Þjóðólfur - 17.06.1854, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.06.1854, Blaðsíða 4
234 ásKint varaforsela. og 6 aðstoðarmenn, er samkræmt lögunum eiga að stjórna félagsins aðgjörðum og fram- kvæmdum. Félagið hefir nú í ár að samtöldu féngið 367 dagsvcrk auk áðurnefnds pcníngastyrks, og fram- kvæmd jiess hefir verið þar í innifalin, að það hefir nú þegar af varnargörðum og túngörðum hlaðið 740 faðina, 2þ áln, á hæð 2þ áln. á þykkt að neðan, en að ofan | áln. Garðar þessir eru eptir því sem cfni var fyrir hendi, sumstaðar hlaðnir úr eintómu grjóti, og sumstaðar úr grjoti og torfi, eptir því sem faung voru á. Hér að auki heíir félagið nú siéttað 1462 ferhyrnda faðma i í túnum, og skorið frain skurði til vatnsveitínga 250 faðma, sem eru 1 alin á dýpt og lj áln. á breidd. Auðnist félagi þessu að halda uppbyrjuðu verki sinu áfram, getur varla hjá því farið, að það verði til mik- ils gagns og hagsælda fyrir sveitina og eptirkomeúdurna. Fréttir. — (Framhald um stríðið). Skipaher Englendínga í Eystrasalti jókst dag frá dcgi og voru 23 stór herskip Frakka komin þángað; ekki hafði þeim en gcfizt neitt færi til atlögu; en alllaf voru þau að ná kaupförum Rússá, taka þau hertaki og iiytja í burt til Englands. Skip það, sem hcrra Napier er á sjálfur, nefnist „I)úc (djúk) of Wellington“; það er skrúfu-gufuskip með 131 fallbyssu á hvort borð (?) og má hleypa úr þeiin 200 fjórð- úngum glóandi járnhnatta 6 sinnum á hverjum 4 mfn- útum; en fyrir gufuvélarnar og skrúfuna má leggjn því og snúa á svipstundu eptir því sem vill, og hvaðan sem vindur blæs, og þykir ekki árennilegt fyrir fjand- menn, að það koinist í l'æri viðþá; ótal skip Englend- inga eru með samkynja útbúnaði, þó minni séu. — Oddessa heitir mikil borg og auðug, sem Rússar eiga við Svartahafið, þnngað lögðu nokkur herskip Enskra og Frakka og kröfðust, að 18 kaupför, sem láu þar í höfn, væri framseld þeim, en þegar það fekkst ekki, Iögðu þeir herskipum að, og skutu eldhnöttum inn á staðinn og vígin; eitt þeirra brann upp, og 9 kaupförin, aðrir scgja 15, og nokkur hús, en suni her- skip þeirra, sem að sóktu, löskuðust líka og urðu að dragnst burt; mannfall varð lítið. — Til Sjálands-biskups cr út nefndur 15. apr. þ, ár. „Doctor“ í guðfræði hcrra Martensen, hann var áður prófessor við háskólann. — Satt er um skipskaðann úr Bolúngarvík, þar fórust alls 24 manns, og var mannval þar úr bveitum. Oss er skrifað vestan úr Barðastranda-s. (23. f. m. að þá sé þar koininn lítill afli bæði af fiski og hákalli; að hinn vanalegi hrognkelsaafli þar um firðina hafi brugðizt; að flestir kaupstaðirnir liafi verið matvælalausir í allan vetur, cn talsverður fjárfellir haíi verið orðinn um Dýrafjörð, Arnarfjörð, Tálknafjörð og Patreksfjörð, og svo, að mörg heimili væru orðin sauðlaus. — Bezta yetrarfar er að frétta úr Múlasýsluni og Austurskaptafells-s.; þar var mjög aflalítið vetrarver- tíðina, en svo niikill fiskur hljóp á land í Hornafirði, að vel mannaðir bændur þar í grend fcngu lj hndr. til hlutar af þessu landhlaupi. — Landlæknirinn Dr. J. Thorstcnsen liggur enn; Dr. J. Hjaltalín dvelur nú hér í bænum fyrst um sinn. Avylýsingar. — Laugardaginn liinn 8. júlí þ. á., cinni stundu fyrir hádegi verður "skíptalundur haldinn í þfngstofu bæjarins í þrotabúi Jóns gullsmiðs Bernharðssonar. þetta kunn- gjörist hér með öllum hlutaðeigenduin. Skrifstofu bæjarfógcta f Reykjavík, 12. júní 1854. V. Finsen. I — Moldóttur hestur, gefinn að sjá, vel feitur, aljárn- aður með (jórboruðum skeifuin, nýjum á frainfótum og gömluin á apturfótum, og marki heilrifað vinstra, liefir fundizt með snæristeimíngi rekinn upp í Effersey. Sá, sem einhverjar upplýsíngar gæti geflð um hest þenna, er beðinn að skýra mér frá þyí sem fyrst. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 14.júní 4854. V. Finsp.n. — Hér með votta eg herra Asgeiri Finnbogasyni, hreppstjóra á Seltjarnarnesi, innilegar þnkkir mínarfyrir þá stöku umönnun og ómak ei' liann gjörði sér fyrir síðustu umbúð og útrör iníns elskaða nianns, Olafs heit- ins Gislasonar. Eg þakka og öllnm þcim öðrum, sem þar unnu nokkuð að, fyrir þeirra verk. Sönmleiðis þakka eg bæði forgaungumanni sam- skotanna f Reykjavík, scm getið er um í þjóðólfi 198. og 202. bls., og gefendum þeirra fyrir þá hjálparhönd, sem þcir hafú' rétt mér af góðvilja sínum. Ilákoti á Alptanesi 1. d. mafmán. 1854. Jórvnn Jónsdóttir. — Iljá E. Jónssyni í Reykjavfk fæst: Stafrofskver handa börnum, með steinprentaðri mynd, kostar innb. 32skk. Itver þetta, sein er samið af skólakennara, herra H. R r. Fri ð r i k s sy n i og kandíd. herra M. Grímssyni, er 75 bls. á stærð, i nálægt helmíngi stærra broti heldur en 2 síðustu útgáfur lærdóinskversins. Bls. 1—2 er stafrofið; bls. 3—14, atkvæði og ýmsar tilbreytíngar á þeim; bls. 15—25, leslrarreglur og æfíngarklausur til lesturs, með aðgreiníngarmerkjum, þýðíngum þcirra og brúkun, svo og náttúrufræðislegs innihalds; bls. 26—43, smásögur með ýmsum leturbreytíngum; bls. 44—48, spakinæli og orðskviðir; bls. 49—50, um sundurgreiníng stafanna; bls. 51—52, helztu útlendir stafir; bls. 53—63, tölustaf- irnir, og regliu'nm að lesa úr þeiin ; bls. 63—67, skamm- stafanir og helztú merki í prpntuðum bókum; bls. 68— 75, gotneska stafrofið, og sögur úr biblíunní með sama letri. — Kverið er vandað að öllum frágángi og skipu- lega og lipurlega samið, og þess vegna vel fallið til að kenna á það börnum. Steinpréntaða myndin framan á, sem er sagt að hafi kostað 70 rdd., hefir hleypt verði kversins mikið fram, en hún er prýðileg; það er kona, sém kcnnir barni sfnu að stafa, og hefir landi vor, Sig- urður Guðmundsson dregið liana upp. Ábyrgjðarmaður: Jón Gtiðmundsson. Prentaður í prentsmiðju Islands, hjá E. þórðarsyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.