Þjóðólfur - 13.06.1868, Page 5

Þjóðólfur - 13.06.1868, Page 5
vel fyrir. En nú er eptir að semja og ræða frumvarp um, hvernig öllu þessu skuli koma fyrir. Derby jarl, er var æðzti ráðgjafi Yictoríu drottníngar sagði af sér í Febrúarmánuði sökum heilsulasleika og kvaddi drottníng Mr. Disraeli í hans stað, hann var áðr fjárhagsráðgjafl. Og þótti það nýlunda hér, að maðr skyldi ná þeirri tign, er eigi var af háum stigum, því að svo heör eigi verið fyrri. Mr. Disraeli hefir ritað allmikið og þar á meðal ýmsar skáldssögur, en nú í 20 ár hefir hann mest gefið sig við stjörnarmálefn- um. »Enginn frýr honum vits, en grunaðr er hann um gæzku». Enda hefir hann átt við ramm- an reip að draga, síðan hann kom til valda, þar sem er Mr. Gladstone og flokksmenn hans. Menn segja, að fáir ráðherrar að undanförnu mundi hafa eirt því að halda sæti, ef þeir hefði orðið jafn- mjög undir í atkvæðagreiðslu á þínginu og Disra- eli varð, þegar kirkjumálið írska var rætt. En þótt hann siti meðan vært er, þykir auðséð að Mr. Gladstone muni honurn ofsterkr áðrlángt um líðr. í byrjun þessa mánaðar andaðist Brougliam lávarðr einhverr hinn mesti mælskumaðr, er Eng- lendíngar, hafa átt, og nafnkunnr frelsisvinr og umbótamaðr á fyrri árum; þeir sem lesið hafa Skírni frá 1830—35 munu kannast við nafn hans. Hann var níræðr er hann dó. Annar merkismaðr dó hér í vetr, sír Edrmmd Ilead, er um einn tíma var landstjóri í Canada; en eg get um lát hans hér, af því að hann hafði lagt mikla stund á íslenzkar bókmenntir, og lagði Vígaglúmssögu út á enzku. Svo hefir verið að sjá af blöðtim frá Yestr- heimi í vetr, sem ástandið þar sé mjög ískyggi- legt. Frá suðrfylkjunum kemr hver sagan á fætr annari urn óáran og vinnutjón. Svertíngjar hlaupa úr vistum og stela og ræna, hvar sem þeir geta.. Svo sem við má búast kenna sunnanmenn ofríki norðanmanna um allar sinar hörmúngar, þar sem þeir eru enn undir herstjórn og taumr svertíngja er hvervetna dreginn fram, þar sem þeir eiga í höggi við hvíta menn. Fyrir því hafa nokkrir sunnanmenn gengið í leynt félag, er þeir nefna Kuk-Hux-klan, og er það í eðli sínu mjög líkt bræðrafélagi Fenía hér. Tilgángr félagsins er sá að losa suðrfylkin undan yfirráðum norðanmanna. í því skyni hafa þeir ásett sér að myrða hvern þann norðanmann, sem óvinsæll er hjá þeim. |>eir senda fyrst bréf til þess, er myrða á með mynd af höfuðskel og öðrum dauðra manna bein- um (sbr. »skyrlu með rauðum kraga»), og þýðir það, að móttakandinn skuli hætta að sýna sig í mót- gángi við sunnanmenn ella muni dauðinn vis. Sé þessu bréfi eigi gegnt, klæða þeir sig dularbún- íngi, og ráðast leynileya á þann, er þeir eiga í höggi við og myrða hann. En norðanmenn munu harðhentir slíkum seggjum, er þeim verðr náð, og er vonandi, að þeir hafi eigi mikinn framgáng. — I Washington er hin harðasta rimma milli lög- gjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, það er millum ráðsins og Johnsons forseta; og er eigi séð fyrir endann á, hvernig það fer. Svo er mál með vexti, að Lincoln forseti hafði sett þann mann, er Mr. Stanton heitir, yfir hermálaskrifstofuna; og það hetír verið leitt í lög, að eigi geti eptirkom- andi forseti vikið þeim mönnum úr embætti, er fyrirrennari hans hefir í það sett, að minsta kosti eigi fyren embættistími forseta þess, er setti hann, sé útrunninn. En nú væri enn eigi forsetadæmi Lincoins á enda, ef hann hefði lifað. Allt fyrir það vék hinn núverandi forseti Andrew Johnson Mr. Stanton úr sæti og setti herforíngja Grant í stað hans fyrst um sinn. En ráðið lýsti því yfir með atkvæðafjölda, að Mr. Stanton hefði verið ó- löglega frá vikið, og skyldi hann því taka við aptr, og seldi Grant honum þegar í hendr embættið. En forseti lét eigi svo búið standa, heldr skipaði hann Stanton að fara frá af nýu og setti annan mann til að taka við embættinu. En Stanton sagði, að hér mundi meira þurfa til að koma en orðin ' ein, og kvaðst hvergi mundu fara. J>á risu upp þjóðveldismenn (Republicans eðr Radicals); svo kallast mótslöðumenn forseta og sunnanmanna, en flokksmenn forseta kallast lýðveldismenn (Demo- crats). Iíváðu þjóðveldismenn, að eigi væri lengr þolandi að forseti traðkaði svo lögunum og höfð- uðu svo mál á móti honum. Var ákæran í It greinum; voru 8 greinarnar um mál Mr. Stantons; hin 9. um samsæri móti þjóðinni; 10. og 11. um ósæmileg orð, er forseti hefði haft um þíngið í ræðum sínum. Málsfærslumenn forseta færðu það móti 8 greinunum fyrstu, að embættishaldslögin (The tenure of office law) væri gagnstæð grund- vallarlögum þjóðarinnar, og hefði því forseti liaft fulla heimild .til að breyta á móti þeim. Að því er samsærisgreinina snertir, þá væri enginn fótr fyrir henni. En þótt forseta kunni að hafa hrotið ógætileg orð af munni um þíngið, þá sé svo mikið ræðufrelsi í Vestrheimi, að eigi sé það venja að láta menn sæta ábyrgð fyrir orð sín við þess kon- ar tækifæri. Vænta meön nú á hverjum degi eptir úrslitum málsins.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.