Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.06.1868, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 13.06.1868, Qupperneq 4
120 skotinn; og var það maðr af ílokki Fenía, er það gjörði, og sýndust þar að vera nokkrar sakir til, því að D’ M’ Gee var fri að ætt og nppruna og var hann fyrst framan af æfi sinni fremr fylg- ismaðr Fenía, en nú var hann orðinn þíngmaðr í Canada og einn af hinum helztu mótmælendum Fenía bæði innan þíngs og utan ; hann var og einn af ráðgjöfunum í Canada. En annað ódæð- isverk Fenía var enn ástæðu minna. Prins Alfreð hertogi af Edinborg, annar sonr Victoríu drottn- íngar heíir verið á ferðum um Australíu í vetr og hefir honum hvervetna verið tekið með hinum mesta fagnaði. En í Aprílmánuði barst híngað sú sorgarfregn, að flugumaðr nokkur að nafni O’Far- rell hefði skotið á prinsinn við hátiðahöld nokkur þar í Australíu; kom kúlan í bak prinsinum, því að Feníar gánga ekki framan að mönnum heldren draugarnir, og flagaði hún með rifjunum að utan- verðu fram úr brjóstinu, svo sárið varð ekkihættu- legt, og segja síðustu fregnir, að hann sé úr allri hæltu og muni bráðum koma híngað. J»essi 0’ Farrell segir, að hann hafi gjört þetta eptir undir- lagi Fenía hér í London. Virðist hér að hafa komið tram sú hótunFenía, að tiginn Englendíngr skyldi falla fyrir hvern þann Fenía, er dæmdr er til dauða. En írnm sjálfum á frlandi kom þessi fregn jafnilla og öðrum, því að um þær mundir, sem þessi fregn barst híngað var prinsinn og prinsessan af Wales yfir í írlandi og var þeim livervetna tekið með mestu virktum, enda eru bæði þau hjón mestu ljúfmenni, og leysti prinsinn marga þá úr varðhaldi er kærðir höfðu verið um landráð við móður hans, og hafði hún útbúið hann með leyfi til þess áðr en hann fór að heiman. »En fátt er svo með öllu íllt, að ekki boði nokkuð gott» og svo má segja urn Fenía. því verðr eigi neitað, að írar hafa opt orðið þúngum kjörum að sæta, og hefir þar kent aílsmunar í viðskiptum þeirra og Englendínga. En hinirbeztu menn Englendínga eru nú farnir að kannast við harðrétti það, er írar hafa orðið fyrir, og segja, að nú sé mál komið til að rýmkað sé um hag þeirra. Enda virðist það og ráðlegra að gjöra íra ánægða, því að til eru þær þjóðir, er gjarna mundu þyggja írland og gæti þær orðið Englendíng- um óhægir nábúar. Ein af hinnm helztu kær- um Ira er sú, að kirkju mótmælenda. hefir verið troðið uppá þá nauðuga, það er að segja þannig, að þeir verða að gjalda tíundir og tekjur prestum af mótmælenda trú, þótt þeir sé katólsk- ir sjálfir; auk þess er og mótmælistrúar prestum lagt mikið fé frá ensku stjórninni, en katólskum prestum þar á móti ekkert, og þó er allr þorri íra katólskr. Hefir það því jafnan verið eitt af hinum megnustu óánægju efnum íra að verða að gjalda þeim prestum, er þeir álita villutrúarmenn. Til að ráða bót á þessu lagði Mr. Gladstone fyrir þíngið 3 uppástúngur 23. marz á þessa leið: 1. Að hin írska kirkja (þ. e. mótmælenda kirkja á írl.j hætti að vera til sem þjóðstofnun (establish- ment) 2. Að stjórnin eigi styði þar aðra kirkju í stað hennar 3. Að þíngið semi ávarp til drotn- íngar og biði hana að afsala þínginu veilíngarvald það, er hún hefir yfir írskum biskupsdæmum. |>að er með öðrum orðum, að sambandinu skuli slitið millum sljórnar og kirkju á Irlandi, og að stjórn- in skipti sér eigi framar neitt af kirkjumálefnum þar. Stjórnin reis öndverð móti uppástúngum j þessum, og kvað það hina mestu óhæfu, að slíta l sundr bandíð millum kirkju og stjórnar og að svipta mótmælenda kirkjuna hinum miklu eignum, er hún á. Sagði stjórnin og flokksmenn hennar, að Mr. Gladstone væri útsendari páfans ef ekki annars verra, til að efla páfatrú eigi að eins á Irlandi, heldr mundi þess skamt að bíða, að stjórn og kirkja yrði einnig skilin á Englandi. En fram- faramenn andæptu því, og kváðu, að tími væri kominn til, að Irar nyti réltlætis og er allr þorri manna hér á því að þeir hafi rétt að mæla. Mannfundir tíðir hafa verið haldnir bæði með og móti uppástúngum þessum og eru það einkum mótmælenda klerkar, sem mæla á móti þeim, og er það eigi í fyrsta sinni, að »kærleikans postul- ar» hafa verið forvígismenn ánauðar og óréttvfsi; en það kemr nú líklega ekki fyrir mikið að þessu sinni. En hins vegar er víst mótmælenda trú engin hætta búin á írlandi, þótt hún missi aðstoð stjórnarinnar, að minnsta kosti hættir sú mótbára móti henni, að henni sé troðið uppá íra nauðuga. Enda sýna og dæmin það hér á Englandi, að allt eins blómlegt trúarlíf, ef ekki blómíegra, er hjá þeim mörgu trúarbragðaflokkum, er eigi heyra til þjóðkirkjunni eða réttar sagt stjórnarkirkjunni ensku, og hafa þeir þó engan styrk frá stjórninni. þegar til atkvæðanna kom urðu 265 atkv. með stjórninni og móti því að selt væri nefnd i mál- inu, en með urðu 330 atkv. Var það 65 atkv. munr á móti stjórninni og þótti það allmikið. Síðan var ávarpið samið til drotlníngar og veittí hún þau svör, að hún mundi fara að ráðum þíngsins í þessu efni sem öðru, og mælist þa^

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.