., og því mun ékki
þurfa að telja meira fyrir þessi hross
að meðaltali en 17 rbdd. livert, eð-
ur alls.......................... 3,604 —
Sama árið voru flutt út frá norð-
urlandi (— sjá „Nordra“ nr. 14, 15,
og 17—18) 65 hross á 17rbdd. 1105
og . . 67 — á 19 — 1273 ^ __
í næstliðin 2 ár eru því héðan út
flutt alls 563 hross, fyrirsámtals 9,267rbdd.
eður að meðaltali hvert ár 281£ hross fyrir
4,633£ rbdd., og er þetta að vísu, eins og
efnahag og verzlun okkar er varið nú um
stundir, töluvert fé, góður arður að því, sem
aldrei hefir áður dregið að oss neina penínga,
en verið víða hvar ofaukið. Og að vísu er
það hvorttveggja athugandi hér við, sem
„Norðri“ hreifir, að bæði hafa landssjóðnum
aukizt gjöld fyrir þessa verzlun, nálægt, því
ríkisdalur fyrir hvert hross, og nokkurt fé
runnið inn t.il landsmanna fyrir fylgdir o. 11.,
en f)ó einkum, að bæði þetta fé allt, ásamt
þeim 9267 rbdd. íyrir lirossin, liefir komið inn
í landið í gulli og silfri, en ekki í óþarfavöru
og munaði.
En þó hrossaverzlun þessi hafi þannig
verið oss næsta arðsöm um 2 næstliðin ár, þá
getur þó enginn dulizt þess, að hún hefði
mátt verða oss miklu ábatasamari, ef við
befðum kunnað með að fara. 5að er vafa-
laust, eptir því sem þessir ensku hrossa-
prángarar hafa upp úr hestum héðan í Eng*-
landi — og þó er það óneitanlegt, að þeir
kosta miklu til þessara ferða, — þá mundu
þeir vera einkar vel í haldnir og ekki fælast
frá hrossaverzlun við oss, þó þeir yröi að kaupa
hvert úngt hross upp og niður á 25—30 rbdd.
, En á meöan landsinenn halda þessum
vana, — sem þeir hafa reyndar tíðkað helzt
til of lengi og sér til mests skaða í annari
verzlun, — að hver keinur með sína bykkju
og sitt trippi, — hvert sem hann er laginn
til verzlunar eða ekki, skilur mál kaupmanns
eður ei, hv§rt sem hann þekkir, hvort það
er góð mynt eður svikin, sem honum erboðin,
— og vill fyrir hvern mun standa sjálfur
fyrir kaupunum, þá má reyndar búast við,
að þeir hafi ekki að eins allt að helmíngi
minna verð upp úr grip sínum heldur en vel
mætti, heldur einnig, að þeir jafnvel verði,
ef til vill, sviknir á kaupunum, bæði með
falskri utanríkismynt, og á annan veg.
3>á ætlum vér miklu nær, — og saina mundr
vérða hrossaverzlun vorri, eins og lika arinari
verzlun þegar hún verður frjáls, miklu af-
farasælla, — að í hverju héraði, þar sem
hrossakaupmanna er von, væri kosnir til 2
valinkunnir greindir menn, til þess að gáng-
ast fyrir sölu hrossanna úr liverri sveit; —
að þeir, legðu nokkurn veginn niður með eig-
endum hrossanna hinn sanna verðmisniun
fieirra, og gengist síðan fyrir sölu þeirra úr
allri sveitinni í hópakaupum, þ. e. með vissu
ákveðnu verði fyrir bvert hross upp og ofan.
jrá mætti að visu á öllum hópnum slaka af
eður á um nokkra dali, þ. e., ef allt væri
keypt létt, fneð góðu; en menn yrði þá með
fram að vera fastir við sinn keyp, að selja
með þvi móti öll hrossin eður ekkert þeirra.
5<að er auðráðið, að forgaungumenn ætti á-
kveðna sanngjarna þóknnn, fyrir þessa fyr-
irhöfn sína og verkatöf, og það væri þó lík-
legt, að landsmenri vildu Iieldur unna lönd-
um sínum sanngjarnra hagsmuna af þessu,
heldur enn að eiga það á hættu, að verða
fyrir miklu meiri lialla, auk verkatafar, ef
svo er að farið eins og nú, að hver otar fram
sínu trippi, og lætur svo hrossakaupmenn
,,prutta“ verðinu niður til þriðjúnga eður meir,
en fær svo má ske á endanum svikna mynt
í aðra hönd.
5eir bræður prófastur séra Hannes Ste-
phensen í Borgarfjarðar-sýslu, og kamrnerráð
Magnús Stephensen — með aðstoð Skúla
læknis Thorarensens — í Kángárvalla-sýslu,
gengust í fyrra, hver í sínu héraði fyrir álíka