Þjóðólfur - 27.04.1875, Side 4

Þjóðólfur - 27.04.1875, Side 4
62 312. Síðan hefur tala kennenda t)g láSrisveina stórkokostlega ankist á ári hverju, og há er vísindastofnun pessi talin einhver hin ágætasta í pessu landi. Stofnandi háskóla þessa fæddist árið 1807, og átti í æsku lítinn kost á að afla sjer bóklegrar menntunar. Hann vann af alefli, fangað til hann hafði safnað miklum auði. Kom honum pá til hugar á fullorðis árum, að verja fje sínu til þess að koma á stofhun peirri, þar sem hin uppvaxandi kynslóð ættjarðar hans mætti með sem ljettustu móti afla sjer uppfræðingar í sem flestum greinum. Sjálfur komst hann svo að orði um vísindastofnun pá, er hann kom á fót: „Eg vildi koma upp stofnun, þar sem hver maður gæti fengið kennslu í hverri vísinda- grein sem er“. Og þetta er skólans mark og mið í sannleika, Eg vil að eins nefna tungur þær, er þar nú þogar er veitt tilsögn í: ebreska gríska, latína, persneska, frakkneska, ítalska, spánska, þýska, sænska, danska, íslenzka. Háskóli fiessi ætti sjerstakíega að verða þekktur á ís- landi fyrir j>á sök, að f>ar á vinur þjóðernis vors, tungu vorrar og bók- mennta, prófessor Fiske, aðsetu. Frá Kína hefir nýlega frjetzt lát keisarans, er nefndur var Tung Chi. Hann andaðist 12. janúar. Hann ljet eptir sig 5 ára gamlan son, og þykir óvíst, hvort hann verður tekinn til stjórnara nú þegar, eða ná- frændi hans, er Tún nefnist. Út lítur fyrir, að stjórn Kínverja sje held- ur að lagazt í hugsunarhætti, og ekki fjandskapast hún eins gegn þjóð- menning Norðurálfubúa eins og áður. Jeg skal geta þess, að póstmál eru hjer í Bandarikjum í mjög á- gætu lagi. Póststöðvum er allt af verið að fjölga viðsvegar um landið, og brjef og sendingar komast bæði fljótt og einkar skilvislega áfram. Jeg get þessa einkum af þeirri ástæðu, að jeg kefi rekið mig á, að brjef' og blöð heiman af ísiandi til landa, sem eiga heima i þessu landi, hafa eigi ávallt komið til skila. Sama er að segja um ýms bijef, er vjer höf- um sent heim til fslands, og þó varla önnur en þau. er lengri leið áttu fyrir höndum út um ísland en til Reykjavikur. Jeg hefi ritað opt og iðulega til Uanmerkur, siðan jeg köm hingað, einnig til Bretlands, og nærri daglega tii manna innan Bandarikja eða i Kanada, og hafa þuu öll heimzt rjett og reglulega. Jeg verð þvi að ætla, að það sjc póst- stjórninni á íslandi að kenna, að brjef og blöð þaðan og þangað glatast. Mjer er það og eigi skiljanlegt, hvernig þvi vikur við, að brjef flestöll, er mjer hafa borizt að heiman með póstskipinu frá íslandi, og sem eigi hafa verið úr Reykjavik, heldur utan af landi, hafa lagt leið sina um Kaupmannahöfn, og þannig komið að minnsta kosti viku seinna heldur en ef þau hefði verið sett i land i Granton eða Leirvík. — þoss vil jeg að endingu geta, að toll verður að gjalda allháan af bókum, som fluttar eru inn i Bandariki, sjeu þær eigi orðnar talsvert gamlar, (þó eigi fyrir bækur, er farþegjar hafa með sjer). það er þvi varúðarvert fyrir menn heima, að senda slikar sendingar hingað nema viðtakandi viti af þvi fyrir fram eða þá i mjög smám bögglum sem póstgóz, er fult burðargjad er borgað fyrir fyrirfram. Að svo búnu kveð eg lesendur þjóðólfs og óska þeim öllum gæfu og guðsblessmiar. Decorah, Jowa, 1. Febr. 1875. Jón Bjarnason. Auglýsingar Bólan, sem hefur gjört svo fjarskalegan mannskaða í Norðurálfunni síðan 1870, er enn þá atlvfða uppi, og hefur borið talsvert á henni í Iíaupmannahöfn og víðar, í vetur. t’að eru því tilmæti mín að læknar og bólusetjarar n ú þ e g a r bólusetji öll óbólusett börn, og með því eg veil fyrir víst, að margir ef ekki allir læknar hjer á landi, með þessari póst- ferð hafa fengið bóluefni frá Kaupmannahöfn, vil jeg láta gjöra þelta tafarlaust, eða svo fljótt sem auðið er, áður sam- göngur verða meiri milií Islands og annara landa. Endur- bólusetningu tel jeg miður áríðandi, þar sem hún fram fór fyrir 5 árum síðan. Heykjavlk, 12. apríl 1875. Jón HjaltaUn. ]¥ýtt rneðal við Irold.sveiki. Með því jeg frá kunuingjum mínum á Englandi hefl fengið fulla vissu fyrir því, að á Indlandi, þar sem holdsveiki er viða mjög almenn, sje fnndið nýtt meðal gegn veiki þessari, er taki ölluin öðrum langt fram, þá hefi jeg gjört ráðstöfun ti! að þetta meðal geti verið komið hingað, svo fljólt sem auðið er, og mun jeg lála það ó- keypis í tje á hinum fyrstu 6 sjúklingum, eða tveitn úr hverju amti, en sjálfir verða þeir eða þeirra, að kosta veru sína hjer meðan á lækningunni stendur. Sjálfsagt óska jeg helzt, að hinir fyrstu sjúklingar værn eigi mjög yfirkomnir af veikinni, en þó svo, að veikin væri ó- efandi og auðsjen á þeim öllum. Jeg mun gjöra rnjer allt far um, að ná meðali þessu frá Indlandi svo fljótt sem kostnr er á. Vitneskjan um, að meðal þetta geti verið hingað komið, mun jeg fá á lestunum, og skal jeg þá nákvæmar skýra frá því, og nær sjúklingarnir gætu komið til mín. Jeg vona að allir blaðamenn vorir taki þessa anglýsing mína í blöð- sfn. Reykjavík, 10. apríl 1875. J. Hjaltalin. — Hjer með inn kallast með 6 mánaða fresti erfingjar Mar- grjetar Björgólfsdóttur frá Miðfelli í llrunamannahrepp hjer í sýsln, sem andaðist 2. ágúst f. á., til þess að lýsa erfðarjetli sínum og sanna hann fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu. Skrifstofu Árnessýslt), 17. marz 1875. P. Jónsson. — Á síðastliðnu sumri fann vinnumaður Árni Júlíus Alex- andersson á Sauðafelli hjer í sýslu töluverða peninga á Hauka- dalsskarði, og eru peningar þessir enn þá geymdir í vörzlum hans. Hjetlur eigandi innkallast því hjer með innan árs og dags frá birtingu þessarar auglýsingar, til þess að færa skýr eða sennileg rök fyrir eignarrjelti sínum til þessara peninga, sem þá verða greiddir af hendi, að frá dregnum fundarlaunum og borgun fyrir prentun auglýsingar þessarar. Skrifstofu Dalasýslu, 30. nóvemb. 1874. Lárus P Blöndal. — Sölium þess að eptirfylgjandi avghjsing hafði misskrif- ast og misprenlast í nokhrum blöðum af síðasta Pjóðólfi, prent- ast hún hjer aptur : Hjer með auglýsist, að tilhlutun póststjómarinnar í Iíaup- mannaliöfn, að koslpeningar með póstskipinu Díönu á 1. plássi, hækka um 66 aura á dag. Ó. Finsen. — Hjermeð kunngjörist, að gjöfum til Strandarkirkju í Selvogi verður ekki viðtaka veilt á skrifstofu í*jóðólfs, heldur á skrifstofu biskupsins. Ritst. — Vilji nokkur hjer nærsveitis eignast Iðrfðjíjoís- .soyjii, er hann beðinn að vitja hennar sem fyrst hingað á skrifstofu þjóðólfs, því á lestum í vor, verður það sem þá er óselt, sent norður í land, því þar flýgur bókin út. Ritst. tág* Til fyllri lýsingar á strokumanninum Guðmundi Gíslasyni, sjá síðasta nr. þessa blaðs, skal þess getið, að hann er vart miðaldra, gildur meðalmaður á vöxt, rauðleitur á hár og skegg (sem ekki er mikið), og ekki kallaður fríður sínum. 11 pp á mlna ábyrgð, skora jeg hjer með á þá, sem þekkja kynnu mann þennan, að hepta för hans meðan næsta yfirvaldi er gjörð þar um vísbending. Miðdal í Árnessýslu, 20. apríl 1875. Guðmundur Jónsson. — G ott cylinder-Ultr er til sölu. — Ritstjóri þessa blaðs segir til seljanda. — Vjer undirskrifaðir ábúendur jarðanna, Hvítaness og Óss í Skifmannahrepp, og Garða í Akraneshrepp, auglýsum hjermeð, að með þvi vjer mörg undanfarandi ár höfum orðið fyrir óþolandi ágangi af hrossum, er hirðingarlaust og heim- ildarlaust hafa gengið í löndum vorum, til stórskemmda fyrir ábýlis jarðir vorar bæði á túnum og engjum, þá munum vjer eptirleiðis frá næstkomandi fardðgum, setja inn öll þau hross, sem þannig ganga heimildarlaust í löndum vorum, og fara með þau eins og annan óskilafjenað, eptir því sem lög framast leyfa. Hvftanesi, Ósi, Görðum, 15. apríl 1875. Stefán Bjarnason. Einar Oddsson. Jón Benidiktsson. — Brjefaveski (skinnkampungur), með 4 sendibrjefurn f lokuðum, og gleraugum í pappírshulstri, — týndist á leið frá Austvaðsholti út að Herriðarhóli í Hollum. Sá er finnur er beðinn að skila þessu til Eyjólfs hreppstjóra á Stórólfshvoli. — Jarpt mertrippi álilið á þriðja vetur, ómarkað, var selt hjer f hreppi f febrúarmánuði, og getur sá er sannar eign sína á því, fengið það útleyst til næslkomandi fardaga ef hann borg- ar um leið allan kostnað, sem af þvi hefur leitt. Fljótshliðarhrepp, 13. apríl 1875. Helgi Guðmundsson Magnús Arnason. Afgreiðslustofa Jjjóðólfs: Kirkjugarðsstígur Nr. 3. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiSju íslands. Einar pórðarson

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.