Þjóðólfur - 10.04.1872, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 10.04.1872, Blaðsíða 5
— 85 Jnn; öðru því, að gjöra fátæklingum örðugra fyrir að ná í «sopann», og þannig aptra því að þeir eyði fé sínu til þessa óþarfa og spilli með því vel- megun sinni; en í hinu, að auka tekjur landsins; f hverju skyni skulum vér engum getum um leiða að þessu sinni. En hitt mun reynast satt, áðr en mörg ár líða, að tekjuauki landsins verðr minni en stjórnin ætlast til, sem er 45 — 50,000 rd.; því að ef kaupmenn eiga að gjörast birlarar (Destillateurer), liggr það svo sem í augum uppi, að hinir dönsku og útlendu kaupmenn munu reyna að gjöra sér vínfangaverzlunina svo arðsama sem auðið er, eigi síðr hér eptir en hingað til. Á hinn bóginn er og auðséð, að þegar tollgjaldið er jafnt af óblönduðum «spiritus» og brennivíni, þá verðr verzlunin á þessari vöru, þeim helmingi eða jafnvel þrefalt arðmeiri, að kaupa ekkert brennivín heldr tóman «spiritus•>, og blanda hann síðan með vatni eptir eigin geðþekni, og selja síðan landsmönnum blöndu þeirra, sem getr orðið hreint ólyfjan fyrir mannlegan líkama, þótt ekkert eiginlegt óhóf sé við haft; því bæði er óvíst hversu hreinn sá spiritus verðr, sem þeir kaupa, og því óvissara, liversu vandir þeir verða að blönduninni og tilbúninginum, en í þvi verða þeir fullvandir og áreiðanlegir, að þeir taka 8 sk. meira en áðr af blöndu þessari, svo sem væri hún bezla korn- brennivín. Af þessum aðförum kaupmanna leiðir þá, að þótt kaupmenn engin undanbrögð haíi með tollgjaldið, sem þó eigi kann örgrant að verða, að gjaldið af brennivíni og öðrum áfengum drykkjum verðr naumast meir en þriðjungr þess sem stjórn- in ætlar að verða muni; en kaupmennirnir sjúga merginn úr vehnegun landsins, græða sjállir ó- grynni fjár og lilaupa svo burt með, en spilla bæði sál og líkama landsmanna og láta þá svo eiga sig, og er vonandi að lslendingar sjái þetta, manni sig, og láti eigi útlenda kaupmenn hafa sig þannig að féþúfu. Hér væri nokkuð fyrir «þjóð- vinafélagið•>, sem «{>jóðólfr» hefir skýrt frá að landsmenn væri að stofna, að reyna sig á; hér gæti það vafalaust gjört löndum sínum ómetanlegt gagn með því að sporna, sem mestværi auðið rnóti brennivínskaupum framvegis, með því mundi það styðja eigi alllítið að velmegunareflingu lands- manna, með þvi mundi það og styðja eigi alllítið að framförum Iandsins, og meðþví mundi það eigi alllítið greiða fyrir þjóðfrelsi þvi, sem vér þörfn- umst, en sem Danastjórn ranglega synjar oss um. Hér væri og efni fyrir hin innlendu verzlunarfélög, sem eru að myndast víðsvegar um landið, að sýna áhuga sinn, að efla verzlun landsins, að efla hag- sældir bæði sjálfra sín og landsmanna yfir höfuð. Yér ætlum ei að þessu sinni að fjölyrða meira um þetta mál, en skorum fastlega 1. á alla landsmenn yfir höfuð, að fara hér að dæmi Vestrheimsmanna 1772 með tedrykkjur og draga sem mest að auðið er við sig öll kaup á brennivíni og öðrum áfengum drykkj- um, hverju nafni sem nefnast. 2. á alla bæði æðri og lægri hluttakendrþjóðvina- félagsins, hvort heldr eru forsprakkar eðr eigi, að leggja allt sitt fram að sporna við kaupum þessum og jafnvel að félagsmenn í hverri sókn gangi í bönd og eiða um það efni. 3. á hin íslenzkn verzlunarfélög, að berjast gegn því að landsbúar veri fé sinu til slíkra kaupa. Dvergr. (Aðsent). j>ótt vér séim eigi eins nærri komnir útlendu fréttunum, eins og þér, þá höfum vér þó heyrt þær fréttir frá Kaupmannahöfn, sem oss þykja eigi alls koslar ómerkilegar, og sem oss virðist að blöðin ætti um að geta, en sem þér þó getið að engu í síðasta þjóðólfi yðar. Oss virðist það nefniiega Ijóst, að landsbúum sé það alls eigi óviðkomandi, hver laun embæltismenn þeirra hafa, yfir höfuð að tala, og eins ef einhverjum einum er gjört hærra undir höfði en öðrum, því að bæði er það, að laun þau, er hverju embætti fylgja, eru fast ákveð- in, í hverju helzt landi sem er, enda þeim eigi breytt nema sérstakar og yfirgnæfandi ástæður sé til; svo sem framúrskarandi dugnaðr samfara langri embættistíð. Nú þykjumst vér hafa sannspurt, að prestaskólakennari sira Ilelgi Ilálfdánarson hafi fengið 400 rd. launabót með síðasta póstskipi, og væri vel gjört af yðr, herra ritstjóri, að fræða mig og aðra lesendr blaðs yðar um þær hinar knýj- andi ástæður, sem stjórnin hefir haft til þess að auka laun þessa manns svona mikið, svona sér- slaklega, og fremr öllum öðrum embættisbræðrum hans í likri stöðu, og það án þess að leggja slíkt mál fyrir Alþingi til ráðaneytis. Eins og yðr er kunnugt, er sira Helgi fremr ungr embættismaðr, vígðr 1856, var síðan fáein ár prestr í Kjalarnes- þingum og síðan 8 ár í Görðum á Álptanesi. Nú var hann gjörðr eptir beiðni sinni kennari við prestaskólann 1867(?), eigi með hinum lögboðnu launum (500 rd. ( fyrstunni) heldr með 300 rd. meiri launum (eða 800 rd.). Nú er hann þá bú- inn að vera þar 5 ár við prestaskólann, og svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.