Þjóðólfur - 13.06.1868, Page 3

Þjóðólfur - 13.06.1868, Page 3
dúttnr; hdn var níi 59 ára aí) 4 aldri, og var hiiskona e<br sJalfrar sinnar á Járnger&arstöfctjm í Grindavik. f>enna sama dag hvítasunnn, aflítandi hádegi, gekk htin ab heiman og ^afhi ráíigjört aí) gánga sufcrí Hafnir; en mibvikndaginn næst- aii eptir, 3. þ. mán., fanst htin örend og stirbnuh þar upp í Járngerí)arsta?)a hraunum gnfcan kipp frá bænurn, og er talib ^íst tCb hún hafl ekki kornizt lengra áleihis, heldr orbib bráb- ^vdd þarna skömmu eptir ab hún var farin ab heiman. FRÉTTIR FRÁ LONDON 18. MAÍ, eptir hr. kandíd. Jón A. Hjaltalín. (Niðrlag). Ekki hafa ((Feniarn1 verið iðjulausir í velr, og var sem nýtt fjör kviknaði hjá þeim, er 3 af félögum þeirra voru hengdir í Manchester 24. Nóv. f. á., af því að þeir höfðu orðið lögreglu- þjóni að bana, til að ná lausum föngum afFenía- flokki. Kváðu Feníar, að það hefði verið óvilja- verk að skjóta lögregluþjóninn, og væri því eigi dauðasök, og sögðu að þessir menn hefði dáið eins og píslarvottar fyrir Irland, en fáum virtist svo öðrum en þeim, og geta Feníar engan veginn kvartað yflr því, að ólögum sé beitt við þá, eins og sýnt mun síðar. Feníar, sem flestir eðr allir eru írskir, héldu líkgaungur til heiðrs við þá 3 Fenía, er hengdir voru, bæði i London og öðrum borgum, og héldu hvervetna æsíngaræður, svo að banna varð þessa fundi. j>ess ber að geta, að það eru að eins fáir írar, er fylla ilokk Fenía. Snemma í Desember náðist hér í London einn af aðalforíngjum Fenía hér, að nafni Burlce, og lagsbróðir hans Casey. Hinn 13. s. mán. sló felmtr yfir alla London, er j>að heyrðist, að garðr- inn kríngnm fángahúsið, þar sem þeir Burke voru inni, hefði verið sprengdr upp með púðri, og 12 eðr 13húsi sama stræti urðu fyrir miklum skemd- um, því að gluggar og húsgögn fóru í smámola, þök duttu niðr á sumum og veggir rífnuðu, 4 tnenn létust þegar, en 30 meiddust og særðust svo til skemmda, að flytja varð þá til spítala og dóu einn eða tveir síðar, en margir munu lifa við örkumsl alla æfi. Menn rendu brátt grun um, bverir mundu valdir að óhæfuverki þessu, það er uð segja, einhverir af Fenía flokki, og mundu þeir hafa ætlað að ná út þeim Burke; en þó varð þeim e>gi að því, þvi að fángavörðrinn hafði haft þá '’arúð að hafa þá á öðrum stað í fángahúsinu, en vant var. Nokkrir náðust þegaraf þeim, er menn vissu fyrir víst, að höfðu átt þátt í þessu ódáða- 1) í Nr. 7 — 8 bls. 31. rétt undir endann, er óheppileg prentvilla í fréttnm niíiinin; þar stendr: Dúinstólarmr hafa n«g aþ gjiira eigi aþ eins á ísiandi o. s. frv. En þab á aí ’era íiilandi. Höf. verki og voru þeir af Feníaflokki. Nokkrar vikur eptir þetta gengu hér hinar voðalegustu sögur hús- unum hærra, um að Feníar mundu eyða öllum op- inberum byggíngum með púðri og grískum eldi, sem svo er kallaðr, já að London yrði bráðum að einni ösknhrúu, einhver ílugumaðr mundi ráða Yictoríu drottníngu af dögum. í einu orði að segja, enginn þóktist mega vera óhræddr um lif sitt. Voru því allar varúðarreglr teknar, og jók það mest á hræðslu manna, að enginn vissi, hversu aílmikið þetta leynda félag Feníarnir væri, og hvað marga þeir hefði í sinni þjónustu. En þegar farið var að yfirheyra Fenía þá, sem teknir höfðu verið, komst það brátt upp, að eigi var svo mikil hætta á t'erðum, sem menn ætluðu. Sumir af Feníum þeim, er teknir voru, buðust til að verða vitni krúnunnar, það er, að þeir skyldi segja allt það, er þeir vissi um félaga sína, móti því, að þeim væri gefnar upp sakir. Kom það þá upp, að forsprakkar Fenía hér eru eigi annað en óbóta- menn og lánleysíngjar, er lítið eiga undir sér, en svífast eigi hinna hryllilegustu hryðjuverka, og það við menn, sem eru í engum sökum við þá. En allt þykjast þeir gjöra af ættjarðarást, því að þeir kannast við, að tilgángr þeirra sé að losa írland undan ánauð Englendínga; og sést níðíngsskapr þeirra á engu betr, en að þeir eru fúsastir á að svíkja sína eigin bræðr, og ljósta upp um þá öll- um skömmum, þegar í hart fe.r. Eigi er trútt um að Vestrheimsmenn, einkum írar, er þar búa, blási eigi að þessum kolum, og þaðan kemr fé það, er Feníar hafa yfir að ráða, þótt ekki sé það stórvægis. Frændr eru frændum verstir. Af Fen- íum voru 8 handteknir og var mál höfðað móti þeim fyrir að hafa valdið dauða þeirra manna, er létust af fángahússsprengíngunni það er kallað hér Clerkenwell sprengíng. Um flesta þeirra sannað- ist, að þeir hefði verið i vitorði um hryðjuverk þetta og stuðlað til þess óbeinlínis, en ekki þókti sannað nema um einn, að hann hefði r raun og veru (actually) kveikt í púðrtunnunni, og var þeim því sleppt, af því að aðalglæprinn varð ekki sann- aðr uppá þá, og mundi naumlega í nokkru öðru landi hafa verið farið svo vægilega með slíka menn. Einn var dæmdr til dauða, en með því að nokkur efi er enn á, að hann hafi verið maðrinn, þá hefir hann verið náðaðr, þar til það væri ran- sakað betr. Á Irlandi náðist og einn aðalforíngi Fenía að nafni Mackay og var hann dæmdr til 20 ára varðhalds. En ekki er allt búið enn um Fen- ía. í Aprílmánuði var D’ Arcy M’ Oee í Canada

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.