Þjóðólfur - 07.10.1871, Page 2

Þjóðólfur - 07.10.1871, Page 2
— 186 — Frökkum, þá hrökkr það ekki til að bæta öllum þann skaða, er þeir hafa beðið. Margir verka- menn og handiðnamenn voru í fyrra kallaðir frá konum og börnum til að fylgja hernum. Meðan þeir voru í burtu, urðu konurnar að ala önn fyrir fjölskyldu þeirra; í mörgum tilfellum veitti þeim það næsta örðugt, sem von var; urðu þær að eyða þeim litlu efnum, er þau áttu, og jafnvel að selja tól bænda sinna sér til atvinnu, og mörg fjölskyld- an fór á hreppinn. f>egar hernaðinum linnti, var margra saknað, er farið höfðu að heiman, og voru fjölskyldur þeirra þannig alveg forstöðulausar. Aðrirkomu heim örkumlaðir, svo þeir aldrei verða færir að vinna sér björg. Margir þeirra, er komu heilir heim, fundu garðinn auðan að öllu nema hungruðum konitm og börnum. Atvinnuvegr þeirra var farinn, því að viðskiptamenn þeirra voru ann- aðhvort fallnir, eða höfðu farið til annara, með | því engi var að veita forstöðu atvinnu þeirra, er þeir sjálfir voru burtu. Tól þeirra og búsgögn voru hjá lánveitendum, en þeir höfðu eigi fé til að kaupa þau út. Við allt þetta bættist, að margr var orðinn tregari og óliðugri til vinnu eptir hern- aðinn en áðr. Mörgum er nú að vísu veittr nokk- ur styrkr af fé því, er Frakkar greiða, en ókleyft væri að bæta hverjum skaða sinn að nokkrum mun, því siðr að öllu. Almenningi á þýzkalandi mun því þykja sigrinn næsta sárkeyptr verið hafa, og skrifað er þaðan, að margr eigi nú við örðug kjör að búa. nQuicquid delirant reges plectuntur Achivi». Kenna Akverjar á konunga æði. Keisarar, konungar, prinsar og hershöfðingjar eru lofaðir fjöllunum hærra, varðar eru reistir þeim, og eptirkomandi kynslóðir minnast þeirra með undrun og lotningu, svo sem væri þeir æðri ver- ur; en almúgamenn mega þar dreggjarnar af súpa; þeir, sem borið hafa hita og þunga dagsins, og höfðu ekki vatnsdropa að kæla tungu sína, j mega nú lifa við örkuml og lítinn kost. j Manngi minnist þeirra. Svona var það, og svona j er það enn, þótt menn sé nú kallaðir betr siðaðir en áðr. J>etta hefir verið og er enn hin óglæsilegri hlið herfrægðarinnar; en þeir, er ritað hafa sögu mannkynsins, hafa of lítið haldið henni á lopt; þvi ef svo hefði verið, er líklegt, nð almenningr hefði eigi verið eins leiðitamr að fylgja stjórnend- um sínum til ófriðar fyrir litlar sakir. jþað var vel og satt sngt, sem einhver sagði (eg man nú ekki hver það var), að Norðrálfumenn ætti meira að þakka sir Walter Raleigh, er hann flutti jarð- eplin í þessa heimsálfu, en öllum sínum köppum. Hér á Englandi hefir verið mikið þref og þóf á þingi, en lílið verið að gjört; og litlar þakkir mundu alþingismenn Islendinga fá hjá sumum löndum vorum, ef þeir væri eins orðmargir og sumir þingmanna hér. Engi skili svo orð mín, að eg ætli, að þingmenn Englendinga þurfi að læra þingstörf af oss. En hitt segi eg, að þeir, sem liggja þingmönnum vorum á hálsi fyrir mikið skraf og magran árangr, ætti og að gæta hins, hvernig á stendr. Á öðrum þingum er það á valdi þing- marma sjálfra, hver árangr verðr af störfum þeirra. Aptr á móti er svoástatt fyrir oss enn sem komið er, að þingmenn vorir geta haldið hinar beztu ræður (hvort sem þeir nú gjöra það eða ekki), og farið með mál vor á skynsarnlegasta hátt, en þó verðr, ef til vill, ekkert úr, því að aðrir ráða úr- slitum. Að þvi er snertir þingmenn hér, þá hafa þeir minni afsökun, ef þeim ferst óvitrlega, því að hér er engi þingmaðr, er eigi hafi verið settr til menta. En eg er kominn út í a11t aðra sálma, en eg ællaði mér, og mun bezt að snúa að efninu. Hér hefir verið tíðindalítið, eins og eg sagði. |>ó er eitt mál, sem vert er að minnast á, og það er Alabamainálið. Á það hefir verið minzt nokkr- um sinnum í þjóðólfi, og er því lesendum yðar það að nokkru kunnugt. Margr ætlaði, að ein- hvern tíma mundi eldr úr því verða milli Eng- lendinga og Candamanna. |>etta var eðlilegt, því að opt hefir bál orðið af minni neista. Hin vana- lega aðferð hefði verið (dæmin eru ekki gömul), að hvorirtyeggja hefði sótt málið roeð kappi, síð- an lent í heitingum, og síðan grimmasU ófriðr. Við ófriðarlokin hefði hvorirtveggja verið svo miklu snauðari að fé og mönnum, að ekki er hægt á að geta; og það sem meira er í varið, hvorirtveggja hefði verið verri menn eptir en áðr bæði í likam- legum og andlegum efnum, og eigi þeir einir, heldr og margir aðrir, er við þá eiga að skipta. Menn mega því lofa Guð fyrir, að þetta fór á ann- an veg. Lengi hafði rekizt í samningum um mál þetta, áðr samkomulag næðist. En í vor sendi Englastjórn menn af sinni hendi til Washington, til að semja við menn tilkvadda af stjórn Banda- manna, hvernig ráða skyldi til lykta þessu máli og nokkrum öðrum, er Bandamenn og Englend- ingar ekki gátu komiö sér saman. Var það þá gjört að samningum, að öll málin skyldi lögð í gjörð manna, er hvorirtveggja kveddi til þessa af sínum mönnum, og svo nokkura annara óviðkom-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.