Þjóðólfur - 02.06.1855, Blaðsíða 1
þJOÐOLFUR.
1855.
Sendnr kaupendum kostnaðarlaust; verð: árg., 18 ark. 1 rd.; hvert einstakt nr. 8 sk.; sölulaun 8. hver.
7. ár.
2. júni.
24.
(Aðsent).
Bending'.
Af seinasta blaði „Jjóðólfs" sé eg, að Jún
SiyurÖsson ætlar ekki að koma á alþíng í sum-
ar, og þykir mér og vissulega mörgum það mjög
illa farið, bæði af því, að hann er yfir höfuð að
tala góður félagsmaður, og sér í lagi vegna þess,
að hann, sem forseti þíngsins um nokkur und-
anfarin ár,1 hefir staðið merkilega vel í sporum
sínum, og með nákvæmu eptirliti og óþreytan-
legri iðjusemi bæði flýtt fyrir þingstörfunum og
við haldið góðri reglu á þinginu. Hann hefir
líka sem forseti varazt, að taka þátt í umræðum
málanna, þó lögin leyfi honum það, og er meira
varið í þetta, en margur hugsar; því með því
eina móti getur forsetinn stjórnað þingræðunum
skipulega, og haldið áliti sínu óskertu. 5að
eina, sem setja mætti út á forsetadæmi hans,
er það, að hann hefir ekki bent þíngmönnum
á, að halda sér við efnið, þegar umræðurnar
liafa farið á við og dreif, eins og opt hefir borið
við á alþingi; en aptur má segja honum það
til málbóta, að lögin ekki gjöra forsetanum
þetta að skyldu. Jó má fullyrða, að herra Jón
Sigurðsson hefði með skynsamleguni fortölum
við þingmenn, getað, víst að miklu leyti, komið
í veg fyrir þá óþarflegu og skaðlegu málaleng-
íng, sem opt á sér stað á þínginu og sem þíng-
tíðindin bera ljósastan vott um. En hann hefir
án efa hugsað eins og margir fleiri, að þetta
mundi smámsaman lagast. Jví miðurlíturekki
út fyrir, að þetta muni svo fara, því það litur
svo út, sem orðamælgin sé allt af að fara i vöxt
á þínginu, og að sumir þingmenn haldi, að sá
sé beztur þíngmaður, sam sé fjölorðastur og
geti haldið lengstar ræður. Alþingistíðindin bera
þetta með sér; þau sýna, aðí ályktarumræðunni
eru teknar upp aptur og margtuggnar þær sömu
ástæður, sem teknar eru fram í undirbúningsum-
*) Herra J. S. heitir samt ekki að hafá verið forseti
nema á einu f>íngi, nl. 1853; hann var að vfsu kosinn til
forseta 1849, en kom f>á ekki til landsins fyr en í þíng-
lok; 1851 var hann ekki forseti, eins og allir muna.
Abm.
ræðunni, og að það er injög sjaldgæft, að nokk-
ur ný hugsun eða röksemd komi í Ijós, úr því
búið er að ræða málið einu sinni;1 alþíngistíð-
indin sýna, að það er kominn upp einhver elt-
íngagángur á þínginu, svo að einn þíngmaður-
inn er að henda á lopti, það sem hinn segir,
þó það ekkert miði til að skýra það mál, sem
verið er að ræða; af þessukemur það, aðmenn
missa sjónar á málefninu, og umræðurnar fara
út um þúfur og taka ekki enda, fyr en allir
eru orðnir þreyttir. 5að er eins og hver vilji
eiga seinasta orðið; og þeir, sem ekkert hafa
að segja, standa þó upp til að segja, að þeir
hafi ekkert að segja, „geti engu bætt við
það sem komið sé, en vilji þó láta meiningu
sina í ljósi, áður en gengið sé til atkvæða*, o.
s. frv. Hverjum ntanni, sem nennir að lesa
þingtiðindin, hlýtur að blöskra þessi aðferð af
því þíngi, sem á að vera þjóðþíng og er haldið
á opinberan kostnað. Málalengíng sú, sem á
sér stað í þíngræðunum, er líka farin að koma
fram í nefndarálitunum og bænarskránum til
stjórnarinnar, og er þetta náttúrlegt, því sé allt
komið undir þvi að tala mikið, þá verður líka
að skrifa mikið; en þar að auk liefir þetta aðra
orsök. Jað er sá siður á þínginu, að velja
næstum sömu menn í allar nefndir; þessir fáu
menn fá svo mikið að gjöra, að þeim verður
að kalla ómögulegt að vanda nefndarálitin, þeir
fá engan tima til að hafa þau stutf og gagn-
orð, eða koma hugsunum sinum skipulega fyrir,
heldur verða þeir, eins og eldi ausnir, að skrifa
allt upp eptir því, sem það fyrst flýgur í huga
þeim.2 5ar í móti hafa liinir, sem ekki eru í
*) Til þess srtlast heldur ekki 71. gr. 1 atþ. tilsk.,
heldur, að við ályktarumræðuna komi fram „greinilegur
samanburður og nákvæmari utlistan alls þess, er þegar
var fram komið* i undirbúníngsumræðunni. Ábm.
2) Vér erum nú að vísu samþykkir þessu og fleiru hjá
höfundinum; en á þinginu 1853 voru allir þingmenn,
nema einn, kosnir i nefndir, tvær og fleiri hvcrþeirra;
en framsagan, og skrásetning nefndarálitanna og bænar-
skránna í öllum málunum kom niður einúngis á fáum mönn-
um, — það er satt, — og svo, að þeim hefir sjálfsagt verið
ofvaxið. En oss er spurn: af hverju komþetta? varþað
- 93 —