Þjóðólfur - 12.04.1872, Blaðsíða 2
d. Vextir, sem óteknír eru út í lok Júní og De-
sembers ár hvert, verða lagðir við höfuðstól
sem innstæða.
e. Af ágóða sparisjóðsins skal greiða ailan kostn-
að við stjórn hans, svo sem ritföng, prentun,
auglýsingar o. s. frv.; en afganginn skal léggja
í varasjóð, hvers aðalaugnamið er að standa
straum af því tjóni, er sparisjóðrinn kann að
verða fyrir. Þegar sjóðrinn með tima er orð-
inn svo mikiil, að hann má nokkurs án vera
umfram augnamið sitt, má verja slíku fé í al-
mennings þarfir, ef að slofnendr sjóðsins með
3/4 atkvæða allra þeirra fallast á það, og æðsti
valdsmaðr hér á landi veitir því samþykki.
Stofnendr sjóðsins mega eigi sjálfir njóta neins
ágóða af honum.
12.
a. Uppsögn á innlagi fram fer munnlega á skrif-
stofu sjóðsins, og sá, er upp segir, fær það
ritað í viðskiptabók sína og í aðra bók, sem
til þess verðr höfð'Við sjóðinn.
b. Engri upphæð má segja upp, fyr en hún
heflr staðið 3 mánuði eða lengri umsamdan
tíma í sparisjóðnum, Allt að 100 rd. skal
segja upp með mánaðar fyrirvara, 100—200
rd. með tveggja mánaða fresti og stærri upp-
hæðum með missiris fyrirvara.
c. Eptir gjalddag er engum vöxtum svarað af
upp sögðum höfuðstól og vöxtum. Stjórn sjóðs-
ins á og rétt á að heimta, að við uppsagnarfé
sé tekið strax og því er sagt upp, eða innan
skemmri tíma, en ákveðinn er. Sjóðrinn þarf
heldr eigi að svara vöxtum lengr en til þess
dags sem borgun er boðin á.
d. Borgun á sér stað í gjaldgengum peningum.
e. Aptr borgað fé tilfærist á dálki eiganda í að-
albókinni og í viðskiptabókinni, og skal kvitt-
un gefín í kvittunarbók af þeim sem tekr við
fénu.
f. Ef viðskiptabókin hefir glatazt, verðr eigandi að
fá hana dæmda ómerka, áðren útborgun getr
átt sér stað.
g. Menn eiga kost á, sér til tryggingar, fyrirfram
að ákveða, að við endrborgun peninga skuli
sýna önnur skýrteini, svo sem vottorð eða
slíkt, og skal þess beiðast ekki síðar en við
uppsögn, og rita það í viðskiptabókina.
h. fá er innstæða greiðist, svo ekkert er eptir,
skal aptr skila viðskiptabókinni án endrgjalds.
13.
Ef eigandi að innsíæðufé eða erfingjar hans
í 20 ár ekki vitja sjóðsins, til að taka við vöxtum
eða segja upp höfuðstól, og heldr ekki innan 6
mánaða eptir áskorun ( blaði því, er sjóðrinn
prentar auglýsingar sínar (, er öll innstæðan, með
vöxtum, orðin eign sjóðsins. Iíostnaðinn við atig-
lýsinguna skal greiða af hinni óheimtu innstæðu
og vöxtum.
14.
Innstæðufé getr sparisjóðrinn sagt lausu i
vanalegum gjalddögum með hálfmissiris fyrirvara,
annað hvort til samlagsmanna sjálfra eða með aug-
lýsingu, og greiðast eigi vextir lengr en til gjald-
daga.
III.
Um útlán.
Eigum sjóðsins skal hagræða:
a. Með þvi að kaupa ríkisskuldabréf eða önnur
skuldabréf, sem álíta má jafn-góð.
b. Með því að lána úl til einslakra manna gegn veði
eða áreiðanlegri ábyrgð (Selvskyldner Caution).
c. Á hvern annan hátt, er stjórn sjóðsins álítr
tryggjandi.
d. Forstjórar sjóðsins eða gjaldkeri mega eigi taka
ián úr sjóðnum eða ábyrgjast lán úr honum.
e. Vexti af lánum skal ætfð greiða fyrirfram,
minnst fyrir eitt missiri. Sé vextir eigi greidd-
ir í gjalddaga skal svara, auk hinnar uinsömdu
leigu, 2 af hundraði á ári frá gjalddaga og
þangað til skuldinni er lokið.
Keykjavík, 9. Marts 1872,
Á. Thorsteimon. B. I\ Hjaltesteð. Eduard Siemsen.
Einar Jónsson. G. Zöega. H. A. Sivertsen.
Hilmar Finsen. H. Guðmundssoti. Jón Pjetursson.
Magnús Jónsson. Ó. Finsen. O. P. Möller.
(Aðsent)
Maðr nokkur, sem kveðst vera prestr og eiga
söfnuð, hefir í «þjóðólfi» 22.Febr. þ.á. fundið köllun
hjá sér til að gjöra að umtalsefni sálmabókina 1871
og minnast mín um leið með sinum einkennilega
bróðuryl. Líklegt er, að fleirum bræðrum hans en
mér þyki það eitt vanta, að hann dylr nafn silt.
það hefði þó líka sjálfsagt gjört grein hans marg-
falt þýðingar meiri, og merkari hefði allr almenn-
ingr fengið að sjá nafnið1.
1) Af pví aí) vér, því mibr, eigum ekkert skrstaklegt kirkjulegt
rit, þ4 cr þab eigi tiltf'kumál þó menn leiti dagbiabanua
meb ritgjöibir um sálmabdk þessa, þö þesskonar efni sk ekki
hentugt blabamál Eu allir gábir blubametin vorir ætti þv!
aí> taka þá fasta reglu, a í) neita óllum nafnlaasum grein-
nm, nm þetta efnl, um rúm í blöbum sftiurn, því þab er
sannreyut, og liggr einnig ,( hlutarins ebli“, ab flest þab,