Þjóðólfur - 28.04.1855, Blaðsíða 2
— 70 —
er varib me¥> atorku og ráfcdeild, og ekki stefcja ó-
vænt óhöpp aÖ. Kaupstabarskuldunum hér er variö
á allan annan hátt; aö vísu veröa einstöku sjáfar-
bændur einatt aÖ lileypa sér í þær, til aí> efla út-
veg sinn og halda honum úti, og aukast þær skuld-
ir þá opt fremur en mínka, þegar aflinn bregzt;
þetta er eölilegt; en flestar og mestar kaupstaöa-
skuldirnar hér eru þær, sem fátækt, ráfeleysi og óspil-
un eru samtaka í aÖ raka saman, og svo meöfram
fúsleiki sá, er verzlunarmenn opt og tíöum sýna í
þvi, aö lána ískuld allan hinn þarfaminni varníng,
er landsmenn ginnast því fremur til aÖ taka. En
þeir, sem svona fara aö rá¥>i sínu, geta ekki ab
svo komnu hugsaö til aö hafa neinn beinan hag af
frjálsri verzlun, þar sem þeir eru meb þessu búnir
a¥> svipta sjálfa sig því frelsi og sjálfræÖi, er út-
heimtist til aö geta fært sérhana í nyt; þeir veröa
aö fara sínu ráöleysi fram, þángaö til ef skaöinn
getur gjört þá hyggnari.
Þaö eru því, ein3 og áÖur er sagt, einúngis
hinir efnabetri menn og sem eru óbundnir viö
kaupstaöaskuldir, sem geta hugsaö til aÖ færa sér í
nyt hina frjálsu verzlun nú þegar, meö nokkruin
beinlíni3 hag. En til þess útheimtist, 1. aö þeir
haíi óbundinn nokkurn þann vöruafla eöa penínga,
sem þeir geti og megi sjá af til aö skipta viö út-
lenda menn; 2. af því fáir sem engir, svona hver
útaf fyrir sig, hafa slíkan vöru- eöa peníngaafla,
svo nokkru sæti eöa teljandi sé, þá veröur nauö-
synlegt, aö landsmenn myndi hóflega umfángsmikil
verzlunarfélög sitt í hverjum hrepp til þess aÖ leggja
saman vöruafla sinn og verja honum til verzlunar
í sameiningu; 3. aö þessi verzlunarfélög eigi vísa
milligaungumenn (SÖommífðionaírer') í kaupstööum,
til þess aÖ semja og verzla viö hina útlendu kaupmenn
og geyma fyrir félögin bæöi vöruna, sem keypt er,
og hina sem fyrir á aÖ láta, o. s. frv.; og skulum
vér nú skýra hvert þetta atriÖi sér í lagi.
A meöan utanríkiskaupmenn þekkja liér lítiÖ
eöa ekkert til verzlunar, þá er ekki viÖ því aö
búast, aÖ þeir fyrst í staÖ komi híngaÖ meö hinar
ýmsu nauösynjavörur, sem landsmenn helzt girnast
og þarfnast, sízt svona sitt af hverju tagi, eins og
kaupmenn eru vanir aÖ vera byrgir af á kauptíö,
og lausakaupmenn þeir færa híngaö, sem hér heita
orönir landvanir. þeir útlendu kaupmenn, sem
híngaö kunna aö leita svona fyrstu árin, mnnu
helzt flytja af einu taginu þaö, sem þeirra land
sjálft hefir me3t af, annaöhvort aö landgæöum til
eöa fyrir verzlunar- eÖa iÖnaÖar-afla. Spánverjar
mundu helz færa híngaö salt og penínga og kaupa
aptur saltfisk; Norömenn timbur; Englendíngar stein-
kol,járn, smíöaö og ósiníöaö, ýmsan léreptavefnaö,
og nýlendnavöru, svo sem kaffe, sikur, o. fl.; Ham-
borgarar bæÖi nýlendnavöm, klæÖavefnaö og yms-
an annan verzlunarvarnaö; Danir kornvöru, brenni-
vín; Rússar og Finnlendíngar timbur, tjöru og hamp.
Þaö er engan veginn víst, aö allar þessar þjóöir
sæki híngaÖ, og sízt fyrst í staÖ, en ef þær koma,
þá mun aöflutnínguin þeirra veröa variö á þessa
leiÖ fyrst í staö, og ámeöan landsmenn eöa milli-
gaungumenn þeirra ekki panta hjá þeim aÖrar til-
teknar vörur. Aptur er þaö eÖlilegt, aö þeir Dana-
kaupmenn, sem nú hafa hér bólfestu, haldi aö
minnsta kosti núna fyrst áfram hinum sömu aöflutn-
íngum og verzlunaraöferö, sem híngaö til, meÖ því
þeir eiga hér bæÖi eignir, almenn viöskipti og úti-
standandi skuldir, en reiÖi sig ekki á aÖflutnínga
útlendra; aöal viÖskiptin um flestar hinar helzlu og
almennustu nauÖsynjar vorar verÖa því aÖ vera viö
kaupmenn sjálfsagt nú fyrst um sinn, og því geta
einúngis þeir landsmenn, sem nokkuö geta haft um
fram og aflögum frá hinum almennustu nauösynja-
kaupum, hugsaö til aö leggja fram nokkurn vöm-
eÖa peníngaskerf í félagsskap, til aÖ kaupa fyrir þá
vöru aÖra, sem útlendir kynnu aÖ færa; þetta er
nú einkum augefiö fyrir alla þá, sem eiga meira
og minna innistandandi í verzlunum kaupmanna; því
þessu geta þeir variö til aö taka út á hinar al-
mennustu nauÖsynjar sínar, en laggt aptur í félag-
skapinn þeim mun meira af land- og sjáfarvöm
sinni.
Vér höfum bent til hér aÖ framan, aö menn
yröi aö stofna hóflega umfángsmikil félög í hverri
sveit, til þess aÖ geta fært sér hina frjálsu verzlun
í nyt. Einúngis meö því móti geta menn haft til
umráöa nokkurn vöruafla sem teljandi sé, og sem
er aÖgengilegur og girnilegur fyrir kaupmenn, og
getur komiÖ til leiÖar nokkurri verzlunarkeppni;
fyrir slík félög mætti og smámsaman komast á al-
mennari vöruvöndun meöal landsmanna, heldur en
nú er; því þegar menn geta haft á boöstólum vel
vandaöa vöru, svo nokkru sæti, þá fara menn brátt
aö hafa meira verö upp úr vönduöu vörunni, en
þaöan kemur aptur hvötin til aö vanda hana sem
bezt. Vér álítum ekki nema til óhags og ills eins,
aö hafa slík félög fjöIskipuÖ; því fleiri menn, sem
eru í sama félaginu og ólíkari aö efnahag einlægni
og áhuga, þeim mun torveldara veröur aÖ fullnægja
öllum og halda viö í félaginu samtökum og sam-
einíngu; í hinum stærri sveitum eÖa hreppum mundi
gefast betur, aö félög þessi væri 2 eÖajafnvel fleiri,