Þjóðólfur - 11.10.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.10.1869, Blaðsíða 3
— 195 — hálfu, en Páli Melsteð vömin fyrir dómfelda; og var þar nú í sökinni, í dag, dœmt rett að vera: oHinn ákærði Jónas Jónasson á að sæta 4x5 "daga fangelsi við vatnogbrauð. Hvað málskostn- "að snertir í héraði á undirréttarins dómr óraskaðr “að standa. Ákærði borgi þann af málsins áfrýun leið- "andi kostnað,og þarámeðal til sóknara og svaramanns "Við landsyfirréttinn, málaflutningsmanns J. Guð- "mundssonar og P. Melsteðs, 20 rd. til hvors um sig, “Og enn fremr í skaðabætrtil verzlunar þeirra Hender- “sons & Andersons 170 rd. «Hið ídæmda að greiðainnan 8 vikna frá dóms- "ins löglegri birtingu, og honum að öðru leyti að "fullnægja undir aðför að lögum». STJÓRNARSRIPUNARMÁLIÐ Á ALþlNGI 1869. 11. — — — „Jjetta skilja allir sem skilja þjót)- frelsis- hugmyndina“ (constitu- tiorielt Begrelr). (Benedikt Sveinsson, Alþ.tít). 1867, I. 988), *Til hvers erum ver að rœða þetta mál?» á þessum orðum byrjaði forsetinn herra Jón Sig- Nrðsson frá Kaupmannahöfn hina löngu og áheyri- legu ræðu sína í lok undirbúningsumræðunnar um stjórnarstöðu-frumvarpið 3. f. mán.; hann svarar spurningunni sjálfr, eins rétt eins og við var að búast: »Pað er til þess, — segir hann, — að 8 e m j a um nýa stjórnarskipun handa þessu landi», — — nsemja með frjálsu atkvæði um þá stjórnarskipun, sem er bygð á jafnrétti við samþegna vora í Danmörku». þessu næst sýnir hinn ágæti ræðumaðr með mörgum og ljósum rök- um, í hverju þetta stjórnarbótar-jafnrétti vort Se fólgið, hvarí og hvernig það sé grundvallað frá °ndverðu, hvernig það sé aptr og aptr viðrkent af einvaldskonungunum í Danmörku, síðast með siofnun og endrreisn Alþingis, — samt í og með sjálfri stjórnarbótinni í meginríkinu 1848; hvernig ^®ði þjóðþing og þjóðfulltrúar íslendinga, sem og ^'n íslenzka þjóð hafi jafnan haldið fram og bar- fyrir þessu stjórnarlega jafnrétti voru um þessi ár, sem síðan eru liðin, bæði á þjóðfundinum 0g síðar, — hversu þetta frumvarp um hina s,.jórnarlegu stöðu íslands í rikinu, berlega stefni því, að halla og raska þessu jafnrétti voru eðr °8 afmá það með öllu, — og að þingnefndin hafi k°mizt að rettri niðrstöðu, þar sem hún hafi ráð- ið r • lra því, að þetta frumvarp til laga Ríldsþings- *ns > Danmörku, um hina stjórnarlegu st'öðu ís- ands i ríkinu, verði tekið til umræðu og með- erðar á þinginu, og hafl jafnframt stungið uppá: «að þingið mótmœli því (í álitsskjali sínu til kon- ungs), að frumvarp þetta nái lagagildi». Og hvað var það þá helzt eðr einkanlega í stjórnarstöðu-frumvarpi þessu, er gjörði það svo andstætt oss íslendingum og viðsjált fyrir oss, í hverju og með hverju var þar jafnrétti voru hallað? {>að er ekki kyn þó menn spyri að þessu, ekki sízt nú, eptir það að minnihlutinn í málinu (þeir 6 konungkjörnu allir, og þingmaðr ltangæinga) hafa í ágreiningsáliti sínu til konungs lokið svo látandi lofsorði á frumvarp þetta: „Minnihlatinn álítr ákvaríanir frnmvarpsins, er einskortía hina stjiirnarlegu stiiíin Islands í ríkiun, yflr höfuS eblilegar og í gótiri samliljóifcari vi'b stjórnarfyrirkomulag ríkisins, eins og minnihlutinn eigi heldr fœr betr séb, en ab sú staba, er landinu þannig er setlat) aí) fá í ríkisheildinni, í engu skert)i hin serstaklegu laudsrettindi þess. Breytingar- uppástnngnr minnihlntans mitia aí) mestu leyti einungis til, ab skýra og ákveíia nákvæmar snm atrir)i í frumvarpinu, og skal nú minnihlutinn leyfa ser allraþegnsamlegast aí) skýra frá uppástungnrn þess“. f>að er því síðr kyn, þó menn spyri að þessu nú, eptir það Alþingi vort, og það þegar á fjórða degi eptir að þingið réði frá að gjöra stjórn- arstöðu frumvarpið að lögum (með 15 atkv. gegn 11), samþykti með 19 atkvæðum, sem grund- vallarlaga ákvarðanir, framan við stjórnarskrár frumvarpið hið nýa, er nú gengr frá þinginu svo sem hreint og beint ufrumvarp (ekki frumvarp «til vara») til stjómarslcrár lslands»x, allar þær aðal- ákvarðanir úr stjórnarstöðufrumvarpinu sem eink- anlega gjörðu það óaðgengilegt eðr óhafandi, all- ar þær ákvarðanir er útiloka oss — vér fáurn eigi betr séð — frá því stjórnarfrelsis eðr sjálfsfor- ræðis jafnrétti, sem vér höfum óhikað eignað oss og tileinkað eptir fyrirhugun og fyrirheitum Frið- riks konungs 7. og barizt fyrir nú í 20 ár, og sem að vísu stjórnin í Danmörku hefir í öll þessi ár ýmist haldið fyrir oss eðr reynt til á ýmsan veg að fá oss til að fara ofan af eðr slaka til um og sleppa úr höndum oss með frjálsu sam- þykkis-atkvæði Alþingis; — hefði stjórnini tekizt þetta 1851, 1853, 1855, 1857,1865, — vér skyld- um hafa séð, stjórnin í Danmörku hefði þá ekki vefengt eðr neitað, að vér íslendingar hefðim fullt samþykkisatkvæði í stjórnar- og sjálfsforræðis-máli voru. En úr því nú að þessu velferðarmáli voru er 1) Fyrirsógn þings-frumvarpsins er orþrétt þossi í Alþ.tíþ. 1869, II. 385—400; en þess er fyr viþ getií), at) friimvarpií) sjálft og þessar viþauka-nppástungur vorn aþ eins samþyktar sem vara-uppástnngur (sjá niþrlagsatr. álitsskjalsins mn stjórn- arskrárfrumvarpiþ, bls. 384.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.