Þjóðólfur - 07.10.1871, Side 6

Þjóðólfur - 07.10.1871, Side 6
— 190 — hefir lagt smiðshöggið á, hvað sem því líðr, — er að vísu margbreyttar sögur fara af og næsta ósennilegar, hvernig sljórninni hafi verið búið í hendrnar þetta veitingarrnál Reykjavíkrkallsins héð- an af landi. Hér urðu í fyrra haust, eins og öllum er í fersku minni, mikilfengar og enda eins dæmis breytingar á skipun tveggja hinna æðri embætta þessa lands, og urðu víst með miklu skjótari svip- an heldr en menn varði. En allt um það, þeir voru víst mjög fáir er yrði forviða eða sem him- infallnir út af þeim aðgjörðum stjórnarinnar; nokkrir sögðu að það væri að vonurn orðið, og aðrir jafnvel lágu stjórninni á hálsi fyrir það að hún hefði dregið það við sig helzt til óskiljan- lega, að skerast í þann leik og taka þar af skarið eins og hún gerði. þó að þær ráðstafanir stjórn- arinnar í fyrra kæmi einstaklega hart niðr og mjög tilfinnanlega á einstökum mönnum, þá getr samt engi sagt að þær hafi farið í bága og því síðr í berhögg við almenningsálitiö («opinionina»)- Blöð- in hér á landi hreifðu engu orði um það í móti stjórninni, og Hafnarblöðin hreifðu hvorki lofsorði né lastsorði út af þeim aðgjörðum hennar. Um- ræðurnar á alþingi í sumar og öll meðferð þings- ins á þeim 2 eptirlaunamáium er héðaa spruttu, staðfesta og fyllilega, að almennings álitið hér á landi hafl þar verið miklu fremr með stjórninni en í móti. En þetta verðr með engu móti sagt um veit- inguna á Reykjavíkrbrauðinu. Hér er ekkert urn- talsmál um yfirgnæfandi hæfilegleika eðr viðun- andi hæfdegleika þessa vors heiðraða nýa dóm- kirkjuprests, sem núerorðinn eptir miðjan dag á morgun; engum kemr til hugar að efa það að hann verði Reykvíkinga viðunandi prestr í alla staði, og að visti munu þeir vera fleiri en færri sóknarbarna hans, er láta hneigjast til spár og vonar um það, að hann muni verða góðr kenni- maðr og sálusorgari þessa síns fyrsta safnaðar, þó að margfalt fjölmennari sé og margbreytilegri heldr en nokkur annar söfnuðr á landi hér. Almenn- ingsálitið getr og gjörir fúslega að ganga svona í skoðuninni með stjórninni og gefa sig fangið undir þessleiðis spár og vonir, er það nú ef engi sækir annar um embættið heldr en sú eini. En hér sóktu nú fleiri, eigi færri en 5 alls, og þá skilja menn ekki og samsinna því siður, hvers vegna stjórnin í þessari sinni embættisveitingu leggst svona til drifs upp ú von og óvon, en snar- ar frá sér og hefir að engu þá fótfestuna sem hún, og hver önnur stjórn bindr og hefir jafnan bund- ið sig við í embættisveitingum yfir höfuð að tala, en það er þetta, að láta jafnan reynsluna njóta síns fulla réttar og halda sínu fulla gildi, og að sá beiðandinn sé hafðr í fyrirrúmi sem re y n d r er í em- bætti og embættisfærslu fyrir þeim sem er óreyndr og óséðr að öllu, þótt þeir væri báðir (eðr allir) jafnir að hæfilegleika eptir embættisprófseinkunn frá upphafi. Eldri kandidat embættislaus hefir opt- ast gengið fyrir yngra kandidat með sömu ein- kunn, en embættismaðrinn aptr fyrir jafnhæfum og jafngömlum kandidat embættisláusum. þess- um og því um Iíkum skilyrðum fyrir embættis- veitingunni hafa menn hlítt til þessa, og yfirhöfuð að tala hefir jafnt veitingarvaldið sem beiðendrnir álitið, að einmitt væri hér í fólgin nauðsynleg trygging («Garanti») fyrir rettvíslegri embæltis- veitingu. Og hvernig kemr nú veiting dómkirkjukalls- ins heim við þessar og aðrar þær reglur, sem opt- ast er fylgt og yfir höfuð að tala við embættis- veitingar? Um dómkirkjukallið sóttu nú 5 guð- fræðingar samtals, skilyrðalaust, prestaskólakennar- inu herra Helgi Hálfdúnarson hinn 6., en með þeim skilyrðum, er hvorki stiptsyfirvöldunum né stjórninni mun hafa þótt neitt umtalsmál um að binda veitinguna við; bænarbréf sira Sveins á Staðastað fór eigi héðan fyr en með póstskips- ferðinni hér næst á undan (1. d. dag f. mán.), og náði svo ekki i veitinguna. Af hinum 5, er sóttu, } þá hefir að likindum eigi þótt eindregið skoðunar- mál nema um 3 þeirra, eptir því sem sagt er að álitsskjölin héðan hafi lagt sig niðr við bænar- bréf þeirra sækendanna og hvors þeirra fyrir sig ; aldrei gat heldr nema einn þeirra fengið embættið. En þeir 3 beiðendrnir sem álitsskjölin héðan munu hafa gjört helzt að umtalsefni og úthelt meðmælunum yfir svona meira og minna yfir réttri(l) tiltölu og verðugleikum voru þeir guðfræðis-kandi- datarnir Hállgrimr Sveinsson, sá sem nú hlaut veitinguna, ársgamall kandidat frá húskólanum með 2. aðaleinkunn (haud illaudabllis), Eirikr Magn- ússon, nál. 12 ára kand. fra prestaskólanum með I. aðaleinkunn (laudabilis), og Jónas GuÖmunds- son aðjunkt við lærða skólann um næstliðin 20 ár, kandidat í guðfræði frá háskólanum með 1. aðal- eink. (laudabilis) frá 1850, altsvo 21 ára kandidat. Hvað þurfum vér hér þá framar vitnanna við ? — '|>að má óhikað fullyrða, að þær almennu regl- urnar, sem hafa um langan aldr verið í gildi í embættisveitingum, sé hér yfirstignar eðr brotnar i

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.