Þjóðólfur - 13.02.1871, Blaðsíða 5
lögur, orustur, sigrvinningar og mannfall, er hafa
eios daglega að borið eins og helliskúrir og heið-
sólskin á mis, eins og þegar skýadrög þjóta fram
og aptr um loptið fyrir misvindi og dregr fyrir
tungl og frá.
En hér sannast um stríð þetta eðr styrjöld,
t>að sem skáldið mælti:
„Eins ern skýin sem áír“.
"Hverjum vegnar nú betr, eptir hinum yngstu
°o síðustu fregnum«? Eru Prússar ekki altaf að
vmna sigr, bera þeir eigi jafnan hærra hlut, verða
Frakkar ekki alltaf undir? Ætli Prússar hætti fyr
cn þeir sé búnir að ganga milli bols og höfuðs á
Iiökkum, kúga þá og drepa og leggja svo undir
s>S gjörvalt Frakkland eða þá allan norðaustrhluta
þess, er liggr að ánni Rín að austan og llelgíu og
Frakklands-sundi að norðan, og gjöri Frökkum þar
á ofan þá afarkosti til friðar, er þeir með engu móti
fái undir risið? Svona spyrja menn hér, þegar ný-
komin eru hér skip frá útlöndum svona á mánaða-
motum, — 0g það er sannlega einsdæmi þetta,
sem nú hefir verið hér í vetr, að vér höfum haft
fregnir frá útlöndum á hverjum skamdegismánað-
unna Kóvbr.—jan>) 0g þó gtundum að eins með
hálfsmánaðar millibili. En það eru ekki vér ís-
lendingar einir í vorri miklu fjarlægð frá enum
blóðugu Glæsisvöllum milli ánna Rín, Seine og
Loire á Frakklandi, að menn spyrja svona, það er
sannarlega gjörvöll Norðrálfan norðan frá íshafi og
suðr til Miðjarðarhafs, austan frá Ural og vestrtil
Atlantshafs, að menn spyrja svona og spyrja dag-
lega við hverja nýa fregn um nýa atlögu, nvan sigr
eðr ósigr rmll. þeirra voldugu þjóðanna, sem hér
eiga í höggi saman. Og eigi lendir við þessa
spurningu eina, eptir þvf sem ráða er af Evrópu-
blöðunum, heldr spinnast þar út af orðmargar og
sundrleitar ályktanir, spár, ráðgáturog getgátur um
það, hvern enda að styrjöld þessi muni hafa eðr
hljóti að hafa. En þelta er eins og þegar menn
eru »oð spá tn veðrs«, fyrir Evrópu-blöðunum og
Evrópu-þjóðunum; hver byggir sfna veðrspá á sín-
um veðreinkennum; en það mun rætast um »veðr-
spár« þessar, sem máltæki vort segir: »Eigi er
hægt að ráða veðr úr lopti«.
En tvent er það, sem gj$rzt }xefir 0g liggr
opið fyrir í þessari miklu styrjöld, og það eru óræk
fakta og ótvíræð. Fyrst það, að styrjöldin sjálfer
nú öll önnur en hún var frá upphafi, og »casus
belli« (undirrót og tilefni strfðsins) allt annað heldr
en var með fyrsta, er styrjöldin hófst fyrst. í ann-
an staö er og stefna og gangr stríðsins orðinn
allr annar og öðruvísi nú, og það síðan í Okóbr.
f. á., heldr en var fyrstu tvo mánuðina Ágúst og
Septbr. næst á undan, frá því er styrjöldin hófst
fyrst, undir Júlílok f. á. fetta fer að vonum, þar
sem ekki eru það lengr þeir sömu, er nú eigast
við, og fráleitt út af sama «casus belli« eins og
var frá upphafl. Vilhjálmr Prússakonungr, Prúss-
ar hans og Norðr-þjóðverjar og sambandsmenn
þeirra, fyrir sunnan þá, framúrskarandi yflrforingj-
ar, svo að þeir eiga sérmá ske eigi jafnoka, þótt
Viða um lönd væri leitað, nægð hraustra herkænna
og marg-þvældra flokksforingja, 650,000 vel-út-
búins einvalaliðs af Prússum og þjóðverjum, að
þeim meðtöldum samt, er sjúkir lágu og særðir,
stóðu enn uppi um byrjun þessa árs innan landa-
mæra Frakklands f hergirðingunum umhverfis Par-
ísarborg og víðsvegar í stöðum þeim og festing-
um, er Prússar voru búnir að ná undir sig frá
Frökkum; — þetta alt er er að visu hið sama og
stendr við sama að því leyti enn í dag, eins og
var í upphafi styrjaldarinnar í .Júlí f. árs; hér er
annarsvegar enn hin sama volduga þjóð og lienn-
ar mikli herkonungr og sigrsæla stríðshetja Vil-
h/álmr Prússakonungr, sem, óðar en Napóleon
Frakkakeisari enn þriði hafði sagt honum stríð á
hendr í Júlí f. á., óð í móti keisara og vestr yfir
Rfn, og inn í Frakkland sjálft og varð ekkert að
viðnámi, því fylkingar Frakkakeisara, er urðu þá á
vegi Vilh. Prússakonungs, urðu undan að vikja eðr
og falla sem gras.
Ilér er því annar þeirra, sem ófriðrinn hófst
í milli, en hinnsami: Vilhjálmr konungr og Prúss-
ar hans og aðrir þjóðverjar; þeir halda og enn
sama vígvellinum í sama framanda landi sem þeir
ruddu sér inn á frá upphafi, þeir standa enn ó-
sigraðir, enn sem sigrvegarar á Frakklandi, þar
vfðs vegar um borgir og kastala, er þeir hafa
brotið undir sig og herskildi tekið. Við þetta
stóð enn um miðjan f. mán., að því er yngstu
blöðin herma.
En þó að svona sé, þá er nú við annan að
etja fyrir Prússum heldr en var með fyrsta. það
var Napoleon keisari Frakka, er varð fyrri til að
segja Vilhjálmi Prússakonungi það stríð á hendr,
er að vísu báðir þeir landshöfðingjar höfðu búið
yfir og báðir haft allan viðbúnað til um næstliðin
3—5 ár; þessir 2 herskáu og frægu landshöfð-
ingjar vildu fyrir hvern mun reyna með sér, hver
betr hefði, Napoleon þóttist nú fá fullar fjand-
skapar og stríðs sakir á hendr Vilhjálmi Prússa-
konungi, er hann setti sig cigi í móli né heldr