Þjóðólfur - 27.04.1871, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.04.1871, Blaðsíða 1
Viðankablað vi<) Þjóðólf, ÍSH. ár nr. 25 — 26., 27. Apríl 1871. (Á kostnaT) höfiindarins, hr. skólakennara og alþingismanns Halldörs Kr. Friírikssonar). NOKKRAR ATHUGAGREINIR UM ÍSLENZKU. Verba valent usu. I. Nú eru liðin nær því þúsund ára, frá því •andnám hólust lijer á landi, og er það talið víst, að hin Islenzka tunga sje enn óbreytt í flestum höfuðgreinum sínum frá því, sem hún þávar; því að þótt þá væri ekkert í letur fært, svo að kunnugt sje, þá má þó telja víst, að kvæði þau, sem sum voru áður kveðin, sum um það leyti að landið byggðist, og sum skömmu síðar, hafi að svo miklu leyti, sem þau enn eru til, að upphafi verið eins ( flestum aðalgreinum sínum, bæði að orðfæri og orðmynd- nm, eins og þau siðar voru skráð, þótt ýms orð hafi breytzt, svo sem eðlilegt er, þar sem kvæðin hjeldust að eins í minnnm manna, og gengu þannig mann frá manni, svo að öldum skipti, uns þau loks voru skrásett á 12. og 13. öldinni hjer úti á ís- landi, og aflagast margt á skemmri tíma, enda ræður að líkindum, að ýmislegt hafi breytzt (tung- onni á svo löngum tíma, bæði orð verið niður felld og gleymzt, og ný orð verið upp tekin, ýms orð misst hina eldri beygingu sína, og fengið aðra í staðinn; en þrátt fyrir allar einstaklegar breyting- ari hefur eðli málsins þó haldizt óbreytt. En hversu sem því er varið með hinar einstaklegu ^reytingar, þá erum vjer íslendingar þeir einir, sem enn geymum, tölum og ritum hina fornu (tönsku tungu, sem fornmenn svo nefndu, óbreytta 1 flestum höfuðgreinum, og þetta játa ogallir, sem ^ynni hafa af, og telja oss það til ágætis, enda mondum bæði vjer og aðrir hafa næsta ófullkomna hngmynd um tungu þá, er gekk um Norðurlönd og víðar, um það leyti ísland var byggt, og sjálf- sagt lengf áður, ef íslendingar befðu eigi haldið lienni við, bæði með ritum sínum og í tali. En allt er breytilegt í heiminum, og tungurnar með, og þá fer það eigi að eins að likindum, heldur hlýtur og að vera, að tunga vor hafibreytztí ýmsu um svo margar aldir. Annað er óhugsandi; það væri meira að segja óhugsandi, að vjer hefðum getað haldið tungu vorri svo óbreyttri sem hún er, ef sjerstök atvik hefðn eigi stutt að því, þau atvik, að vjer búutn hjer á .afskekktri eyju, langt frá öðrum mönnum, og höfum haft svo lítil við- skipti og Bamgöngur við aðrar þjóðir. Ef vjer t. a. m. hefðum búið eins nærri öðrum þjóðum norð- urálfunnar, eins og Danir, Svíar og Norðmenn, og hefðum átt jafnmikil mök við þær, og þeir hafa átt, þá mundi að öllum líkindum eins hafa farið fyrir oss og þessum ættbræðrum vorum, að tunga vor hefði breytzt svo mjög, að hún hefði eigi mátt fremur heita hin forna tungan, eða jafnvel glatazt með öllu, og hefði hennar þá eigi verið annarstaðar að leita en i fornum ritum, sem vjer hefðum orðið að hafa mikla fyrirhöfn fyrir að skilja, eins og ætt- bræður vorir nú hafa. En enda þótt vjer megum telja oss það til ágætis, að vjer enn höldum tungu vorri óbreyttri að eðli sínu og í flestum aðalgrein- um hennar, þessari hinni svo fögru og fullkomnu tungu, að þegar allt kemur til alls, mun mega telja hana standa jafnfætis hinum fullkomnustu tungum að fegurð og öðrum kostum, þá megum vjer þó eigi ætlast til, að vjer skulum tala og rita í hverju einu, sem íslendingar á 12. og 13. öld- inni, sem eru taldar gullöld íslenzkunnar, eða að vjer höfum enn öll orð, orðmyndir, og sama kyn og sömu beygingu allra orða, sem þá voru. Htigs- unarháttur íslendinga hefur svo sem að sjálfsögðu breytzt mjög í 6 aldir, og af þeirri breytingu hefur leitt og hlotið að leiða, að búningur þessa hugs- unarháttar hefur og breytzt; því með breytingunni á hugsunarhættinum fer og breyting á búningi jafnvel hinna sömtt hugmynda, sökum þess að vjer lítum öðruvísi á margt hvað, en forfeður vorir gjörðu. {>að leggur sig og sjálft, að þar sem svo margar hugsmíðar og nýir hlutir eru fundnir á hinum síð- ari tímum, sem fornmenn engan grun höfðu um að til væru, því síður þekktu, þá höfttm vjer sum- part orðið að smíða ný orð úr vorri eigin tungu, til að tákna með nýungar þessar, sumpart að tákna þær hinum sömu orðum, sem aðrar þjóðir, og við það er fjöldi orða kominn inn í tungu vora, sem alls eigi eru runnin af vorri tungu, en sem runnin eru svo saman við íslenzkuna, að nú finnur enginn, að þau sjeu af útlendri rót sprottin, nema hann viti uppruna þeirra, og hversu á þeim stendur. Að vilja gjöra öll slík orð ræk úr tungu vorri, væri hreint barnæði; þáu hafa fengið fulla helgi í henni og íslenzkan blæ, og vjer erum orðnir svo vanir þeim, að vjer gætum alls eigi lagt þau öll niður, eða án þcirra vcrið. Fornmenn voru alls eigi svo 105

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.