Þjóðólfur - 05.11.1863, Page 4
— 4
Guðmundssonar, sám leggr allan huga á, bæði að
safna fornum gripum, og spyrja þá upp, og er
vonandi að aðrir landsmenn styði að þessu fyrir-
tækí eptir megni.
Aðrar mentaðar þjóðir kostaeigiað eins kapps
um, að halda saman og geyma á óhultum stöðum
fornmenjum sjálfra sín, til þess að fá sem Ijósasta
hugmynd um háttu forfeðra sinna, heldr verja þær
og ærnu fé, milíóntim saman til allskonar gripasnfna,
því að það er þeim Ijóst, að þau verða að styðja
mjög að framförum þeirra, sem þau hafa, og til
að auka og gjöra ljósari þekkíngu þeirra á hinum
eldri tímunum og öðrnm þjóðum, hagleik manna
og hugviti, og efla fegurðartilQnnínguna, og fram-
farirnar. þannig eru t. a. m. víða söfn af alls-
konar listasmiðum (litmyndum, marmaramyndum,
o. s. frv.); söfn af ýmsum munum úr fornöld
(forngripasöfn), bæði frá ýmsum tímum og ýmsum
þjóðum; söfn af ýmsum einkennilegum munum
frá fjarlægum þjóðum; söfn af þeim gripum og
munum, sem merkir menn hafa átt, o. s. frv.
Slík söfn hljóta reyndar að kosta afar-mikið fe,
og dettr mér eigi í hug, að vér Islendíngar get-
im aflað oss slíkra safna, svo að í nokkurn sam-
jöfnuð komi við hin stærri söfn í öðrum löndum;
en »upptökin liggja tii alls fyrst«, og »lítið er betra
en ekkertn. En það er til lítils að safna, ef eng-
inn er geymslustaðrinn. það er og segin saga, að
þegar einhver stofnun er komin á fót, hver sem
hún er, þótt lítil sé að upphafi, þá verðr margr
sá til að styðja hana og efia, sem aldrei hefði um
slíkt hugsað annars. Svona er um stiptsbókasafnið
hér í Reykjavík; það eru enn eigi 40 ár liðin,
síðan það var stofnað, og þó er það nú búið að
fá 8000 bindi, sem því hafa verið ílest gefin, og
helzt af útlendum mönnum; höfum vér þar margar
góðar bækur, sem vér hefðim annars eigi haft.
Ef það hefði verið til, þegar Árni Magnússon var
að safna hinum fornu skinnbókum og handritum
vorum síðast á 17. öldinni og í byrjun hinnar 18.
og ýmsir aðrir, þá erölllíkindi til að öll hin fornu
liandrit vor væri eigi komin af landi burt, og svona
er um margt fleira »mjór er mikils vísir«.
En þótt efni vor sé lítil, þá er það þó satt,
að »mikið má, efvelvill* og »safnast þegar sam-
an kemr«, og hefir mér því doltið í hug að skora
á landa mína, jafnframt og þeir styddi að því að
auka safn það, sem þegar er byrjað, með fornum
og fágætum hlutum, að þeir jafnframt með ein-
drægni legðist allir á eitt, að skjóta saman fé
nokkru, helzt með árlegu tillagi, hver eptir efn-
um og ástæðum, í þau 11 ár, sem eptir eru til
þess er lsland hefir bygt verið í 1000 ár, til þess
að reisa fyrir það hús, er hæfilegtværi til geymslu
alls konar gripum, sem oss áskotnast kynni á ein-
hvern hátt, hvort heldr fornmenjar úr landinu
sjálfu, eða annað, og minnast fyrstu bygðar Iands-
ins 1874 með því, að leggja þá grundvöilinn að
húsi þessu, og reyna til að hafa það fullgjört 1877,
eða þúsund árum eptir að Ingólfr Arnarson tók
sér fastan bústað hér í Reykjavík, og ætti hús
þetta að vera svo gjört, að það væri sannr vottr
um bygð Islands, og sæmilegr minnisvarði þess
atburðar, er varð fyrir þúsund árum hér á landi.
Eg vil eigi dyljast þess, að margr muni sá
verða, er teli það oss ofvaxið, að færast slíkt í
fáng, ef nokkuð eigi að kveða að slíku minníngar-
merki og jafnframt eigi að gjöra nokkra byrjun til
safnsins sjálfs; en 67 þúsundir manna, geta og
skotið eigi all-litlu fé sainan í 11 ár, ef vilinn er
einlægr og samtökin góð, án þess að tillögin verði
neinum tilfinnanleg, og eg skora því á yðr, lundar
góðir, að þér gefið máli þessu góðan gaum, og
hafið góð samtök; og fyrst og fremst skora eg á
alla embættismenn þessa lands, æðri sein lægri,
hvort heldr eru veraldlegrar sléttar eða andlegrar,
og alla alþíngismenn, að þeir gjörist nú þegar for-
sprakkar fyrirtækis þessa, hver í sinni sýslu eða
sveit, safni saman fénu, og auglýsi í blöðunum
jafnóðum og eitthvað áskotnast, uns einhver reglu-
•leg stjórn kæmist á málið, sem eg ætla að verða
ætti, er alþíngi er haldið næsta sinn. [>vi að með
þvi þetta mál er réttnefnt þjóðmál, virðist mér-
réttast, að fulllrúar landsmanna, alþíngismennirnir,
annist, að rétt stefna komist á það, og síðan fram-
kvæmd jafnframt sem allir landsbúar, og sérílagi
embættismennirnir styddu það.
Eg lnrði eigi að siuni, að bera fram nákvæm-
ari uppástúngur um þetta mál eða fyrirkomulag
þess, en óska þess og vona, að aðrir ræði það með
sér, og komi með þær uppástúngur, sern þeim
þykir við eiga, svo að málið verði almenníngi sem
Ijósast, og því megi sern haganlegast fyrir koma;
en enginn skal verða þess fúsari, að greiða fyrir
því, en sjálfr eg, eptir sem þekkíng min og krapt-
ar eru til. >
IloyUjavík í Októberm. 1869.
H. Kr. Fritiriksson.
— Mannalát Og slysfarir. — í fyrra snmar (dánar-
dagsins ógetib) andabist úr kvel'súttinni, er þá gekk um alla
VestBrþi og var þar uæsta manuskæí), mikil merkiskona Gutl-
rún Magnúsdóttir á Alvibru í Dýraflrþi, rúmt 70 ára ac)